Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 29 Daewoo gjaldþrota Seoul. Reuters. LÁNARDROTTNAR Daewoo- bflaverksmiðjanna í Suður-Kóreu lýstu í gær yfir að þær væru gjald- þrota en þá höfðu viðræður fulltnáa fyrirtækisins og verkalýðsfélaga farið út um þúfur. Skuldar fyrir- tækið meira en 860 milljarða ís- lenskra króna og er um að ræða mesta gjaldþrot í sögu landsins. Daewoo-verksmiðjurnar, þiiðju stærstu bflaverksmiðjur í S-Kóreu, höfðu átt í viðræðum við verkalýðs- félögin í marga mánuði og reynt að fá þau til að fallast á fækkun starfs- manna um 3.500 og ýmsa hagræð- ingu með það fyrir augum að unnt yrði að selja fyrirtækið. Höfðu General Motors og Fiat lýst áhuga á kaupunum. Búist er við að Daewoo verði skipaður bústjóri, sem reki fyrir- tækið áfram meðan unnið verði að hugsanlegri sölu, en verði verka- lýðsfélögin áfram jafn ósveigjanleg er ekki víst að erlend fyrirtæki hafi áhuga á því. Kim Dae-jung, forseti S-Kóreu sagði í fjárlagaræðu sinni á þingi í gær að kominn væri tími til að láta illa rekin fyrirtæki sigla sinn sjó og gera eigendur þeirra ábyrga fyrir klúðrinu. Síðastliðinn föstudag tilkynntu bankar að 52 fyrirtæki yrðu gerð gjaldþrota og þau seld eða sameinuð öðrum. Flóttadrengir sagðir þvingaðir til afbrota Ósló. Morgunblaðið. FULLORÐNIR menn frá fyrrver- andi lýðveldum Sovétríkjanna tíðka að sækja unglinga frá þessum lönd- um, sem dvelja í flóttamannabúðum í Noregi, og þvinga þá til að fara í þjófnaðarleiðangra til að greiða upp skuldir sem þeir geta ekki greitt eft- ir löglegum leiðum. Að sögn norsku barnavemdar- samtakanna Redd barna hafa að undanförnu æ fleiri einstaklingar undir lögaldri frá Rússlandi, Hvíta- Rússlandi og Eystrasaltslöndunum sótt um hæli í Noregi. Skipulagðir glæpahópar eru sagðir hjálpa þeim að komast inn í landið og taka stórfé fyrir, sem unglingarnir eru síðan þvingaðir til að greiða með einum eða öðrum hætti. Eftir því sem segir í Óslóarblaðinu Aftenposten rannsakar nú norska lögreglan grunsemdir um að menn, búsettir í Noregi, hafí boðið ungling- unum til landsins í því skyni að taka þá í þjónustu skipulagðrar glæpa- starfsemi. Frá því í ágústmánuði sl. hafa 13 unglingar frá áðumefndum löndum komið sem einstaklingar til Noregs. Þeir hafa sótt um hæli og dvelja í flóttamannabúðum meðan mál þeirra er til afgreiðslu hjá norsk- um yfirvöldum. En þeir fá ekki að bíða í friði. Arne Adolfsen, starfsmaður Rauða kross- ins í flóttamannabúðunum, segir drengina oft vera sótta að kvöldi og koma stundum tii baka í fötum sem þeir hafi örugglega ekki ráð á að kaupa, sennilega hafi þeim verið gef- in þau sem laun fyrir næturstörf þeirra. Þýfi hafi oft fundizt í fómm þeirra. Danska fjárlaga- frumvarpið Auknar álögur á atvinnu- lífið Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SAMTÖK danska iðnaðarins svo og atvinnulífs segja að nýtt fjárlaga- frumvarp sem danska stjórnin kynnti á sunnudag muni kosta að minnsta kosti tvo milljarða danskra kr. sem era um tuttugu milljarðar ísl. Hins vegar era þeir sem njóta góðs af hækkunum í fjárlagaframvarpinu ánægðir, einkum ellilífeyrisþegar og námsmenn. Að sögn Mogens Lykke- toft fjármálaráðherra gætir ekki áhrifa af þjóðaratkvæðagreiðslu Dana er þeh' höfnuðu aðild að evr- unni, efnahagsstöðugleiki væri meiri en búist hefði verið við. Vinstriflokkarnir, Sósíah'ski vinstriflokkurinn og Einingarlistinn, auk miðdemókrata styðja fjárlaga- framvarp dönsku stjórnarinnar. Hefur síðastnefndi flokkurinn ver- ið gagnrýndur mjög af borgara- flokkunum fyrir að ganga til liðs við vinstrimenn og segja borgara- flokkarnir frumvarpið auka skatt- byrði íyrirtækja. Ríkisstjórnin og flokkarnir sem frumvarpið styðja segja það hins vegar koma þeim til góða sem standa höllum fæti í samfé- laginu. Bera bæði framvarpið og gagnrýnin talsverðan keim af því að nú fer að styttast í kosningar, sem væntanlega verða haldnar á næsta ári. Aukin framlög til menntamála Af helstu atriðum fjárlagafram- vai-psins má nefna aukin fjárframlög til menntunar, rannsókna og aukinn fjölda lærlingsstaða. Staða ellilífeyr- isþega batnar, sjúkrahúsin fá aukin fjárframlög í fyrsta sinn um árabil og framlög verða aukin til réttarkerfis- ins svo að hægt verði að hraða með- ferð mála. Þá verður fyrirtækja- skattur lækkaður úr 32% í 30%. Skattar á gos og tóbak verða hækkaðir Til að standa undir þessum út- gjöldum verða skattar hækkaðir á gos og tóbak o.fl. Utgjöld hins opin- bera orkufyrirtækis DONG verða hækkuð um ríflega 760 milljónh' dkr., um 7,5 milljarða ísl. Að síðustu verð- ur greiðslufrestur fyrirtækja á lán- um styttur. Skattar verða óbreyttir. Fréttir á Netinu vffl>mbi.is -*\Ll.TAf= GITTHXSAÐ NT7T FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • www.kia.is Nú færðu KIA Clarus Sedan með frábærum vetrarpakka - á verði sem enginn leikur eftir! KIA Clarus Sedan er einstaklega rúmgóður 5 manna lúxusbíll. Frábærir aksturhæfileikar KIA Clarus Sedan nýtast sérlega vel i íslenskum I vetrarveðrum. Þar hjálpast margt að - krafturinn úr 2000 vélinni gefur 133 hestöfl, TCS spólvörn og ABS hemlalæsivörn gefa bílnum ! rásfestu og öryggi. Lægsti punktur bílsins skiptir einnig miklu máli og lyftir KIA Clarus á hæsta stall fólksbíla með tæplega 17 sm. KIA Clarus i Sedan fylgir nú sérstakur vetrarpakki - vetrarhjólbarðar (og að sjálfsögðu sumarhjólbarðar einnig), öflug ísskafa og snjókústur, vetrargólfmottur úr gæðaefnum og geisladiskurinn Snæfinnur snjókarl til þess að nýbakaðir KIA Clarus Sedan eigendur syngi með á yfirreið sinni yfir skafla og klakabunka í allan vetur! Að öðru leyti er staðalbúnaðurinn rikulegur; rafdrifnar rúður og speglar, líknarbelgir fyrir ökumann og framsætisfarþega, 4 höfuðpúðar, fjarstýrðar samlæsingar, loftkæling (...það kemur jú sumar eftir hvern vetur!) og rúmgott farangursrými sem gerir vetrarferðirnar mun þægilegri. I rauninni er eini aukabúnaðurinn á KIA Clarus Sedan vindskeið og dráttarbeisli, allt annað er staðalbúnaður! KIA ÍSLAND Gerðu samanburð og komdu hjá okkur í KIA ÍSLANDI að Flatahrauni 31 og mátaðu KIA Clarus Sedan við þig, fjöiskyiduna. Mundu svo að taka verðið og veðrið með í reikninginn! SjálfskiPtur 1 55000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.