Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 43 PtotgttitMitMfe STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FORSETAKOSNINGARN AR í BANDARÍKJUNUM s lýðræðislegum kosningum getur það komið fyrir, að mjótt verði á munum, eins og gerzt hefur í for- setakosningunum í Bandaríkjunum nú. Þess vegna er það í sjálfu sér ekk- ert tiltökumál, þótt endurtalning þurfi að fara fram eins og í Flórída nú. En vissulega er það óvenjulegt að svo mikil óvissa ríki næstu sólarhringa eftir kjördag um það, hver hafí verið rétt kjörinn forseti voldugasta ríkis heims. Það skapar hins vegar enga óvissu í æðstu stjórn Bandaríkjanna vegna þess, að nýkjörinn forseti tekur ekki við embætti fyrr en í janúar. Clinton er enn við völd og hefur stjórnskipulegt umboð til þess að taka allar nauðsynlegar ákvarðanir. Það er því engin hætta á stjórnleysi í Banda- ríkjunum eða að tómarúm skapist sem óábyrg öfl víða um heim geti nýtt sér. Lítill munur á fylgi Bush og Gore kemur ekki á óvart. Það hefur lengi verið ljóst, að tvær fylkingar, sem eru mjög jafnar að styrkleika takast á í bandarískum stjórnmálum. Það er ekki endilega hægt að líta svo á, að þær víglínur markist af skiptingu manna á milli repúblikana og demó- krata. Bandarísk stjórnmál eru flókn- ari en svo. Sú fylking, sem Clinton- hjónin hafa farið fyrir og Gore hefur verið í forystu fyrir í kosningabaráttu undanfarna mánuði berst fyrir umbót- um, sem snúast ekki sízt um þá sem lakar eru settir. Fylkingin, sem Bush hefur verið valinn til forystu fyrir sækir styrk sinn til þeirra sem betur eru settir en jafnframt til þeirra, sem vilja láta markaðsöflin njóta sín til hins ýtrasta. Átökin á milli þessara tveggja fylkinga eru djúpstæðari en virðist við fyrstu sýn en yfírborðs- mennskan og stjörnudýrkunin í band- arískum stjórnmálum á þátt í að breiða yfir hversu djúpstæð þessi átök eru í raun. Fylkingarnar eru svo jafnar, að það er ekki hægt að segja, að önnur hafí farið með sigur af hólmi, þótt fulltrúi hennar komist í Hvíta húsið. Sá sem þar mun sitja næstu fjögur ár verður að taka tillit til styrkleika hinnar. Jafnvel þótt repúblikanar næðu bæði Hvíta húsinu og báðum deildum Bandaríkjaþings segir það ekki alla söguna vegna þess, að skörun á milli flokkanna er mjög mikil, eins og hvað eftir annað hefur komið í ljós. Niðurstöðutölur kosninganna eins og þær liggja fyrir nú vekja upp spurningar um bandaríska kerfíð. Er það viðunandi, að sá frambjóðandi sém fær flest atkvæði yfír gjörvöll Banda- ríkin nái ekki kjöri vegna kjörmanna- fyrirkomulagsins? Mörgum mun þykja það sérkennilegt lýðræði en því verður ekki neitað að kerfíð hefur dug- að Bandaríkjamönnum býsna vel. í sjálfu sér má segja, að kosninga- kerfið á Bretlandseyjum, sem byggist á einmenningskjördæmum lýsi heldur ekki fullkomnu lýðræði. Meiri hluta aldarinnar hefur Frjálslyndi flokkur- inn ekki haft þingsæti á brezka þing- inu í neinu samræmi við atkvæðamagn sitt í kosningum. Ef við lítum okkur nær má spyrja, hvort við getum gagn- rýnt Bandaríkjamenn eða Breta fyrir þeirra kosningafyrirkomulag á sama tíma og við höfum aftur og aftur kosið forseta, sem hafa ekki haft nema u.þ.b. þriðjung þjóðarinnar að baki sér. Er hægt að leggja það á þjóðkjörinn þjóð- höfðingja að taka við slíku embætti án þess að hafa meirihluta þjóðarinnar að baki sér? í forsetakosningunum í Bandaríkj- unum árið 1960, þar sem þeir tókust á John F. Kennedy og Richard M. Nix- on, sem átti eftir að verða einn af merkari forsetum Bandaríkjanna á síðari hluta aldarinnar, munaði mjög litlu í heildaratkvæðamagni á forseta- efnunum tveimur og ásakanir komu upp um kosningasvindl demókrata í Illinois. Það var til marks um stærð Nixons sem stjórnmálaleiðtoga, að hann neitaði að krefjast rannsóknar á kosningunni í fylkinu á þeirri for- sendu, að Bandaríkin gætu ekki geng- ið í gegnum slíkar stjórnskipulegar deilur um kjör forseta. Aðstæður eru aðrar nú. Kalt stríð heldur ekki lengur vöku fyrir mönnum og í Flórída er ekki um að ræða ásak- anir um kosningasvindl heldur er ein- faldlega svo mjótt á munum að nauð- synlegt er að tryggja nákvæmni í atkvæðatalningu. Bandarískir fjölmiðlar og þá sér- staklega sjónvarpsstöðvarnar hafa orðið fyrir áfalli við mat á úrslitum kosninganna. Sú venja hefur skapazt í Bandaríkjunum, að sjónvarpsstöðv- arnar hafa nánast tekið að sér hlut- verk þeirra, sem sjá um talningu at- kvæða og lýsa mjög snemma yfir úrslitum í einstökum ríkjum og síðan kosningunum í heild á grundvelli ein- hvers konar mats á niðurstöðum út- gönguspáa og fyrstu talna. Þessi að- ferð hefur lengi gengið upp en ekki nú. Yfirlýsing sjónvarpsstöðvanna um að Bush hefði náð kjöri stóðst ekki þegar á reyndi og Gore, sem hafði haft sam- band við keppinaut sinn til þess að óska honum til hamingju lenti í þeirri vandræðalegu stöðu að þurfa að aftur- kalla hamingjuóskir sínar. I ljósi þess sem gerðist var sú yfír- lýsing hins kunna sjónvarpsmanns, Dan Rather, á kosninganóttina að sjónvarpsstöð hans væri kannski ekki fyrst með fréttir um úrslit en að mati hennar mætti treysta heldur hjákátleg. Þetta dæmi sýnir, að fjölmiðlar geta ekki tekið að sér hlutverk talninga- manna í lýðræðislegum kosningum. Bandarísku dagblöðin duttu svo í þá gryfju að trúa mati sjónvarps- stöðvanna í stað þess að leggja sjálf- stætt mat á stöðu mála og höfðu þess vegna lítinn sóma af fyrstu útgáfum sínum með fréttum um niðurstöður kosninganna. Það er erfítt fyrir stjórnendur dagblaða að meta hversu langt skuli ganga í fréttum af atburð- um sem þessum og gildir þá einu, hvort um er að ræða dagblöð í Banda- ríkjunum eða annars staðar. En hér er a.m.k. skýrt dæmi um að dagblöð eiga ekki að éta upp gagnrýnislaust það sem frá sjónvarpsstöðvunum kemur. Hins vegar er eftirtektarvert að sjá, hvað bandarísku sjónvarpsstöðvarnar leggja mikla áherzlu á reynslu þeirra, sem fjalla um kosningarnar á sjónvarpsskjánum. Var nokkur þeirra undir sextugsaldri?! Og sumir kannski hátt á áttræðisaldri! Oneitanlega at- hyglisverður aldursmunur á þeim sem fjalla um kosningarnar í bandarískum sjónvarpsstöðvum og þeim íslenzku. Rætt um skatta, hvalveiðar og fínnskukennslu í fyrirspurnatíma Stjórnandi Bellona tekur við náttúru- og umhverfísverðlaunum Norðurlönd styðja hvalveið- ar en Svíar með fyrirvara Fjölmargir þingfull- trúar báru ýmsar spurningar upp við sam- starfsráðherra Norður- landanna á síðasta degi Norðurlandaráðsþings í gær. Fjórir af fímm samstarfsráðherrum sátu fyrir svörum. SKATTAMÁL, verðlag á Eyrar- sundsbrúnni, hvalveiðar, sjón- varpsmál, fmnskukennsla í sænsk- um háskólum, orkumál og vegabréfamál voru meðal umræðu- efna í fyrirspurnatíma á Norður- landaráðsþinginu í gærmorgun. Samstarfsráðherramir svöruðu spurningum þingfulltrúa, Marianne Jelved frá Danmörku, frá Svíþjóð Leif Pagrotsky, finnski samstarfs- ráðherrann Jan-Erik Enestam og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra. Norski þingmaðurinn Lodve Sol- holm spurði alla samstarfsráðherr- ana hvort þeir myndu styðja áform Norðmanna um útflutning á hvala- afurðum. Vísaði hann til óskar ís- lenska samstarfsráðherrans, sem fram kom á þinginu á þriðjudag, um að Norðurlöndin styddu íyrir- ætlan Islands um hvalveiðar með sjálfbærum hætti. Siv Friðleifsdóttir kvaðst styðja Norðmenn. Hún sagði hvalastofn- inn nú éta milli 10 og 20% þorsk- stofnsins og sagði íslendinga hafa áform um veiðar eftir að búið væri að koma á framfæri upplýsingum á alþjóðavettvangi um þýðingu sjálf- bærra hvalveiða. Jan-Erik Enest- am taldi veiðar mögulegar undir formerkjum sjálfbærrar þróunar Morgunblaðið/Ásdís Samstarfsráðherrarnir svöruðu spumingum þingfulltrúa. Frá vinstri, danski ráðherrann, Marianne Jelved, þá sá sænski, Leif Pagrotsky, Jan-Erik Enestam, frá Finnlandi, og loks Siv Friðleifsdúttir. en sænski samstarfsráðherrann hafði uppi vissar efasemdir. Norðurlönd ættu að vera einhuga í samtali við Morgunblaðið sagði Siv Friðleifsdóttir að öll Norður- löndin styddu sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins nema Svíar sem gerðu fyrirvara um nýtingu sela- og hvalastofna. Kvaðst hún vonsvikin með afstöðu þeirra og sagði að Norðurlöndin ættu að geta verið einhuga í málum sem þessum. Hún sagði að fram hefði komið á fundi samstarfsráðherranna í gær að sænski ráðherrann myndi taka málið upp heima fyrir en hún kvaðst ekki eiga von á að fyrirvari Svíanna hvað þetta varðar breytt- ist. Frank Dahlgaard frá Danmörku spurði um gjaldið á Eyrarsunds- brúnni og sagði umferð einkabíla vera helmingi minni en búist var við en að lestarumferð hefði hins vegar verið með meira móti. Sagði hann danska samgönguráðherrann ekki vilja lækka gjald fyrir einkabíla og spurði hann hvort sænsk yfirvöld myndu beita sér fyrii- slíkri lækkun. Gjaldskrá í höndum sfjórnar Leif Pagrotsky sagði Eyrar- sundsbrúna rekna af sérstöku fyr- irtæki og að stjórn þess bæri ábyrgð á verðlagningu. Hann sagði jákvætt að lestarumferð væri mikil sem þýddi að margir ferðuðust með lestum og gæti það þýtt jafnvel enn lægri gjöld fyrir lestar. Kvaðst hann sjálfur telja gjald fyrir bíla of hátt og svo væri um fleiri ráðherra í sænsku ríkisstjóminni. Málið væri aftur á móti í höndum stjórnar brúarfyrirtækisins. Danski sam- starfsráðherrann kvaðst ekki vilja blanda sér í þessa umræðu. Spurt um var um lokun kjam- orkuversins í Barsebáck í Svíþjóð og sagði sænski ráðherrann að eftir ætti að loka einum ofni sem yrði gert í síðasta lagi árið 2003. Hann sagði það ekki unnt fyrr þar sem ekki væri nægileg raforka fyrir hendi fyrr en þá í stað þeirrar orku sem verið framleiðir. Danski þingmaðurinn Svend Erik Hovmand næsti forseti Norðurlandráðs Gera þarf nor- ræna samvinnu nútímalegri DANSKI þingmaður Vinstri flokksins, Svend Erik Hovmand, var kjörinn nýr forseti Norður- landaráðs á þingi þess í gærmorg- un og tekur hann við um næstu áramót. I ræðu sem hann hélt við lok þingsins kvaðst hann vona að á næsta þingi væri hægt að sam- þykkja nauðsynlega endurnýjun á N orðurlandaráði. Hovmand þakkaði traustið og kvaðst ætla að gera það sem í valdi hans stæði til að vera forseti alls ráðsins á næsta ári sem væri ár mikilla og mikilvægra verkefna. „Fyrsta verkefnið er að gera norræna samvinnu nútímalegri því þótt enginn hér efist um að nor- ræn samvinna hvíli á samskiptum þjóðanna sem hvergi er að finna meðal annarra ríkja, þá vitum við öll að endurnýjunar er þörf,“ sagði Hovland í upphafi ræðu sinnar. Hann lagði áherslu á að Norður- landaráð væri með hvarvetna þar sem ákvarðanir væru teknar sem skiptu Norðurlöndin máli sem heild. „Ef við gerum það ekki munu aðrir taka slíkar ákvarðanir fyrir okkur. Norðurlandaráð á að vera sú stofnun sem tekur af skar- ið í lýðræðislegri samvinnu land- anna.“ Hann sagði að Norður- landaráð ætti að vera driffjöðrin í samvinnu við nágranna Norður- landanna, svo sem Eystrasalts- löndin, spurningar um Barents- hafs- og norðurskautssvæðin og í vestnorrænni samvinnu. Landamærahindranir enn við lýði Hovmand sagði að skýrsla alda- mótanefndarinnar um framtíð Norðurlandaráðs væri góður inn- blástur í þeirri vinnu að gera Norðurlandaráð nútímalegra en kvaðst hafa heyrt í umræðunum um skýrsluna á þinginu að horfa yrði til fleiri atriða en þar kæmu fram. Þá sagði hann mikilvægt að bæta tengslin við þjóðþing land- anna. Þá minnti hann á að þótt menn horfðu æ meira til alþjóðasamfé- lagsins mætti ekki gleyma grunni norræns samstarfs. Kvaðst hann harma að eftir margi-a ára sam- starf væru enn ýmsar landamæra- hindranir, svo sem á sviði mennt- unar, eftirlaunamála, skattamála og á vinnumarkaði. „Ef norræn samvinna á að vera dæmi um hvernig þróa má innri markað sem mætir raunverulega þörfum þjóð- anna verður að viðurkenna að það hefur ekki ennþá heppnast. En reynum nú að ná þessu takmarki." Morgunblaðið/Þorkell Svend Erik Hovmand verður næsti forseti Norðurlandaráðs. „Hvatning til að halda áfram á sömu braut“ NORSKA umhverfisstofnunin Bellona hlaut í gær náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlanda- ráðs en verðlaunin nema samtals um 3,5 milljónum íslenskra króna. Annar stofnandi Bellona, Freder- ic Hauge, tók á móti verðlaunun- um úr hendi Sigríðar Önnu Þórð- ardóttur, fráfarandi formanns Norðurlandaráðs. Sagði Hauge við það tækifæri að verðlaunin væru honum mikill heiður. „Við lítum á þau sem viðurkenningu á þeim störfum sem við höfum unn- ið að og ennfremur sem hvatn- ingu til þess að halda áfram á sömu braut,“ sagði hann. Þetta er sjötta árið í röð sem Norðurlanda- ráð veitir náttúru- og umhverfis- verndarverðlaun og er tilgangur þeirra m.a. að vekja athygli á stöðu umhverfismála á Norður- löndunum og í nágrenni þeirra. Áður en verðlaunaafhendingin fór fram í Háskólabfói, þar sem Norðurlandaráð hefur þingað sfð- ustu daga, skýrði Páll Kr. Páls- son, framkvæmdastjóri og for- maður dómnefndar verðlaun- anna, in.a. frá því að Bellona hefði hlotið verðlaunin vegna for- ystu í aðgerðum gegn geislavirkri mengun. „Umhverfisstofnunin Bellona fær verðlaunin fyrir starf sitt að umhverfísmálum á Norð- ur-íshafínu og við norðvestur- hluta Rússlands. Hefur starfsemi Bellona orðið kveikjan að stofnun rússneskra umhverfisverndar- samtaka sem hafa einbeitt sér að stærstu umhverfisvandamálum svæðisins og þar með lagt grunn- inn að samstarfi Norðurlandanna og nærliggjandi svæða um um- hvcrfisvernd." Greindi Páll enn- fremur frá því að Bellona hefði beint sjónum sinum að hættunni á geislavirkri mengun á Barents- svæðinu en það hefði orðið til þess að komið hefði verið á lagg- irnar fjölda alþjóðlegra verkefna sem miðuðust að því að vernda náttúru svæðisins. Sjálfstæð stofnun I ávarpi sínu á verðlaunaaf- hendingunni sagði Isólfur Gylfi Pálmason, formaður íslands- deildar Norðurlandaráðs, m.a. að þótt löggjafinn setti lagaramma í umhverfismálum og sæktist eftir samvinnu í þeim málum við nær- liggjandi svæði væri hlutur ein- staklingsins einnig mikils virði þegar náttúruvernd væri annars vegar. Af þeim sökum væri því Morgunblaðið/Ásdís Frederic Hauge, forsvarsmaður Bellona, tekur við verðlaununum úr hendi Sigríðar Önnu Þórðardóttur, fráfarandi forseta Norðurlandaráðs. mikilvægt að Norðurlandabúar heiðruðu þá sem ynnu sam- viskusamlega að því að „gera jörðina aðeins betri“, eins og hann orðaði það. Umhverfisstofnunin Bellona er sjálfstæð stofnun sem var sett á fót árið 1986 af þeim Frederic Hauge og Ruhe Haaland. Skrif- stofur á hennar vegum eru nú í Ósló, Pétursborg, Brussel, Wash- ington D.C. og Múrmansk. Um helmingur rekstrarfjár stofnun- arinnar kemur frá einkafyrir- tækjum en einnig fær hún fé frá aðilum i' Bellona-samtökunum. Þá hefur hún fengið opinbera styrki frá utanríkisráðuneyti Norðmanna til einstakra verk- efna. Morgunblaðið/Þorkell Síðasti fundur Norðurlandaráðs var si'ðdegis í gær og stýrði lionuin Sigríður Anna Þórðardótt- ir, fráfarandi forseti. Með henni eru Einar Farestveit, ritari íslandsdeildar Norðurlandaráðs, og Frida Nokken, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. Næsta þing verður í Kaup- mannahöfn NÆSTI fundur Norðurlandaráðs er áætlaður í Kaupmannahöfn að ári. Tilkynnti Sigríður Anna Þórðardóttir, fráfarandi forseti, þetta þegar hún sleit þinginu í Reykjavík síðegis í gær. Sigríður Anna sagði þingið í Reykjavík hafa verið frábrugðið síðustu þingum þar sem það var degi styttra. Þrátt fyrir það hefði verið reynt að taka öll mikilvæg mál á dagskrá og til umfjöllun- ar. Hún sagði mikilvægt að meta árangur þess- ara breytinga. Um leið og hún sleit þinginu þakk- aði hún öllum starfsmönnum þess og túlkum. Alls voru fluttar nærri 300 ræður og fyrir- - spurnir á þinginu sem stóð frá því síðdegis á ’ mánudag og fram undir kl. 15 í gær. Umhverfisráðherra um hvalveiðar á þingi Norðurlandaráðs Oskar stuðnings N orðurlandanna SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra óskaði eftir stuðningi Norð- urlandanna við þá ætlan að hefja hvalveiðar hér við land. Hún sagði Alþingi hafa ákveðið að undirbúa veiðar á ný eftir að búið væri að upplýsa á alþjóðavett- vangi hvernig þær væru möguleg- ar án þess að ganga of nærri stofnum. Kom þetta fram í ræðu hennar á þriðjudag. „Ég hvet Norðurlöndin til að styðja ísland í þessari baráttu við að koma þessum upplýsingum á framfæri við alþjóðasamfélagið, að við getum hafið sjálfbærar hvalveiðar. Það er ekki hægt að styðja þorskveiðar en ekki hval- veiðar og því bið ég Norðurlöndin að standa með okkur í þessu máli,“ sagði Siv í ræðu sinni. Umhverfisráðherrann gerði norðurskautssvæðin að umtals- efni í ræðu sinni og sagði það hafa verið gleymt svæði en það hafi sem betur fer breyst og taldi hún það æ mikilvægara svæði. Hún sagði stórveldin, Bandaríkin og Rússland, nú geta unnið sam- an að velferð þessa svæðis sem þau hefðu ekki getað áður fyrr þegar Sovétríkin voru við lýði. Norðurskautsráðið sé því vett- vangur þessara og fleiri landa fyrir samstarf, verkefni á sviði sjálfbærrar þróunar, losun meng- andi efna og rannsókna á veður- fari. Hún kvaðst ánægð með að for- sætisráðherra Finnlands, Paavo Lipponen, hefði getið um starf Norðurskautsráðsins í ræðu sinni á þinginu og kvaðst hún treysta Finnum vel til verka í for- mennskutíð sinni í Norðurskauts- ráðinu næstu tvö árin. Að lokum kvaðst umhverfisráð- herra vilja leggja áherslu á þá til- lögu aldamótanefndarinnar um framtíð Norðurlandaráðs, að sam- starf landanna við Norður-Atl- antshaf verði styrkt á sviði um- hverfismála og nýtingar auðlinda hafsins á sjálfbæran hátt. Yilja skrá skipulagða glæpastarfsemi MEÐAL mála sem samþykkt voru á þingi Norðurlandaráðs í gær var áætlun ráðherranefndar um nýja samstarfsáætlun fyrir félags- og heilbrigðisgeirann ár- in 2001 til 2005, tillaga um varnir gegn vímuefnum, skipulagða glæpastarfsemi og samnorrænt átak gegn vitglöpum. Finnski þingmaðurinn Pehr Löv kynnti tillöguna sem gengur út á að gert verði norrænt átak til að þróa umönnun þeirra sem þjást af elliglöpum, komið verði upp neti fyrir menntun á þessu sviði þar sem núverandi mennta- stofnanir komi við sögu, norræn- ar rannsóknir verði auknar og komið á þverfaglegum starfshópi sem hefur það hlutverk að safna saman og meta þekkingu á þessu sviði og leggja fram tillögur um hvernig vinna má að framan- greindum markmiðum. I ræðu sinni nefndi Pehr Löv sem dæmi að elliglöp væru alvar- legur sjúkdómur sem veldur viða erfiðleikum og örvæntingu, ekki síst hjá fjölskyldum sjúklinga. Hann sagði um 10% þeirra sem eru 65 ára og eldri fá sjúkdóminn og að helmingur rúma á elliheim- ilum væri nýttur af þessum hópi sem hann sagði erfiðan í umönn- un. Þá var samþykkt tillaga nefnd- ar um að skrá skuli skipulagða glæpastarfsemi. Er talið brýnt að menn leggi niður fyrir sér hvað unnt sé að gera til þess að sporna við slíkri starfsemi. Hún er talin fara mjög vaxandi á Norðurlöndum, svo og í löndun- um við Eystrasalt og stjórnmála- menn glíma við að ná tökum á þessum vanda. Var talið að vönd- uð skráning og upplýsingasöfnun gætu orðið liður í baráttu gegn glæpastarfsemi. Samþykkt var einnig þing- mannatillaga um varnir gegn vímuefnum á Norðurlöndum þar sem mælt er með því að ríkis- stjórnir Norðurlandanna auki aðgerðir sínar til þess að sporna við fíkniefnaneyslu og lögð verði . áhersla á fyrirbyggjandi aðgerð- ir og fræðslu. I áætlun ráðherranefndai- um samstarfsáætlun fyrir félags- og heilbrigðisgeirann árín 2001 til 2005 kemur fram að forgangsmál verður meðal annars að fjar- lægja hindranir við flutningi manna milli Norðurlanda og , breyta lagasetningu í því skyni. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.