Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 1 3 FRÉTTIR Bill Jordan, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands fijálsra verkalýðsfélaga, ávarpaði þing ASÍ BILL Jordan, framkvæmdastjóri Al- þjóðasambands frjálsra verkalýðsfé- laga (ICFTU), segir mikilvægt að hugað verði að neikvæðum hliðum al- þjóðavæðingarinnar. Það verði að tryggja öllu launafólki lágmarksrétt- indi og öryggisnet. Hann sagði í ræðu á þingi ASI að það skorti pólitískan viija að uppræta fátækt úr heiminum. Til að sjá þróunarlöndunum í eitt ár fyrir grunnheilsugæslu, menntun, vatni, hreinlætásaðstöðu og næringu þyrfti minna fé en þær 50 milljónir dollara, sem á hverju ári væri varið í sígarettur í Evrópu einni. ICFTU eru 50 ára gömul samtök sem ná til verkalýðsfélaga í 145 lönd- um. Innan þess eru um 123 mUljónir félaga, þar af um 43 mUljónir kvenna. Sambandið hefur náin tengsl við Evrópusamband verkalýðsfélaga og Alþjóða vinnumálastofnunina. Erum ekki á móti alþjóðavæðingu ,Aiþjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga er ekki andvígt alþjóða- væðingu,“ sagði Jordan í samtaU við Morgunblaðið. „Við teljum að í al- þjóðavæðingunni feUst miklir mögu- leikar fyrir allan heiminn. En við vör- um eindregið við neikvæðum hliðum alþjóðavæðingarinnar. Við höfum hvatt þjóðarleiðtoga til að taka með í reikningin þá sem ekki hagnast af al- þjóðavæðingu. Við teljum að í þróun- arríkjunum verði að vera tU staðar fé- lagslegt öryggisnet. Staðan er víða sú í þessum löndum að ef þú hefur ekki vinnu ertu i algjörri fátækt og nýtur alls engra félagslegra réttinda. Við teljum að það verði að byggja upp heUbrigðis- og ahnannatrygginga- kerfi í þessum löndum. Við teljum að slíkt félagslegt öryggiskerfi byggi upp stöðugleika í þessum löndum, sem þau þurfa nauðsynlega á að halda. Það er athyglisvert að skoða það sem gerðist í A-Asíu fyrir nokkrum árum. Þar hafði milljónum manna verið lyft úr fátækt meðan ríkin nutu efnahagslegrar velgengni, en á ör- skömmum tíma var fótum kippt und- an þeim og þeir voru jafnvel enn verr standir en áður. Ef þarna hefði verið til staðar lágmarksöryggisnet hefði það hjálpað löndunum til að koma á Allir launþegar búi við félagslegt öryggisnet Framkvæmdastjóri Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga ávarpaði þing ASI í gær. Hann gagnrýndi alþjóðavæðinguna og sagði að pólitískan vilja skorti til að útrýma fátækt í heiminum. efnahagslegum stöðug- leika. Það eru því skynsamleg eftiahagsleg rök fyrir kröfum okkar. Málið snýst ekki bara um manngæsku. Barnaþrælkun enn að aukast í heiminum Við teljum einnig að í heimi þar sem ftjáls markaður ræður ríkjum verði að standa vörð um réttindi launamanna. í því sambandi höfum við lagt mesta áherslu á nokkur atriði. I fyrsta lagi frelsi launþega til að vera í verkalýðsfélagi. Þessi krafa er ekki sett fram til þess að fjölga félagsmönnum okkar heldur teljum við að sagan hafi kennt mönn- um að þar sem verkalýðsfélög hafa fengið að starfa og þróast hafi vöxtur orðið stöðugri og jafnari. Stærsti ókosturinn við alþjóðavæðinguna er að hún felur ekki í sér neina tilraun til að skipta hinum efnahagslega ávinn- ingi með réttlátum hætti. I öðru lagi leggjum við mikla áherslu á jafnrétti og að útrýma mis- rétti af öllu tagi. Þama erum við auðvitað fyrst og fremst að hugsa um stöðu kvenna, sem sækja út á vinnu- markaðinn af miklum krafti um þessar mundir. í þriðja lagi berj- umst við gegn bama- þrælkun. Nú eru um 250 milljónir barna í bamaþrælkun og sú tala hefur hækkað á síðustu ámm og flest bendir til að bama- þrælkun sé enn að auk- ast í heiminum. Ef tækist að koma á lágmarksréttindum launafólks alls staðar í heiminum fælist í því vöm gegn því sem stundum er rætt um, að ódýrt vinnuafl í þróunarríkjunum taki vinnu frá fólki á Vesturlöndum. Ef stéttarfélög væm til staðar í þess- um löndum og þeim væri kleift að setja fram kröfur og gera samninga myndi draga úr þessu. Kína er gott dæmi. Þar hefur launafólk ekki frelsi til að ganga í verkalýðsfélög. Allir kjarasamningar Bill Jordan em gerðir af ríkisreknum verkalýðs- félögum. Afleiðingin er sú að vinnuafl í Kína er það ódýrasta í heimi. Þar sem ekki em íyrir hendi í Kína þau lágmarksréttindi sem ég minntist á er landið mjög eftirsótt af fjárfestum. Næstum helmingur af öllum fjárfest- ingum í þróunarríkjunum á sér stað í Kína. Það getur ekki verið tilviljun." Þörf á breytingum innan verkalýðshreyfíngarinnar Jordan sagði að alþjóðavæðingin og þær miklu breytingar sem hefðu átt sér stað í heiminum kölluðu líka á breytingar hjá verkalýðshreyfing- unni. ,JVÍér er kunnugt um að eitt af meginverkefnum þings Alþýðusam- bands Islands er skipulagsmál og þörf verkalýðshreyfingarinnar á að breyta starfsháttum. Þetta er einnig eitt af mikilvægustu málum ICFTU. Nýverið tóku fulltrúar verkalýðsfé- laga frá 143 löndum víða um heim ákvörðun að endurskoða starfshætti hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfing- ar, þar á meðal allra stærstu verka- lýðssambanda heims. Endurskoðun- in, sem við köllum árþúsunda- verkefnið, miðar að því að skoða hvemig við getum unnið af enn meiri krafti og á markvissari hátt í heimi sem er sífellt að taka breytingum. Meðal þess sem við þurfum að taka tillit til er nýir þættir eins og mikil þátttaka kvenna á vinnumarkaðnum og aukning í því sem við getum kallað skammtímaráðningar. Þá er ég að tala um ráðningar þar sem ekki er gerður neinn samningur við þig af neinu tagi. Þú ert ráðinn til tiltekinna verkefna og hættir þegar þeim er lok- ið eða þegar vinnuveitandanum hent- ar. Þetta er það svið vinnumarkaðar- ins sem vex hraðast um þessar mundir bæði í þróunarríkjunum og á Vesturlöndum. Það sjá allir hve mikill hyldýpismunur er á stöðu þess manns sem ráðinn er tíl starfa á tilteknum launum og á tilteknum réttindum, starf sem hann gegnir hugsanlega alla starfsævina, og þess manns sem er í skammtímavinnu og er í sömu stöðu og hafnarverkamenn voru á kreppuárunum þegar þeir fengu vinnu annan daginn en enga vinnu hinn daginn. Það er einnig orðið mjög algengt að stór fyrirtæki séu brotin upp í smærri fyrirtæki. Þetta þýðir að launamenn njóta ekki sama öryggis í smærri fyr- irtækjunum og menn nutu í stóra fyr- irtækinu. Skyndilega standa menn frammi fyrir vinnu aðeins til skamms tíma og útboði á tilteknum verkum og þjónustu. Markmiðið með breyting- unum er beinlínis að draga úr starf- söryggi starfsmanna. Þetta er staða sem er orðin algeng í mörgum iðn- ríkjum,“ segir Jordan. Stuðningsmaður Evrópusambandsins Jordan er eindreginn stuðnings- maður Evrópusambandsins og segir að í gegnum aðild að sambandinu hafi launþegar náð að tryggja betur rétt- indi sín. Hann segir að almennt gfidi það að ríki sem vinni náið saman í efnahagsmálum nái betri árangri en ríki sem gera það ekki. Reynslan af efnahagsbandalögum í Asíu, S-Amer- íku, Afríku og víðar sanni þetta. Hann bendir einnig á þá hættu sem smáum gjaldmiðlum stafar frá árásum spá- kaupmanna. Gjaldmiðill Malasíu hafi t.d. orðið fyrir árásum í Asíu-krepp- unni þar sem spákaupmenn töldu að hann stæði höllum fæti. „Sama gerðist í Mexíkó þegar milljarðar dollara voru fluttir frá landinu á 48 klukkutímum vegna árása spákaupmanna. Afleiðingin var sú að kaupmáttur launafólks í Mexíkó lækkaði um helming á örskömmum tíma. Innan sex mánaða höfðu millj- ónir launþega misst vinnuna. Þetta sýnir hvaða völd hinn alþjóðlegi íjár- málamarkaður hefur.“ Rafræna kosningakerfíð Kjarval notað á þingi Alþýðusambandsins Einfalt og hentar vel til kosninga í hlutafélögum Gagnrýndu framboð Ara Skúlasonar BIRGIR Björgvinsson og Jóhann Símonarson, fulltrúar Sjómannafé- lags Reykjavíkur á þingi Alþýðu- sambandsins, kvöddu sér hljóðs undir umræðuliðnum önnur mál á þinginu í gær og gagnrýndu þá ákvörðun Ara Skúlasonar að gefa kost á sér tíl for- seta ASÍ. Birgir beindi orðum sínum að Ai’a og sagði að þótt hagfræðingar væru ágætir til síns brúks ættu þeir ekkert erindi í forystuembættí samtaka launafólks. „I mínum augum, félagar, er það svipað að kjósa hagfræðing sem forystumann ASI eins og að láta verkamann eða sjómann verða rektor Háskóla íslands," sagði Birgir. Jóhann sagði að mótframboð Ara gegn Grétari Þorsteinssyni, forseta ASÍ, væri aðför að Grétari. Spurði hann í hvaða félagi Ari Skúlason væri innan samtaka launþega og við hvað hann hefði unnið um dagana. Ari er félagsmaður í Félagi tæknifóiks í rafiðnaði Ari svaraði gagnrýninni. Sagðist hann vera félagsmaður í félagi tækni- fólks í rafiðnaði, líkt og fleiri starfs- menn á skrifstofu ASI, þótt flestir væru þeir félagar í VR. Ari sagðist hafa unnið í saltfiski á Hellissandi sem unglingur og fram að tvítugsaldri og á skrifstofu SIS samhliða námi við Háskóla íslands. Því næst hefði tekið við fjögurra ára háskólanám í Dan- mörku, og sagðist hann hafa unnið þar við ræstingar með námi allan þann tíma. Frá því að háskólanámi lauk sagðist Ari fyrst hafa unnið hjá kjararannsóknarnefnd og hjá ASÍ. JENS Fylkisson, sér- fræðingur hjá Einar J. Skúlasyni hf., segir að kosningakerfið Kjarval, sem notað er á þingi ASÍ, geti nýst til kosn- inga á hluthafafundum fyrirtækja og á félags- fundum og sé einfalt og hentugt í notkun. Rafræna kosninga- kerfið byggist á því að fulltrúar á ASÍ-þinginu nota strikamerki, sem þeir fá í upphafi þings, til að kjósa með því að renna strikamerkinu í gegnum lesara sem les atkvæði þess sem kýs og kjósandinn smellir síðan á þann eða þá sem hann ætlar að kjósa. Kostir kerfisins eru m.a. þeir að útilokað er að við- komandi geti gert ógilt vegna mistaka. Full- trúar á ASI-þinginu fara með atkvæði félags- manna sinna sem hlut- fall af stærð félaganna og er því mismunandi vægi á bak við hvert atkvæði. Jens sagði að einn af kost- um kerfísins væri að það tæki tillit til þessa mismunandi atkvæðavæg- is. Meginkostur þess væri þó sá að morgun þegar kosning- ar fara fram á ASI- þinginu, en í gær æfðu þingfulltrúar sig á kerf- inu og sagði Jens að það hefði gengið vel. Fólk sem væri kunnugt tölv- um hefði haft á orði að kerfið væri mjög einfalt. Þeir sem ekki höfðu unnið með tölvur hefðu ekki heldur átt í stór- vandræðum með að kjósa, en sumir þyrftu að yfírvinna óttann við tölvurnar. Fyrsta æfing á kerf- inu fór hins vegar fram fyrir þingið, en smiðir sem sáu um uppsetn- ingu kjörklefanna tóku þátt í henni. Kosið var milli ellefu mismunandi tegunda af flatbökum. Þess má geta að flestir völdu flatböku með an- anas, lauk og sveppum og aðeins einn vildi fá flatböku með blóðmör. Jens og samstarfsmenn hans hjá EJS hafa kannað ýmsar leiðir við rafrænar kosningar. Þeir fengu fyrr á þessu ári fyrstu verðlaun í samkeppni dómsmálaráðuneytisins um rafrænt kosningakerfi. Morgunblaðið/Þorkell Flestum fulltrúum á þingi ASÍ gekk vel að kjósa með njrja rafræna kosningakerfinu. niðurstaða atkvæðagreiðslunnar fengist nánast um leið og atkvæða- greiðslu væri lokið, en ástæðan fyr- ir því að ASÍ óskaði eftir að ESJ léti hanna rafrænt atkvæða- greiðslukerfi var einmitt sú að mik- ill tími hefur farið í atkvæðagreiðsl- ur á þingum þess. Flestir kusu flatböku með ananas, lauk og sveppum Reyna mun á kerfið í dag og á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.