Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ '%8 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 NASSAU iðnaðarhurðir Þrautreyndar við íslenskar aðstæður SALA UPPSETNING VIÐHALDSÞJÓNUSTA EHF \ Sundaborg 7-9, Reykjavik Slmi 5688104, fax 5688672 4 LANCÖME r»A «i s . pRÉNl RGIi: CONTOUR LIFT Besti stuðningur húðarinnar I Kynnum stórkostlegar nýjungar fyrir andlit. Viðskiptavinir Lancóme fá veglega kaupauka. Kynning í dag og á morgun fdstudag. 1 snyrtivöruverslun Strandgötu 32 sími 555 2615 I Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar minnir á næstu námskeið vetrarins Fjórar sögur af Jesú Kennari sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Staður: Háskóli íslands. Tími: 4 mánudaga 13/11, 20/11, 27/11 og 4/12 kl. 18-20 Guð og tilvist hans Kennari dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Staður: Háskóli íslands. Tími: 4 þriðjudaga 14/11, 21/11, 28/11 og5/12 kl. 18-20 Tilfinningar hversdagsins og svör kvennaguðfraeðinnar Kennari sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Staður: Háskóli íslands. Tími: 4 þriðjudaga 14/11,21/11, 28/11 Og 5/12 kl. 20-22 Kirkjan í Evrópu í 2000 ár Kennari dr. Hjalti Hugason. Staður: Háskóli íslands. Tími: 3 miðvikudaga 15/11, 22/11, 29/11 og fimmtudaginn 30/11 kl. 18-20 Kirkjutónlist Bachs Kennari Halldór Hauksson. Staður: Hallgrímskirkja. Tími: 4 miðvikudaga 15/11, 22/11, 29/11 og 6/12 kl. 20-22 Pantaðu bækling! Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar Nánari upplýsingar eru veittar á: Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík, sími 535 1500, bréfsími 551 3284. * Netfang: frd@kirkjan.is UMRÆÐAN „Far þú á veiðar og veið mér villt dýr“ í Morgunblaðinu 2. nóv. sl. er grein eftir einn af þjónum þjóð- kirkjunnar, séra Ragn- ar Fjalar Lárusson. Þar fer prestur með af- ar ósmekklegar árásir á skotveiðimenn. Við höfum svo sem áður mátt þola svívirðingar af hálfu séra Ragnars Fjalars og ekki talið þær svara verðar. I greininni keyrir hins vegar um þverbak. Þar gefur presturinn í skyn að veiðar séu ekki Guði þóknanlegar. Hann kallar skotveðimenn slátrara og drápsglaðan lýð. Áður en lengra er haldið er rétt að benda á að því miður hefur séra Ragnar Fjalar afar litla þekkingu á þessu efni. Eng- in dýrategund er í útrýmingarhættu vegna skotveiða. Dýrunum stafar fyrst og fremst hætta af ýmsum öðr- um gjörðum mannanna eins og verk- legum framkvæmdum af ýmsu tagi og mengun í lofti, á láði og legi. Eg get upplýst séra Ragnar um, að hér eru stundaðar afar vandaðar rann- sóknir af færum vísindamönnum á dýrastofnum sem veitt er úr, kostað- ar af fé úr vösum skotveiðimanna. Þá vitnar presturinn í kvæðið „Óhræs- ið“ eftir Jónas Hallgrímsson máli sínu til stuðnings. Allir sem eitthvað þekkja til skáldskapar Jónasar vita að í kvæðinu „Óhræsið" er rjúpan tákn fyrir tilfinningar í hjarta skáldsins, ljóðið er ekki mótmæla- kvæði gegn rjúpnaveiðum. Um þetta má lesa á bls. 454-455 í riti Páls Vals- sonar um Jónas Hallgrímsson. Klerkur í klípu Séra Ragnar er einkar óheppinn í tilvitnunum í árásum á skotveiði- menn. í sept. 1992 var séra Ragnar Fjalar á ferð á síðum blaðsins. Þá lýsti hann andstyggð á grein og myndum í blaðinu af hreindýraveið- um. Vissulega er það ánægjulegt að þjónn kirkjunnar skuli fjalla um veiðisiðfræði, en rauði þráðurinn í skrifum séra Ragnars er sá að veiðar séu ekki Guði þóknanlegar. í grein- inni 1992 vitnar hann í siðfræði Ai- berts Schweitzer um lotningu fyrir lífinu. Satt best að segja hef ég frekar takmarkað álit á Schweitzer, hin- um merka trúboða. Hann leit á skjólstæð- inga sína af ýmsum kynþáttum þjóða Afr- íku sem hálfgerð börn og einfeldninga. Ýmsir guðfræðingar nútím- ans og afrískir mennta- menn hafa tekið svo djúpt í árinni að kalla Schweitzer málsvara nýlendukúgunar, sem taldi svarta kynstofn- inn þeim hvita óæðri. Eg hef hins vegar mun meira álit á prestinum Kaj Munk, sem var áhugasamur og góður skotveiðimað- ur. Veiðifélagi hans og vinur Paul Hanson skrifaði frábæra bók sem Rjúpa Ég vil beina þeim til- mælum til skotveiði- manna, segir Sigmar B. Hauksson, að þeir minnist séra Ragnars í bænum sínum. nefnist ,Á veiðum með Kaj Munk“. Hálfum mánuði áður en böðlar nas- ista tóku séra Munk af lífí skrifaði hann vini sínum og veiðifélaga: „Veiðiskapur er mér ekki leikur heldur endursköpun, innblástur, afl- gjafi og ný lífshvöt.“ Slæm guðfræði Það er hægt að fyrirgefa séra Ragnari að hafa ekkert vit á veiðum og lítinn skilning á hlutverki manns- ins í náttúrunni. Það kemur hins veg- ar verulega á óvart hvað hinar guð- fræðilegu útskýringar og túlkun séra Ragnars á Biblíunni eru gloppóttar og einfeldningslegar. Grein sína nefnir hann „Lítið til fugla himinsins“ og þessi orð frelsarans virðast vera kveikjan að fordæmingu hans á skotveiðimönnum. I dæmi- sögunni er Kristur ekki á nokkurn hátt að fjalla um rétt mannsins til veiða. I Matteusar guðspjallinu seg- ir: „Er ekki lífið meira en fæðan og líkaminn meira en klæðnaðurinn? Lítið til fugla himsins, þeir sá ekki né uppskera og þeir safna ekki heldur í hlöðu og yðar himneski faðir fæðir þá, eruð þér ekki miklu fremri en þeir? En hver af yður getur með áhyggjum aukið við aldur sinn.“ Það er fjallað um veiðar á nokkrum stöð- um í Biblíunni. í 1. Mósebók 3.4.33 segir: „Isak kallar á Esús son sinn og segir: Sjá ég er orðinn gamall og veit ekki nær ég mun deyja. Tak því nú veiðigögn þín, örvamæli þinn og boga, og far þú á heiðar og veið mér villidýr. Og tilreið mér ljúffengan rétt, sem mér geðjast að, og fær mér hann, að ég megi eta, svo sál mín blessi þig, áður en ég dey.“ í 5. Móse- bók 22.6.7 segir: „Ef fuglshreiður verður fyrir þér á leið þinni, upp í tré eða á jörðinni, með ungum í eða eggj- um, og móðirin liggur á ungunum eða eggjunum, þá skalt þú ekki taka móðurina ásamt ungunum. Þú skalt sleppa móðurinni, en taka ungana eina, til þess að þér vegni vel og þú lifir langa ævi.“ Boðskapur Biblíunn- ar er augljós. Maðurinn drottnar yfir öllum dýrum sem lifa og hrærast á jörðinni. Hann á að nýta dýrastofn- ana af skynsemi, ekki taka meira en honum ber. Séra Ragnar Fjalar virð- ist hafa misst sjónar á því að við lif- um ekki án þess að svipta plöntur og dýr lífi. Skotveiðar eru útivist með tilgang. Þegar við erum á veiðum er- um við þátttakendur í náttúrunni, ekki áhorfendur, og því í nánum tengslum við almættið - ég fer aldrei á veiðar án þess að finna fyrir návist skaparans. En maðurinn á að um- gangast dýrin með virðingu og ekki láta þau líða að óþörfu, þess vegna setja skotveiðmenn sér siðareglur. I siðareglum Skotveiðifélags íslands er ítarlega fjallað um þetta efni, þar segir m.a.: „Þá er veiðidagur góður þegar hóflega er veitt, með talsverðri líkamlegri áreynslu, vakandi nátt- úruskyni og sært dýr liggur ekki eft- ir að kveldi.“ Umhverfismál verða æ fyrirferð- armeiri í þjóðfélagsumræðunni, um kísilgúrvinnslu úr Mývatni, bygging- arframkvæmdh' við Elliðavatn, fyr- irhugaða byggð í Laugardal, svo ekki sé nú talað um vemdun Eyjabakka. Séra Ragnar hefur þagað þunnu hljóði í þessari þörfu þjóðfélagsum- ræðu. Mér er því óskiljanlegt af hvaða hvötum hann ræðst á okkur skotveiðimenn. Varla er það vegna ástar hans og umhyggju fyrir náttúr- unni. Guðfræðingar í Evrópu hafa hins vegar gagnrýnt harðlega gi'æðgi mannsins gagnvart náttúr- unni, hvernig hann gengur stöðugt á ósnortna náttúru í þágu hagvaxtar. Sömu guðfræðingar hafa einnig for- dæmt meðferð okkar á húsdýrum sem alin eru upp í verksmiðjum við ömurlegar aðstæður. Þessum vesal- ings dýrum eru gefnir hormónar svo þau vaxi hraðar og lyf svo þau haldi lífi. Séra Ragnar ætti frekar að kynna sér hlutskipti þessara dýra en að ráðast á skotveiðimenn. Stað- reyndin er nefnilega sú að hlutskipti villtu dýranna sem felld era úti í náttúrunni er svo miklu betra. Við séra Ragnar Fjalar vil ég segja þetta: Þú hefur nú um langan tíma gengt farsælli prestsþjónustu. Þú hefur án efa skírt, fermt og gift hunduð sóknarbarna þinni. Margt af þessu fólki er skotveiðimenn, fólk sem þú kallar slátrara og drápsglað- an lýð. Séra Ragnar, svona svívirð- ingar sæma ekki manni í þinni stöðu. Ég vil að lokum beina þeim tilmælum til skotveiðimanna að þeir minnist séra Ragnars í bænum sínum svo að reiðin sem hann ber í okkar garð megi sefast og hann öðlist frið í sálu sinni. Einnig hjá ffi^Ksmönnum um land allt www.i®r-www.bilheinriar.is án útborgunar við afhendingu ▼ Ailir bílar á vetrardekkjum T Lánum í allt að 60 mánuðii Mán.-fim kl. 09-20 Föstudag kl. 09-18 Laugardag kl. 12-17 1- afborgun apríl 2001. Afhending í dag * Sigmar B. Hauksson Höfundur er formaður Skotveiðifðlags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.