Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kennarar útiloka ekki skammtímasamning ELNA Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, seg- ir að samninganefnd kennara hafi ekki útilokað að gerður verði skammtímasamningur. Hún segir að um helgina hafi gerð skamm- tímasamnings m.a. verið rædd, en að samninganefnd ríkisins hafi ekki sýnt þeirri leið áhuga. „Um helgina voru ræddir allir möguleikar til lausnar deilunni. Af okkar hálfu kom fram að við hefðum alveg litið á tilboð sem fæli í sér skammtímasamning. Við vildum hins vegar ekki setja fram slíkt til- boð sjálf eftir að okkur varð ljóst að fjármálaráðherra ætlaði ekki að ansa því. Við gáfum fjármálaráðherra fylli- lega til kynna að við værum tilbúin til að reyna einhverja slíka leið til þess að fá ráðrúm til að vinna í launakerfismálinu," sagði Elna Katrín. Elna Katrín sagði að á samninga- fundi í fyrradag hefði verið gefið til kynna að samninganefnd ríkisins myndi kynna hugmyndii' eða um- ræðuefni á næsta fundi. Ekkert slíkt hefði komið frá nefndinni í gær og raunar hefðu samninganefndir deiluaðila ekki neitt rætt saman. Hún sagðist draga þá ályktun af þessu að samninganefnd ríkisins væri ekki tilbúin og að hún ætti eftir að vinna heimavinnuna. Nýr fundur hefur verið boðaður hjá sáttasemjara í dag. Ollum undanþágu- beiðnum hafnað Gunnlaugur Astgeirsson, formað- ur verkfallsstjórnar framhalds- skólakennara, sagði að allmargar fyrirspurnir hefðu borist verkfalls- stjórn, en ekki væri annað að sjá en að verkfallið hefði farið vel fram. Það væru jafnan nokkur álitamál varðandi framkvæmd þess og einnig nokkrar undanþágubeiðnir en verk- fallsstjórn hefði hafnað þeim öllum fyrir sitt leyti. Hann sagði að lög um verkfallsrétt opinbeiTa starfsmanna settu öllum undanþágum frá verk- falli mjög þröngar skorður. Aðeins mætti veita undanþágur frá verk- falli í þeim tilgangi að koma í veg fyrir neyðarástand og þær beiðnir sem hefðu borist uppfylltu ekki það ákvæði. Skjálfti í Vatnajökli JARÐSKJÁLFTI af stærðinni 3,1 varð í Vatnajökli eftir hádegið í gær. Upptök skjálftans eru talin vera í eystri sigkatlinum sem hleypur úr í Skaftá. Ekki hafa ver- ið miklir jarðskjálftar á þessu svæði að undanförnu, en skjálftar af þessari stærð á þessu slóðum eru þó ekki óþekktir, að sögn Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings hjá Raunvísindastofnun háskólans. Hlaup kom úr sigkatlinum, þar sem upptök jarðskjálftans eru tal- in hafa verið, í ágúst, en Páll taldi ólíklegt að tengsl væru milli hlaupsins og skjálftans. Hann sagði hins vegar að grunur væri um að í kjölfar hlaupa úr katlinum hefðu orðið þar smá eldgos sem ekki hefðu náð upp á yfirborð jök- ulsins. Sennilega hefði orðið þarna smágos í kjölfar hlaupsins í ágúst í sumar. Ástæðan fyrir þessu væri sú að við hlaupið létti þrýstingi á eldstöðinni. Þórunn Skaftadóttir, jarðfræð- ingur hjá Veðurstofunni, sagði að þessi jarðskjálfti þyrfti ekki endi- lega að leiða til frekari óróa á þessu svæði á næstunni. Það væri þekkt að það kæmu einstakir skjálftar í Vatnajökli án þess að í kjölfarið fylgdi skjálftahrina. Þórunn sagði að það væri búið að vera frekar rólegt á skjálfta- vaktinni í haust. Það hefðu verið skjálftar á Suðurlandi í þeim sprungum sem hreyfðust í sumar. Einnig hefðu verið skjálftar í Mýr- dalsjökli, sem væri hefðbundið á þessum tíma árs. Stærstu skjálft- arnir í jöklinum hefðu verið af stærðinni 2,5. ------f-#-*----- Mun fleiri hlutafélög eftir 1994 SKRÁÐUM fyrirtækjum og félög- um hjá Hagstofu íslands hefur fjölg- að um tæp níu þúsund frá 1994, eða úr 26.987 í 35.940 1. október sl. Hlutafélögum og einkahlutafélögum fjölgaði langmest en þau voru 8.387 1994 en eru nú 14.649. Þessar upplýsingar koma fram í skriflegu svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi. Kemur fram í svarinu að skráðum fyrirtækjum og félögum hefur fjölgað jafnt og þétt á þessu sjö ára tímabili en nýskráning náði há- marki í fyrra þegar skráð voru 1.879 ný hlutafélög/einkahlutafélög Það sem af er þessu ári eni nýskráningar 1.570. ---------------- Leiðrétt EÐVALD Vilberg Marelsson, sem lést í bílslysi á Reykjanesbraut á sunnudag, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. í frétt sem birtist í blaðinu í gær voru börnin sögð fjögur. Morgunblaðið harmar þessi mistök og biðst velvirðingar. Islendingur bjargaðist öðru sinni úr sjávarháska er bátur hans sökk við Jótland Morgunblaðið/Alfons Um það bil viku áður en Mette Maj sökk en þá voru Sigurður Haf- steinsson (t.v.) og skipstjórinn Richard Borges að dytta að bátnum. Morgunblaðið/Alfons Mette Maj var 50 tonna stálbátur sem skipstjórinn keypti í apríl eftir að annar bátur í hans eigu hafði sokkið. Ætlar aldrei aftur að vinna til sjós ÍSLENSKUR skipverji á dönskum fiskibát slapp ómeiddur þegar bát- ur hans sökk norður af Jótlandi aðfaranótt þriðjudags. Þriggja manna áhöfn bátsins var bjargad um borð í pólskt flutningaskip. Skipverjinn, Sigurður Hafsteins- son, hefur áður lent í sjávarháska en hann var um borð í Sæborgu SH sem fórst út af Rifi á Snæfells- nesi í mars 1989 eftir að tvö brot höfðu riðið yfir skipið með skömmu millibili. Sigurður Haf- steinsson sagðist í viðtali við Morg- unblaðið í gær aldrei aftur ætla að vinna til sjós. „Ég sagði skipsljór- anum að ef ég myndi aftur veiða fisk þá væri það með stöng.“ Bakborðshleri festist í botni Báturinn sem fórst hét Mette Maj og var 50 tonna stálbátur. Hann hélt frá höfninni í Hirtshals um sexleytið á mánudagskvöldið en þá voru þeir nýbúnir að landa. Um miðnætti höfðu þeir fengið eitt hal. Sigurður var í brúnni og fylgdist grannt með veðrinu en í samtölum hafnarinnar í Hirtshals við önnur skip kom fram að veður fór versnandi. Um miðnættið bætti skyndilega í vind og vindhraði fór úr 15-18 m/sek. í um 19-22 m/sek. Þá voru skipverjar að draga inn veiðarfærin og því var lokið um klukkan eitt. Þeir köstuðu svo aft- ur út veiðarfærunum. „Skömmu síðar festist stjórnborðshlerinn í botni,“ segir Sigurður. Hvorki var hægt að hífa né slaka þar sem spil- ið var óklárt. Afturhluti bátsins fór á kaf og báturinn tók að hallast talsvert á stjórnborða. „Það var svo mikill straumur og bræla að ekki varð við neitt ráðið,“ segir Sigurður. Þeim gafst þó ráðrúm til að loka lestum og vélarrúmi þann- ig að báturinn hélst á floti en mar- aði í hálfu kafi. Sigurður fór strax að björgunarbátnum en skipstjór- inn sendi á meðan út neyðarkall á meðan þriðji bátsveijinn fór inn í lúkar að sækja sér björgunargalla. Nokkur vandræði voru við að koma björgunarbátnum á flot en það tókst þó að lokum. Sigurður telur að um hálf klukkustund hafi liðið frá því stjómborðshlerinn festist í botni og þar til báturinn byijaði að sökkva. Þá ýttu þeir björgunarbátnum frá og stukku svo á eftir honum. Þeim hafði öll- um tekist að klæðast björgunar- galla og áttu í litlum vandræðum með að komast um borð í björgun- arbátinn. Bjargað um borð í pólskt flutningaskip Að hálftíma liðnum renndi 40.000 tonna pólskt flutningaskip, Hota Zygmund, upp að hlið þeirra. Sigurður segir skipið hafa verið kolsvart og þeir því ekki orðið þess varir fyrr en björgunarbáturinn var við skipshlið. Pólverjarnir létu lóðsstigann síga niður og þá gátu bátsveijar Mette Maj klifrað um borð. Sigurður segir þá félaga hafa verið vel á sig komna en það hafi þó verið talsverð þrekraun að Mette Maj sökk um 8 sjómfíur norðnorðvestur af Hirtshals Skagerrak Hirtshalí SVjÍÞJÓÐ Á'!^rg Kattegat\ fy ' K m DA^MÖRKfff ^ V ; ■ 'j Ksöpjiiíi nrra- s höfn - \ v*-: ' "W/ * ÞÝSKM.AND */ '■fy klifra upp stigann. Stýrimaður pólska flutningaskipsins hafði séð þegar Mette Maj hvarf af ratsjá og tók hann þegar stefnu að bátnum. Því leið ekki nema um hálftími frá því Mette Maj sökk og þar til báts- veijarnir voru komnir um borð í pólska flutningaskipið. Sigurður hefur búið í Grenaa á Jótlandi undanfarin fjögur ár ásamt eiginkonu og Ijórum börn- um. Hann hyggst nú leita að öðru starfi í landi og segist vera búinn að fá nóg af sjóslysum. Félagi hans um borð í Mette Maj hefur þó oftar komist í sjávarháska en þetta var í þriðja skiptið sem bátur sökk und- an honum. Sérblöð í dag Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Nóa- túni, „Danskir dagar“. Blað- inu verður dreift á Suð- vesturlandi. Falsaðar fyrirspurnir um ungan markvörð / B4 Birkir slasaðist í Stoke í gær /B1 4 Fylgstu meö nýjustu fréttum 4 www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.