Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000
DAGBOK
MORGUNBLAÐIÐ
í dag er miðvikudagur 15.
nóvember, 320. dagur ársins 2000.
Orð dagsins: Því að náð Guðs
hefur opinberast til sáluhjálpar
öllum mönnum.
(Tít.2,11.)
Skipin
Reykjavi'kurhöfn: Sel-
foss kemur og fer í dag.
Bakkafoss kemur í dag,
Dettifoss fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Se!-
foss fer í dag.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, Sólvalla-
götu 48. Flóamarkaður
og fataúthlutun. Opið
frá kl. 14-17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 8.45
leikfimi, kl. 10.15 Búnað-
arbankinn, farið verður
á Listasafn Islands að
sjá yfirlitssýningu á
verkum Þórarins B.
Þorlákssonar fimmtud.
16. nóv., lagt af stað frá
Aflagranda kl. 14.
Skráning í s.562-2571.
^Árskdgar 4. Kl. 9-12
baðþjónusta, kl. 9-16.30
klippimyndir, útsaumur
o.fl., kl. 13 smíðastofan
opin og spilað, kl. 9 hár-
og fótsnyrtistofur opnar.
Bölstaðarhlíð 43. Kl. 8-
13 hárgreiðsla, kl. 8-
12.30 böðun, kl. 9-12
vefnaður, kl. 9-16
handavinna og fótaað-
gerð, ki. 10 banki, kl. 13
spiladagur og vefnaður.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Kl. 9
hárgreiðslustofan og
handavinnustofan opn-
ar, kl. 13 opin handa-
vinnustofan.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15-
16. Skrifstofan í Guli-
smára 9 opin í dag ki
16.30-18.
Félagsstarf aidraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting og
verslunin opin til kl. 13,
-Jd. 13 föndur og handa-
vinna, kl. 13.30 enska,
byrjendur.
Félagsstarf aldraðra í
Garðabæ. Ferð í Þjóð-
leikhúsið að sjá Kirsu-
berjagarðinn 18. nóv.,
pantið miða í Kirkju-
lundi s. 565-6622. Spila-
kvöid verður 16. nóvem-
berkl. 19.30 íboði UMF
Stjörnunnar í Stjörnu-
heimilinu. Rútuferðir
samkvæmt áætiun.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli.
Myndmennt ki. 13. Pílu-
kast og frjáls spila-
níennska kl. 13.30. í
fyrramálið er púttæfing
í Bæjarútgerðinni kl.
10-12. A morgun veður
opið hús kl. 14. Eldri
skátar sjá um skemmti-
dagskrá.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Göngu-
Hrólfar fara í göngu frá
Ásgarði í Glæsibæ í dag
kl. 10. Söngfélag FEB,
kóræfing ki. 17. Línu-
Tíanskennsla fellur niður
í kvöld. Bláa lónið og
Þingvallaleið bjóða eldri
borgurum að heimsækja
Bláa lónið á hálfvirði
(ferð og aðgangur).
Fyrsta ferð verður
næstkomandi fimmtu-
dag kl. 13.30. Náð verð-
ur í fólkið á tveim stöð-
um í Reykjavík við
Iþróttahöllina í Laugar-
dal og við Hlemm. Ingi-
björg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra tekur á
móti hópnum við kom-
una í Bláa lónið. Síðasti
fræðslufundurinn á
haustönn undir yfir-
skriftinni „Heilsa og
hamingja á efri ár-
um'Verður laugard. 18.
nóv. kl. 13.30.
Fræðslufundirnir verða
í Ásgarði Glæsibæ, fé-
lagsheimili Félags eldri
borgara. Allir velkomn-
ir.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar, kl. 10.30 gamlir
leikir og dansar hjá
Helgu Þórarinsdóttur,
kl. 11.20 „Kynsióðirnar
mætast 2000“, börn úr
Olduselsskóla í heim-
sókn, frá hádegi spila-
saiur opinn, kl. 13.30
Tónhornið. Sunnud. 19.
nóv. syngur Gerðu-
bergskórinn við guðs-
þjónustu í Kópavog-
skirkju kl. 14, prestur
sr. Ægir Fr. Sigurgeirs-
son.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
frákl. 10-17, kl. 10.30
boccia, kl. 13 félagsvist,
kl. 16 hringdansar, kl. 17
bobb og tréskurður.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið kl. 9-17. Fóta-
aðgerðastofan er opin kl.
10-16. miðviku-,
fimmtu- og fóstudaga.
Leikfimi kl. 9 og 10,
vefnaður kl. 9, keramik-
málun kl. 13, enska kl.
13.30.
Hraunbær 105. Kl. 9-
16.30 bútasaumur, kl. 9-
12 útskurður, kl. 9-17
hárgreiðsla, kl. 11 banki,
kl. 13 brids.
Hæðargarður 31. Kl. 9
opin vinnustofa, og fóta-
aðgerð, kl. 13 böðun.
Hvassaleiti 58-60. Kl. 9
böðun, fótaaðgerðir,
hárgreiðsla, keramik,
tau, og silkimálun og
jóga, kl. 11 sund í
Grensáslaug, ki. 15
teiknun og málun.
Norðurbrún 1. Kl. 9-16
fótaaðgerðarstofan opin,
kl. 9-12.30 útskurður, kl.
9-16.45 handavinnu-
stofurnar opnar, ki. 10
sögustund, kl. 13—13.30
bankinn, kl. 14 félags-
vist, kaffi og verðlaun.
Vesturgata 7. Kl. 8.30
sund, kl. 9 fótaaðgerðir
og hárgreiðsla, kl. 9.15
aðstoð við böðun, mynd-
listarkennsla og postu-
línsmálun, kl. 13-16
myndlistarkennsla og
postulínsmálun, kl. 13-
14 spurt og spjaliað.
Glerskurður hefst í dag
kl. 13-16, leiðbeinandi
Sigurdís. Fimmtudaginn
16. nóvember ki. 10.30
er fyrirbænastund í um-
sjón sr. Jakobs Ágústs
Hjálmarssonar Dóm-
kirkjuprests. Allir vel-
komnir.
Vitatorg. Ki. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
bankaþjónusta, kl. 10
morgunstund og fótaað-
gerðir, bókband og búta-
saumur, kl. 13 hand-
mennt og kóræfing, kl.
13.30 bókband.kl. 14.10
verslunarferð.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi,
hittast á morgun
fimmtud. kl. 10 í Keilu-
salnum í Mjódd. Spiluð
keila, spjallað, kaffi. Ail-
ir velkomnir. Upp-
lýsingar veitir Ingibjörg
Sigurþórsdóttir í s. 545-
4500.
Háteigskirkja. Opið hús
í dag fyrir 60 ára og
eldri í safnaðarheimili
Háteigskirkju frá kl. 10-
16. Kl. 10-11 morgun-
stund með Þórdísi, kl
11-16 samverustund,
ýmislegt á prjónunum.
Súpa og brauð í hádeg-
inu, kaffi og meðlæti kl.
15. Ath. takið með ykkur
handavinnu og inniskó.
Vonumst til að sjá sem
flesta. Gengið inn Við-
eyjarmegin. Á morgun
kl. 10 foreldramorgunn,
kl. 16-17.30 bros og
bleijur fyrir foreldra um
og undir tvítugt.
Bústaðarkirkja, starf
aldraðra, miðvikudaga
kl. 13-16.30 spilað,
föndrað og bænastund.
Boðið upp á kaffi.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra, Hátúni 12.1 kvöld
kl. 19.30 félagsvist.
ITC-deildin Fífa. Fund-
ur í kvöld í Hjallakirkju
Álfaheiði 17, Kópavogi
(ath! Fífa hefur flutt sig
í nýtt húsnæði), kl.
20.15. Gestir velkomnir.
Kvenfélag Kópavogs,
fundur verður fimmtud.
16. nóv. kl. 20.30 í
Hamraborg 10, Vöru-
kynning.
ITC-deildin Korpa,
Mosfellsbæ, heldur fund
í kvöld kl. 20 í Safnaðar-
heimili Lágafellssóknar,
Þverholti 3, Mosfellsbæ.
Ailir velkomnir. Upp-
lýsingar gefur Aðal-
heiðurs. 566-6552.
Hana-nú, Kópavogi.
Fundur í Bókmennta-
klúbbi Hana-nú í kvöld
kl. 20 á Lesstofu Bóka-
safns Kópavogs. Síðustu
forvöð að fá miða á Vín-
arhljómieika Sinfón-
íuhljómsveitar Islands í
janúar árið 2001. Upp-
lýsingar í Gjábakka í s.
554-3400 eða Gulismára
s. 564-5260.
Kvenfélagið Aldan.
Fundur verður í kvöld
miðvikudag kl. 20.30 í
Borgartúni 18.3. hæð.
Blúndur og gamanmál.
Breiðfirðingafélagið,
söngur. í kvöld verður
Breiðfirðingakórinn
með söngdagskrá sem
hefst kl. 20.30 í Breið-
firðingabúð. Kaffiveit-
ingar.
Hallgrímskirkja, eldri
borgarar. Opið hús í dag
kl. 14-16. Gestir eru Ól-
afur Elíasson píanóleik-
ari, Þórunn Árnadóttir
og Arngrímur Eiríks-
son. Bílferð fyrir þá sem
þess óska. Uppl. veitir
Dagbjört í s. 510-1034.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavfk. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
s^rblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1116. NETFANG:
1WTSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innaniands. í lausasölu 150 kr. eintakið.
VELVAKANDI
Svarað í síraa 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hugleiðingar
á veitingahúsi
Á LEIÐINNI niður
Laugaveginn um daginn
datt mér í hug að setjast
inn á veitingahús sem eru
þar á hverju strái. „Fékk
mér kaffi og pantaði mat.“
Gaman fannst mér að virða
aðra gesti fyrir mér meðan
ég beið eftir afgreiðslu.
Þarna mátti líta fók á öllum
aldri bæði feitt og sællegt
og einnig grindhorað og
vesældarlegt. Flestir voru
með símann sinn við eyrað
og reyndu að sýnast þýð-
ingarmiklir á svip. Eg veitti
því athygli að flestir
greiddu með korti eins og
algengt er í dag. Datt mér
þá í hug viðtal við Vestur-
Islending (birtist í Mogg-
anum 12. nóv.), Ted Krist-
janson á Gimli, f. 1912,
fiskimann við Winnipeg-
vatn. Þar segir m.a. svo:
„Við fórum aldrei í skuld.
Það er það sem er orðið svo
leiðinlegt með unga fólkið.
Það er komið svo í skuld.
Þessi kort, það er nú ljóta'
vitleysan. Að sjá fólk koma
inn í brennivínssöluna og
rétta kortið en hafa ekki
pening til að borga fyrir
brennivinið. Eg held ég
myndi láta það vera.“
Nýlega heyrði ég í út-
varpinu viðtai við danska
konu. Telur hún að nú sé
orðið tímabært að drífa ís-
lensku stórfjölskylduna út
á veitingahúsin að jólahlað-
borði. Þetta gera dönsku
húsmæðurnar að hennar
sögn. Þar á fólk að borða
síld (öl og snafs með), ís-
lenskt hangikjöt, danskt
svínakjöt með meiru; með
kjötinu rauðvín. Kona þessi
er einnig reiðubúin að
ganga með gestum í kring-
um kræsingarnar og benda
á þær, sbr. auglýsingar í
dagbiöðunum. Þetta virðist
eiga að létta húsmæðrum
borgarinnar störfin fyrir
jólin. Þá er tilvalið að hafa
pitsur og pasta heima jóla-
dagana, einnig má stýfa
slátur úr hnefa, það sparar
uppþvott. Með þessu má
súpa á mjólk („mjólk er
góð“).
Hittumst heil á veitinga-
húsunum í desember.
Gleymum ekki greiðslu-
kortunum heima. Tökum
ömmu og afa með.
í nóvember árið 2000,
201019-4359.
Athyglissjúkur forseti
HVE iengi skyldum við á
Islandi, og annars staðar,
þurfa að fylgjast með ást-
armálum forseta landsins á
flakki með unnustu sinni í
opinberum heimsóknum.
Er þetta sæmandi þeim er
á að vera fulltrúi Islands út
á við? Hingað til hafa for-
seta okkar ekki borið
einkalíf sitt á torg og farið
vel á því.
Vonandi sér Ólafur
Ragnar Grímsson sóma
sinn í að gera slíkt hið
sama.
Ásta Hávarðardóttir,
Garðabæ.
Michigan 1968
ÞEIR, sem geta gefið upp-
lýsingar um íslenska konu,
er dvaldi í Ann Arbor,
Michigan í Bandaríkjunum
í janúar og febrúar 1968,
vinsamlegast hringið í síma
865-8024 í dag, miðviku-
daginn 15.11., og á morgun,
fimmtudaginn 16.11.
Tveir jakkar víxluðust
TVEIR jakkar víxluðust á
balli hjá Kirkjugörðum
Reykjavíkur í Sjálfstæðis-
salnum í Mjóddinni. Sá sem
hefur tekið jakka í misgrip-
um á þessum stað er vin-
samlegast beðinn að hafa
samband í síma 694-9404.
Rauður fress hvarf að
heiman
RAUÐUR geltur fress með
hvitar hosur og smekk
hvarf frá Vesturbergi 189
fimmtudagsmorguninn 9.
nóvember sl. Hann er
eyrnamektur en ólarlaus.
Hann er mjög mannblend-
inn og góður. Upplýsingar í
síma 557-6122 eða 557-5812
eða 892-7799.
Gullfallegan kettling
vantar heimili
GULLFALLEGAN fjög-
uiTa mánaða fress vantar
gott heimili. Hann er blíður
og mjög hændur að böm-
um. Upplýsingar í síma
588-6613.
Hvolpur týndist
HVOLPUR, sem er skosk-
ísiensk tík, svört með hvit-
ar lappir og brúnt andlit,
týndist fyinr utan Draum-
inn á Rauðarárstíg sl.
föstudag. Þeir sem hafa
orðið hvolpsins varir hafi
samband í síma 554-7708
eða 868-0067.
Krossgáta
LÁRÉTT:
1 höggs út í loftið, 8 öldu,
9 þoli, 10 grænmeti, 11
veiða, 13 vísa veg, 15
skammt, 18 mælieining,
21 hestur, 22 ósanna, 23
ungbarn, 24 dhemja.
LÓÐRÉTT:
2 duglegar, 3 tilbiðja, 4
iðinn, 5 æli, 6 áll, 7
dsoðna, 12 liðin tíð, 14
málmur,
15 svengd, 16 reiki, 17
fell, 18 vaxin, 19 héldu,
20 keyrir.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 topps, 4 burst, 7 síðan, 8 teppi, 9 nýt, 11 apar,
13 bali, 14 úrill, 15 barm, 17 Ægir, 20 úti, 22 lýsir, 23
losti, 24 arðan, 25 neiti.
Ldðrétt: 1 tuska, 2 peðra, 3 senn, 4 bætt, 5 rupla, 6 teiti,
10 ýmist, 12 rúm, 13 blæ, 15 bylta, 16 ræsið, 18 gusti, 19
reiki, 20 úrin, 21 ilin.
Víkverji skrifar...
FJARVINNA, það að geta stund-
að starf sitt annars staðar en á
sjálfum vinnustaðnum, hefur verið að
ryðja sér nokkuð til rúms víða. Þetta
er að sjálfsögðu ekki unnt nema í
sumum störfum. Varla getur bifvéla-
virkinn sinnt viðgerðum nema á þar
til gerðu verkstæði og erfitt er sjálf-
sagt að stunda flestar iðngreinar í
fjarvinnu. Það eru hins vegar öll
þessi störf sem krefjast tölvubúnaðar
og símatækni sem geta gengið nánast
hvar sem er.
í nýlegu blaði Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur er greint að fjar-
vinna hafi margfaldast mjög á dönsk-
um vinnumarkaði. Er þar vitnað í
skýrslur Evrópusambandsins þar
sem segir að Danmörk sé eitt af leið-
andi iöndum álfunnar í þessum efn-
um. Sagt er einnig að danska vinnu-
veitendasambandið telji framtíðina
bjarta fyrir þá sem kjósi að starfa
heima og að innan fimm ára verði um
600 þúsund störf í boði fyrir þá sem
vilja stunda fjarvinnu. Alls eru 2,8
milljónir manna á dönskum vinnu-
markaði.
Það hefur bæði kosti og galla í för
með sér að starfa á þennan hátt. Séu
menn félagsverur er sjálfsagt lítið
gaman að vinna einn saman heima
daglangt og vilja þeir fremur vera í
hringiðu vinnustaðarins með öllum
erli sínum. Þetta getur hins vegar
komið sér vel ef menn eni kannski
illa hreyfanlegir, ef menn þurfa að
sinna einhverju heima fyrir jafn-
framt því sem þeir stunda starfið og
þekkt er það dæmi að menn vinni
hluta starfans heima og hitt á vinnu-
staðnum. Þessi tilhögun krefst þess
að sjálfsögðu að menn beiti sig aga og
detti ekki í að slóra sífellt í kaffi- og
matartímum eða láta eitt og annað
trufla sig við verkin. En þetta er bara
dæmi um hvemig vinnustaðirnir og
verkin þróast með breyttri tækni og
breyttum verkefnum.
XXX
SVO virðist sem ráðstefnur af öllu
mögulegu og ómögulegu tagi séu
haldnar um þessar mundir af enn
meiri þrótti en nokkru sinni. Það er
nánast ekki til það málefni sem ekki
þarf að halda ráðstefnu um. Við get-
um rifjað upp umfjöllunarefni nokk-
urra þeirra sem greint hefur verið frá
síðustu daga eða auglýstar: Ferða-
. mál, fiskveiðistjórnun, loftslags-
breytingar, menningarsamvinna,
fjarskiptamál, hönnun og peninga-
mál og hægt væri að nefna miklu
fleiri umfjöllunarefni og ekki má
gleyma skólum, unglingum og vímu-
efnum, það eru allt vinsæl ráðstefnu-
efni.
Allt er þetta auglýst skilmerkilega
og fólk hvatt til að sækja þessa
merku fundi, greiða fyrir það nokkur
þúsund krónur og fá fyrir það möpp-
ur og veitingar. Ekki er alls kostar
ljóst hvað út úr öllum þessum fund-
um og ráðstefnum kemur. Þama er
þó mikill efniviður á ferðinni. Því
mikið er talað og mikil speki kemur
fram sem færi annars framhjá þeim
sem sitja alla þessa fundi. Hverfm-
þetta allt í gleymskunnar dá? Eru
fyrirlestrarnir kannski á Netinu? Er
sagt frá þessu öllu í fjölmiðlum? Er-
um við kannski að missa af einhverju
ef við erum ekki með?
Eflaust er það svo. En er þetta
ekki orðið of mikið? Eða sækja marg-
ir alla þessa fundi og sitja þar allan
tímann opinmynntir og nema spek-
ina? Hvernig væri að efna til ráð-
stefnu um ráðstefnur? Fá fyrirlestra
um þýðingu ráðstefna eða þýðingar-
leysi? Ræða hverjir sitja svona fundi,
hversu margar (tapaðar?) vinnu-
stundir fara í ráðstefnur, hvernig á að
halda ráðstefnu, hvað á að koma út úr
þeim og hvar á að koma niðurstöðun-
um á framfæri. Þama þyrfti líka að fá
sérfræðing til að tala um hvernig á að
sitja ráðstefnu og vera þátttakandi.
Síðan mætti kanna í svo sem hálft eða
heilt ár hversu margir sitja allar ráð-
stefnur á þeim tíma og spyija hvað
hafi gagnast þeim. Vantar ekki alltaf
efni til að fjalla um á ráðstefnum?
Efnum því til ráðstefnuráðstefnu.
Verðleggjum hana nógu hátt. Fáum
útlendan fyrirlesara. Höfum góðan
mat. Búum til flottar möppur. Höld-
um hana úti á landi. Endum með létt-
um veitingum eða þungum. Og
ákveðum svo að hittast að ári á næstu
ráðstefnuráðstefnu því þær hljóta að
verða árlegar upp frá þessu. Og helst
annað hvert ár í útlandinu.