Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þingmenn og hnefaleikar KÆRU þingmenn, það er kominn tími til að þið verðið kynntir fyrir íþrótt sem hing- að til hefur verið ranglega kynnt á ís- landi. Það eru áhuga- mannahnefaleikar sem um ræðir og það sem ég ætla að segja ykkur eru staðreyndh- sem sýna fram á að ólympískir hnefaleik- ar eru með öruggustu íþróttagreinum sem til eru í heiminum. Ól- ympískir hnefaleikar eru með elstu keppn- isgreinum sem stund- aðar hafa verið á Ólympíuleikum og hafa þeir vérið hluti af Ólymp- íuleikunum síðan 1904 og með það góðum árangri að til stendur að fjölga í greininni og taka inn hnefaleika fyrir konur fyrir næstu Ólympíuleika. íslendingar eru ekki eina þjóðin sem hefur þurft að taka ákvörðun um það hvort leyfa skuli ólympíska hnefaleika eða ekki, allar þjóðir heims hafa lagst yfir það og niðurstaðan verið sú sama alls staðar: leyfðir í ljósi lágrar slysatíðni. Allar þjóðir heims hafa leyft ólympíska hnefa- leika nema íslendingar! Hvað veld- ur því að íslendingum er ekki gert kleift að stunda íþrótt sem allar aðrar þjóðir heims stunda? Hver eru rök þeirra 27 þingmanna sem greiddu atkvæði á móti því hnefa- leikafrumvarpi sem lagt var fyrir Alþingi í vetur og börðust hvað harðast fyrir því að frumvarpið yrði fellt? Ég fylgdist náið með málflutningi og fannst mér aðal- lega bera á tvenns konar rökum hjá þeim sem á móti frumvarpinu voru, má þar nefna höfuðmeiðsl og háa meiðslatíðni. Við skulum skoða þetta aðeins nánar. Arið 1986 var Johns Hopkins-sjúkrastofnuninni í Bandaríkjunum, sem sérhæfir sig í lækningum á höfuðmeiðslum, falið að kanna höfuðmeiðsl hjá áhuga- hnefaleikamönnum. Þetta var stærsta rannsókn sem fram hefur farið á áhugahnefaleikamönnum og náði yfir fjögur .hundruð iðkendur frá sex borgum. AiIir voru þeir á svipuðum aldrí og með mjög líka fortíð og allir voru þeir á sama menntunarstigi, niðurstöðurnar voru afgerandi. Þar til í dag er þetta stærsta og skipulegasta rannsókn sem fram hefur farið í áhuga- mannahnefaleikum og það fundust engin merki um að þeir hefðu skaddast á heila, né heldur að þeir ættu við minnis- leysi að stríða eða væru með breytta rödd. Niðurstöðurnar voru því þær að það væri ekki að finna neinn mælanlegan skaða, hvorki á heila né á taugakerfi, af völdum áhugamanna- hnefaleika. Keppni í ólympískum hnefa- leikum verður að fara fram undir eftirliti íþróttasambands þess lands sem hún á að fara fram í. Hver iðkandi verður að gangast undir stranga læknisskoðun fyrir Hnefaleikar Hvað veldur því, spyr Guðjón Vilhelm, að Is- lendingum er ekki gert kleift að stunda íþrótt sem allar aðrar þjóðir heims stunda? og eftir hverja keppni. Verði iðk- andi fyrir meiðslum verða að líða 60 til 90 dagar þar til hann má keppa aftur, eftir því hvers eðlis meiðslin eru, að því tilskildu að hann standist læknisskoðun. Öllum iðkendum er skylt að klæðast hlífðarbúnaði sem er höfuðhlíf og verður hún að vera samþykkt af viðkomandi yfirvöldum í hverju landi fyrir sig. Allir iðkendur skulu klæðast punghlífum og allir iðk- endur skulu klæðast þar til gerð- um hönskum, sem eru ætlaðir til iðkunar í ólympískum hnefaleikum, sem þýðir að þeir eru sérhannaðir til að draga úr skaðsemi höggsins og eru merktir með hvítri rönd. Þessi hvíta rönd verður að lenda á því svæði sem má slá andstæðing- inn á, annars telst höggið ekki gilt. Ólympískir hnefaleikar snúast um að skora stig og telst sá sigur- vegari sem hefur skorað fleiri stig að loknum fjórum tveggja mínútna Guðjón Vilhelm KOSTABOÐ Allt ab 30% afsláttur lotum. Fari annar hvor iðkandinn 15 stig fram úr hinum ber dómara að stöðva bardagann. Ekki eru gefin nein aukastig slái annar hinn niður eða roti andstæðinginn (þessi regla er til þess fallin að iðkendur leggi meiri áherslu á hraða og tækni en höggkraft). Minna en eitt prósent allra ólymp- ískra hnefaleikakeppna endar með rothöggi, þ.a.l. sjáum við að tíðni rothögga er vart mælanleg. Árið 1998 gerði öryggisnefnd íþrótta- og tómstundamála Banda- ríkjanna rannsókn á tíðni meiðsla í íþróttum og viti menn, ólympískir hnefaleikar urðu númer 71 á list- anum, langt fyrir neðan nær allar þær íþróttir sem við þekkjum hér á landi. í Ijósi þessara niðurstaðna hafa margar þjóðir tekið upp á því að hvetja til iðkunar á ólympískum hnefaleikum. Á hverju ári fer fram keppni í Bandaríkjunum í ólymp- ískum hnefaleikum sem nefnist „Silver gloves“ (silfurhanskarnir) og er hún ætluð krökkum á aldr- inum 8-15 ára, það eru að meðal- tali á ári síðustu átta ár um 2.700 þátttakendur sem taka þátt í yfir 2.000 keppnum á ári sem gera um sex þúsund lotur á ári. Hvað haldið þið að meiðist margir krakkar í þessari keppni (sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum) á ári? Svar: Ekki einn. Það hefur ekki komið upp eitt einasta tilfelli síð- ustu átta ár þar sem læknishjálpar hefur verið þörf í kringum þessa keppni. Og þetta er íþrótt sem á að vera svo hættuleg. Ef farið er í víðara samhengi og teknar allar keppnir sem fram fóru í ólympísk- um hnefaleikum í Bandaríkjunum frá 1997-8 þá komu þar upp 98 til- vik þar sem meiðsl kröfðust lækn- ishjálpar. Þetta eru ótrúlegar tölur, 98 meiðslatilvik í keppnum þar sem þátttakendur voru 22.872 og keppnirnar voru yfir 23 þúsund talsins. Þessar tölur ná yfir „Gold- en gloves“, „Silver gloves" og allar þær sýningar sem fram fóru á vegum staðbundinna hnefaleika- klúbba sem og allar þær fylkja- og landskeppnir sem náðu yfir Bandaríkin. Allt sem ég er búinn að skrifa hér í þessari grein eru staðreyndir og ég get sannað þær fyrir hverj- um sem vill fá að sjá. Nú langar mig til að spyrja þig, lesandi góður, í ljósi allra þessara staðreynda sem hér að framan eru raktar: Er þetta íþrótt sem á skilið að vera kippt út úr hópi tuga ann- arra íþrótta, þar sem tíðni meiðsla er hærri, og vera bönnuð? Ég segi fyrir mig: Auðvitað ekki, það á engin íþrótt sem samþykkt er af alþjóðaólympíunefndinni og öllum öðrum löndum heims að vera bönnuð á íslandi. Við eigum að virða mannréttindi og reyna frekar að skapa okkur sérstöðu í öðrum málefnum en þeim að traðka á rétti náungans. Höfundur er þjálfari í ólympískum hnefaleikum. OL- OG VINEFNI ingarsala 10—50% afsl. ' CWE, HE/GAR oX fl. Einnig afsláttur af áhöldum og ilatum eigið öl og vín á ölflösku frá kr. 20 á vínflösku frá kr. 60 mihaldið af heimalöguðu Iferslunin 7M4RK1Ð Ármúla 40 Sími: 553 5320 Efndir en ekki nefndir „RÍKISSTJÓRNIN ályktar að stefnt skuli að verulegri fækkun al- varlegra umferðarslysa fram til árs- ins 2000. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að opinberir aðilar sem vinna að umferðarmálum vinni stefnumarkandi langtímaáætlun íyr- ir árin 1995 til 2000 um forvarnarað- gerðir á sviði umferðaröryggismála." Þannig hljóðar ríkis- stjórnarsamþykkt sem gerð var þann 24. nóv- ember árið 1994. I greinargerð með þessari ályktun voru tilgreindar ýmsar væn- legar leiðir til að ná settu marki og sérstak- lega nefnd nokkur for- gangsverkefni. Eitt þeirra var að „sam- ræma lög og reglur öðrum umferðarörygg- isaðgerðum til að tryggja árangur.“ Lagt var til að „löggæsla verði efld og aðgerðir hennar samræmdar við aðra aðila sem að um- ferðaröryggismálum vinna.“ Þá var sett inn á þennan forgangslista að: „Veghaldarar efli umferðaröryggis- þátt í nýbyggingu umferðarmann- virkja og efli þjónustu sem eykur umferðaröryggi." Vissulega eru markmiðin góð sem sett voru fram í þessari ríkisstjómar- samþykkt. Lítið hefur hins vegar orðið úr efndum á þeim sex árum sem liðin eru frá því þau voru fest á blað. Og sannarlega er kaldhæðnis- legt að lesa um þau „forgangsmál" ríkisstjómarinnar að efla umferðar- löggæslu og nýbyggingar umferðar- mannvirkja á sama tíma og hvort tveggja er skorið niður! Grátlegast er þó að þurfa að standa frammi fyrir slíkri orðabrigð í kjölfar þeirrar þungu slysaöldu sem riðið hefur yfir í umferðinni að undanfömu með þeim mannfómum ungs fólks sem dæmin sanna. Það er til lítils að skrifa skýrslur á skýrslur ofan og skipa nefndir sem gera áætlanir um fram- kvæmdir sem leiða til fækkunar um- ferðarslysa þegar efndimar vantar. Nú nýlega kom út enn ein umferð- aröryggisáætlunin. í formála hennar segir Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra m.a.: „Ég hef þá bjarg- föstu trú að þessa þjóðfélagsmein- semd megi lækna. Við getum fært stöðu umferðarmála í munheillavæn- legra horf. Til þess verðum við að efla eftirlit löggæslu." Og brýnustu við- fangsefnin að mati dómsmálaráð- herra era þau „að auka notkun bíl- belta, spoma gegn ölvunarakstri og gegn ólöglegum hraðakstri.“ Ráð- herra vitnar í niðurstöður rannsókn- amefndar umferðarslysa fyrir árið 1999 sem „sýna að algengustu orsak- ir og afleiðingar slysa era skortur á bílbeltanotkun, áfengisneysla og hraðakstur og nefndin komst að sam- bærilegum niðurstöðum vegna slysa á árinu 1998.“ Þegar þessi orð era skoðuð hlýtur maður að velta fyrir sér á hverju hin „bjargfasta trú“ ráðherrans hvíli. Enn sem komið er virðist hún vera einungis orðin tóm. Hvernig er t.d. hægt að ætlast til að hægt sé að auka notkun bílbelta, spoma við hrað- og ölvunarakstri og bæta umferðar- mannvirki á sama tíma og ekkert fjármagn fæst til að hrinda þeim markmiðum í framkvæmd? Sam- kvæmt upplýsingum sem fram koma í títtnefndri umferðaröryggisáætlun var mikill meirihluti þeirra sem lét- ust í umferðarslysum, sem farþegar eða ökumenn í bílum á áranum 1987- 1999, ekki í bílbelti. Á þessu tímabili lést 191 einstaklingur í umferðar- slysum annaðhvort sem farþegar eða bílstjórai’. Þar af sátu 71 með bílbelt- ið spennt en 121 gerðu það ekki. Flestir sem létust hefðu lifað slysið af hefðu þeir notað bílbelti, svo vitnað sé í skýrslu rannsóknamefndar um- ferðarslysa. Það er löngu viðurkennd stað- reynd að afleiðingar umferðarslysa era í jöfnu hlutfalli við þann hraða sem bíllinn var á þegar slysið varð: Því meiri hraði því alvarlegri áverkar. Þá er það einnig sorgleg stað- reynd að fimmta hvert banaslys á íslandi teng- ist ölvun við akstur. Á undanfömum áram hefur hlutfall látinna og mikið slasaðra í um- ferðarslysum í dreifbýli aukist umtalsvert. Ástæðan er einföld: Umferðareftirlit utan þéttbýlis hefur nánast lagst af á undanförnum árum ef frá er talið þjóðvegaeftirlit lög- reglunnar á Blönduósi sem skilað hefur miklum árangri. Þar af leiðir að ökumenn komast upp með að aka án bílbelta, undir áhrifum áfengis eða á manndrápshraða á þjóðvegakerfi sem er fyrir löngu hætt að bera umferðarþungann. Á sama tíma er umferðarlöggæsla skorin niður og dregið úr fram- kvæmdum á nauðsynlegum umferð- armannvirkjum. Og enn era samdar Umferðaröryggi Það er til lítils að skrifa skýrslur á skýrslur ofan og skipa nefndir sem gera áætlanir um fram- kvæmdir sem leiða til fækkunar umferðar- slysa, segir Ólína Þorvarðardóttir, þegar efndirnar vantar, skýrslur og sett háleit markmið. Og enn boðar dómsmálaráðherra nýja umferðaröryggisáætlun til næstu fjögurra ára. Þar segir ráðherra orð- rétt: „Einnig þarf að gera áætlun til lengri tíma, t.d. til 12 ára í samræmi viðog með hliðsjón af vegaáætlun. Hún feli í sér bæði markmiðssetn- ingu og framkvæmdaáætlun. Verk- efnum verði forgangsraðað á grand- velli mats á því hvernig fjármunir nýtast best til að spoma gegn um- ferðarslysum." Sem sagt, enn ein skýrslan í burðarliðnum. Enn ein „markmiðssetningin" fram undan; enn ein framkvæmdaáætlunin og enn einn starfshópurinn. En nýjar skýrslur og háleit markmið duga skammt ein sér og eru auk þess eng- in huggun fyrir þá sem misst hafa sína nánustu á altari þess aðgæslu- leysis, mér liggur við að segja van- rækslu, sem ríkt hefur í umferðar- málum á Islandi undanfarna áratugi. Innantóm orð era ekki traust und- irstaða fyrir „bjargfasta trú“. f slensk þjóð á kröfu á því að yfirvöld gripi til markvissra aðgerða til þess að spoma gegn þeim mannfórnum sem framdar era í umferðinni ár hvert. Það er nóg komið af orðum, nú viljum við efndir. Höfundur er þátttakandi í Stanz- hópnum, bnráttuhópi gcgn umferðnrslysum. Ólína Þorvarðardóttir Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.