Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jslensld fáninn í sal Alþingis? Guömundur Ilall- varðssou leggur til aó ísleuski fáninn verði settur upp til lilióar við stól forseta Eigum við ekki líka að fá blöðrur og sleikjó? Hæstiréttur staðfestir lokað þinghald í Keflavík HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þann úrskurð Héraðsdóms Reykja- ness að réttað skuli fyrir luktum dyr- um í máli ákæruvaldsins gegn Rún- ari Bjarka Ríkharðssyni sem ákærður hefur verið fyrir að ráðast inn á heimili Áslaugar Óladóttur í Keflavík 15. apríl sl. og ráða henni þar bana. Auk þess sem hann er ákærður fyrir að veita sambýlis- manni hennar áverka með hnífi og fyrir tvö kynferðisafbrot. Úrskurður héraðsdóms var kveð- inn upp að kröfu Þórs Jónssonar, fréttamanns á Stöð 2, sem var vísað á dyr í dóminum og hann kærði niður- stöðu héraðsdómara til Hæstaréttar. I niðurstöðum Hæstaréttar er rakið að ákveðið hafi verið að reka í einu lagi mál á hendur Rúnari Bjarka vegna þeirra brota sem hon- um er gefið að sök að hafa framið. „Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði eru í ýmsum atriðum slík tengsl milli sakarefna samkvæmt ákærunum að örðugleikum væri háð að greina að meðferð þeirra fyrir dómi. Þegar af þeirri ástæðu verður ekki komist hjá því að ákvörðun um að dómþing verði háð fyrir luktum dyrum taki til málsins í heild. Verður hinn kærði úrskurður því staðfest- ur,“ segir í niðurstöðum hæstarétt- ardómaranna _ Markúsar Sigur- bjömssonar, Árna Kolbeinssonar og Gunnlaugs Claessen. Ráðstefna um skimun í ungum börnum Málþroski barna sérstaklega ræddur Geir Gunnlaugsson Haustráðstefna Mið- stöðvar heilsu- vemdar barna verður haldin á föstudag á Grand Hóteli í Reykjavík og hefst klukkan 9. „í þetta sinn ætlum við að fjalla um skimun í ung- og smá- barnavernd,“ sagði Geir Gunnlaugsson yfirlæknir. „Við ætlum að skoða sér- staklega EFI-málþroska- skimun ogreynslu af henni í ung- og smábamavernd? -HvaðerEFI? „Nafnið er skammstöf- un dregin af nafni þeirra þriggja einstaklinga sem hönnuðu og stöðluðu próf- ið, Elmari Þórðarsyni, Friðriki Rúnari Guð- mundssyni og Ingibjörgu Símonardóttur. Þessu prófi er ætlað að meta málþroska þriggja og hálfs árs gamalla barna og ef granur vaknar um frávik að leita lausnar á þeim. Samkvæmt tilmælum landlæknis hefur þetta próf frá sL áramótum verið lagt fyrir böm þriggja og hálfs árs gömul með sex vikna fráviki fyrir eða eftir þann tíma. Við ætlum að ræða framkvæmd prófsins og reynsluna af því. Munum við kynna niðurstöður á athugun sem farið hefur fram á nokkram heilsugæslustöðvum í Reykjavík og nágrenni." - Hvaða fleiri skimunartæki en EFI eru notuð í þessum aldurs- hópi? „Auk málþroskaskimunar eru framkvæmd sjónpróf, þrýstimæl- ing á eyrum er gerð, við athugum einnig hreyfiþroska barna og al- mennan þroska þeirra að öðra leyti. Á ráðstefnunni ætlum við að ræða um nýtt mælitæki sem er notað í vaxandi mæii á Norður- löndum, sem skimar fyrir heyrn nýfæddra barna. Þetta tæki er ekki í almennri notkun hér á landi og fjallað verður um hvort ástæða sé til að taka upp slíka skimun á heyrn hjá öllum nýfæddum börn- um á landinu. Öll skimun sem fer fram hefur jákvæðar og neikvæð- ar hliðar, sem vekur upp siðfræði- legar spumingar um forsendur og framkvæmd skimunar. Við höfum fengið heimspekinginn Sigurð Kristinsson frá Háskólanum á Ak- ureyri til að ræða þetta efni við okkur á ráðstefnunni. Að auki munum ræða um vaxtarlínurit sem hafa verið unnin á grandvelli mælinga á íslenskum börnum og notkun slíkra línurita á fyrirbur- um. Loks rekjum við reynslusög- ur úr hinu daglega starfi." - Eru önnur skimunarpróf not- uð fyrir unglinga en fullorðið fólk? „Ég þekki ekki neitt sérstakt próf sem notað er skipulega fyrir unglinga en hjá full- orðnum era margar slíkar, t.d. krabba- meinsleit hjá konum og körlum. Einnig er um að ræða handahófs- kenndari skimun, t.d. blóðþrýstingsmælingar eða skimun á þéttni beina, sem er nýlega farið að bjóða upp á. Það er markmið skimunar í ung- og smá- bömum að hún nái til allra barna sem fæðast í landinu, það er grandvallaratriði og eins það að gæði hennar séu alls staðar þau sömu. Þess má geta að í gangi er vinna hópa innan heilsugæslunnar að þróa skimunartæki fyrir fæð- ingarþunglyndi sem sem sumar konur þjást af, eða um 10% kvenna." -Hvenær tók Miðstöð heilsu- verndar barna til starfa? „Miðstöð heilsuverndar barna var áður barnadeild Heilsuvernd- ► Geir Gunnlaugsson fæddist 24. maí 1951 í Gautaborg í Svíþjóð. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1971 og læknapróf frá Háskóla íslands 1978. Hann stundaði framhaldsnám og störf í barna- lækningum í St Jöran Karolinska barnsjukhuset í Stokkhólmi á ár- unum 1985 til 1993. Hann hefur starfað við sérgrein sína síðan 1990. Á árabilunum 1982 til 1985 og einnig árin 1993 og 1998 starfaði hann við læknisstörf í Gíneu-Bissá. Nú er hann yfir- lækni Miðstöðvar heilsuverndar bama. Geir er kvæntur Jónínu Einarsdóttur mannfræðingi og eiga þau þrjá stráka. arstöðvar Reykjavíkur sem hefur verið til húsa í Heilsuverndarstöð- inni frá 1953.1 samræmi við þróun heilsugæslunnar var á síðustu haustráðstefnu gefin út yfirlýsing af hálfu heilbrigðisráðuneytisins um að barnadeiidin fengi það hlut- verk að vera Miðstöð heilsuvernd- ar barna á landinu. Sem slík á hún að vera bakhjarl heilsugæslunnar varðandi framkvæmd ung- og smábamavemdar í landinu og ráðgefandi fyrir landlæknisemb- ættið og stjórnvöld um málefni tengd henni.“ - Er ung- og smábamavernd á íslandi í eins góðu formi og best gerist erlendis? „Það er óhætt að fullyrða að svo sé. Hún hefur verið rekin af mikl- um krafti um áratugi og haldið vel í við þróunina ef sagan er skoðuð. Sem dæmi getum við nefnt bólu- setningar þar sem þátttaka hefur alla tíð verið mjög almenn og með því besta sem þekkist í heimin- um.“ - Stendur til að bólusetja börn fyrir heilahimnubólgu almennt? „Frá sl. áramótum störfum við samkvæmt nýrri bólusetningar- áætlun og stöðugar umræður eru um notk- un nýrra bóluefna við t.d. heilahimnabólgu.“ -Hvað hefur komið út úr þessum skimun- um sem þið fram- kvæmið á þriggja og hálfs árs börnum? „Ég hef ekki nákvæmar tölur en um 10 til 15% bama er vísað til sérfræðinga vegna sjóngalla, við sjáum að af þeim börnum sem hafa farið í EFI-próf eru um 12% sem fara í frekari athugun. “ - Hver er ykkar tilfínning fyrír umönnun ungra barna hér á landi? „Ég tel að almenn umönnun barna sem koma í ung- og smá- barnavernd sé góð. Enginn vafi er á að börnum hér er vel sinnt og fiest þeirra ef ekki öll virðast vel- komin í heiminn. Markmið skimunar er að ná til allra bama hvar sem er á landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.