Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónlistarhópurinn Musica Antiqua. Morgunblaðið/Kristinn E ndurreisnartónlist á Kjarvalsstöðum Stórtónleikar ÞRIÐJU og síðustu tónleikar Norðurljósa 2000, tónlistarhátíðar Musica Antiqua verða að þessu sinni verða haldnir á Kjarvals- stöðum nk. sunnudag, kl. 17.30. Á efnisskránni er veraldleg tónlist frá endurreisnartímanum m.a. eftir Holborne, Gibbons og Arcadelt og danshöfundana Car- oso og Negri. Tónlistin verður sungin, leikin og dönsuð i flutn- ingi sönghópsins Grímu og hljóð- færahóps Musica Antiqua. Einnig koma fram dansarar sem sýna munu nokkra vinsæla dansa end- urreisnartímans. Sönghópinn Grímu skipa þau Erna Kirstín Blöndal sópran, Guð- rún Edda Gunnarsdóttir alt, Gísli Maggason tenór, Örn Arnarsson bassi og Eyjólfur Eyjólfsson tenór. f hljóðfærahópi Musica Antiqua eru Camilla Söderberg, Helga Að- alheiður Jónsdóttir og Ragnheið- ur Haraldsdóttir blokkflautuleik- arar, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir gömbuleikari, Snorri Örn Snorra- son lútuleikari og Eggert Pálsson slagverksleikari. Dansarar eru þau Anna Sigríð- ur Guðnadóttir, Katla Guðmunds- dóttir, Guðmundur Elías Knudsen og Hrafn Stefánsson, en Ingibjörg Björnsdóttir listdanskennari hefur æft dansana sem sýndir verða. Eftir hlé verður tónleikagestum boðið að stíga út á dansgólfið þar sem þeim gefst tækifæri til að Iæra dansana Pavan og Branle ásamt sönghópnum og dönsurun- um undir leiðsögn Ingibjargar Björnsdóttur. TONLIST S a I u r i n n KAMMERTÓNLEIKAR The London Mozart Players, fluttu verk eftir Britten, R. Strauss, Mozart og Brahms. Sunnudagur- inn.5. nóvember, 2000. KAMMERHÓPUR úr The Lond- on Mozart Players, hélt tónleika í Salnum sl. sunnudag en hingað komu þeir á vegum breska sendi- ráðsins og Reykjavík, menningar- borgar Evrópu 2000. A efnisskránni voru Simple Symphony, eftir Britt- en, Interlude úr óperunni Capriccio eftir R. Strauss, Hornkvintett K407, eftir Mozart og sextett, op.18, eftir Brahms. Tónleikarnir hófust á Simple Symphony eftir Benjamin Britten, einhveju vinsælasta verki hans, enda sérlega vel samið æskuverk og frá- gengið, er höfundurinn var 21 árs og enn í námi hjá Ireland og Benjamin. Verkið er algjörlega byggt á tónefni sem Britten samdi, þá hann var á aldrinum níu til tólf ára. Flutningur kammerhópsins var frábær, þó nokkuð vantaði á dýpt í hljómi, þar sem verkið er samið fyrir strengja- sveit. Sama má segja um Interlude, sem er úr síðustu óperunni, Capr- iccio, op. 85, eftir Richard Strauss, að þrátt fyrir frábæran leik, vantaði hinn þykka hljóm strengjasveitar- innar, sem hjá Straus er einstaklega safarikur og áhrifamikill. Þriðja verkið á tónleikunum, horn kvintettinum K.407, sem er samið fyrir eina fíðlu, tvær lágfiðlur, selló og horn, vill Alfred Einstein ekki flokka sem kammerverk og segir það hafi frekar verið samið sem „musical jokes“. Þó verður að taka alvarlega hæga kaflann (Andante), sem er sérlega falleg og djúpt hugs- uð tónlist. Gestaleikari með The London Mozart Players var Joseph Ognibene og var samleikur hans og kammerhópsins aldeilis skemmtileg- ur, er var þó bestur í hæga þættin- um, sem er syngjandi falleg tónlist. Aðalverk tónleikanna, strengja- sextettinn op 18, eftir Johannes Brahms, var saminn í Hannover 1860 og er annað í röð kammerverka hans. Þarna má heyra ýmislegt er minnir á forvera hans, Haydn , Mozart, Beethoven og Schubert en í heild er hann að brjóta sér leið til sjálfstæðis í tónsköpun. Hljóðfæra- skipanin er tvær fiðlur, tvær lágfiðl- ur og tvö selló, og er Brahms fyrstur stóru meistaranna til að nota slíka hljóðfæraskipan. Þarna úir og grúir af yndislegum tónhendingum, sem skipt er á milli hljóðfæranna en samt eru það jaðarraddirnar, fyrsta fiðla (David Jurtiz) og þó sérstaklega sellóið (Sebastian Comberti), sem mynda meginkontrapunkt hugsun- arinnar í verkinu, með sérlega fal- legu innslagi lágfiðluleikaranna (Judith Busbridge og Julia Knight), ásamt annarri fiðlu (Maya Magub) og öðru sellói (Julia Desbruslais). Annar og þriðji kaflinn eni sérkenni- legar tónsmíðar og sérstaklega tón- málið í öðrum, sem er tilbrigðakafli (sex tilbrigði) er þar er raddskipanin á köflum mjög óvenjuleg, Skeróið er hins vegar sérlega stutt en skemmti- legt og lokakaflinn, sem er Rondo að formi til, er bæði lýrískur og við- kvæmur. Öllu þessu skilaði kammer- hópur The London Mozart Players afburða vel. Þetta voru afburða góðii' kammer- tónleikar, sannkallaðir stórtónleikar og þeim er ekki mættu, en unna goðri kammertónlist, mikill missir, því varla er von tU þess í náinni fram- tíð, að svona úrvalstónlistarhópur heimsæki landið. Jón Ásgeirsson ; í’ Eitt af verkum Guðrúnar Halldúrsdóttur leirlistarmanns í Gerðarsafni. Freyjur og för í Gerðarsafni Bókakynn- ing á Hótel Borg BÓKAFORLÖGIN Iðunn og JPV forlag leiða saman hesta sína í uppá- komu sem haldin verður í Gyllta salnum á Hótel Borg, í dag, fimmtu- dag kl. 18. I fréttatilkynningu segir: „Boðið verður upp á opna og þægilega dag- skrá þar sem nokkrir höfundar for- laganna munu lesa upp úr nýjustu verkum sínum - ljóðum, skáldsögum og ævisögum svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Inn á milli verða sýnd nokkur val- in atriði úr sígildum kvikmyndum (m.a.: „Skríðandi tígur, dreki í leyn- um“, „Buena Vista Social Club“, og „Myrkradansaranum"). Gestir geta jafnframt vætt kverkarnar eða gert vel við bragðlauka sína meðan þeir hlýða á upplestrana en hægt er að velja um gómsæta rétti, smáa sem stóra.“ Dagskráin stendur til 22. Aðgang- ur er ókeypis. --------------- Gluggasýning í Meistara Jakob SÝNING á verkum Kristínar Sig- fríðar Garðarsdóttur í glugga Meist- ara Jakobs verður opnuð í dag, fimmtudag. Kristín útskrifaðist úr leirlista- deild MHÍ 1997. Auk þess stundaði hún nám við Konstfack skólann í Stokkhólmi 1995 og lauk framhalds- námi frá Danmarks Design Skole í Kaupmannahöfn 1999. Kristín er þátttakandi í hönnunar- sýningunni Mót sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum þessa dagana. Sýningin stendur til 17. nóvember. Opið á virkum dögum kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-14. Atwood fékk Booker- verðlaunin KANADÍSKA skáldkonan Margaret Atwood fékk Bookerverð- launin að þessu sinni, kunnustu bókmenntaverð- laun Bretlands. Verðlaunin hlaut hún fyrir skáld- söguna The Blind Assassin (útg Bloombury). Verðlaunaupphæðin er 20.000 pund. Skáldsagan snýst um Iris Chase, bágborna konu á níræðisaldri sem býr í úthverfi Ontario og dularfullan dauðdaga systur hennar, Lauru. Atwood er fædd 1939 og hóf rit- störf komung. Eftir hana hafa komið 41 skáldverk og hafa þau verið þýdd á 20 tungumál. Meðal þeirra sem kepptu til úr- slita við Atwood vom rithöfundarnir Kazuo Ishiguro sem hlaut verðlaun- in 1989, Michael Collins og Brian ÓDoherty. ’ --------------- Skáld lesa á Súfístanum LESIÐ verður úr nýútkomnum bók- um á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar, Laugavegi 18, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Þar les Gyrðir Elíasson úr smá- sagnasafni sínu Gula húsið, sem nýverið hlaut Laxnessverðlaunin, Vilborg Davíðsdóttir les úr bók sinni Galdur - skáldsaga, Björn Th. Björnsson les úr skáldsögu sinni Byltingarbörn og Þorsteinn Guð- mundsson les úr smásagnasafni sínu Klór. NÚ STENDUR yfir sýning á verk- um Guðrúnar Halldórsdóttur leir- listarmanns í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Sýningin nefnist Freyj- ur og för og á henni era 31 verk, sem flest era unnin á síðustu tveimur ár- um og seldist þriðjungur verkanna á opnunardaginn. Eins og nafn sýn- ingarinnar ber með sér er aðalefni hennar konur og skip. Konur Guð- rúnar era stæðilegar og bera fom ís- lensk norræn nöfn. Skip hennar minna á för víkinga, fornnorrænna farmanna og íslenskra fiskimanna. Guðrún handbyggir verk sín og brennir í sagi. Þetta er fyrsta einka- sýning Guðrúnar á íslandi, en hún hefur numið og starfað í Bandaríkj- unum undanfarin tíu ár. Hún hefur haldið einkasýningar þar og verk hennar verið valin á samsýningar víða um Bandaríkin. Um þessar mundir era verk hennar meðal verka tólf annari'a íslenskra listamanna sem era sýnd í sýningarsal Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í Washington DC. Hrefna Jónsdóttir í Gallery Lamb- ertville, New Jersey, hefur verk Guðrúnar jafnan til sýnis og sölu. Vefslóð listamannsins er www.gu- drunceramicsculpture.com. Sýningin stendur til 26. nóvember og er opin alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Samsýning í gallerí- ur.is SAMSÝNING 20 listamana verður opnuð í gallerí@hlemmur.is, Þver- holti 5, á laugardag kl. 17. Á sýningunni verða verk eftir um 20 unga listamenn, sem allir hafa sýnt í galleríinu, á því rúma ári sem það hefur verið starfrækt. Flest verkin á sýningunni era til sölu. Listamennirnir eru: Ásta Þóris- dóttir, Baldur J. Baldursson, Bjarg- ey Ólafsdóttir, Bjarni Sigurbjörns- son, Egill Sæbjörnsson, Eirún Sigurðardóttir, Elsa Dóróthea Gísla- dóttir, Erling Þ. V. Klingenberg, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Hildur Jóns- dóttir, Jón B. K. Ransu, Kristinn Pálmason, Pétur Örn Friðriksson, Ragnar Gestsson, Sara Björnsdóttir, Sonja Georgsdóttir, Særún Stefáns- dóttir, Valgerður Guðlaugsdóttii-, Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Þóra Þórisdóttir. Sýningunni er stillt upp sem kaffi- stofu, skrifstofu og sýningarrými, allt í sömu andrá Á opnunartíma gallerísins verður opin málstofa, þar sem listamenn og annað áhugafólk um myndlist er hvatt til að koma og viðra skoðanir sýnar og hugmyndir um stöðu þess- aramála. Á sýningartímabilinu verður litið yfir farinn veg hjá gallerí@hlemm- ur.is og verður tekið á móti ábend- ingum og gagnrýni, þar sem ákveðið hefur verið að halda rekstrinum áfram. Sýningunni lýkur 3. desember kl. 18. Opnunartími gallerísins er frá- fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14- 18. Margaret Atwood
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.