Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 62
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HRÖNN AÐAL- * STEINSDÓTTIR + Hrönn Aðal- steinsdóttir fæddist í Hafnarfirði 26. mars 1929. Hún lést 31. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jórunn Stefánsdóttir, verkakona, f. 1.7. 1899 í Bröttuhlíð, Árskógshr., Eyjaf., d. 21.11. 1989, og Jón Aðalsteinn Sveinsson, vélsyóri, f. 22.12. 1894 á Lainbastöðum, Álftaneshr. Mýr., d. 30.12.1958. Hrönn giftist 7.10. 1950 Högna Sigur- jónssyni frá Vest- mannaeyjum, f. 24.6. 1929, d. 26.4. 1956. Þeirra sonur er Sig- urjón Páll, f. 2.3. 1954, lögfræðingur. Maki Halla Sólveig Halldórsdóttir, f. 15.6. 1953, húsmóðir. Börn þeirra eru Karl, f. 20.12. 1980, og Freyja,f. 21.10.1988. 30.5. 1959 giftist Hálfsystkini Hrannar samfeðra eru: 1) Björk, f. 11.9. 1941. Maki Kristinn Jónsson og 2) Sveinn, f. 5.7. 1946. Maki Sigrún Hermanns- dóttir. leikmyndahönnuði, f. 15.11. 1932 í Álfadal á Ingjaldssandi, Mýrarhr., V-ísaf. Börn Hrannar og Gunnars: 1) Jórunn, f. 21.12. 1959, tækni- teiknari. Maki Skapti Valsson, f. 4.7. 1958, rafmagnstæknifræðing- Hrönn Gunnan Rosm- krans Bjarnasyni, ur. Börn þeirra Hrönn, f. 12.5. 1985, Þórdís, f. 8.4.1988, og Gunn- ar, f. 27.3. 1990. 2) Gunnar Snorri, f. 28.5. 1964, vélvirki. Maki Nanna Herdís Eiríksdóttir, f. 23.10. 1964, gjaldkeri. Börn þeirra eru Snorri, f. 11.1.1995, og Irma, f. 4.2.1998. Hrönn lauk stúdentsprófi frá MR 1950. Stundaði si'ðan nám við háskóla í Vín og Graz í Austurríki og lauk prófi í sálfræði 1957. Fyrstu árin að námi loknu vann hún á Jaðri, veitti forstöðu heimili fyrir börn á sumrin og kenndi að vetri til við drengjaskólann sem þar var starfræktur. Húsmóður- starf var hennar aðalstarf næsta hálfan annan áratuginn. Jafn- framt því vann hún við Búnaðar- banka íslands um sumur og kenndi þýsku við Málaskóla Hall- dórs á vetrum. Frá miðjum átt- unda áratugnum vann hún fullt starf við Búnaðarbanka íslands, þar til hún lét af störfum þar fyrir aidurs sakir. títför Hrannar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elskuleg tengdamóðir okkar Hrönn Aðalsteinsdóttir er látin, 71 árs að aldri. Hún var ekki aðeins tengdamóðir okkar og amma bamanna okkar «J.eldur einnig góð vinkona okkar. ftlissir okkar er því mikill og minn- umst við hennar með þakklæti fyrir allt það sem hún var okkur. Hrönn var víðsýn og hreinskiptin, hafði fastmótaðar skoðanir á mönn- um og málefnum og átti gott með að tjá sig. Rík réttlætiskennd var henni í blóð borin og hvers konar misrétti fór mjög fyrir brjóstið á henni. Þau lífs- viðhorf hennar sem þannig komu fram má eflaust að nokkru rekja til uppvaxtar hennar, sem barn ein- atæðrar verkakonu á erfiðum tímum. *Vel var hún greind, harðdugleg, lífs- glöð og lét ekki bugast þótt á móti blési. A þá eiginleika hennar reyndi mjög er hún aðeins 27 ára gömul stóð uppi á erlendri grund ekkja með ungt barn. Ótrauð hélt hún áfram og lauk námi. Nokkrum árum síðar giftist hún öðru sinni, þeim manni er gekk með henni götuna allt til enda. Fjölskyldu sína lét Hrönn sig miklu varða. Þess nutu börn hennar, tengdaböm og bamaböm í ríkum mæli. Hún hafði yndi af því að safna fjölskyldunni saman og búa henni veislu. Barnagæla var hún og ávallt reiðubúin að gæta barnabama sinna. Þá áttum við tengdadæturnar marg- ar ánægjustundimar með henni á ^iæjarferðum í búðir og á kaffihús, svo sem vinkvenna er siður. Þótt fjöl- skyldan hafi jafnan verið ofarlega í huga hennar átti hún jafnframt önn- ur áhugamál. Hún fylgdist jafnan grannt með þjóð- og heimsmálum, ekki síst á sviði menningar. Vel var hún lesin og sótti mikið bæði myndlistar- og leiksýningar. Snyrtimennska var eitt höfuðeink- enni Hrannar. Ávallt var hún fallega klædd og vel til höfð. Þá kunni hún þá list að gera umhverfi sitt hlýlegt og notalegt. Af þeim meiði var blómaáhugi hennar. Hýbýli sín fyllti hún stofu- jurtum, sem uxu og döfnuðu í réttu hlutfalli við þá miklu umhyggju sem hún veitti þeim. Hrönn hafði aldrei dregið af sér við vinnu hvorki utan heimilis né innan veggja þess. Nú þegar starfsferli hennar utan heimilis var lokið og hún sá fram á fleiri stundir til að sinna sér og sínum reið áfallið yfir. í júhlok á þessu ári greindist hún með krabba- mein, sem þá var svo langt fram gengið að ekki varð við ráðið. Líkam- legt þrek Hrannar þvarr á aðeins þremur mánuðum, en andlegt þrek þvarr ekki. Andlegur styrkur hennar í veikindunum var aðdáunarverður. Alltaf átti hún til falleg orð til ást- vina, hlýtt bros og þakklæti til þeirra og annarra er hana önnuðust. Söknuður okkar er mikill og minn- ingin um Hrönn mun lifa með okkur. Halla Sólveig Halldórsdóttir, Nanna Herdís Eiríksdóttir. Elsku amma við eigum eftir að sakna þín mikið. Það var svo gaman þegar þú last fyrir okkur sögur og söngst íyrir okkur Ijóð. Þú varst heimsins besta amma. Takk íyrir allar góðu minningam- ar sem þú skilur eftir. Þær ætlum við að geyma vel. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur J. Hallgrímsson.) Snorri og Irma. Elsku amma, mér finnst erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Ég á eftir að fermast og jólin eru ekki búin. Við ætluðum að fara í Kringluna að kaupa jólagjafimar snemma í ár og við ætluðum að baka saman kökuna okkar fyrir ferming- una mína, þú sagðir alltaf „ég ætla ekki að deyja fyrr en Þórdís er búin að fermast“ en nú er það ekki hægt. Þú áttir líka eftir að sjá nýja herberg- ið mitt alveg tilbúið. Ég skal lofa þér því að fara með afa að kaupa jólagjaf- ir og heimsækja hann jafn oft og ég heimsótti ykkur. Ég man þegar þú varst að passa Irmu og þá heimsótti ég ykkur oft. Þegar ég kom til ykkar fómm við alltaf út í búð og keyptum snúð með ekta súkkulaði. Irma er svo lítil að hún skilur ekki almennilega að þú ert farin en ég skal segja henni hvað þú varst góð amma og segja henni frá öllum skemmtilegu stund- unum sem við áttum saman. Ég man þegar ég kom að heimsækja þig um helgar þá bökuðum við alltaf vöfflur og höfðum svo lambasteik eða ham- borgara í kvöldmat. Ég lofa þér því að gefa afa fullt af vöfflum og bjóða honum oft í mat. Svo skal ég hjálpa afa með öll blómin sem þú áttir. Þú varst svo mikið fyrir blóm að það var næstum eins og að koma inn í blóma- búð þegar maður kom til þín. Þú varst alltaf svo hrifin af ljóðunum mínum, þannig að ég samdi ljóð til þín. Þú ert alltaf amma mín, þótt ég geti ekki séð þig, en ég sé að jjósið þitt skín. Elsku amma, nú kveð ég þig- Þín Þórdís. Með sárum trega kveð ég Hrönn, næstelstu systur mína. Vegna aldursmunar okkar minnist ég hennar fyrst um það leyti sem hún var á forum til Austurríkis til náms í sálarfræði 1950. Minningar mínar um Hrönn frá þessum tíma eru ekki síst tengdar veru minni á Langár- fossi á Mýrum þar sem Ámi og Sig- ríður fóðursystir okkar bjuggu. Þau fylgdust af miklu stolti með Hrönn sem barn að aldri hafði löngum verið í sumardvöl hjá Sigurlínu ömmu og Sveini afa í Borgamesi. Nú var hún farin til heimsborgarinnar Vínar til náms í hinni dularfullu sálarfræði, ásamt með unnustanum Högna sem fór til náms í arkitektúr. Þau vom í fyrsta hópi íslenskra námsmanna sem skömmu eftir síðari heimsstyrj- öld leituðu til náms í Austurríki sem þá var kjörstaður fátækra náms- manna sakir einstaklega hagstæðs verðlags og rótgróinnar menningar. Þar fæddist sonurinn Sigurjón 1954. Til marks um einstakan karakter- styrk Hrannar er að þrátt fyrir skyndilegt fráfall Högna 1956 lauk hún háskólanámi sínu í Graz með láði 1957. Að afloknu námi starfaði Hrönn um tíma sem sálfræðingur á ungl- ingaheimilinu Jaðri en hóf 1958 bú- skap með síðari eiginmanni sínum, Gunnari R. Bjamasyni leiktjaldamál- ara og myndÚstarmanni, og eru börn þeirra Jórunn f. 1959 og Gunnar Snorri f. 1964. Ég minnist með þakk- læti fjölmargra heimsókna til Hrann- ar og Gunnars á Víðimel, Austur- brún, Miklubraut, Ljósheima, Hulduland og Kársnesbraut/Huldu- braut. Hrönn og Gunnar voru sam- taka um að halda fagurt heimili, prýtt listaverkum Gunnars og blómaskrúði Hrannar. Þau voru einstaklega glögg á að sjá ýmsar skoplegar hliðar til- verunnar og mjög vel að sér um mál- Vesturhlíó 2 Fossvogi Sími 551 1266 f> t www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. efni líðandi stundar. Heimsókn til þeirra varð því ævinlega mjög gef- andi blanda alvöru og skops. Um leið og ég votta Gunnari og bömunum okkar dýpstu samúð á erf- iðri stundu hef ég verið beðinn fyrir kærar samúðarkveðjur frá elstu systur okkar í Ástrah'u, ísabellu Eilu, og öðrum þarlendum ættingjum okk- ar. Sveinn Aðalsteinsson. Hrönn Aðalsteinsdóttir var bemskuvinkona mín. Hún kom í bekkinn okkar í Landakotsskóla þeg- ar við bekkjarsystkin vomm níu eða tíu ára. Hún var að norðan, heims- kona í hvítri kanínuloðkápu, hógvær, feimin, allt að því fálát. Það var þá þegar yfir henni reisn sem hún varð- veitti alla ævi sína. Hún var velkomin í fámennt samfélag skólans, en eng- inn vissi, þrátt fyrir kanínukápuna, hve mikill og spennandi persónuleiki hún var fyrr en í fyrsta tímanum sem yfirheyrt var í utanaðbókarlærdómi ljóða. I þá góðu daga var okkur öllum skylt að læra ljóð þjóðskáldanna ut- anbókar, rísa á fætur og flytja í ís- lenskutímum. Hrönn stóð upp og hóf að fara með fyrstu erindi Matthíasar Jochumssonar um Hallgrím Péturs- son. Hún mælti ljóðið fram svo sem henni var tamt með klingjandi norð- lenskum framburði með öllum þeim samhljóðum sem unnt var að radda. Þau meðal Reykjavíkurbamanna, sem ekki áttuðu sig á því sem fór fram, tóku að flissa ofan í skólabæk- urnar, og bjuggu sig undir að stríða þessari sérkennilegu stelpu á því hvað hún talaði hjákátlega. Fröken Guðrún, íslenskukennarinn okkar, sagði: „Þökk fyrir Hrönn, það er langt síðan ég hef heyrt farið svona fallega með ljóð eftir séra Matthías.“ Við svo búið hættu krakkar að flissa og engum datt í hug að fara að finna að þessum talsmáta. Hann þóknaðist fröken Guðrúnu og það var nemend- um hennar og aðdáendum nóg. Löngu seinna áttaði ég mig á að þarna í 10 ára bekk varð ég í fyrsta sinn vitni að einstakri frásagnargáfu Hrannar, sem við allir vinir hennar áttum svo oft eftir að njóta. Eftir stúdentspróf hélt Hrönn til Vínarborgar til náms í sálarfræði og var þar með fyrri manni sínum Högna Sigurjónssyni. Hann var mik- ill efnismaður, glaðsinna, bráð- greindur og gjörvulegur. Þau voru meðal fyrstu íslensku stúdentanna sem héldu til Vínarborgar snemma á sjötta áratugnum, en þar myndaðist íslensk stúdentanýlenda, þar sem margir sem síðar urðu þekkt fólk í ís- lensku þjóðlífi stunduðu nám. Líf, umræður og uppátæki þessa unga fólks var sem eitt ævintýri, sem Hrönn sagði af litríkar sögur, svo líf- legar og skemmtilegar, að þær lifn- uðu eins og leikrit á sviði. Hún var einstaklega næm á spaugilegar hliðar hversdagslegra atburða. Hún hvorki hermdi eftir né gerði gys að nokkrum manni, heldur brá upp mynd af atvik- um sem kom okkur til að gráta af hlátri. Hún dró áheyrendur sína inn í frásögnina á þann hátt að við erum mörg sem finnst sem við hefðum ver- ið þama sjálf á Vínarárunum. Hrönn og Högni eignuðust son í Vín, Sigur- jón, sem varð allra augasteinn meðal Austurríkismanna sem þau umgeng- ust, ekki síst fyrir það að hann var kallaður Nonni, en sú kynslóð sem þá var á besta aldri í Vín átti Nonna- bækumar að uppáhaldsbókum frá bernsku sinni og allir þekktu ritverk Jóns Sveinssonar. Hrönn varð fyrir þeim mikla harmi þegar Nonni var á öðm ári að þau misstu Högna af slys- fömm. Hún sneri heim til Islands með drenginn sinn. Rúmu ári síðar gerði hún aðra tilraun við sálarfræð- ina í Austm-ríki og hafði þá sem fyrr heimsþekkta prófessora sem lærifeð- ur, svo sem þá Asperger og Ror- acher. Litli sonur hennar varð eftir heima og að tveim árum liðnum varð henni þessi aðskilnaður ofviða og hún sneri enn heim. Á þessum ámm var hún stundum auralítil, eins og geng- ur meðal stúdenta, og vann sér þá inn aura með því að vera statisti í bíó- myndum. Hún var alltaf aufúsugest- ur í kvikmyndaverinu í Vín - hún var svo glæsileg. Hrönn hafði öðlast þá menntun í sálarfræði þegar hún sneri heim, að augljóst má vera að hefði hér þá verið komið nám í sálarfræði við Háskóla íslands hefði hún leikið sér að því að ljúka námi hér heima og við hefðum átt í henni í sálfræðinga- stétt traustan og íhugulan liðsmann. Hún brá oft fyrir sig þekkingu sinni í vinahópi og aldrei brást það að þar fór vel ígrundað álit. Hún kunni þar á ofan þýsku svo prýði var að. Þegar heim kom að þessu sinni fór hún að vinna skrifstofustörf. Hún naut þeirrar gæfu að kynnast síðari manni sínum Gunnari Rúnari Bjarnasyni listmálara og leikmyndateiknara. Þau eignuðust tvö mikil efnisbörn, Jórunni og Gunnar Snorra. Heimili þeirra í fallega húsinu í Kópavogi hef- ur verið eins og aldingarður, grósku- ríkur pottagróður hvert sem litið er og segir margt um Hrönn. Það dafn- aði allt vel sem nærri henni var. Þess nutu barnabörnin í ríkum mæli á síð- ariárum. Við vorum 14 vinkonm-, skólasyst- ur, sem stofnuðum saumaklúbb rétt eftir fermingu og nefndum okkur Caspírur. Hrönn Aðalsteinsdóttir er sú þriðja í þeim hópi sem fellur frá. Við söknum hennar sárt. Hún bjó yfir fágætum kostum sem voru glaðværð og hógværð í senn. Ástvinum hennar öllum vottum við Caspírur sem eftir stöndum innilegan samhug okkar, daprar en ríkar af dýrmætum minn- ingum. Vigdís Finnbogadóttir. Hrönn, stelpan með krullurnar og stóru dimmbláu augun, settist í Ágústarskóla haustið 1943 og síðan í Menntaskólann í Reykjavík og héld- um við einar fjórtán bekkjarsystur vináttu alla tíð og hittumst viku- eða hálfsmánaðarlega í saumaklúbb frá táningsárum. Aldrei rofnaði sam- bandið þrátt fyrir fjarveru margra okkar um árabil vegna dvalar erlend- is við nám eða af öðrum orsökum. Nú er höggvið þriðja skarðið í hópinn okkar. I æsku bjó Hrönn ásamt móður sinni, Jórunni, yndislegri konu, á Dalvík, Akureyri, Patreksfirði og síð- an á Víðimelnum í Reykjavík og gat brugðið fyrir sig norðlenskum og vestfirskum málhreim okkm- hinum til skemmtunar. Á sumrum var hún oft hjá föðurfólki sínu í Borgamesi. Allir þessir staðir höfðu sinn sérbrag og var Hrönn næm á blæbrigðin og mannlífið á hverjum stað þótt ung væri og hefur eflaust aukið reynslu sína og þekkingu á þessum „flæk- ingi“ um landið, enda vinsæl, falleg og hafði svo skemmtilega frásagnar- hæfileika að allt varð að ævintýri og spennusögu í hennar meðferð. Á þessum námsárum okkar var oft hörgull á ýmsum fatnaði, allt skammtað, en við fóðruð á amerísk- um bíómyndum og Lana Turner, Betty Grable og Rita Hayworth okk- ar fyrirmyndir í tískunni. Eitt sinn kvisaðist að merkilegar „bomsur“ hefðu borist í skóverslun á horni Bankastrætis og Skólavörðustígs og náði biðröðin langt upp eftir Skóla- vörðustíg. Við Hrönn lögðum af stað í bomsuslaginn, en þegar að okkur kom var búðinni lokað rétt við nefið á okkur. Við strunsuðum því upp Laugaveg í fússi yfir þessari óheppni, en viti menn, þegar við gengum svo niður Laugaveg var verið að opna aftur og enginn í búðinni og við gát- um keypt þessar dýrindis „bomsur“ með loðkanti alveg eins og Holly- wood-stjörnurnar voru í. Þvílík Iukka! Eftir stúdentspróf 1950 giftist Hrönn bekkjarbróður sínum Högna Sigurjónssyni og héldu þau um haustið til Vínarborgar til náms, Hrönn í sálarfræði og Högni í arki- tektúr. Þau munu hafa verið fyrstu íslensku stúdentarnir sem fóru þang- að til náms eftir stríð og var ræðis- maður Austum'kis á Islandi, Dr. Schopka, þeim hjálplegur við alla skjalagerð og vegabréf, en Vínarborg var þá skipt í yfirráðasvæði þriggja aðila, nokkra mánuði í senn, rússn- eskt, enskt og franskt, svo þetta var ekki einfalt mál að fara þangað til náms og skriffinnska mikil. Á móti kom að Austurríki var eitt ódýrasta land í Evrópu og gjaldeyrisskipti mjög hagstæð íslensku krónunni. Þetta var fyrir tíma námslána að sjálfsögðu og urðu fjölskyldur heima að sjá fyrir sínu fólki. Ennfremur var Vínarháskóli með virtustu skólum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.