Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 6V FÓLKí FRÉTTUM TONLIST HlaAan f tiul'uncsbæ — tirafarvogi TÓNLEIKAR Glundroði, harðkjarnatónleikar á vegum Unglistar, Hins hússins og dordinguIl.com í Hlöðunni í Gufu- nesbæ - Grafarvogi, föstudaginn 10. nóvember 2000. Fram komu Length of time, Mínus, Bisund, Vígspá, Forgarður helvítis, Snafu og Elexír. Allir saman nú! HARÐKJARNAMENNINGIN íslenska blómstrar sem aldrei fyrr um þessar mundir en rokk af harðari gerðinni hefur ekki haft það jafngott síðan dauðarokkið lognaðist út af fyr- ir u.þ.b. sex árum. Harðkjarnasenan (e. hard-core) hérlendis er undir þó nokkrum áhrifum frá íslenska dauða- rokkinu enda jámkjamarokkið (e. metal-core) heldur meira áberandi en melódíska tilfinningapönkið (e. emo- core), sem prýðir vænan skerf er- lendrar harðkjamamenningar. Pláss- ins vegna er því miður ekki hægt að fara dýpra í þessar vangaveltur en vonandi býður þessi lifandi og at- orkusami menningarkimi upp á meira af því um líku á næstunni - slík era a.m.k. umsvifin hjá honum um þessar mundir. Ég var búinn að keyra fram og aft- ur yfir Gullinbrú í 45 mínútur og vill- ast tvisvar áður en ég branaði loksins fagnandi en pirraður í hlað. í myrkr- inu var þessi blessaði tónleikastaður ekkert of áberandi og er inn var kom- ið höfðu Elexír þegar lokið sér af. Það verður ekki á allt kosið í þessu lífi og ég ráðfærði mig við nokkra málsmet- andi aðila þama inni varðandi frammistöðu sveitarinnar. Einn sagði sveitina hafa verið nokkuð óvissa, til- raunastarfsemi hennar hefði ekki virkað nægilega vel og eitthvað hefði vantað. Annar var á því að sveitin hefði staðið sig með mestu prýði. Ég verð sjálfur að skera úr um hvort var þegar ég eignast tímavél. Hinir ungu og efnilegu Snafu vora í fullum gangi er ég mætti á svæðið. Krafturinn og ástríðan á sínum stað þótt þeim fataðist að vísu flugið í einstaka kaflaskiptum. Eitthvað fannst mér hljómurinn vera máttlítill, en það sem einkenndi þessa tónleika mikið var stöðugur vandræðagangui- með hþ'óm, tól og tæki. Forgarður helvítis léku af miklum móð og krafti eins og venjulega; voru einfaldlega frábærir. Hljómsveit sem tollir í tísk- unni af því að hún hefur ekki breyst neitt í tíu ár. Já, hún er undarleg þessi veröld. ERLENDAR OOOOG Þráinn Árni Baldvinsson fjallar um fjórðu breiðskífu gotnesku svartmálssveitarinn- ar Cradle of Filth, Midian. Midian er meistaraverk HÉR era þeir enn og aftur á ferðinni, félagamir í Cradle of Filth, með nýja plötu sem ber nafnið Midian. Midian sker sig aðeins úr í samanburði við fyrri plötur Cradle of Filth. Það er ekki laust við þessi plata sé örlítið að- gengilegri, að minnsta kosti í byijun. Héma fær meló- dían að skína skærast og platan verður öll áheyri- legri fyrir vikið. Cradle of Filth hafa alltaf samið góðar melódíur til skreyting- ar í lögum sínum en hingað til hafa þær lítið fengið að njóta sín innan um kirkjuorgel og sarg- andi gítara. Nú er annað hljóð í strokknum, upptökustjórn er hér til fyrirmynd- ar. Fiðlur era áberandi sem og vel útfærðar gítarlínur sem falla vel inn í heildarmyndina. I fyrstu fjóram lögum plötunnar er ljóst að Cradle of Filth eru að reyna að ná til breiðari hóps áheyr- enda og er það vel. Sumir myndu kannski ásaka þá um að vera að selja sig en ég er því ekki sammála. Þegar hljómsveitir hefja feril sinn myndast gjarna áheyrendahópur í kringum þær sem þolir síðan illa þegar hópur- inn verður fjölmennari og hljóm- sveitin skríður upp á yfirborð tónlist- arheimsins. Hljómsveitir þróast og þroskast og sú er einmitt raunin hér. Cradle of Filth hefur tekið augljós- um framföram og þróað gotneska svartmálminn áfram líkt og sönnum brautryðjendum er einum lagið. Ekki er laust við að áhrifa gæti frá hinum þýsku Kreator, mest eru áberandi rytmískar pælingar sem gætu auðveldlega verið rannar und- an rifjum Mille Petrozza (Kiæator). Einnig heyrir maður greinileg áhrif frá „föðurnum", Chuck Schuldiner (Death), sem og Napalm Death. Þetta er skref fram á við og brýtur upp það mynstur sem gotneskir rokkarar festast gjarnan í og verður leiðigjarnt á endanum sökum fá- breytni. Skemmtilegt er að heyra hve vel CradJe SSr slag,^ nderi»gv“ ' fiðlur og selló koma inn í lögin og þá vil ég sérstaklega nefna lagið „Lord Abortion" þar sem útkoman er mun fágaðri en áður hefur þekkst frá Cradle of Filth. „Amor e morte“ er annað lag þar sem ólíkum tónlistar- stefnum er blandað saman og útkom- an er snilld. Textar Cradle of Filth era eins og venjulega um myrkar hliðar lífsins og hin illu öfl alheimsins sem fá fólk til að fremja heimskupör í nafni Lúsífers. Cradle of Filth boða ekld bjartari framtíð ef marka má textann: „Spatter the Stars, douse their luminosity with our amniotic retch promulgating the birth of an- other hell on earth.“ Þessi plata er mun aðgengilegri en fyrri plötur Cradle of Filth, melódískari og hreint og beint mun betur gerð á all- an hátt en íyrri plötur COF. Þetta er gotneskt rokk eins og það best getur orðið - Midian er meistaraverk. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Siggi, söngvari Forgarðs helvít- is, geislaði af ástríðu á tðnleik- unum í Hlöðunni. Vígspá náðu vel að fanga rétta harðkjamaandann. Þó að allt gengi á afturfótunum er þeir spiluðu; Bóas söngvari á brókinni til að byrja með, bassinn ekki í sambandi og allt í bulli, sýndu þeir mikla reisn undh- þrýst- ingi og slógu aldrei af. Sérstaklega var gaman að sjá komungan aðdá- anda Vígspár taka í hljóðnemann og gefa allt sitt með mjóróma röddu hinnar óhörðnuðu æsku. Fallegt. Næst var hljómsveit sem kom sér- Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Hljómsveitin Vígspá rokkar húsið: Það var gleði og hama- gangur fremst við sviðið. staklega fram á þessum tónleikum til að kveðja fyrir fullt og allt. Bisund era hálfgerð goðsögn innan harð- kjamasenunnar og nýtur mikillar virðingar og vinsælda. Tónlistina er erfitt að skilgreina en þeir eru vafa- laust með merkilegri rokkhljómsveit- um sem fram hafa komið hérlendis. Bisund héldu uppi gríðarlegri stemmningu og hinn hlédrægi homa- maður Andri sýndi á sér nýja hlið í þessari hinstu kveðju, stóð hnarreist- ur fremstur á sviðinu og rokkaði eins og óður væri. Besta rokkhljómsveit landsins í dag, Mínus, þurfti að líða fyrir dag- skrárriðlun og tækniörðugleika eins l og aðrir og tónleikar þeirra fóra að ' mestu leyti fyrir ofan garð og neðan. í þau fáu skipti sem þeir náðu flugi sýndu þeir þó að þeir bera höfuð og herðar yfir aðrar sveitir senunnar. Hreint út sagt stórkostleg hljóm- sveit. Hin belgíska Length of time end- aði svo tónleikana. L.O.T spilar hefð- bundið járnkjarnarokk, reyndar full- hefðbundið fyrir minn smekk. Þeir áttu þó ágæta spretti hér og þar en þurftu að gjalda fyrir tækjahallærið á staðnum. Synd og skömm. Mæting var afar góð á þessa tón--. leika og andinn skemmtilegur inni í hrörlegri, skítkaldri en sjarmerandi hlöðunni. Eitthvað varð maður nú var við karp og rifrildi vegna alls glundroðans sem einkenndi þennan Glundroða. Það er vonandi að menn hafi þroska til að sjá í gegnum fingur sér við svo eðlilega fylgifiska tón- leikahalds og muni að það er tónlistin sjálf sem skiptir máli númer eitt, tvö og þrjú. íslenska harðkjarnasenan gæti nefnilega orðið langlíf, öflug og öllum til góða, svo íremi sem krakk- amir standa saman og hlúa á réttan hátt að kjamanum. Arnar Eggert Thoroddsen W£lím,0ÍS0Í0: JOLABLAÐAUKI i- Auglýsendur athugið! Bókið auglýsingar í tíma þar sem uppselt hefur verið í jólablaðauka fyrri ára. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 föstudaginn 17. nóvemberí Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 5691111. AUGLYSINGADEILD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.