Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rétt vika er liðin síðan Einar Örn Birgisson hvarf U mfangsmikil leit hefur ekki borið árangur Hraðinn drepur ert þú naist( jr) >ém> !l Morgunblaðið/Kristján Skilti sem ungmenni í Eyjafjarðarsveit gáfu til minningar um félaga sinn sem lést í umferðarslysi hefur verið eyðilagt. Skemmdir á skiltum í Eyjafjarðarsveit NÚ er liðin rétt vika frá því síðast spurðist til Einars Arnar Birgisson- ar. Víðtæk leit lögreglu, björgunar- sveita og fjölskyldu og vina Einars á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæð- inu hefur engan árangur borið. Ætt- ingjar og vinir Einars leita hans enn og björg- unarsveitir bíða fyrir- mæla um frekari leit frá lögreglunni. Á þriðja tug lög- reglumanna vinnur að rannsókn á hvarfi Ein- ars. Allir starfsmenn rannsóknardeildar lög- i-eglunnar í Kópavogi auk tiltækra manna úr almennri deild taka þátt í rannsókninni auk 15 manna frá ríkislög- reglustjóra, lögregl- unni í Reykjavík og frá öðrum lögregluum- dæmum. Rannsóknin leiddi til þess í gær, að maður var handtekinn grunaður um að eiga þátt í hvarfi Einars Amar. Ný vísbending barst í gær en Ieit bar ekki árangur Vísbending, sem lögreglunni barst í gær, varð til þess að björgunar- sveitir voru sendar til leitar í ná- grenni Grindavíkur. Um 15 björgun- arsveitarmenn auk þriggja leitar- hunda leituðu Einars án árangurs. Fjölmargar vísbendingar hafa borist lögreglu en engin sem leitt hefur menn á slóð Einars. Víst þykir að Einar hafi ekki farið af landi brott. Rætt hefur verið við starfsfólk á Keflavíkurflugvelli. Þá hefur lög- reglan skoðað myndbönd sem tekin eru af eftirlitsmyndavélum í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. I fréttatil- kynningu frá lögreglunni í Kópavogi hefur rannsókn lögreglunnar m.a. miðað að því að kanna hvort sakhæft athæfi hafi átt sér stað. Friðrik S. Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir ekkert útilokað við rannsókn málsins fremur en við önn- ur mannshvörf. Hófu fljótlega að grennslast fyrir um Einar Síðast spurðist til Einars á mið- vikudaginn í síðustu viku. Unnusta Einars fór af heimili þeirra um kl. 10 um morguninn. Einar ætlaði að hitta meðeiganda sinn að verslun við Laugaveg sem þeir höfðu nýverið opnað. Einar kom aldrei á þann fund að sögn meðeigandans og síðast heyrðist frá honum kl. 11.08 þegar hann hringdi í verslunina. Einar mun hafa hringt úr bif- reið sinni en hann kvaðst þá vera á leið í verslunina. Einar hafði uppgjör verslunarinn- ar frá deginum áður meðferðis í bflnum. Það voru einkum korta- kvittanir en óverulegar fjárhæðir í peninga- seðlum. Uppgjörið mun ekki hafa komið fram. Samkv. upplýsingum frá aðstandanda Ein- ars vær kveikt á GSM- síma hans til kl. 13.47. Þá virðist sem slökkt hafi verið á símanum. Unnusta Einars reyndi að hringja í farsíma hans skömmu fyrir kl. 16, en náði ekki sambandi. Þegar hún kom heim að lokinni vinnu fór hún að spyrjast fyrir um Einar. Kom þá í ljós að enginn hafði heyrt í honum frá því um hádegi. Samkvæmt frásögn vina Einars, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, þótti það strax undarlegt. Einar mun vera vanur að eiga fjölda samtala við fjöl- skyldu sína og vini á dag. Seinna um kvöldið hófu ættingjai- og vinir Einars að grennslast fyrir um hann. Þeir óku m.a. um borgina og leituðu að bifreið Einars sem er silfurgrá, af gerðinni Volkwagen Golf. Um miðnætti hringdu foreldrar Einars í lögregluna í Kópavogi þar sem eftirgrennslan þeirra hafði ekki borið árangur. Lögreglan hóf þá að svipast um eftir bfl hans. Sporhundur fann enga slóð Leit björgunarsveita hófst um klukkan sjö á fimmtudagsmorgun. Um kl. 9.30 fannst bfll Einars á bfla- stæði fyrir framan Hótel Loftleiðir. Að sögn vinar Einars höfðu ættingj- ar ekið þar um a.m.k. þrisvar kvöldið áður auk lögreglubfls. Enginn hafði orðið bflsins var. Lögreglunni barst vísbending þar sem sagt var að bfll- inn hefði sést á Vatnsleysuströnd þá um nóttina. Friðrik S. Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að mögulegt væri að bfllinn hefði ekki verið við Hótel Loftleiðir um nóttina. Eins yrði að gera ráð fyrir þeim möguleika að mönnum hefði sést yfir bflinn. Bifreið Einars er enn til rann- sóknar hjá lögreglunni í Kópavogi. Þegar bfll Einars fannst voru sér- þjálfaðir leitarmenn sendir á staðinn ásamt sporhundi. Sporhundurinn var látinn þefa af flík af Einari en hundinum tókst ekki að finna slóð hans. Þá leituðu björgunarsveitar- menn og svæðisleitarhundar í ná- grenni Hótels Loftleiða og í Öskju- hlíð. Leitinni var hætt síðdegis en ættingjar og vinir leituðu hans í Öskjuhlfð um kvöldið. Á föstudag leituðu þau hans í Heiðmörk en leit björgunarsveita var frestað þar til nýjar vísbendingar bærust. 400 manns leituðu Einars um helgina Á laugardaginn hófst umfangs- mikil leit að Einari á Reykjanesi og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Um 200 félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu tóku þátt í leitinni og svipaður fjöldi ættingja og vina. Þyrla landhelgisgæslunnar aðstoð- aði við leitina. Mikil áhersla var lögð á að leita á Vatnsleysuströnd enda hafði vísbending borist til lögreglu um að bifreið Einars hefði sést þar á fimmtudag. Leitað var við vegi og helstu slóða frá Hafnarfirði vestur að Keflavík. Björgunarsveitarmenn sigu m.a. ofan í gjótur og leitarhund- ar voru þeim til aðstoðar. Fjörur voru einnig gengnar á Álftanesi. Um 200 ættingjar og vinir Einars tóku ennfremur þátt í leitinni. Þau leituðu m.a. á Reykjanesinu vestan við Keflavík og á sunnanverðu Reykja- nesi og á Bláfjallasvæðinu. Þá var leitað við Hafravatn og Langavatn og víðar ofan við Reykjavík. Leitað var við Nesjavallaveg og Esju og fjörur voru gengnar frá Garðabæ að Korpuósum. Þá hafa ættingjar og vinir Einars gengið Álftanes og opin svæði innan borgarmarka Reykja- víkur og Kópavogs. Yfirgefin hús á svæðinu voru jafnframt könnuð. Leitin að Einari hefur engan árang- ur borið. Vinir Einars hafa opnað heima- síðu www.einarorn.is. Einnig er minnt á símann hjá lögreglunni í Kópavogi 5603050. UMFERÐAR- og þjónustuskilti í Eyjafjarðarsveil urðu fyrir barðinu á skemmdarvörgum á dögunum. Málningu var sprautað yfir þrjú skilti í sveitinni, skammt sunnan Akureyrar, og eru þau talin ónýt. Um er að ræða stórt þjónustskiiti Eyjaljarðarsveitar, umferðarskilti og skilti með merki Akureyrar. Stefán Árnason, skrifstofustjóri á hreppsskrifstofu Eyjafjarðar- sveitar, sagði að þarna væri vissu- lega um að ræða fjárhagslegt Ijón en hins vegar væri það sorglegt að svona nokkuð skyldi gert. Þarna hefði m.a. verið eyðilagt skilti, þar sem varað er við hraðakstri og ÍSLANDSSÍMI hefur fengið góð viðbrögð við því að bjóða heimilum upp á síma- og netþjónustu, að sögn Péturs Péturssonar, upplýs- ingafulltrúa Íslandssíma, en þessi nýja þjónusta fyrirtækisins var kynnt á föstudaginn var og auglýst um helgina. Um þúsund manns hafa skráð sig og sagði Pétur að þeir væru mjög ánægðir með viðbrögð almennings. Við skráningu hjá Íslandssíma þarf að gefa upp greiðslukortan- úmer til þess að verða tekinn í við- skipti. Áðspurður um ástæður þessa sagði Pétur að með þessu móti sparaði fyrirtækið sér að reka ungmenni í sveitinni gáfu til minn- ingar um félaga sinn sem lést í bíl- slysi. Stefán sagði að lögreglu hefði verið tilkynnt um verknaðinn og eru þeir sem geta gefið ein- hverjar upplýsingar um hver eða hverjir þarna voru á ferð beðnir að hafa samband við lögregluna á Ak- ureyri. Sigurður Oddsson, deildarstjóri framkvæmda hjá Vegagerðinni á Akureyri, sagði að þó nokkuð væri um að skemmdir væru unnar á um- ferðarskiltum. Hann sagði slíkt mjög alvarlegt mál og geta valdið stórhættu og alvarlegum slysum í umferðinni. innheimtudeild fyrst um sinn en það, ásamt góðum tækjabúnaði og lítilli yfirbyggingu, gerði fyiirtæk- inu kleift að bjóða hagstæðara verð en aðrir á þessum markaði. Pétur sagði að þetta væri hag- kvæmasti mátinn á innheimtu sím- gjalda, bæði fyrir viðskiptavininn og fyrirtækið. Hann sagði að eftir sem áður fengi fólk senda reikninga heim. Fólk fengi einnig uppgefið leyniorð og gæti því fylgst jafnt og þétt með símanotkun sinni á vef Islandssíma. Jafnframt gætu þeir sem vildu og óskuðu eftir fengið senda heim sundurliðaða símareikninga. Einar Örn Birgisson fslandssími býður síma- og netþjónustu fyrir heimili Þúsund manns hafa skráð sig Ný ensk orðabók með hraðvirku uppflettikerfi Ný og endurbætt ensk-íslensk/ íslensk-ensk oröabók meft hrabvirku uppflettikerfi er komin út. Bókin hefur a& geyma 72.000 uppflettiorð og var sérstaklega hugað að fjölgun oröa í tengslum við tækni, vísindi, tölvur, viðskipti og feröalög. Hún spannar því fjöldamörg svi& og nýtist vel hvort sem er ó heimili, vinnusta&, i skóla eða bara hvar sem er. Or5abókin er 932 bls. I stóru broti og inn- bundin í sterkt band. Kynningarverb: 6.800 kr. OJ ORÐABÓKAÚTGÁFAN wMmmmmnmmammusm Auglýsingahlé í kvikmyndum RÚV Tillagan felld í útvarpsráði ÚTVARPSRÁÐ felldi tillögu á fúndi sínum í gær um að stutt auglýsinga- hlé verði tekin í sýningum kvikmynda á dagskrá Sjónvarpsins um helgar. Beiðni um þetta kom frá markaðs- deild Ríkisútvarpsins og átti þetta að vera gert til reynslu fram að áramót- um. Tillagan var felld með 4 atkvæð- um gegn 3 og klofnaði meirihluti út- varpsráðs í afstöðu sinni til málsins. Þeir sem felldu tillöguna voru þrír fulltrúar stjómarandstöðuflokkanna auk eins fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, var meðal þeirra sem samþykktu tillöguna. Hann sagðist í samtali við Morgun- blaðið hafa viljað prófað þetta og sjá hvaða tekjum hléin skiluðu og hvem- ig þau mæltust fyrir hjá fólki. „Markaðsdeildin hefur verið dug- leg í því að leita nýrra leiða við tekju- öflun og það er vitaskuld þakkarvert. Þetta var ein hugmyndin og með þessari afgreiðslu útvarpsráðs verður ekkert af henni. Ég vona að þetta letji ekki markaðsdeildina. Menn verða að þola það að afstaða sé tekin til hug- mynda þeirra,“ sagði Gunnlaugur Sævar. Önnur helstu mál á fundi útvarps- ráðs í gær vom umfjöllun um fjár- hagsáætlun Rfldsútvarpsins fyrir árið 2001, sem Gunnlaugur Sævar reikn- aði með að yrði afgreidd á næsta fundi. Valhöll verð- ur ekki seld án samráðs RÆTT var um tilboð breska auðkýf- ingsins Howards Kmgers í Hótel Valhöll á fundi Þingvallanefndar í gær. Fundarmenn höfðu þó ekki sjálft tilboðið undir höndum heldur ræddu málið m.a. á grundvelli þess sem fram hefði komið í fjölmiðlum að undanförnu. Björn Bjamason menntamálaráð- hema, formaður nefndarinnar, sagði eftir fundinn að nefndin væri sömu skoðunar og í sumar, þ.e. að menn gætu ekki ráðstafað umræddri eign án samráðs við nefndina. Þá hefði sá vilji komið fram að hótelinu yrði ekki breytt í sumarbústað. Björn Bjamason sagði í samtali við Morgunblaðið í sumar að íslenska ríkið ætti hluta hótelbygginganna við Valhöll á Þingvöllum. Því þyrfti samþykki ríkisins og Þingvalla- nefndar fyrir hugsanlegri sölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.