Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Ólafur K Magnússon Lítil snót afhendir Ingiríði blómvönd við komuna til íslands árið 1982. Vigdís Finnbogadóttir forseti horfir brosmild á. Frá opinberri heimsókn konungshjónanna í aprfl 1956. Myndin er tekin í anddyri Þjóðleikhússins skömmu fyrir viðhafnarsýningu hinum tignu gestum til heiðurs. F.v. Vilhjálmur Þ. Gíslason, formaður Þjóðleikhúsráðs, Ingi- ríður, Friðrik konungur, Dóra Þórhallsdóttir, forsetafrú, forseti fslands Ásgeir Ásgeirsson og Guðlaugur Rós- inkranz Þjóðleikhússtjóri. Kynni íslendinga af Ingiríði ekkjudrottningu Greind og elskuleg kona INGIRIÐUR drottningarmóðir, sem lést á þriðjudag níræð að aldri, kynntist Islendingum bæði á ferð- um sínum til íslands og við opinber störf Islendinga í Danmörku, sendi- herra sem annarra. Frú Vala Thor- oddsen minnist heimspknar dönsku konungshjónanna til Islands árið 1982 með hlýju en heimsóknin var í forsætisráðherratíð eiginmanns hennar, Gunnars Thoroddsen. „Ingiríður var ákaflega sérstök og elskuleg kona. Það hefur meira að segja verið sagt, að hún hafi bjargað konungsríkinu, svo vel hafi hún staðið sig. Drottningin hafði líka sterk áhrif á æsku Danmerkur - yngra fólkið í kringum sig,“ sagði Vala og minntist þeirrar tíðar þeg- ar Ingiríður var krónprinsessa ís- lands og Iagði stund á islenskunám til að geta sinnt sem best skyldum sínum við fslendinga. Hin sænsk- ættaða drottning naut ávallt vin- sælda þegna sinna og virðingar og minnast Danir hennar sem samein- Ingiríður drottning og Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra gengu um Þingvelli árið 1982. ingartákns bæði þjóðarinnar og ekki síst konungsfjölskyldunnar. fsland skipaði sérstakan sess íhjarta hennar Ármann Snævarr prófessor hitti Ingiríði árið 1993 þegar hún af- henti honum verðlaun norrænu lög- fræðingasamtakanna. Ármann seg- ir þau drottningarmóðurina hafa átt stutt spjall við það tækifæri og hafi ekkjudrottningin haft „fallega og góða návist. Hún tók ósköp elskulega í höndina á mér og hvísl- aði ofurlágt í eyra mér að það væri sér sérstök ánægja að afhenda ís- lenskum vísindamanni þessi heið- ursverðlaun „því að fsland hefur alltaf skipað sérstakan sess í hjarta mínu“. Ingiríður var bráðgreind og mjög vel menntuð,“ sagði Ármann og vitnaði til orða fjölmargra danskra vina sinna „sem höfðu kynni af drottningunni og luku allir upp einum rómi um hve hún hefði vérið gáfuð og yndisleg". Forseti sendir samúðarkveðju ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, hefur sent Margréti II Danadrottningu samúðarkveðju vegna andláts Ingiríðar drottningar. „Ég votta yðar hátign, konungs- fjölskyldunni og dönsku þjóðinni innilega samúð vegna andláts Ingi- ríðar drottningar. Islendingar varð- veita kærar minningar um heim- sóknir Ingiríðar drottningar til Islands, vináttu hennar og hlýjan hug í garð þjóðarinnar, menningar okkar og sögu. Ingiríður drottning naut djúprar virðingar vegna vits- muna sinna, fágaðrar framkomu og fórnfýsi. Hún skipaði einstæðan sess í sögu norrænna þjóða. Við andlát Ingiríðar drottningar minnist ég góðra samverustunda og sam- ræðna sem gáfu mér hlutdeild í fjár- sjóði reynslu og ráða sem hún deildi svo ljúflega með öðrum,“ segir í samúðarkveðjunni, að því er fram kemur í frétt frá skrifstofu forseta íslands. Samúðarbók í sendiráði Danska sendiráðið hefur einnig tilkynnt að vegna andláts Ingiríðar drottningar muni samúðarbók liggja frammi í sendiráðinu 9., 10. og 13. nóvember frá kl. 10-12 og 14- 16. A __ Islandsbanki FBA gefur Landspítalan- um - háskólasjúkrahúsi eina milljón Morgunblaðið/Ásdís Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, og Valur Valsson, forstjóri Íslandsbanka-FBA. Gjöf til kaupa á úmsko ðunartæki ISLANDSBANKI-FBA afhenti í gær fæðingardeild Landspítalans - háskólasjúkrahúss, eina milljón króna til kaupa á tæki til óm- skoðana. Tækið er þeim kosti búið að auðvelt er að flytja það milli herbergja en þau ómskoð- unartæki sem kvennadeildin á fyrir og notuð eru til fósturgrein- inga, bjóða ekki upp á þann möguleika. Omskoðunartæki má nota við ýmsar aðstæður, til dæmis við að meta legu fósturs þegar kona kemur inn í fæðingu og eins til að meta stærð fósturs þegar fæðing fer af stað löngu fyrir áætlaðan fæðingardag og þá er einnig hægt að meta fylgjustaðsetningu og legháls með ómskoðun. Þegar konur eru komnar meira en viku fram yfir áætlaðan fæðingardag þarf að mæla legvatnsmagn og er það gert með ómskoðun og einn- ig eru ómskoðunartæki gagnleg við tvíburafæðingar til að meta legu fósturs eftir að fyrri tvíburi er fæddur. eyraj á Súfistanum Töluvert aukin að klúbbnum fimmtudaqskvöld 9. nóvember kl. 20 úr nvjum bókum Björn Th. Björnsson: Byltingarbörn Vilborg Davíðsdóttir: Galdur - skáldsaga Gyrðir Elíasson: Gula húsið Þorsteinn Guðmundsson: Klór Mál og menning malogmenning.isl Laugavegi 18 • Sfml 515 2500 • Síðumúla 7 • Slmi 510 2500 AÐSÓKN að Klúbbnum Geysi hefur aukist töluvert í haust og segir Anna Valdemarsdóttir, framkvæmdastjóri klúbbsins, að nú komi þangað um 90 manns í hveijum mánuði, en af þeim taki um tuttugu manns mjög virkan þátt í starfseminni; mæti daglega og sinni þar nauðsynlegum störfum. ,A-ðsóknin er alltaf að aukast og kemur nýtt fólk inn á hverjum einasta degi,“ segir Anna. I klúbbnum Geysi starfar fólk sem á eða hefur átt við geðrænan vanda að stríða og segir Anna að hugmynda- fræði klúbbsins byggist á því að vinn- an sé hluti af bata fólks. Bæði vinni klúbbfélagar innan klúbbsins sjálfs og eins fái þeir aðstoð við að komast út á almennan vinnumarkað. Klúbburinn Geysir tók til starfa fyrir um ári, en hefur verið í núver- andi húsnæði við Ægisgötu frá í jan- úar. Anna segir að aðsókn hafi aukist jafnt og þétt frá því að nýja húsnæðið var tekið í notkun og að aukningin hafi orðið enn meiri í haust, en þar tel- ur hún öflugt kynningarstarf hafa skilað árangri ásamt því sem starf- semi klúbbsins hefur spurst vel út. „Við höfum sent öllum heilsugæslu- stöðvum, starfandi geðlæknum, sál- fræðingum og félagsráðgjöfum kynn- ingarbréf og boðið þeim að koma og kynna sér starfsemina. Við finnum að þetta er að skila sér núna. Læknar og sálíræðingar eru famir að vísa á okk- ur sem úrræði,“ segir Anna. Auk þess segir hún að aukin og opnari umræða um geðheilbrigðismál hafi haft mikið að segja og telur hún geðræktarverk- aðsókn Geysi efni Geðhjálpar hafa haft mikil og góc áhrif í þeim efnum. Frá því að klúbburinn tók til starfí hafa sex einstaklingar á hans vegun hafið störf á almennum vinnu markaði, auk þess sem tveir til viðbót- ar munu byrja í störfum á næstu vik- um. Anna segir að þau störf sem un ræðir séu af ýmsu tagi, til dæmií þjónustu- og verslunarstörf. „Þessi leið er hugsuð fyrir þá sen hafa dottið út af vinnumarkaði eftú langvarandi veikindi. Þegar fólk fer störf í gegnum okkur er þjálfun of undirbúningur alfarið á vegun klúbbsins. Við förum auk þess me< þeim á vinnustaðinn til stuðnings þangað til viðkomandi hefur öðlast þí fæmi sem hann telur sig þurfa til ai sinna starfinu,“ segir Anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.