Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 47 Matur og matgerð Lifur er herramannsmatur segir Kristín Gestsdóttir, ef hún er rétt matreidd, en þar vill stundum verða misbrestur á. LIFUR á alltaf að matreiða ófrosna og eru kaupmenn yfirleitt búnir að þíða hana þegar við kaupum hana. Að sjálfsögðu er lifrin ófrosin í sláturtíðinni.Himnu af lambalifur er óþarft að taka af, lifrina á að sneiða örþunnt á ská og sneiða fram hjá taugum og æðum og síðast en ekki síst á aðeins að steikja hana í 2-3 mínútur á hvorri hlið og borða strax. Lifur á helst ekki að hita upp, þá geta myndast óholl efni í henni. Lifur er hollur og næringarríkur matur með miklu járni, A- og B-vítamíni og jafnvel er eitthvað af C-vítamíni í henni. Þegar við borðum járnauðugan mat nýtist jámið mun betur ef við borðum eitthvað C-vítamínríkt með. Ég ber alltaf soðið hvítkál með lifur, en blómkál, brokkál, gulrætur og fleiri tegundir henta vel og allskonar ávextir, t.d. epli og appelsínur, er líka gott að borða með að ógleymdu hrásalati með hráu grænmeti og ávöxtum. Hér birtist uppskiift af mínu uppáhalds vetrarsalati, sem lesendur mínir hafa efalaust séð áður í þessum þætti, en það er hvítkálsananassalat. Steikt lifur með lcauk __________1 lifur um 14 kg________ _____________1 tsk. salt__________ ____________Vt tsk pipar__________ '/2 dl hveiti ________1 frekar stór laukur______ _______2x2 msk. mgtarolía_________ 1 súputeningur eða 1 tsk. ____________soðkraftur____________ ____________1 pelivatn____________ __________hveitihristingur________ 1. Skerið lifrina í þunnar sneiðar á ská. Sjá hér að ofan. 2. Setjið hveiti, salt og pipar í plastpoka, setjið síðan lifrina í pokann og hristið hann svo að hveitiblandan þeki sneiðarnar vel 3. Afhýðið og saxið laukinn, setjið 2 msk. af matarolíu á pönnuna og steikið hann í um 5 mínútur. Takið af pönnunni og geymið. 4. Setjið það sem eftir er af olí- unni á pönnuna og steikið lifrarsneiðarnar 1 2-3 mínútur á hvorri hlið. 5. Setjið laukinn saman við lifrina á pönnunni, bætið vatni og soðkrafti út í. Búið til hveiti- hristing og jafnið sósu, látið sjóða í 2 mínútur, alls ekki lengur svo að lifrin skemmist ekki. Meðlæti: Soðnar kartöflur og soðið hvítkál eða annað grænmeti. Lifur með appel- sínu og steinsel ju __________1 lifur, um I/2 kg_____ _____________1 isk. salt_________ ___________Vt tsk. pipgr_________ ____________V2 dl hveiii_________ ________2-3 msk, matarolía_______ rifinn börkuraf Vi appelsínu kjöt úr einni appelsínu fersk steinselja 1. Skerið lifrina í þunnar sneiðar á ská, sjá hér að framan. Setjið salt, pipar og hveiti í plastpoka, sjá hér að framan. 2. Rífið appelsínubörkinn, setjið hann ásamt olíunni á pönnuna, hafið meðalsterkan hita og steikið lifrina í þessu í 2-3 mínútur á hvorri hlið. 3. Afhýðið appelsínuna með beittum hnífi þannig að öll hvíta himnan fari af, skerið í þunnar sneiðar, leggið yfir lifrina á pönnunni, setjið lokið á og látið standa í 3-5 mínútur, en berið þá á borð. Klippið steinselju yfir. Meðlæti: Soðnar kartöflur, smjör og hrásalat. Hvítlcáls/- ananassalat ________Smágeiri hvítkál____ 1 lítil dós kurlaður ananas, 227 g 1 dós sýrður rjómi Síið ananasinn og saxið hvítkálið. Setjið hvort tveggja í skál. Setjið sýrðan rjóma saman við og blandið saman með gaffli. Stefán Kristjánsson Islandsmeistari í netskák SKAK 1 c c NETSKÁKMÓT ÍSLANDS 13.11.2000 ÞÁTTTÖKUMETIÐ í íslandsmót- inu í netskák var rækilega slegið í fyrsta sinn sem mótið var haldið á ICC-skákþjóninum sl. sunnudag. Mótið var nú haldið í fimmta skipti og þátttakendur voru 75, en höfðu mest verið 31 áður. Þrátt íyrir þessa óvæntu aukningu fór mótið mjög skipu- lega fram og einung- is varð 10-15 mín- útna töf við að skrá keppendur í upphafí móts. Netskákmót hafa þann kost, að kepp- endur alls staðar að úr heiminum geta tekið þátt í þeim svo framarlega sem þeir eru með tengingu við Netið. Þetta nýttu menn sér óspart og einn kepp- enda var í Mexíkó og tveir í Tyrklandi. Það voru íslensku ólympíufaram- ir Stefán Kristjánsson og Jón Vikt- or Gunnarsson sem voru í Tyrk- landi og fljótlega vii-tist stefna í hálfgert Tyrkjarán, þar sem þeir félagar fóru mjög vel af stað og leiddu mótið. Arnar Þorsteinsson hélt hins vegar uppi vörnum fyrir „heimamenn" og náði þeim að lok- um og þeir enduð allir þrír með 7!/2 vinning. Þeir þurftu því að tefla til úrslita um titilinn íslandsmeistari í netskák 2000. Það var Stefán Kristjánsson sem hreppti titilinn, Arnar Þorsteinsson varð í öðru sæti og Jón Viktor í því þriðja. Páll Sigurðsson varð Islandsmeistari í flokki þeirra sem höfðu færri en 1.800 skákstig og Sigurður A. Jónsson varð íslands- meistari í flokki stigalausra. Það voru Taflfélagið Hellir, Strik.is og ICC sem stóðu í sameiningu fyrir mótinu. Verðlaun voru afar glæsi- leg. Strik.is gaf þrjá fullkomna farsíma, BT-tölvur gáfu tölvuleiki og ICC gaf fría áskrift að ICC. Mótið fór fram með sama hætti og undanfarin ár og keppendur tefldu undir dulnefnum. Það vissi því enginn meðan á mótinu stóð hvort andstæðingurinn var byrjandi eða stórmeistari. Þetta setur skemmtilegan svip á mótið og eftir á er fróðlegt að sjá hverjir það voru sem földu sig á bak við dulnefnin. Oft kemur í ljós, að þeir sem virt- ust auðveldastir viðureignar voru meðal sterkustu þátttakenda og öf- ugt. Röð efstu manna í mótinu varð þessi (dulnefnin eru innan sviga): 1. Stefán Kristjánsson (Champbuster) 7!/2 v. + U/2V. 2. Ai-nar Þorsteinsson (Kine) 7!/2 v. + 1 v. 3. Jón Viktor Gunnarsson (Morfius) 7!/2 + V2 v. 4. Héðinn Steingrímsson (blitz- kriegxxx) 7 v. 5. Sigurbjörn Björns- son (Czentovic) 7 v. 6. Björn Þor- finnsson (Busta) 7 v. 7. Snorri G. Bergsson (menorah) 6!/2 v. 8. Hrannar Baldursson (Sleeper) 6V2 v. 9. Róbert Harðarson (Gryla) 6 v. 10. Björn ívar Karisson (TheGen- ius) 6 v. 11. Davíð Kjartansson (Dopisti) 6 v. 12. Kristján Eðvarðs- son (Compaq) 6 v. 13. Sigurður A. Jónsson (stevenking) 6 v. 14. Sævar Bjamason (Vanhelgi) 5!/2 v. 15. Benedikt Jónasson (Dorrit) 5Vz v. 16. Ingvar Þór Jóhannesson (Shutt- lesworth) 5!/2 v. 17. Gunnar Magn- ússon (Magga) 5!/2 v. 18. Páll Sig- urðsson (Programmer) 5!/2 v. + IV2 v. 19. Leifur Ingi Vilmundarson (Exodus) 51/ v. + ‘/2 v. 20. Sæberg Sigurðsson (Jum) 5Vt v. 21. Gunnar. Gunnarsson (Jonina) 5!/> v. 22. Sig- urður Páll Steindórsson (Svafar) 5 v. 23. Sigurður Ólafsson (Cape- head) 5 v. 24. Gunnar Björnsson (Vandradur) 5 v. 25. Jón Einar Karlsson (Mordur) 5 v. 26. Hjörtur Þór Daðason (Heksen) 5 v. 27. Gunnar Freyr Rúnarsson (MiTy- son) 5 v. 28. Þorlákur Magnússon (VigaGlumur) 5 v. 29. Kristján Halldórsson (qpr) 5 v. 30. Hrannar Björn Arnarsson (Arnarsson) 5 v. 31. Sverrir Unnarsson (Hilly) 5 v. 32. Erlingur Þorsteinsson (Is888) 5 v. 33. Kristján Örn Elíasson (Reykjavik) 4!/2 v. 34. Sólmundur Kristjánsson (solm) 4(4 v. 35. Jón Þór Ölafsson (jodo) 414 v. 36. Ing- ólfur Gíslason (Kreato) 4(4 v. 37. Tómas Marteinsson (Dropi) 4(4 v. 38. Eggert ísólfsson (Olli) 4(4 v. 39. Andrés Kolbeinsson (Gormur) 4(4 o.s.frv. Skákstjóri á vegum ICC var „íslandsvinurinn“ John Fernandez, en mótshaldið var til mikillar fyrir- myndar hjá ICC. Halldór Grétar Einarsson þýddi forritið Blitzin jrfir á íslensku. Bragi Þorfinnsson skákmeistari TR Það fór eins og margir höfðu spáð að Bragi Þorfínnsson sigraði í úrslitakeppninni um titilinn skák- meistari Taflfélags Reykjavíkur 2000. Þeir Bragi, Sigurður Daði Sigfússon og Sævar Bjarnason urðu efstir og jafnir í meistara- flokki Haustmóts TR og tefldu tvö- falda umferð um sigur á mótinu. Lokastaðan varð þessi: 1. Bragi Þorfinnsson 214 v. 2. Sigurður Daði Sigfússon 2 v. 3. Sævar Bjarnason 1(4 v. Heiðrún sigraði í skákklúbbakeppni TR A-sveit Heiðrúnar sigraði af miklu öryggi í skákklúbbakeppni Taflfélags Reykjavíkur sem fór fram 10. nóvember. Heiðrún hlaut 47 vinninga af 56 mögulegum, tefld- ar voru 2x7 umferðir. A-sveit Díónýsosar lenti í öðru sæti með 38(4 vinning og B-sveit Heiðrúnar varð þriðja með 2414 vinning. Sveit Heiðrúnar var þannig skipuð: 1. Arnar E. Gunnarsson 10 v. af 14. 2. Bragi Þorfinnsson 11 v. 3. Sigurður.* Daði Sigfússon 13(4 v. 4. Ingvar Þór Jóhannesson 12(4 v. Skákstjóri var Ríkharður Sveinsson. Andstæðingur Hannesar á heimsmeistaramótinu Hannes Hlífar Stefánsson mætir Viktor Bologan (2.641) frá Moldavíu í fyrstu umferð heimsmeistaramóts- ins sem hefst á Indlandi 27. nóvem- ber. Meðal keppenda eru flestir sterkustu skákmenn heims að Kramnik og Kasparov undanskild- um. í fyrstu umferð mótsins tefla •• 72 skákmenn um 36 sæti í annarri umferð, en auk þeirra komast 28 keppendur beint í aðra umferð. Atskákmót öðlinga hefst í kvöld Atskákmót öðlinga hefst miðviku- daginn 15. nóvember og verður fram haldið 22. og 29. nóvember. Rétt til þátttöku eiga allir sem náð hafa 40 ára aldri. Tefldar verða níu umferðir með 30 mínútna umhugs- unartíma og hefst taflmennskan kl. I 19:30. Umsjón með Atskákmóti öðlinga hefur Ólafur Ásgrímsson og er hægt að tilkynna þátttöku til hans í síma 567 6698. Þátttökugjald er kr. 1.000. Daði Örn Jónsson i MONSOON M A K E U P litir sem Kfga .. < Peysur ÍANfo. llUCMN/l 5t (LL Neðst á Skólavörðustíg MYNDASÖGUBLADIÐ ZETA www.nordiccomic. com Rifjaðu upp Ijúfi minningar' við arineld, góðan mat, góða þjónustu og ljúfa tónlist á HÓTEIy REYKJAVL SIGTÚN Gunnar Páll leikur fimmtud.. föstud. og laugardag frá kl. 19.15 til 23.00. I'yrir hópa aðra daga * Borðapantanir í síma 568 9000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.