Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Módern * djasskvartett Reynis Sig KIRKJUSTARF Hallgrímskirkja DJASS Kaffi Reykjavík KVARTETTREYNIS SIGURÐSSONAR Reynir Sigurðsson víbrafón, Þórir Baldursson pi'anó, Birgir Bragason bassa og Birgir Baldursson trommur. Múlinn í Betri stofu Kaffi Reykjavíkur sunnudagskvöldið 12.11.2000. ÞEGAR píanistinn John Lewis hljóðritaði með kvartetti Milt Jack- sons 1951 leið ekki ár uns þeir gengu í eina sæng í The Modern Jazz Quartet: Módern djasskvar- tettinum. Þar var komin fram á djasssviðið stórkostlegasta kamm- ersveit djassins síðan Benny Goodman stofnaði tríó sitt 1935. Ég var á tólfta ári þegar ég heyrði þá fyrst. Gunnar Reynir Sveinsson spilaði fyrir mig 45 snúninga plötu þar sem mátti heyra All the Things You Are, La Ronde, Vendome og Rose of the Rio Grande. Þetta var fyrsta plata MJQ og maður var bergnuminn. Ég fékk svo í ferm- ingargjöf 12 tomma breiðskífu með þeim þar sem ég heyrði Bag’s Groove fyrst. Þvílík snilli. Meira að segja æðri unnendur tónlistar kinkuðu kolli í viðurkenningar- skyni, enda tokkötur og fúgur stundum á boðstólum hjá John Lewis. En það var nú kannski ekki það besta sem kvartettinn bauð upp á, heldur heitir blúsar og til- finningaþrungnar ballöður í túlkun eins mesta einleikara djasssögunn- ar, víbrafónleikarans Milt Jack- sons. Hann er nú látinn og kvart- ettinn fyrir bí, en til Islands komu þeir á listahátíð 1984 og fóru létt með að leika kammermúsík í Laug- ardalshöll, sem er þó flestum of- raun. Reynir Sigurðsson víbrafónleik- ari hefur löngum fyllt aðdáenda- flokk MJQ og sl. sunnudagskvöld bauð hann upp á tónlist af efnis- skrá kvartettsins á Múlatónleikum í Betri stofu Kaffi Reykjavíkur. Þetta er í annað sinni, sem ég hef heyrt íslenska djasssveit leika verk 'af efnisskrá heimsþekktrar djass- hljómsveitar, þar sem hljóðfæra- skipan hefur verið sú sama; hið fyrra skipti var er Pétur Grétars- son og félagar fluttu verk af efnis- skrá Dave Brubecks-kvartettsins. Verkin er kvartett Reynis flutti voru fjórtán og öll eftir John Lewis utan tveir blúsar Milt Jacksons: Bluesology og Bag’s Groove. Öll voru þau samin á mektarárum kvartettsins frá 1952-59 utan eitt og flest voru þau flutt í anda MJQ. Þó voru skemmtilegar undantekn- LEIKRITI Hallgríms Helgasonar, 1000 eyja sósu, var vel tekið á leik- listarhátíðinni Euro-Scene sem fram fór í Leipzig í Þýskalandi í lið- inni viku, að því er segir í fréttatil- kynningu frá Leikfélagi Islands. Leikfélaginu var boðið að taka þátt í hátíðinni sem nú var haldin í tíunda sinn og var uppselt á fjórar sýning- W, 1000 eyja sósa er einleikur sem Stefán Karl Stefánsson leikur og leikstjóri er Magnús Geir Þórðar- son. Sýningamar voru allar í anda Hádegisleikhúss Leikfélags íslands og áhorfendum boðið upp á súpu fyrir sýninguna eins og tíðkast á sýningum Hádegisleikhússins í Tðnó. ingar á því eins og George Shear- ing útgáfa á Milano eftir Lewis. Verk John Lewis hafa ekki verið mikið leikin af íslenskum djassleik- urum. Þó vom tveir ópusar hans oft á efnisskrá Guðmundar heitins Ingólfssonar: Skating in Central Park og The Golden Striker er Lewis samdi fyrir kvikmynd Rog- ers Vadims: Sólarlaust í Feneyjum. Bæði þessi verk fluttu þeir félagar með miklum ágætum. Stíll Þóris Baldurssonar liggur fjarri píanóstíl Johns Lewis, sem Guðmundur Ing- ólfsson varð fyrir áhrifum af, og því var skemmtilegt var að heyra Þóri skreyta sóló sinn garnerisma í Skating eins og Guðmundur gerði gjarnan. Vendome með fúgublæ var ekki nógu nákvæmlega leikin af kvar- tettinum til að njóta sín, en annað var upp á teningnum í The Queen’s Fancy, sem Lewis byggði á stefi er samið var fyrir Elísabetu fyrstu Englandsdrottningu. Það var firnavel flutt og sama má segja um lagið sem allir biðu eftir með önd- ina i hálsinum: Snilldarballöðu Johns Lewis í minningu gítar- meistara djassins: Django. Eftir að hafa heyrt verkið sagði félagi minn er sat hjá mér og drakk tónlist MJQ í sig fyrir nærri hálfri öld: „Mikið er notalegt að verða stund- um ungur aftur.“ Ungur samdi John lewis Two Bass Hite fyrir stórsveit Dizzy Gillespie, sem titlaður var meðhöf- undur, en 1952 endurskrifaði hann það fyrir MJQ með trommarann Kenny Clarke í aðalhlutverki. Clarke lék það af fítonskrafti með kjuðum - seinna flutti Connie Kay það með kvartettinum á all annan hátt með burstum. Birgir Baldurs- son valdi leið Kenny Clarke í flutn- ingi sínum á La Ronde og gerði það með miklum bravúr, ekki síður en Birgir Bragason bassaleikari, sem var í aðalhlutverki í Blues in a Minor, þar sem norrænn andi svíf- ur yfir vötnunum. Það ríkir oft fá- gætur þokki í sólóum Birgis Bragasonar og svo var þetta kvöld. Sama má segja um sóló Reynis Sigurðssonar, en bestu sóló kvölds- ins átti Þórir Baldursson þegar hann lét sjóða á keipum og í Bag’s Groove lá við að hann vitnaði í flest stílbrigði píanódjassins í leik sín- um. Þetta var einstaklega ánægju- legt kvöld á Múlanum og þegar jafn vandvirkur og smekkvís tónl- istarmaður og Reynir Sigurðsson fer með stjórn þarf engan að und- ara að árangurinn verði góður. Þarna fór saman virðing fyrir verkum Johns Lewis og skapandi spilagleði þótt sveiflan hefði mátt vera meira leikandi á stundum. Vernharður Linnet Hendrik Pupat, gagnrýnandi dag- blaðsins Volksheit Leipzig, skrifar að það hafi ekki komið að sök að leikurinn hafi farið fram á íslensku, því leikarinn Stefán Karl búi yfir einstökum hæfileikum í látbragðs- leik. Á Euro-Scene hátíðinni voru m.a. sýnd verk frá Póllandi, Tékklandi, Noregi, Finnlandi, Hollandi og Þýskalandi og er hátíðin þekkt fyrir framsæknar og tilraunakenndar leik- og danssýningar, að þvi er fram kemur í fréttatilkynningunni. Þar kemur ennfremur fram að í framhaldi af ferðinni til Leipzig hafi verið ákveðið að bæta við örfáum aukasýningum á verkinu í Iðnó á næstunni. Kirkju- tónlist á tímamótum Safnaðarstarf MÁLÞING um stöðu söng- og tón- listarmála í íslensku þjóðkirkjunn- i,Kjalarnessprófastsdæmi, efnir til málþings miðvikudaginn 15. nóvem- ber kl. 16-20 í safnaðarheimili Vída- línskirkju í Garðabæ um stöðu söng- mála og tónlistar í íslensku þjóðkirkjunni. Þar verður gerð til- raun til að greina ástand söngmála í kirkjunni í dag og reynt að leggja mat á þróun í kirkjutónlist síðustu árin. Staldrað verður við fagvæðingu kirkjusöngsins. Hvers vegna á al- mennur safnaðarsöngur eins erfitt uppdráttar og raun ber vitni? Hvert er hlutverk hins launaða kórsöngs í sönglífi safnaðarins? Einnig verður fjallað um hvers konar tónlist sé við hæfi í kirkjulegum athöfnum. Er viðeigandi að flytja hvaða tónlist sem er við kirkjulegar athafnir? Hvaða hlutverki gegnir tónlistin í kristnu helgihaldi? Erindi flytja sér- stakir fagmenn á sínu sviði, Hörður Áskelsson kórstjóri og organisti við Hallgrímskirkju í Reykjavík og sr. Kristján Valur Ingólfsson lektor í litxlrgískum fræðum við guðfræði- deild Háskóla Islands. Að erindunum loknum verða um- ræður þar sem leitast verður við að fá fram sem flest sjónarmið um þetta mikilvæga mál. Málþingið er einkum ætlað organistum, prestum og öðrum í Kjalarnessprófastsdæmi sem koma að tónlistarmálum kirkjunnar, en er öllum opið. Full þörf er á því að þeir sem starfa við tónlistarmál í kirkjunni, prestar, organistar og söngfólk, komi sér saman um ramma sem starfað er innan og að sá rammi sé trúr því fagnaðarerindi sem þjónusta kirkju okkar byggist á. Málþingið er hluti af fræðslustarfi Kjalarnessprófastsdæmis vetimnn 2000-2001 sem ber yfirskriftina Starfsþjálfun og símenntun. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur Kjalarness- prófastsdæmis. Sorgarnámskeið á Akranesi Akraneskirkja heldur námskeið fyrir foreldra sem misst hafa fóstur eða ungbörn, nk. laugardag, 18. nóv. Leiðbeinandi verður sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur. Um er að ræða fjögurra tíma námskeið. Þar gefst foreldrum dýrmætt tæki- færi til þess að fara yfir þá miklu reynslu sem þeir hafa orðið fyrir - í hópi fólks sem hefur reynt svipaða sorg. Hvernig hafa t.d. sorgarsárin gróið? Hvernig hefur gengið að byggja sig upp á nýjan leik? Nánari uppl. og skráning hjá Akranesk- irkju, síma 431-1690. Þátttakenda- fjöldi verður takmarkaður við 6 hjón/pör. Sóknarprestur. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Samverustund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar og sam- ræður. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgri'mskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Fræðsla: Agi, ástrík leiksögn. Hall- veig Finnbogadóttir hjúkrunarfræð- ingur. Biblíulestur kl. 20 í umsjá sr. Sigurðar Pálssonar. Háteigskirkja. Opið hús k. 10-16 í Setrinu, neðri hæð safnaðarheimilis- ins fyrir eldri borgara. Bænastund. Súpa og brauð í hádegi fyrir 200 kr. Upplestur, föndur o.fl. Nánari upp- lýsingar gefur Þordís Ásgeirsdóttir, þjónustufutrúi Háteigssafnaðar í síma 551-2407. Kvöldbænir og fyrir- bænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12-12.30. Orgelleikur og sálmasöngur. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests og djákna. Eftir kyrrðarstundina er létt máltíð í boði í safnaðarheimili kirkjunnar. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 11- 16. Kaffisopi, spjall, heilsupistill, létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Við göngum til bænagjörðar í kirkjunni kl. 12. Að henni lokinni er sameinast yfir kærleiksmáltíð (kr. 500). Síðan er spilað, hlustað á upp- lestur eða málað á dúka og keramik. Eldri borgurum sem komast ekki að öðrum kosti til kirkjunnar er boðið upp á akstur að heiman og heim þeim að kostnaðarlausu. Hafið sam- band við Svölu Sigríði Thomsen djákna í síma 520-1314. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Kirkjuprakkarar (6-9 ára) kl. 14.30. Fermingarfræðslan kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarnes- kirkju, Þróttheima og Blómavals kl. 20. (8. bekkur). Neskirkja. Orgelandtakt kl. 12. Reynir Jónasson organisti spinnur af fingrum fram stef úr sálmum. Ritningarorð og bæn. Starf fyrir 7 ára börn kl. 14-15. Opið hús kl. 16. Kaffiveitingar. Biblíulestur kl. 17 í umsjá sr. Franks M. Halldórssonar. Valdir kaflar úr fyrri Korintubréfi lesnir. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverð- ur á eftir í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára böm kl. 17. Arbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13-16. Hand- mennt, spjall og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðar- sins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu eftir stundina. Kirkju- prakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digraneskirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur hádegis- verður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Opið hús fyrir fullorðna til kl. 15. Bæna- og þakkarefnum má koma til Lilju djákna í síma 557- 3280. Látið einnig vita í sama síma ef óskað er eftir keyrslu til og frá kirkju. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir- bænir. Boðið er upp á léttan hádeg- isverð á vægu verði að lokinni stund- inni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9-12 ára í dag kl. 16.30-17.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 18- 19. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar ki. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Samvera 8-9 ára barna í dag kl. 16.45-17.45 í safnað- arheimilinu Borgum. TTT samvera 10-12 ára barna í dag kl. 17.45-18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12 í safnaðarheimilinu. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr- irbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi kl. 13. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 18. Bænarefnum má koma til sóknarprests, djákna og starfsmanna kirkjunnar í síuma 566- 7113 og 566-8028. Kletturinn, kristið samfélag. Bæn- astund kl. 20. Ailir velkomnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshóp- ar. Umsjón Ásta Sigurðardóttir. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 12-12.20 kyrrðarstund. Bæn og íhugun við orgelspil. Kl. 20 opið hús fyrir unglinga 8., 9. og 10. bekkjar í KFUM&K húsinu við Vestmanna- braut. Spil, spjall eða ballskák. Mjmdbandið rúllar. Ytri-Njarðvíkurkirkja. STN-starf fyrir 6-9 ára í dag kl. 16.30 í umsjá Vilborgar Jónsdóttur. Fíladelfi'a. Súpa og brauð kl. 18. Kennsla kl. 19, krakkaklúbbur, ungl- ingafræðsla, grunnfræðsla, kennsla fyrir enskumælandi og biblíulestur. Állirvelkomnir. Boðunai'kirkjan. I kvöld kl. 20 held- ur áfram námskeið þar sem dr. Steinþór Þórðarson kennir þátttak- endum að merkja Biblíuna en eftir slíkt námskeið verður Bibh'an að- gengilegri og auðveldara að fletta upp í henni. Allir velkomnir og að- gangur kostar ekkert. 1000 eyja sósu vel tekið í Leipzig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.