Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 30
' 30 "‘MIÐVTKtrDAGUR 15! NÓVEMBUR' 2000 ! 'MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Blásarakvintett Reykjavíkur er á leið til Björgvinjar. Blásarakvintett Reykja- víkur á hátíðar- tónleikum í Björgvin BLÁSARAKVINTETT Reykja- víkur keniur fram á hátíðartón- leikum í Björgvin í kvöld. Tón- leikarnir eru liður í samstarfi menningarborganna Reykjavík- ur og Björgvinjar. „I haust kom hingað tríó frá Björgvin og flutti meðal annars verk eftir Áskel Másson. Nú för- um við út í staðinn. Þetta er mjög skemmtilegt framtak hjá menningarborgunum tveimur og mikið tilhlökkunarefni,“ seg- ir Einar Jóhannesson klarín- ettuleikari en kvintettinn hefur ekki í annan tíma leikið í Björgvin. Fæstir félaga raunar komið þangað áður. Það er Tónlistarfélag Björgv- injar sem gengst fyrir tónleik- unum sem norska útvarpið mun hljóðrita. „Raunar var ég að heyra að þetta væru EBU- tónleikar, sem þýðir að þeim verður útvarpað um alla Evrópu síðar,“ segir Einar. Tvö íslensk verk verða á efn- isskrá fimmmenninganna ytra. „Við verðum með Þrjár íslensk- ar myndir eftir Tryggva M. Baldvinsson sem við frumflutt- um í Ymi í september og Is- lenskt rapp eftir Atla Heimi Sveinsson. Kannski ætti ég frek- ar að segja Færeyskt rapp því við frumfluttum verkið í Fær- eyjum. Það hefur aldrei verið leikið hér heima. Þetta verk gerði feiknalukku í Færeyjum, þannig að gaman verður að sjá hvernig Norðmenn taka því.“ Ennfremur eru á efnisskrá gömul klassísk verk og Tíu lög eftir György Ligeti, mikið upp- áhaldsverk kvintettsins, að sögn Einars. „Algjört virtúósa- stykki." Blásarakvintett Reykjavíkur skipa, auk Einars, Jósef Ognib- ene hornleikari, Bernharður Wilkinson flautuleikari, Daði Kolbeinsson óbóleikari og Haf- steinn Guðmundsson fagottleik- ari. Félagarnir gera stutt stopp í Björgvin. Sjálfur kemur Einar heim á morgun enda skammt stórra högga á milli, hann kem- ur fram á klarínettutónleikum Tónskáldafélags Islands í Saln- um næstkomandi mánudag. Með honum leika Richard Talkowsky á selló og Örn Magnússon á píanó en á efnisskrá eru verk eftir John Speight, Gunnar Reyni Sveinsson, Karólínu Eir- íksdóttur, Leif Þórarinsson, Áskel Másson og Atla Heimi Sveinsson. Hólmfríður Sigurðardóttir á píanótónleikum í Salnum Nú eða aldrei Morgunblaðið/Sverrir Hólmfríður við slaghörpuna í Salnum. „ÞAÐ er langt síðan ég hélt síðast einleikstón- leika - lengra en mig langar að muna,“ segir Hólmfríður Sigurðar- dóttir píanóleikari hlæj- andi en hún kemur fram á píanótónleikum í Saln- um í kvöld kl. 20. „Ég hélt raunar tón- leika með sömu efnis- skrá á ísafírði fyrr á þessu ári en annars hef ég um langt árabil ein- beitt mér að því að leika með söngvurum. Það er allt annar handleggur.“ Hólmfríður hefúr eigi að síður haldið sig við efnið, æft eins og tími og orka hafa leyft. „Vetur- inn 1996-97 sótti ég tíma í Munchen hjá píanóleik- aranum Ludwig Hoff- mann og á liðnu sumri fór ég á námskeið í tengslum við alþjóðlega tónlistarhátíð í Portúgal hjá rússneska píanóleik- aranum Vladimir Viardo, prófessor við Tónlistarháskólann í Moskvu. Það er eigi að síður töluvert mál að brjóta ísinn en ég fann að það var nú eða aldrei." Á efnisskrá kvöldsins eru verk eft- ir J.S. Bach, W.A. Mozart, Franz Liszt, Edvard Grieg, Sergeij Rakhmanínoff og Dmitrij Kab- alevskij. „Þetta spannar allt frá barokki fram á miðja tuttugustu öld. Mér þykir þægilegast að spila tónlist frá síðrómantík að nútímatónlist - hún stendur hjarta mínu næst. Ég spila alla jafna ekki mikinn Bach en held þó upp á útsetningar Busonis frá 19. öld - þær freista mín. Mozart er í miklu uppáhaldi hjá mér og hefur alltaf verið. Það leikur ljómi um nafn hans, líf og list. Hann er líka erfiðastur af öllum tónskáld- um - hinn tónlistarlegi grunnur fyrir mig. Ég hef gert töluvert af því að spila sönglög Griegs, þannig hefur hans yndislega tónlist náð til mín. Lögin sem ég leik eftir hann byggja á tón- listararfi sem stendur oklmr íslend- ingum nærri. Franz Liszt er manna frægastur í píanóbókmenntunum. Það skrifar heldur enginn betur fyrir hljóðfærið. Það er virkilega gaman að spila hans verk. Rakhmanínoff er líka þekktur fyr- ir sína píanótónlist. Ég er mjög hrif- in af rússneskri tónlist. I henni býr mikill kraftur, miklar tilfinningar. Kabalevskíj skrifar líka vel fyrir píanóið. Hann hóf sinn tónsmíðaferil með því að skrifa kennsluefni og þróaði stílinn svo áfram.“ En hvað með framhaldið? Er von á fleiri tónleikum fyrst Hólmfríður er komin í einleikshaminn? „Það vona ég svo sannarlega. Mig langar að gera meira af þessu. Hef aldrei verið fyllilega sátt við að láta svona langan tíma líða milli tónleika; Vonandi hef ég orku til að halda þessu áfram.“ HIN UTPÆLDA TÓNLIST TOJVLIST S a I u r i n n KAMMERTÓNLEIKAR Cappelli: Blu oltremare. Þuríður Jónsdóttir: Incerti frammenti. Jón Nordal: Næturljóð fyrir hörpu. Atli Ingólfsson: The Elve’s Accent. Atli Heimir Sveinsson: Kliður. Licata: L’essenza e il soffio. Romitelli: La sabbia del tempo. MusicAttualz (Stefano Malferrari, píanó/ hljómborð; Nunzio Dicorato, slag- verk; Þuríður Jónsdóttir, flauta/ bassaflauta; Federico Paci, klarín- ett/bassaklar.; Antonella Guasti, fíðla; Valentino Corvino, víóla; Nicola Baroni, selló; Cristiana Passerini, harpa. Stjórnandi: Francesco La Licata. Sunnudaginn 12. nóvember kl. 20. TÓNLIST á döfinni nefndist út- lagt hljómlistarhópurinn „Mus- icActuale" sem hingað kom í þurrka- ldan norðangarrann sunnan úr hausthitum Bolognuborgar og lék nýleg ítölsk og íslenzk verk í Salnum s.l. sunnudag. Hópurinn starfar á vegum tónlistarfélags er helgar sig flutningi og kynningu á nýrri tónlist, og gegnir sem slíkur svipuðu hlut- verki og Caput-hópurinn hérlendi, sem í staðinn mun leika þar syðra í næstu viku. Hvorir tveggja tónleikar munu þættir í samstarfi nýtónlistar- hópa sem skipulagt var í tilefni af ár- inu 2000. Bologna hefur löngum verið meðal arinstæða tónvísinda. Þangað barst nýjasta ensk-franska raddfærslulist- in þegar á 14. öld. Þar lærði og Mozart ungur kontrapunkt hjá Padre Martini, og þó að sá góði tón- klerkur hefði eílaust átt sitthvað að athuga við tónlist landa sinna tíu kynslóðum síðar, hefði hann getað verið viðstaddur umrætt sunnudags- kvöld, þá áttu nýju ítölsku verkin það alltjent sammerkt við sumt úr tónvís- indum fyni tíma að virðast verulega undiroi’pin hugtakinu musica specu- lativa, „útpældri tónlist", sem allt frá 13. öld hefur haft sig mismikið í frammi í akademískum gróðrarstium álfunnar. Loftugar kenningar og „konsept“-hyggja eru nefnilega síður en svo einskorðaðar við módemisma 20. aldar, þótt ráði eflaust meiru þar en áður hefur þekkzt í evrópskri tón- sköpun. Þetta kom upp í hugann við hlust- un á ítölsku verkum kvöldsins og lestur athugasemda sumra höfunda í tónleikaskrá. A.m.k. var ákveðin huggun harmi gegn á vorum markað- shyggjutímum, að í Evrópusamband- inu skuli enn rúm fyrir tónlist þar sem venjulegir ósérhæfðir áheyrend- ur mæta algerum afgangi við tilurð nýrra tónverka. Maður hefur svosem heyrt marga tónhöfunda, einnig ís- lenzka, fullyrða að hlustendur skipti sig engu á sjálfu sköpunaraugnablik- inu, en hér fékkst þó heyranleg stað- festing, því Blu oltremare („Handan við dimmblátt haf‘?) eftir Gilberto Cappelli í minningu nýlátins málara kom manni óneitanlega fyrir sjónir sem tónlist af óhlustvænustu sort, þar sem sorg höfundar í formi langd- reginna kvalaópa höfuðskepna, und- irstrikuð með óreglulegum þylmings- höggum í slagverki, virtist eina réttlætingin fyrir að segja á þrettán mínútum það sem segja mátti á þremur. Incerti frammenti („Óviss brot“) eftir eina Islendinginn í hópnum, Þuríði Jónsdóttur flautuleikara, myndaði kærkomna andstæðu, því hér kunni höfundur sér þó magamál, og m.a.s. svo, að maður hefði óskað þess að heyra unnið ívið lengur úr ýmsum góðum hugmyndum sem fram voru settar í hinu aðeins 4 mín. langa en alláheyrilega verki - jafnvel þótt hefði þá kannski lent í mótsögn við titil þess og orðið að heilsteyptum samsetningi. Hin litla litastúdía Þur- íðar bar keim af kaleiðuskópísku glitri ískristalla í notalegri klakahöll og hefði t.d. passað glimrandi við kvikmynd af umhverfi Oxarárfoss við sólarupprás á kyrrlátum miðsvetrar- morgni. Næturljóð fyrir hörpu, sem Jón Nordal samdi fyrir Elísabetu Waage 1987, heyrist sjaldan, enda hörpu- tónleikar ekki á hveiju strái. Er það miður, því hið bráðfallega verk Jóns, sem slær á innbyggðu epísku strengi hljóðfærisins af snilld norræns sagnaþular svo Áslaug litla hefði skríkt af ánægju í felum sínum, mætti sannarlega heyrast oftar. Cristiana Passerini lék verkið af miklu músíkölsku næmi, er aðeins truflaðist lítillega af fetilskrölti við tóntegundaskipti. The Elves’ Áccent („Álfahreimur") eftir Atla Ingólfsson, sem kunnugt eiginmaður Þuríðar og bæði búsett í Bolognu, virtist þaulunnið verk, ekki sízt fyrir að vera endursamið frá grunni úr eldra einleiksverki fyrir víólu, er birtist hér sem kvintett fyrir flautu, klarínett, fiðlu, selló og píanó. Að hætti Atla margslungin og þétt- skrifuð smíð, byggð á sameinandi hrynstrúktúr, en þó nógu andstæðu- rík til að halda þokkalegri athygli, án þess um leið að glutra niður sam- hengi. Athygliverðastur fannst manni þó niðurlagskaflinn, sem sló ævintýralegum ljóma á verkið með skáldlegri beitingu á flaututónum í strengjum ogslaghörpu. Atli Heimir Sveinsson kom í þess- ari framúrstefnuvist á óvart með Kliður fyrir flautu, klarínett, píanó, hörpu, fiðlu og víólff; bráðskemmti- legri tónsmíð frá 1996 sem sömuleiðis var endursamin úr eldra en óupp- gefnu verki. Að vanda er erfitt að gera sér í hugarlund hvemig afströkt nútímatónlist verkar á aðra, en jafn- vel þeir sem lausir eru við bagga hins sögulega sjónarhoms (sem stundum kann að sliga undirritaðan) ættu að hafa fundið margt höfða til sín í þessu sérlega fágaða verki, er náði fisléttu svifi kóngulóamets með ballett- kenndum 6/8 draugadansi, sem í bak- spegli tónsögunnar gat kallað fram enduróm af hofferðugum Ars Nova rondeau meistara Machauts, lipur- lega útfærðum af þeim fimmmenn- ingum úr MusicaAttuale. I samanburði við þessa perlu hlutu síðustu tvö verkin, L’Essenza e il soffio („Inntak andardráttar“(?)) eft- ir stjómandann Francesco La Licata og La sabbia del tempo („Sandur tím- ans“) óhjákvæmilega að mynda and- hápunkt. Septett Licata fyrir bassaf- lautu, bassaklarínett, víbrafón, píanó og strengjatríó stóð blessunarlega stutt, en náði engu að síður - á aðeins sex mínútum - að koma tímanum til að standa í stað i neikvæðum skiln- ingi með gegnfærðu tilbreytingar- leysi. Til að ná sama árangri þurfti sextett Romitellis fyrir flautu, bassa- klarínett, strengjatríó og hljóðgervil jafnvel enn styttri tíma, en teygði sig engu að síður yfir heilar fjórtán mín- útur, sem virtust aldrei ætla að líða. Trúlega gerðu háfleygar athuga- semdir höfundanna um verkin í tón- leikaskrá illt verra með „spekúlatíf- um“ vangaveltum sínum, er vöktu ósjálfrátt þann gran hlustenda sem tónlistin óðara staðfesti, að þeim væri í raun ofaukið - þrátt fyrir vandað framlag flytjenda og stjórnanda, sem náðu góðu flugi í beztu verkum kvöldsins. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.