Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Menningarmálaráðherrar Norðurlanda ræddust við á fundi í Norræna húsinu í gær. Ræddu útlendinga, andúð og kynþáttafordóma RÁÐHERRAR menningarmála Norðurlanda funduðu í Norræna húsinu í Reykjavík í gær í tengsl- um við þing Norðurlandaráðs. Á fundinum var fjallað um ráðstöfun framlaga til menningarmála í nor- rænu samstarfsfjárlögunum 2001. Einnig ræddu ráðherrarnir um þróun fjölmenningarsamfélags á Norðurlöndum og menningar- tengdar aðgerðir til að stemma stigu við útlendingaandúð og kyn- þáttafordómum. Þá áttu ráðherr- arnir fund með fulltrúum í stjórn Norræna menningarsjóðsins og Norðurlandanefnd Norðurlanda- ráðs. Menningarmálaráðherrarnir sem sátu fundinn voru: Elsebeth Gerner Nielsen frá Danmörku, Suvi Lindén frá Finnlandi, Marita Ulvskog frá Svíþjóð, Ellen Horn frá Noregi, Torbjörn Jacobsen frá Færeyjum, Gun Carlson frá Álandseyjum og Björn Bjarnason. _ > Borgin kaupi Islending BORGARRÁÐSFULLTRÚAR sjálfstæðismanna lögðu á þriðjudag fram tillögu til borgarráðs um að Reykjavíkurborg leiti eftir kaupum á víkingaskipinu Islendingi og feli borgarlögmanni að eiga viðræður við eiganda skipsins. I greinargerð með tillögunni segir að sigling Islendings tíl Ameríku hafi vakið verðskuldaða athygli víða um lönd og með siglingunni hafi Gunnar Marel Eggertsson og áhöfn hans lagt af mörkum þýðingarmikið starf við að kynna land og þjóð, sögu hennar og menningu. Ekki aðeins sigling skips- ins heldur einnig smíði þess hafi verið mikið afrek. „Það á að vera metnaðarmál borg- aryfirvalda, að hér, þar sem fyrsti landsnámsmaðurinn reisti sér bú, gefist gestum og íbúum gott tækifæri til að kynnast sögu þjóðarinnar. Það á því að vera keppikefli íyrir Reykvík- inga að eignast langskipið „íslending" sem er íyrsta fullkomna eftirmynd víkingaskips, sem smíðuð er hér á landi,“ segir í greinargerðinni. Loks segir að brýnt sé fyrir Reyk- víkinga að nýta þau sóknarfæri sem landkynning vegna menningarborgar- ársins og landafundahátíðahalda muni væntanlega færa. „Víkingaskipið mun án efa hafa mikið aðdráttarafl íyrir ferðamenn sem hingað leggja leið sína og vera ákjósanleg viðbót við þá mögu- leika sem hér bjóðast. Hægt verður að hafa skipið til sýnis og fræðslu fyrir ferðamenn, skólanema og allan al- menning um víkingatímabilið og sigl- ingar víkinga. Skipið getur þannig orð- ið fyrsti vísir að veglegu sjóminja- og víkingasafhi borgarinnar." Umboðsmaður barna vill aukn- ar fjárveitingar UMBOÐSMAÐUR barna, Þórhild- ur Líndal, telur brýna þörf á því að auka fjárveitingar til embættisins svo hægt sé að sinna þeim fjöl- mörgu verkefnum er bíða úrlausn- ar í þágu barna og unglinga. Þetta kemur fram í aðfaraorðum Þór- hildar í skýrslu umboðsmanns barna til forsætisráðherra fyrir starfsárið 1999. „Mikilvægi þessa embættis felst ekki síst í því að ná eyrum unga fólksins á þess forsendum, og fá að heyra skoðanir þess á máléfnum líðandi dags, sem og nánustu fram- tíð. Þessi hópur er skiljanlega breytilegur frá einum tíma til ann- ars, sem þýðir að um langtíma, jafnvel eilífðarverkefni er að ræða. Fjárveitingar til embættisins leyfa ekki að þessum nauðsynlega þætti starfseminnar sé sinnt sem skyldi og er það miður. Á þeim tímamót- um, sem embætti umboðsmanns barna stendur nú, tel ég ástæðu til þess fyrir handhafa ríkisvaldsins, ekki síst fjárveitingavaldsins, að I þeir velti því fyrir sér af alvöru, hver hafi verið tilgangur og hvert hafi verið markmið löggjafans þeg- ar embætti umboðsmanns barna var sett á stofn,“ segir umboðs- maður barna í skýrslunni. 987 munnleg erindi til umboðsmanns 1999 Erindum til umboðsmanns hefur fjölgað mikið á síðustu árum og hefur skráning símaerinda hjá } embættinu vaxið jafnt og þétt und- anfarin ár, en nú virðist komið ákveðið jafnvægi á fjölda erinda milli ára, að því er fram kemur í skýrslunni. Þannig voru á árinu skráð 987 munnleg erindi, en þau voru 1.043 árið áður. Á árinu voru til meðferð- ar hjá embættinu 105 skrifleg mál, þar af voru 86 ný mál en 19 frá fyrri árum. Jarðgöng eystra í umhverfismati FRESTUR til að skila athuga- semdum við drög að tillögu um mat á umhverfisáhrifum jarðganga og vegar milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar rennur út á morg- un. Göngin munu tengja saman Fjarðabyggð og suðurfirði Aust- fjarða og stytta vegalengdina milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar um 32 kílómetra. Áætlað er að göngin verði um 5,5 km að lengd og vegtengingar um 8 km. Gangamunnar verða í botni Daladals í Fáskrúðsfirði og við Hrúteyri í Reyðarfirði. Vega- gerðin miðar undirbúning við að verkið verði boðið út seint á árinu 2001 og að framkvæmdir geti haf- ist vorið 2002. Framkvæmdatími er áætlaður um 2% ár miðað við vinnu frá báðum endum með tvö- földu mannahaldi og tækjakosti. Tillaga að mati á umhverfisáhrif- um jarðganganna er birt í heild á heimasíðunni www.honnun.is. Teflt við sterkari andstæð- inga í sjö af tíu umferðum SKAK Þegar þetta er skrifað hafa verið tefldar tíu umferðir á ólympíuskák- mótinu í Istanbúl. íslensku sveitun- um hefur gengið misjafnlega. Karlasveitin hefur barist vel í efri hluta mótsins og er í 32,- 35. sæti, með 2214 v. af 40 mögulegum. Sveitin er í 47. sæti í styrkleikaröð- inni, miðað við skákstig, af 127 sveitum. Það er fróðlegt að skoða, hvar í styrkleikaröðinni andstæð- ingarnir í 10 umferðum hafa verið: nr. 2, 19, 20, 22, 26, 28, 33, 64, 66, 110. Karlasveitin hefur verið að tefla við mun sterkari andstæðinga í 7 af 10 umferðum og barist vel, þannig að frammistaðan hlýtur að teljast góð. Sveitin hefur á köflum staðið sig mjög vel, svo sem í 3-1 sigri yfir Svíum og sigri á Brasilíumönnum og Portúgölum, svo og naumu tapi gegn ofursveit Englendinga (nr. 2). Sveitin hefur unnið fimm viðureignir og tapað fimm. Árangur einstaklinga: Hannes Hlífar Stefánsson, 314/9; Helgi Ól- afsson, 5/9; Þröstur Þórhallsson, 514/8; Jón Viktor Gunnarsson, 414/8; Jón Garðar Viðarsson, 2/3; Stefán Kristjánsson, 2/3. Nú fara í hönd fjórar síðustu um- ferðirnar, sem skipta öllu máli um endanlega útkomu. Kvennasveitin hefur ekki náð sér á strik á mótinu. Sveitin hefur 1214 v. af 30, í 70.-72. sæti af 86. Vonandi bætir hún stöðu sína í lokaumferð- unum. Einstaklingsárangur: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, 5/9; Harpa Ing- ólfsdóttir, 2/6; Áslaug Kristinsdótt- ir, 214/8; Aldís Rún Lárusdóttir, 3/7. í opna flokknum hefur tveim efstu liðunum á styrkleikalistanum ekki gengið eins vel og búist var við. Þýska sveitin hefur haft for- ystuna frá upphafi, þangað til Rúss- arnir fóru fram úr þeim í 10. um- ferð. Þeir síðarnefndu vöknuðu ekki fyrr en þeir tóku Rúmenana í bakaríið, 4-0, í 10. umferð. Á fyrsta borði teflir hinn eini og sanni heimsmeistari, Alexander Khalifm- an og honum hefur gengið mjög illa til þessa. Hann tapaði fyrir Leko (Ungverjalandi) og Topalov (Búlg- aríu), en vann loks skák gegn Mar- in frá Rúmeníu. Englendingarnir hafa ekki náð sér á strik og virðast ekki miklar líkur á því, að þeim tak- ist að blanda sér í toppbaráttuna. Skipan nokkurra sveita: Rússland: Khalifman, Morozev- itsj, Svidler, Rublevskij, Sakajev, Gritsjúk. England: Adams, Short, Hodg- son, Speelman, Miles, Emms. Bosnía: Nikolic, Sokolov, Kuraj- ica, Dizdarevic, Runic, Sinanovic. Þýskaland: Jússupov, Húbner, Dautov, Lutz, Bischoff, Luther. Ungverjaland: Leko, Almasi, Polgar, Portisch, Sax, Ruck. ísrael: Gelfand, Smirin, Avrukh, Psakhis, Sutovsky, Huzman. Bandaríkin: Seirawan, Gulko, Shabalov, Kaidanov, Yermolinsky, deFirmian. Úkraína: ívantsjúk, Ponomariov, Baklan, Eingorn, Romanishin, Malakhatko. Danmörk: Curt Hansen, P.H. Nielsen, Lars Bo Hansen, Sune Berg Hansen, Schandorff, Steffen Pedersen. Svíþjóð: Andersson, Agrest, Hector, Ákesson, Pia Cramling, Brynell. Noregur: Leif-Erlend Johannes- sen, Elsness, Lie, Trygstad, Gabr- ielsen, Johansen. Finnland: Salmensuu, Yrjola, Karttunen, Kallio, Holmsten, Nouro. Færeyjar: John Nilssen, John Rödgaard, Heini Olsen, Flovin Naes, Olavur Simonsen, Eydun Nolsöe. Staðan í opna flokknum er jöfn og spennandi, eftir 10. umferð: 1. Rússland, 28 v. af 40; 2. Þýska- land, 2714 v.; 3. Úkraína, 27 v.; 4. Armenía, 2614 v.; 5.-6. Ungverja- land, Búlgaría, 2514 v. hvor; 7.-11. ísrael, Bandaríkin, Holland, Bosnía, Pólland, 2414 v. 12. England, 14. Danmörk, 24 v. hvor; 28. Svíþjóð, 23 v.; 35. ísland, 2214 v.; 46. Finnland, 2114 v.; 58. Noregur, 21 v.; 63. Færeyjar, 20V4 v. Byrjunarörðugleikar Tyrkja við framkvæmd mótsins eru að baki og allt er nú komið í gott lag. Við skulum að lokum sjá góða vinningsskák frá hendi Þrastar Þór- hallssonar. 6. umferð, 3. borð: Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Eduardo Limp (Brasilíu) Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 0-0 Önnur leið er 9. - Rxd4 10. Bxd4 Bxd4 11. Dxd4 Db6 12. Dxb6 Rxb6 13. a4 Ke7 o.s.frv. 10. 0-0-0 a6 11. h4Rxd4 Eða 11. - Bxd4 12. Bxd4 b5 13. h5 b4 14. Ra4 Da5 15. b3 Rxd4 16. Dxd4 Bb7 o.s.frv. 12. Bxd4 b5 13. Hh3 b4 14. Ra4 Bxd4 15. Dxd4 f6 16. Dxb4 fxe5 Sjá stöðumynd 17. fxe5!? - Þröstur vill ekki bíða eftir endur- bót Brasilíumannsins á þeirri leið, sem Kasparov beitti í fallegri vinn- ingsskák gegn Short, í Amsterdam 1994: 17. Dd6 Df6 18. f5 Dh6 19. Kbl Hxf5 20. Hf3 Hxí3 21. gxf3 Df6 22. Bh3 Kf7 23. c4 dxc4 24. Rc3 De7 25. Dc6 Hb8 26. Re4 Rb6 27. Rg5 Kg8 28. De4 g6 29. Dxe5 Hb7 30. Hd6 c3 31. Bxe6 Bxe6 32. Hxe6 og svartur gafst upp. 17. - Rxe5 18. He3 Rf7 19. g3 Rd6 20. Bh3 Rf5 21. Hf3 Rd6 22. Hxf8+ Dxf8 23. Rb6 Hb8 24. Dc5! - Sjá stöðumynd 24. - Re4 Eða 24. - De7 25. Hel Da7 26. Dxd6 Dxb6 27. Bxe6+ Bxe6 28. Dxe6+ Dxe6 29. Hxe6 með vinn- ingsstöðu fyrir hvít. 25. Dc7 Dd6 Eftir 25. - Hb7 26. Dxc8 Hxb6 27. Bxe6+ Hxe6 28. Dxe6+ vinnur hvítur létt. 26. Dxd6 Rxd6 27. Rxc8 Rxc8 28. Bxe6+ og svartur gafst upp, því að hann tapar tveim peðum, án þess að fá nokkrar bætur fyi-ir þau. Bragi Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.