Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Á uppboði á Fiskmarkaðinum í Bremerhaven í Þýskalandi í gærmorgun. Uppboðshaldarinn er lengst til vinstri en við borðið sitja, frá vinstri, Reinaard Meiners, íslenski konsúllinn í Bremerhaven og fyrrverandi forstjóri fiskmarkaðarins, hjónin Hafdís Heimisdóttir og Samúel Hreinsson, sljórnendur markaðarins, Dr. Henning Scherf, borgarstjóri í Bremen, og Ingimundur Sigfússon, sendiherra íslands í Þýskalandi. A A fískmarkaði Borgarstjóri Bremen á Fiskmarkaðnum í Bremerhaven DR. HENNING Scherf, borgar- stjóri í Bremen, og Ingimundur Sig- fússon, sendiherra íslands í Þýska- landi, heimsóttu Fiskmarkaðinn í Bremerhaven í gærmorgun en þetta er í fyrsta sinn sem Scherf kemur á fískmarkað. Samúel Hreinsson, framkvæmda- stjóri fiskmarkaðarins, segir að gest- imir hafi sýnt sér og fyrirtækinu mikla vinsemd með heimsókninni. „Þeir voru fyrst og fremst að sýna okkur vinsemd með þessari heim- sókn, en þegar við fengum okkur kaffi á eftir sagði Scherf, sem er í raun forsætisráðherra borgríkisins Bremen, að þetta væri í fyrsta sinn sem hann kæmi á fiskmarkað og sér þætti mikið til koma. Það sem mér fannst hins vegar mest gaman voru viðbrögð kaupendanna á markaðn- um. Þeir urðu mjög hissa þegar Scherf birtist og fundu greinilega fyrir því að þeir voru til, að þessi við- skipti skipta máli. Svona heimsókn getur því greinilega haft mikil áhrif auk þess sem alltaf er gott að finna stuðninginn frá Ingimundi en hann styður vel við bakið á íslenskum rekstri í Þýskalandi." Samúel tók við rekstrinum í árslok 1997 og hefur því rekið fyrirtækið í nær þrjú ár. Hann seldi úr fjórum gámum í gærmorgun en þýskum togara seinkaði og verður ekki selt úr honum fyrr en í dag. „Þetta var einkum karfi og meðalverðið var um 145 krónur fyrir kílóið eða svipað og það hefur verið undanfama daga.“ hugmyndiijnnbiástur 25% verðlækkun Eldhúsinnréttingar kirsuber rammi no. 09,- (kirsuberjalitaö birki), meðan birgöir endast. Þín bíða margir möguleikar og allir fáanlegir fyrir jól. íMk Opið hús laugardag 11-16 HAMRABORG 1, 200 KÓPAVOGI. SÍMI554 4011, NETFANG: lnnval@lnnval.ls Úttekt á stofnmati þorsks og ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar Matið trúverð- ugt og sam- ræmist gögnum Morgunblaðið/ÞorkeU John G. Pope, prófessor við Tromsöháskóla, kynnir niðurstöður úttektar sem gerðar voru á stofnmati þorsks og ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar. BREYTINGAR á veiðanleika þorsks hafa aðallega stuðlað að ofmati stofnsins á síðustu árum. Þá hafa breytingar á veiðimynstri og brottkast einnig haft áhrif á stofnmatið. Þetta kemur fram í úttekt, sem gert var á stofnmati þorsks og ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunarinnar, sem kynnt var í gær. í stofnmati og ráð- gjöf Hafrannsókna- stofnunarinnar um nýtingu þorskstofns- ins, sem kynnt var í júní sl., reyndist stofnmatið 18% lægra en gert hafði verið ráð fyrir árið áður og kom niðurstaða stofnunar- innar því nokkuð á óvart. Af þessu tilefni ákvað Hafrann- sóknastofnunin að fela nokkrum ut- anaðkomandi aðilum að fara yfir gögn, forsendur og aðferðir við þorskveiðiráðgjöf. Til þess voru fengnir nokkrir erlendir og inn- lendir sérfræðingar sem lögðu fram frumdrög að skýrslu um vinnu sína um svipað leyti og ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunarinnar var kynnt. Þeir sérfræðingar sem leitað var til voru John G. Pope, prófessor við Tromsö-háskóla, sem kunnur er ís- lenska þorskstofninum frá því er hann gerði úttekt á honum fyrir um átta árum, Patrick Sullivan, prófessor við Cornell-háskóla, sem hefur tekið þátt í stofnúttektum í Bandaríkjunum og víða um heim, og Björn Ævarr Steinarsson, fiski- fræðingur á Hafrannsóknastofnun- inni sem kom til starfa í september sl. eftir þriggja ára störf hjá Evrópusambandinu í Brussel og er vel kunnur gögnum og gagna- vinnslu varðandi þorskstofninn. Að auki önnuðust Ray Hilborn, prófes- sor við háskólann í Seattle í Was- hington, og aðstoðarmenn hans, samanburðarreikninga með hjálp nýlegs reiknilíkans. Eins og undan- farin ár gerði dr. Guðmundur Guð- mundsson, tölfræðingur úttekt á stofninum með sjálfstæðum reikni- aðferðum, svokallaðri tímaraða- greiningu. Breytingar á veiðanleika helsta orsök ofmats í skýrslu úttektarhópsins kemur m.a. fram að stofnmat Hafrann- sóknastofnunarinnar, sem birt var í júní sl., sé aðferðafræðilega trú- verðugt og samræmist vel fyrir- liggjandi gögnum. Aætluð stofn- stærð, samkvæmt mati stofn- unarinnar, sé svipuð og komi fram með öðrum aðferðum en sé þó við efri mörkin. Hópurinn bendir á að við mat á þorskstofninum sé æski- legt að beita mismunandi úttektar- aðferðum, eins og gert hafi verið undanfarin ár, því töluverður mun- ur geti verið á niðurstöðum mis- munandi aðferða. Þannig segir í skýrslunni að niðurstöður úr líkani Ray Holborns skeri sig úr og sýni verulega minni stofnstærð. Telur hópurinn veiðanleikabreyt- ingar eina aðalástæðu ofmats stofn- stærðar sl. 2-3 ár. Sýnt þyki að sveiflur þar geti náð til nokkurra ára. Beina þurfi rannsóknum frek- ar að þessum þætti, en líklegir áhrifaþættir séu breytilegt atferli þorsks og umhverfisþættir. Þá tel- ur hópurinn að breytingar á veiði- mynstri, t.d. möskvastærð, geti einnig hafa stuðlað að ofmati þorskstofnsins árið 1998-1999 og þurfi að fylgjast náið með þróun- inni í þessu tilliti. Brottkast getur einnig haft áhrif á stofnmatið að mati hópsins, ef það hafi breyst frá ári til árs. Ekki séu þó til gögn til að meta þennan þátt. í skýrslunni er ekki bent á leiðir til að mæla brottkast. Próf- essor John G. Pope sagði mjög erf- itt að henda reiður á brottkastinu þar sem það væri ólöglegt. Brott- kast á fiski væri til að mynda lög- legt innan Evrópusambandsins og því auðveldara að fylgjast með því. Slíkt eftirlit væri hinsvegar í mörg- um tilfellum óskilvirkt og mjög dýrt. Hópurinn telur einnig að leggja beri áherslu á að tryggja gæði gagnagrunna, þó ekki hafi komið í ljós alvarlegir hnökrar þar á. Vegna ofmats á stærð þorsk- stofnsins undanfarin ár hafa markmið aflareglu, um að veidd séu aðeins 25% veiðistofns, ekki náðst að mati hópsins. Hann telur hinsvegar mikilvægt að fylgja eftir 25% aflareglunni við nýtingu þorskstofnsins svo vænta megi árangurs í uppbyggingu hans. Mikilvægt að ráðgjöfin sé trúverðug Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir að lögð hafi verið þung áhersla á það síðastliðið vor að allir gerðu sér grein fyrir því að það væru frá- vik í tölum og niðurstöðum stofn- unarinnar, einfaldlega vegna þess að þar væri fjallað um lifandi auð- lind sem er margri óvissu háð þeg- ar kemur að því að meta ástand stofnsins. „Við gerum okkur engu að síður grein fyrir alvöru málsins þegar þetta mikill samdráttur verð- ur í veiðum eins og raun bar vitni.“ Hann segir að sérfræðingar stofnunarinnar muni næstu daga eiga fundi með höfundum skýrsl- unnar til að fara ofan í ráðlegging- ar hópsins. Þannig mun stofnunin reyna að læra af reynslunni og beina rannsóknaraðferðum í fram- tíðinni að þeim hlutum sem máli skipta til að gera enn betur en til þessa. Þannig muni stofnunin temja sér fleiri aðferðir við stofn- stærðarmatið í enn ríkari mæli en gert hefur verið. „Við viljum að út- tektarstarf á borð við það sem nú hefur verið unnið, sé hluti af reglu- bundnu gæðaeftirliti með okkar störfum. Við þurfum endrum og eins að staldra við, líta yfir farinn veg og bæta vinnubrögð okkar. Það er mikilvægt að rannsóknir okkar og ráðgjöf séu trúverðug og af hæstu gæðum,“ segir Jóhann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.