Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 262. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR15. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morðingjar Leteliers 1976 A snær- um Pin- ochets? Washington. AP. VERIÐ getur að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræð- isherra í Chile, hafi verið í tengslum við tvo flugumenn chilesku lögreglunnar sem ár- ið 1994 voru sakfelldir fyrir að hafa myrt fyrrverandi utan- ríkisráðherra Chile, Orlando Letelier, í Washington árið 1976. Gögn um tengslin eru með- al 16.000 skjala sem leynd hefur verið létt af í Banda- ríkjunum. Kemur þar fram að nokkrum vikum fyrir morðið hringdi Pinochet í annan ein- ræðisherra, Alfredo Stroessn- er í Paraguay, og fékk hann til þess að útvega vegabréf handa mönnunum tveimur. En bandaríska sendiráðið í Paraguay neitaði þeim um áritun og fór svo að þeir not- uðu chilesk vegabréf. Stjórnvöld í Chile sögðu í gær að verið væri að rann- saka gögnin um málið og svo gæti farið að einhverjir Chile- menn yrðu látnir svara til saka í tengslum við það. Innanríkisráðherra Flórída setur sýslunum frest til klukkan sjö í kvöld Krefst rökstuðnings fyrir endurtalningu Miami, Tallahassce. AP, AFP, The Daily Telegraph. TERRY Lewis, dómari í Flórída, hafnaði í gær kröfu um að frestur til að handtelja atkvæði í for- setakosningunum yrði framlengdur en hann rann út klukkan 22 í gærkvöld að íslenskum tíma. Lewis setti þó skilyrði um að einstakar sýslur mættu senda inn leiðréttingar á niðurstöðum eft- ir áðurnefndan frest og mætti þá Katherine Harris, innanríkisráðherra Flórída, sem er repúblikani, ekki hafna slíkum tölum að eigin geðþótta. Hún yrði að „hafa hófsemd“ að leiðar- ljósi. Harris sagði skömmu eftir miðnætti að ís- lenskum tíma að sýslurnar fengju frest til kl. sjö í kvöld til að rökstyðja kröfu um endurtalningu. Hún sagði að borist hefðu staðfestar lokatölur í Flórída. Hefði Bush fengið 300 atkvæðum meira en Gore en hún bætti við að á laugardag yrði lok- ið við að telja utankjörstaðaatkvæði frá Banda- ríkjamönnum búsettum erlendis. Enn er óljóst hvort endurtalning muni breyta kjörmannafjölda frambjóðendanna tveggja í þrem sambandsríkjum auk Flórída, þ.e. Wisconsin, Oregon og Nýju-Mexíkó. Um tíma virtist sem Bush myndi sigra þar sem endur- talning hefði gefið honum 21 atkvæði meira en Gore í síðastnefnda ríkinu. Við nánari athugun kom í ljós að fyrir mistök höfðu atkvæði Gore verið vantalin og í gærkvöld benti allt til þess að hann hreppti ríkið og fimm kjörmenn þess. A hinn bóginn eru 25 kjörmenn Flórída svo margir Reuters Talningarmaður í Palm Beach bíður eftir ákvörðun kjörstjórnar, en handtalningu at- kvæða var frestað í gær. að sá frambjóðandi sem fær þá hefur tryggt sér forsetaembættið. Repúblikanar lýstu yfir vaxandi óánægju sinni með meintar tilraunir Gore og manna hans til þess að tefja tímann og reyna þannig að koma í veg fyrir að repúblikaninn George W. Bush yrði næsti forseti Bandaríkjanna. „Það er að verða æ Ijósara að stuðningsmenn Gore varaforseta ætla einfaldlega að halda áfram að telja atkvæði þar til úrslitin eru orðin þau sem þeir vilja,“ sagði Karen Hughes, talsmaður Bush, í Austin í Texas í gær. „Við erum ánægð með ákvörðunina," sagði Warren Christopher, fyrrverandi utanríkisráð- herra og helsti lagalegi ráðgjafi liðsmanna A1 Gore, í gær um úrskurð Lewis dómara í Flórída. Hann hvatti fjórar sýslur þar sem ákveðið var að handtelja atkvæðin vegna kvartana um ýmis mis- tök og misskilning til að halda áfram þar til öll atkvæði væru talin, hvað sem liði áðurnefndum fresti. Sagði Christopher að Harris gæti nú ekki lýst því yfir einhliða að hún myndi ekki leyfa að endurtalningu yrði haldið áfram eftir að frestur- inn rynni út. Handtalningin í tveim sýslum, Palm Beach og Volusia, var þegar hafin, henni var síð- an frestað í Palm Beach í gærdag vegna hinnar lagalegu óvissu en hún hefst á ný í dag. Kjörstjórn í þeirri þriðju, Miami-Dade, ákvað í gær að atkvæðin skyldu einnig handtalin þar. Miami-Dade er fjölmennasta sýslan í Flórída, þar búa um tvær milljónir manna. Endanleg ákvörðun um handtalningu í hinni fjórðu, Broward, var til umræðu þar í gær. ■ Ertu að segja/24 ■ Athyglin beinist/35 Reuters Ingiríður drottningarmóðir kvödd í Hróarskeldu MIKILL fjöldi fólks hyllti minn- ingu Ingiríðar drottingarmóður í Danmörku en hún var jarðsett í dómkirkjunni í Hróarskeldu í gær. Hún var kvödd við hátíðlega at- höfn í kirkju Kristjánsborgarhallar um morguninn. Siðan ók líkfylgdin um götur Kaupmannahafnar að Aðaljárnbrautarstöðinni en þaðan var haldið til Ilróarskeldu þar sem konungar og drottningar landsins eru að jafnaði jarðsett. Lestin var látin aka hægar yfir Sjáland en gert hafði verið ráð fyrir til að fjöldi fólks sem víða hafði safnast saman við teinana gæti kvatt drottningarmóðurina. Stöðvarhús- ið í Hróarskeldu var að nokkru hulið svörtu klæði og skreytt haustblómum. Fjöldi þjóðhöfðingja, þ. á m. Ól- afur Ragnar Grímsson, forseti ís- lands, vottaði Ingiríði virðingu sína í Hróarskeldu og sést hann of- arlega til vinstri á myndinni. ■ Hinsta för/25 Palestínskum bæjum haldið í herkví Barak held- ur neyðar- fund í dag Jertísalem. AP, AFP. ÞRÁTT fyrir að palestínskum bæj- um væri haldið í herkví í gær tókst ekki að koma í veg fyrir átök Palest- ínumanna og ísraela. Þrír palest- ínskir unglingar létust í átökum á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Einnig lést einn eldri maður eftir að ísraelskir landnemar grýttu bíl hans. Herkví ísraela er svar þeirra við falli fjögurra ísraela á mánudag. Herkvíin var harðlega fordæmd af leiðtogum Palestínumanna en hún lamaði starfsemi allra palestínskra bæja í gær. Barak styttir Bandaríkjafór Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, sem verið hefur á ferð í Bandaríkjunum, stytti för sína og hélt heim á leið í gær. Hann mun halda neyðarfund með öryggismála- ráðuneyti sínu í dag til að fara yfir hvernig bregðast skuli við falli Isr- aelanna. Barak aflýsti heimsókn til Bretlands þar sem hann hugðist tala við Tony Blair forsætisráð- herra. Barak sagði að engar friðarvið- ræður myndu eiga sér stað fyrr en ofbeldi yrði hætt. Enginn hópur Palestínumanna hefur lýst ábyrgð á tilræðunum á mánudag á hendur sér en Binyamin Ben-Eliezer, ráðherra sem gegnir stöðu forsætisráðherra í fjarveru Baraks, sagði að svo virtist sem isl- amski Jihad-hópurinn bæri ábyrgð á tilræðinu. Árásirnar væru gerðar með vitund og vilja Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna. Talsmenn Palestínumanna hafa lýst því yfir að þeir muni leitast við að halda ísraelskum borgurum og hersveitum frá þorpum á Vestur- bakkanum frá og með deginum í dag. Slíkar aðgerðir yrðu bein ögr- un við ísraela sem fara samkvæmt síðustu friðarsamningum með stjórnun öryggismála í þorpunum. MORGUNBLAÐIÐ 15. NÓVEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.