Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 51 - 1 a i | | i kenna mér að strauja og að meta fisk. Eitthvað sem ég hafði forðast alla tíð og tekist með ágætum meðan ég bjó í foreldrahúsum. Að vísu misfórust eitthvað leiðbeiningarnar þegar kom að bakstri en henni gekk mun betur að kenna Stefáni þá list en mér. Voru herragarðskökurnar hennar frægar í vinahópum krakkanna á Grenimel 11 og oft kom fjarlægt blik í augu vin- anna þegar þeir minntust stundanna við borðstofuborðið þar sem alltaf var nóg til af köku fyrir alla. Hvort sem um heilan hóp af skátum var að ræða eða bara bestu vinimir úr næstu húsum. En frægðarljómi herragarðskökunnar náði langt út fyrir Vesturbæinn þar sem það brást ekki að Stefán Bragi mætti stoltur á hverju ári með allt að 12 herragarð- skökur í kaffi hjá kvennadeild Slysa- vai-nafélagsins. Enda kökurnar með eindæmum góðar og ég sem borða ekki rabbabarasultu hámaði leikandi létt í mig heilu kökunum án þess að blikna. Þegar Davíð Már, sonur okkar Stefáns, fæddist þá var hann ekki hár í loftinu þegar hann tók að príla upp stigann til ömmu og afa enda vissi hann að hann var ávalt velkominn þangað. Hvort heldur það var til þess að fá eitthvað betra í gogginn heldur en hjá mömmu og pabba eða til þess að spila bob, löngu vitleysu eða hvað annað sem honum og ömmu datt í hug til þess að stytta sér stundir. Var Davíð Már ákaflega hændur að ömmu sinni og vissi fátt notalegra en að fá að sitja uppi í eldhúsglugga hjá henni með rúsínur í skál á meðan hún sýslaði í eldhúsinu. Samband systkina er mjög mis- jafnt en ég held að samband Stefaníu og systra sé einstakt. Þær Jonna og Aslaug bjuggu í Vesturbænum líkt og Stefanía og það leið nánast ekki sá dagur sem þær hittust ekki. Auk þess sem Valla kom mjög oft ofan úr Breiðholti að hitta þær stöllur. Urðu þar jafnan fagnaðarfundir ekki síst þegar Ragnheiður kom að norðan til þess að hitta systur sínar. Hef ég allt- af dáðst að þessu enda eitt það mikil- vægasta í lífi hvers manns að eiga góða að. Á háskólaárunum fékk ég mér oft kaffi með þeim og skemmti mér konunglega yfir sögum sem þær sögðu mér frá Hjalteyri við Eyjafjörð þar sem þær ólust upp. Þegar ég heimsótti Hjalteyri í fyrsta skipti bjó ég svo vel að eiga í huganum margar æskuminningar Stefaníu þaðan og hefur það eflaust átt sinn þátt í því að mér finnst Hjalteyri einn dásamleg- asti staður sem ég hef augum litið. Stefanía og Bjarni voru ákaflega samhent hjón þrátt fyrir að vera ólík. Bjarni fór meira en Stefanía þannig að það hefði mátt skilja að flestar ákvarðanir væru hans. En við sem gamlar sögur úr huga hennar því mér fannst þær allar svo drama- tískar og fólkið svo miklar hetjur. En mest um vert þótti mér að hún naut þess að láta hugann reika aft- ur í tíð. Þá færðist bros yfir andlit hennar og augun urðu svo falleg og pírð að varla sáust augastein- arnir, broshrukkurnar fengu sína dýpt og hún hló með öllu sínu hjarta svo líkaminn hnykkti við, á þeim stundum fannst mér amma mín fallegasta bóndakona í heimi. Amma var hetja, hennar líf var svo sannarlega dramatískt, hún fæddi ellefu börn og kom þeim upp með sóma, það var hið mikla ríki- dæmi þeirra hjóna. Hún mjólkaði fyrir íslenska þjóð langt fram á áttræðisaldur og hefði gert lengur ef hún hefði haft heilsu til. Þau ár sem hún var á Hrafnistu var hún alltaf með hugann fyrir austan. Henni fannst ómögulegt að vera ekki að gera neitt og vildi helst komast heim. En nú er hún laus úr viðjum sjúkdóms síns og orðin frjáls ferða sinna. Hún heyr- ir örugglega niðinn frá Krossfoss- inum og heimilislegt kvabbið í fýlnum í klettunum, hún sér hill- ingarnar í Papey, Búlandstindinn við Leitishvarfið og austfjarðaþok- una læðast inn. Nú getur hún hlustað á þögnina á meðan hún rakar dreifar, labbað niður að sjó eða stoppað í sokka, hún er komin heim í Krossgerði. Fanney Einarsdóttir. MINNINGAR þekktum þau hjón vel vissum ósköp vel að Stefanína var oft við stjómvöl- inn þegar kom að mikilvægum ákvörðunum í þeirra lífi þó svo að ekki hafi það farið hátt frekar en margtannað sem hún gerði. Bjami og Stefanía áttu mörg sam- eiginleg áhugamál. Hin síðari ár átti jörðin England í Lundareykjadal hug þeirra allan og dvöldu þau lang- dvölum þar. Eins þótti þeim gott að hvfla sig í sumarbústaðnum á Þing- völlum þar sem Bjami gleymdi vinn- unni um stund og nutu þau þess að veiða í vatninu og dytta að bústaðn- um þar og landareigninni. Það nístir hjartað að sá tími sem þau áttu saman eftir að hægja tók á vinnu Bjarna var allt of stuttur. Árin sem þau hefðu getað átt saman við að gera það sem þau hafði alltaf dreymt um að gera saman þegar efni og að- stæður leyfðu. En veikindin gera ekki boð á undan sér og dáðist ég oft að því í laumi hve natinn Bjami var við Stefaníu eftir að veikindi hennar komu upp. Sýndi hann á sér hlið sem ég hafði ekki kynnst áður hjá honum. Hvort heldur sem það var bakstur fyrir jólin eða önnur atriði sem ávalt höfðu verið í höndum Stefaníu. Kæra fjölskylda missir ykkar er mikill og ég samhryggist ykkur á þessari stundu en við skulum ekki gleyma þeim yndislegu stundum sem við áttum öll með Stefaníu í gegnum árin. Blessuð sé minning hennar Guðrún Hálfdánardóttir. Við fráfall góðrar vinkonu leita á hugann liðnir atburðir. Við Stefanía bundumst vináttuböndum ungar að ámm og áttum samfylgd upp frá því. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Menntaskólanum á Akureyri en nán- ari kynni tókust með okkur haustið 1946 er við hófum nám í Húsmæðra- kennaraskóla Islands. Þeirri menntastofnun komu framsæknar konur á fót af dugnaði og þrautseigju meðan heimsstyrjöldin hefti för til þeirra landa sem íslenskir hús- mæðrakennarar höfðu áður sótt menntun sína til. Við vorum 14 skólasysturnar, á ólíkum aldri, með misjafnan undir- búning og af ýmsum landshomum. En undir handleiðslu fröken Helgu Sigurðardóttur og hennar ágætu samkennara urðum við þegar á leið afar samstilltur hópur. Á skólatíman- um, sem þá var þrjú misseri sam- fleytt, nutum við ánægjulegrar og innihaldsríkrar uppfræðslu sem reyndist haldgott veganesti þeim sem gerðu kennslu heimilisfræða að ævistarfi og einnig hinum sem örlög- in ætluðu annað hlutskipti. Það fannst á að fröken Helgu þótti mikið til þess koma hvað Stefanía var vel ættuð. Hún var systurdóttir þjóð- skáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og bróðurdóttir Kristín- ar Jónsdóttur málara frá Amarnesi. Engum var þó fjær skapi en Stefaníu að stæra sig af ættgöfgi enda þurfti hún þess ekki með til að verða hvers manns hugljúfí. Hún var glaðlynd að eðlisfari og góður félagi, æðrulaus svo af bar og gekk til allra verka af eindæma atorku og dugnaði. Kom það sér oft vel, ekki síst þegar skólinn starfaði um sumarið á Laugarvatni og mikið gekk á hjá fröken Helgu. Fyrirmælin áttu þá stundum til að verða í hvatvísara lagi og man ég enn hvers virði það var fyrir fremur hug- deiga manneskju eins og mig að eiga Stefaníu að bakhjarli en við unnum saman í númeri eins og þá var kallað en mundi nú vera nefnt teymi. Að loknu námi kenndi Stefanía um tíma á ísafirði. En þegar kennara vantaði að Húsmæðrakennaraskól- anum var falast eftir henni til að gegna því starfi. Sýnir það glöggt hvflíkt traust hún hafði áunnið sér. Kenndi hún við skólann um fimm ára skeið þar til hún giftist lífsförunaut sínum Bjarna V. Magnússyni. Við Stefanía vorum nágrannar í Laugarneshverfinu fyrstu búskapar- ár okkar beggja, önnum kafnar ung- ar barnakonur sem báru saman bæk- ur sínar eftir þörfum. Síðar varð vík milli vina er þau Bjarni fluttu til út- landa og bjuggu þar æðilengi. En alltaf gengu bréf og jólakort á milli með helstu fréttum af fjölskyldunum sem fóru ört stækkandi, fimm urðu börnin hjá annarri en sex hjá hinni. Þegar Stefanía kom heim til íslands aftur var þráðurinn tekinn upp á ný, skólasysturnar hittust glaðar og reif- ar og við vinkonumai- heimsóttum hvor aðra eins og í gamla daga. Og ferðunum fjölgaði eftir að ég flutti í vesturbæinn þar sem þau Bjarni vorufyrir. Dugnaður og myndarskapur ein- kenndi alla tíð atferli þeirra hjóna, hvort sem var á heimilinu, í fyrirtæki fjölskyldunnar eða í sveitinni þar sem þau undu sér einkar vel við gróður- setningu og önnur störf. Og þangað leituðu þau enn eftir að sjúkdómar tóku að herja á þau, hana fyrst með hryggilegum hætti og síðan hann. En nú eru bæði til moldar hnigin með stuttu millibili. í nafni okkar gömlu skólasystr- anna kveð ég mína kæru vinkonu að leiðarlokum með þakklæti fyrir ynd- islegar samverustundir, fyrir söng- inn og hljóðfæraleikinn, glettnislegu tilsvörin, góðvildina og tryggðina sem aldrei brást. Börnum hennar og öðrum ástvinum sendi ég samúðar- kveðjur. Sigrún Ámadóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS VALDÓRSSONAR frá Þrándarstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilsugæslu- stöðvar og sjúkradeildar á Egilsstöðum fyrir alúð og umhyggju. Eðvald Jóhannsson, Ólafía Herborg Jóhannsdóttir, Stefán Hlíðar Jóhannsson, Ásdís Jóhannsdóttir, Valdór Jóhannsson, Jóhann Viðar Jóhannsson, Vilhjálmur Karl Jóhannsson, Kári Rúnar Jóhannsson, Vilborg Vilhjálmsdóttir, Jón Þórarinsson, Guðrún Benediktsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Ósk Traustadóttir, Svanfríður Drífa Óladóttir, Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, KRISTMUNDAR STEFÁNSSONAR, Garðabyggð 16, Blönduósi. Sérstakar þakkir til fjölskyldna okkar og sam- starfsfólks til lands og sjávar. Einnig þökkum við söngfólki, stjórnanda og starfsfólki Blönduósskirkju. Guð blessi ykkur öll. Árnína Guðrún Fossdal, Guðbjörg Kristmundsdóttir, Vignir Arason, Birkir Kristmundsson, Elísabet Kristmundsdóttir, Elfar Árni Rúnarsson, Viktor Hrafn Vignisson. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ást- kæru móður, tengdamóður og ömmu, PÁLÍNAR S. MAGNÚSDÓTTUR, Vallarbraut 1, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Land- spítalans Vífilsstöðum og deildar 13G á Land- spítalanum. Guðmundur S. Halldórsson, Brynhildur R. Jónsdóttir, Magnús Halldórsson, Erlendur Þ. Halldórsson, Gunnsteinn Halldórsson, Sólveig A. Halldórsdóttir, Halldór Halldórsson, Hildur Árnadóttir, Sesselja M. Blomsterberg, Magnús H. Magnússon, Sigríður Níni Hjaltested og barnabörn. t Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HRANNAR AÐALSTEINSDÓTTUR, Huldubraut 9, Kópavogi. Sérstakar þakkir til heimahlynningar Krabba- meinsfélagsins og til starfsfólks deildar 11 E á Landspítala Hringbraut. Gunnar Rósinkrans Bjarnason, Sigurjón Páll Högnason, Halla Sólveig Halldórsdóttir, Jórunn Gunnarsdóttir, Skapti Valsson, Gunnar Snorri Gunnarsson, Nanna Herdís Eiríksdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar dóttur okkar, eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, HJÖRDÍSAR AÐALSTEINSDÓTTUR, Norðurgötu 11, Siglufirði. Hans Þorvaldsson, Aðalsteinn Kr. Sveinbjörnsson, Þóra Jónsdóttir, Bergþóra Arnarsdóttir, Aðalsteinn Þór Arnarsson, Arna Arnarsdóttir, Bjarni Bjarkan Haraldsson, Heimir Gunnar Hansson, Valur Freyr Hansson, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, SESSELJU DAVÍÐSDÓTTUR, Álfalandi 5. m Inga Karlsdóttir, Gunnar Jónasson, Jónas Þór Gunnarsson, Sesselja Dagbjört Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.