Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 4^..
Yerkalýðshreyfingin og*
kjarabarátta kennara
FYRRVERANDI
samstarfsmaður minn
hjá Verkamannafélag-
inu Dagsbrún innti mig
eftir því um daginn
hvernig mér litist á
verklýðshreyfinguna.
Mér varð fremur
svarafátt en leist þó vel
á skipulagsbreyting-
arnar og sameiningu
félaga. Svo er von í að
BSRB renni inn í ASÍ
einn góðan veðurdag
því af samstöðunni
kemur styrkurinn,
nema hvað?
Ari Skúlason, fram-
kvæmdastjóri ASI,
rifjaði upp í Morgunblaðinu 8. nóv.
sl., að í samningunum 1990 báru lág-
launahóparnir einmitt gæfu til að
vinna saman að markvissri launa-
stefnu sem átti að draga úr launa-
mun í samfélaginu.
Arangurinn þá var góður og eins
og menn muna var homsteinn lagð-
ur að þjóðarsáttinni, stöðugleikan-
um og kaupmættinum. En nú eru
blikur á lofti. í grein sinni ásakar
Ari, Eirík Jónsson, formann Kenn-
arasambands íslands, um að ráðast í
blaðagrein (Mbl. 3. nóv.) á stéttar-
félög launafólks með brigslum um að
þau standi sig ekki í kjarasamninga-
gerð. Ari bregst ókvæða við grein
Eríks þar sem Eiríkur heldur því
fram að launastefna sem mörkuð var
við að lágmarkslaun ættu að vera
90.000 kr. á mánuði væri launastefna
sem ætti ekkert skylt við kjarabar-
áttu. Hins vegar fullyrðir Ari rétti-
lega að þorri fólks geri sér grein fyr-
ii’ að til verði að vera innistæða fyrir
þeim launahækkunum sem samið er
um, annars er mikil hætta á verð-
bólgu og óstöðugleika. Það er ekki
ætlun mín að sletta mér fram í deil-
ur Ara og Eiríks um hvemig kaupin
gerist á eyrinni, en á þessu máli eru
hliðar sem ég læt mig varða. I þeim
kjarasamningaviðræðum sem nú
eiga sér stað við kennara hefur
ítrekað komið fram hjá fulltrúum
ríkisins að taka verði mið af þeim
samningum sem gerðir voru á al-
mennum vinnumarkaði fyrr á árinu.
Greinaskrif Ara verða heldur ekki
túlkuð á annan veg en þann að
kjarasamningar á almennum vinnu-
markaði verði í uppnámi semji kenn-
arar betur en gert var í vor. Þetta
þykja mér dapurleg tíðindi, að for-
ystumaður í verkalýðshreyfingunni
skuli með þessum hætti leggjast á
árar gegn kennurum í kjarabaráttu
þeirra. Óðruvísi mér áður brá. Öfl-
(1883) voru sett lög til að sporna
gegn spillingu í embættaveiting-
um. Hayes sneri sér að mannúðar-
málum og lét einkum umbætur í
fangelsismálum og í menntamálum
ungra blökkumanna í suðurríkjun-
um til sín taka.
Samuel Tilden, demókratinn,
sem afsalaði sér forsetaembættinu
til Hayes, var einnig virtur lög-
fræðingur, frá New York. Hann
hafði lítil afskipti af stjórnmálum
eftir þessa rimmu. Hann hafnaði
útnefningu flokks síns til forseta-
framboðs 1880, en margir töldu
hann sigurstranglegan, ekki sízt
fyrir samúð þeirra, sem fannst
hann hafa verið rændur forseta-
embættinu eftir kosningarnar
1876. Enginn frýði Tilden vits, en
hann þótti enginn skörungur, hann
átti yfirhöfuð bágt með að taka
ákvarðanir og var auk þess heilsu-
veill og varkár með afbrigðum.
Hann hafði auðgazt af lögmanns-
störfum sínum. Minning hans lifir
meðal annars fyrir það, að borgar-
bókasafnið í New York var dánar-
gjöf hans til borgarbúa.
ugt menntakerfi hefur
fram til þessa verið eitt
af mikilvægustu bar-
áttumálum verkalýðs-
hreyfingarinnar.
í dag virðist mennta-
kerfi þjóðarinnar á
þröskuldi upplausnar.
Um 30% brottfall nem-
enda á sér stað í fram-
haldsskólum og nýlið-
un réttindakennara er
nánast engin. Færri en
fjörutíu kennarar í
framhaldskólum eru
innan við þrítugt og um
70% kennaranna eru
komnir yfir fertugt.
Enginn kennari stund-
ar nú réttindanám í stærðfræði, lyk-
ilgrein nútímasamfélagsins, svo
dæmi sé tekið. Alvarlegur skortur er
á réttindakennurum í grunnskólum
svo það er víða farið að bitna á böm-
um og mikill skortur er á leikskóla-
kennurum um land allt. Verði kjör
kennara ekki bætt nú má búast við
atgervisflótta úr skólum og glundr-
oða í menntakerfinu. Þá mun leitað
nýrra leiða, m.a. um einkaskóla sem
geta boðið kennurum hærri laun á
grundvelli skólagjalda sem flestum
launþegum verður ofviða að greiða
fyrir börn sín eins og dæmin er um í
útlöndum. Ef einkavæðing í mennta-
og velferðarkerfinu með tilheyrandi
þj ónustugj öldum fær byr undir
vængi er hætt við ójafnræði til
mennta.
Hlutskipti flestra barna launa-
fólksins yrði að búa við lakari
menntunarkost en börn hinna efna-
meiri. Kjarabarátta kennara nú
snýst þannig einnig um gmndvall-
aratriði velferðarkerfisins. Tapist
barátta kennara með afleiðingum
eins og atgemsflótta úr skólakerf-
inu mun sennilega sama þróun verða
í umönnunar- og heilbrigðisgeiran-
um ef verkalýðshreyfingin spyrnir
ekki á móti. Það er þess vegna
BRIDS
IJ m s j 6 n A r n ó r G.
Rágnarsson
11 borð í Gullsmára
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilaði tvímenning á ellefu borðum
mánudaginn 13. nóvember sl. Bezt-
um árangri náðu:
NS
Unnur Jónsd.-Jónas Jónss. 204
Björn Bjarnas. - Valdimar Hjartars. 195
Jón Andréss. og Guðm. Á. Guðmundss. 181
AV
Karl Gunnarss. - Ernst Backman 194
DóraFriðleifsd.-Guðjón Ottóss. 191
Þórdís Sólmundard. - Sigrún Sigurðard. 190
Æfingakvöld Brids-
skólans og BSÍ
Bridsskólinn og Bridssamband ís-
lands bjóða nýliðum upp á létta
spilamennsku fimm mánudagskvöld
fyrir áramót í Bridshöllinni í Þöngla-
bakka 1. Spilaður verður tvímenn-
ingur, 12-16 spil eftir atvikum. Verð
fyrir manninn er 700 kr. íýrir hvert
spilakvöld og er kvöldgjaldið greitt á
staðnum. Ekki er nauðsynlegt að
binda sig öll kvöldin og er nóg að
Kjör
Það er þröngsýni hjá
----------------7-----
forystumanni ASI, segir
Skúli Thoroddsen, að
leggjast á árar gegn
hagsmunum launafólks í
menntamálum.
þröngsýni hjá forystumanni ASÍ að
leggjast á árar gegn hagsmunum
launafólks í menntamálum, þegar til
lengri tíma er litið, í stað þess að
munda stílvopnið þessum hagsmun-
um til varnar.
I upphafi þessarar greinar lýsti ég
jákvæðu viðhorfi til skipulagsbreyt-
inga í verkalýðshreyfingunni. Breyt-
ingamar ættu að vera til þess fallnar
að styrkja hreyfinguna í pólitískri og
ekki síður faglegri afstöðu hennar til
málefna líðandi stundar. Verkalýðs-
hreyfingin verður að sjálfsögðu að
verja kaupmáttinn og tryggja með
gjörðum sínum og samningum stöð-
ugleika svo fremi það sé á hennar
valdi. En nútíma verkalýðshreyfing
verður líka að vera vakandi yfir
þeim möguleikum og sóknarfærum
sem eru til þess fallin að gera
mennta- og velferðarkerfið í víðasta
samhengi hagkvæmara og öflugra
til þess að tryggja til lengri tima
hagsmuni félagsmanna sinna. Það er
hennar ábyrgð. Hreyfingin ætti að
geta bent á nýjar leiðir og lausnir í
þessu sambandi í stað þess að agn-
úast út í kjarabáráttu kennara og
telja hana ógna stöðugleikanum eins
og ég skil orð Ara Skúlasonar sem
ég vona að endurspegli ekki afstöðu
ASÍ.
Höfundur er forstöðumaður Mið-
stöðvar símenntunar á Suðurnesjum.
mæta tímanlega og skrá sig á staðn-
um. Spilamennska hefst kl. 20 og
verður í umsjón Hjálmtýs R. Bald-
urssonar. Ekki er nauðsynlegt að
mæta í pörum og mun hinum „stöku“
vera útvegaðir meðspilarar.
Næstu spilakvöld:
Mánudagur 20. nóvember
Mánudagur 27. nóvember
Mánudagur 4. desember
Mánudagur 11. desember
Bridsfélagið Muninn
í Sandgerði
Miðvikudaginn 8. nóv. var sjöunda
og jafnframt lokakvöldið í haust-
sveitakeppninni hjá okkur. Úrslit
lokakvöldsins urðu sem hér segir:
Jón Erlingsson - Toyota 23-7
Röstin - Guðfinnur 24-6
Þroskahjálp - Hekla 17-13
Nesfiskur sat yfir.
Lokastaðan verður því:
1. sæti Hekla 154
2. sæti Þroskahjálp 129
3. sætiRöstin 112
Næsta kvöld hefst tveggja kvölda
Board-a-Match-sveitakeppni, en
eins og flestir vita er þar reiknað 0,1
eða 2 fyrir hvert spil, svipað og í tví-
menningi.
Gestir og áhorfendur ávallt vel-
komnir, og munið að það er alltaf
heitt á könnunni.
Brúðhjón
Allur boröbiínaöur - Glæsileg gjatavara ■ Biúðhjónalislar
yfRSLUNJN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Skúli
Thoroddsen
S ÞMG*»S*5*ai’
Geðheilbrigðisvika barna 10.-17. nóvember.
Hádegisfyrirlestrar milli 12:00-13:00 í Iðnó - Veitingahúsi 2. hæð.
Miövikudagur 15. nóvember
Útivistarþjálfun. Samskiptaþjálfun í frímínútum og
inní skólum - Einfaldar Lausnir.
Ragna Freyja Karlsdóttir, sérkennari.
Súpa dagsins kr. 450-,
fiskitvenna með mildri gráðostasósu kr. 1.100-
Saman kr. 1.200-.
Unnið í samvinnu við Foreldrpfélag geðsjúkra barna og unglinga,
Barnaheill, BUGL, Stórstúku Islands, Samfok, Umboðsmann barna
og Barnaverndarstofu.
Höfundur er prófessor.
sr