Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 41 V erður tónlistarkennsla fatlaðra felld niður? TÓNLISTARSKÓLAR eru starf- ræktir um allt land, þar af margir á höfuðborgarsvæðinu. Einn þessara skóla er Tónstofa Valgerðar að Há- túni 12 í Reykjavík. Yf- irleitt þykja það engin tíðindi þótt foreldrar áhugasamra nemenda í slíkum skólum stofni styi-ktarfélög. En stofnun Foreldra- og styrktarfélags Tón- stofu Valgerðar 23. september sl. er sprottin af því að for- eldrarnir hafa ástæðu til að óttast um fram- tíðarviðgang þeirrar mikilvægu starfsemi sem þar fer fram. Tónstofa Valgerðar hefur þá sérstöðu að vera eini „tónlistar- skólinn“ á landinu þar sem fatlaðir nemendur njóta for- gangs. Valgerður Jónsdóttir músík- þerapisti stofnaði hana formlega 1987. Tónstofan var frá upphafi að hluta til sérdeild innan Tónmennta- skóla Reykjavíkur þar sem boðið var upp á píanókennslu og músíkþerap- íu fyrir fatlaða. Tengslin við Tón- menntaskólann hafa verið eins kon- ar kjölfesta Tónstofu Valgerðar á þann hátt að skólinn hefur greitt ein kennaralaun og helmingur kennslu- gjalda nemenda sérdeildarinnar hef- ur runnið til greiðslu á hálfri húsa- leigu Tónstofunnar. Að öðru leyti hefur rekstur Tónstofunnar og starfsemi verið sjálfstæð. Aðsetur hennar hefur verið utan Tónmennta- skólans, síðustu árin í leiguhúsnæði í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12. Þar er einnig til húsa sá fjölbreytti hljóðfæra- og tækjakostur sem Tón- stofan hefur komið sér upp. Nú hafa orðið þau þáttaskil að Tónmenntaskólinn hefur ákveðið að hætta aðild sinni að rekstri Tónstof- unnar og hefur Valgerði verið sagt upp störfum sem kennara við sér- deildina frá og með næsta vori. Þar með er horfinn sá bakhjarl sem gert hefur reksturinn mögulegan. I við- ræðum við fræðslustjóra Reykjavík- urborgar, formann fræðsluráðs og borgar- stjóra hefur málið mætt velvild og skiln- ingi og ýmsar leiðir verið ræddar, án þess þó að fundist hafi nein framtíðarlausn. Eitt af því sem málið strandar á er að fræðsluráð hef- ur tekið þá ákvörðun að heimila ekki stofnun neins nýs tónlistar- skóla næstu tvö ár. í því sambandi er þó rétt að minna á að Tónstof- an er ekki „nýr“ skóli heldur hefur hún fyrir löngu slitið barnsskón- um og sannað gildi sitt áþreifanlega. Málið er nú í biðstöðu, verið er að ganga frá fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Það skal tekið fram að hér er ekki um stórar fjárhæðir að ræða heldur hefur verið sótt um sem nemur einu stöðugildi tónlistarkennara. Sú fjár- veiting var áður skilgreind sem hluti sérdeildarinnar innan Tónmennta- skólans sem verður lögð niður í lok þessa skólaárs. Meginmarkmið nýstofnaðs félags er að stuðla að því að Tónstofan verði gerð að sjálfstæðum tónlistar- skóla sem njóti sömu fyrirgreiðslu og aðrir tónlistarskólar en þar sem nemendur með sérþarfir hafi for- gang. í því sambandi vísar félagið til laga um jafnrétti fatlaðra til náms. í aðalnámskrá tónlistarskóla, sem gefin var út 1. júní 2000, segir: „I skólastarfi tónlistarskóla ber að taka tillit til margbreytilegra áhuga- sviða nemenda, getu þeirra og þroska þannig að skólarnir þjóni öll- um þeim sem sækjast eftir tónlistar- námi.“ Ennfremur segir: „Kennslu- aðferðir mega ekki mismuna Nám Megínmarkmið nýstofn- aðs félags, segir Þorleif- ur Hauksson, er að stuðla að því að Tónstof- an verði gerð að sjálf- stæðum tónlistarskóla. nemendum eftir kynferði, búsetu, uppruna, litarhætti, fötlun, trúar- brögðum eða félagslegri stöðu.“ Staðreyndin er sú að í Tónstofunni hafa verið nemendur sem ekki hafa átt greiðan aðgang að tónlistarskól- um landsins og nemendur sem vísað hefur verið frá námi þegar sýnt þótti að þeir uppfylltu ekki kröfur um námsárangur eða þegar einstakir kennarar gáfust upp af því að sér- þekkinguna skorti. Valgerður Jónsdóttir hefur unnið ómetanlegt brautryðjandastarf á þeim 13 árum sem liðin eru frá því Tónstofa hennar var stofnuð. Þar hefur hún annast kennslu nemenda með mjög mismunandi fatlanir og náð ótrúlegum árangri eins og allir geta borið um sem hlýtt hafa á jóla- tónleika og vortónleika nemend- anna. Námið er aðlagað þörfum og þroska nemendanna sem einstakl- inga, eða eins og segir í Skólanám- skrá: „Markmiðið er að þeir fái notið sín til fullnustu og skynjað gleði sem þátttakendur í þeim einstaka miðli sem tónlistin er.“ Foreldra- og styrktarfélagið heit- ir á þá embættismenn og kjörna full- trúa sem málið varðar að ti’yggja Tónstofu Valgerðar starfsgrundvöll framvegis sem hingað til. Höfundur er ritari stjómar Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar. H Þorleifur Hauksson Þér kemur það við! OLVUNARAKSTUR er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar. Varla þarf að fara mörg- um orðum um réttmæti þeirrar fullyrðingar - enda er það sannað að fimmta hvert banaslys á Islandi tengist ölvun- arakstri á einn eða ann- an hátt auk þess sem stóran hluta alvarlegra slysa má rekja til þess að ökumaður var drukkinn. Líklega hefði mátt koma í veg fyrir marga harmleiki göt- unnar ef tekist hafi að stöðva ökumennina áð- ur en slys hlutust af. Því miður virðist sem sumir veigri sér við að tilkynna til lögreglu ef þeir verða þess varir að ölvaður maður sest upp í bfl. Þetta á sérstaklega við ef hinn ölvaði er fjölskyldumeðlimur eða vinnufélagi en þá vilja margir loka augunum og telja að þeim „komi ekki við“ hvað aðrir aðhafast. Slík viðhorf eru ekki aðeins ámælisverð heldur beinlínis stórhættuleg. Hver myndi láta undir höfuð leggjast að tilkynna um eftir- lýstan ofbeldismann, eða innbrots- þjóf sem staðinn er að verki? Líking- in er að því leyti til réttmæt að þeir sem beita fólk líkamlegu ofbeldi og þeir sem setjast undir stýri ölvaðir, ógna umhverfi sínu og geta skaðað saklaust fólk; fólk sem allt eins gæti verið nákomið þeim sem veigraði sér við að hringja til lögreglunnar og til- kynna um athæfið. Umferðarslysin fara nefnilega ekki í manngreinar- álit. Annar mikilvægur þáttur til að spoma við ölvunarakstri er öflug og markviss löggæsla. Fram hefur kom- ið að ölvunarakstur sé mikið vanda- mál úti á landsbyggð- inni þar sem það þykir nánast sjálfsagt að aka ölvaður heim af ballinu eða kránni. I ýmsum bæjarfélögum er lög- gæsla lítil á nóttunni og löggæslusvæðið stórt sem lögreglumennirnir á staðnum þurfa að sinna. Ef lögreglan þarf að sinna útkalli um langan veg geta ölvaðir ökumenn, og aðrir af- brotamenn umferðar- innar, athafnað sig að vild án þess að eiga á hættu að mæta lög- reglubíl. Sumir þeirra hafa þegar komist í skýrslur Umferðarráðs yfir „mikið slasaða" og allt of margii- komast á skrá yfir „látna í umferðinni" - eða það sem verra er; era valdir að dauða eða örkumli farþega sinna. Til þess að spoma við ölvunar- akstri á landsbyggðinni þarf að end- urvekja hið öfluga umferðareftirlit á vegum, sem áður var, þar sem lög- Olvunarakstur Fimmta hvert banaslys —.—7------------------- á Islandi, segir Ragn- heiður Davfðsdóttir, tengist ölvunarakstri á einn eða annan hátt. reglumenn frá Reykjavík sinntu lög- gæslu á þjóðvegum landsins á átta lögreglubflum þegar flestir vora. Nú hefur þjóðvegaeftirlit nánast verið aflagt - enda hefur slösuðum og látn- um á þjóðvegum landsins fjölgað undanfarin ár. Einnig má benda á að meirihluti hinna látnu var ekki spenntur í bílbelti þegar kallið kom. Hér með er því skorað á ríkislög- reglustjóra að hann stórbæti lög- gæslu á landsbyggðinni. Dæmin hafa sannað að ef til ökuníðinganna næst í tíma er hægt að koma í veg fyrir margan harmleikinn. Höfundur er forvarnafulltrúi Vátryggingafélags Islands. _ Gœðavara Gjafavara — matar og kaffistell. Allir verðflokkar. Heimsfrægir hönniiðir m.a. Gianni Versate. VERSLUNIN Lrtiignvegi 52, s. 562 4244. Ragnheiður Davíðsdóttir i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.