Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 n——■—■————^— UMRÆÐAN Leikur að lífí SIGMAR B. Hauks- son, formaður Skot- veiðifélags Islands, sendir mér tóninn í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið 9. nóv. vegna greinar sem ég skrifaði um rjúpnaveið- ar 2. nóv. sl. Tónninn í þessari grein hans ber vott um sjálfumgleði, eins og hann einn viti skil góðs og ills. Rökin sem hann færir fyrir 'TT;koðunum sínum eru ekki upp á marga fiska. Ég vil nú ræða stutt- lega helstu atriði þess- arar greinar. Hann tal- ar í upphafi um smekklausar árásir mínar á skotveiðimenn og að þeir hafi oftar en einu sinni þurft að þola svívirðingar af minni hálfu, en nú keyri um þverbak „því að presturinn gefur í skyn að veiðar séu ekki Guði þóknanlegar". Ég veit ekki hver guðsmynd Sigmars er, en mín guðs- mynd er af kærleiksríkum Guði og miskunnsömum sem elskar öll sín börn og sköpunarverk sitt. Þennan Guð hefur Jesús Kristur birt okkur. Hann segir: „Allt sem þér gjörið ein- minna minnstu bræðra það hafið þér og mér gjört“. Hveijir eru minnstu bræður okkar mannanna fremur en dýrin, sem okkur ber skylda til að virða og fara vel með? Næst minnir hann á að presturinn hafi litla þekkingu á skotveiðum. Að vissu leyti er það alveg rétt. Ég hef aldrei snert byssu á ævinni, því að ég hefi frá barnæsku haft andúð á veið- um, ekki síst tilgangslausum veiðum, sem ekki eru sprottnar af þörf til að afla sér fæðu, en rjúpnaveiðar eru leikur skotveiðimanna að lifi, þján- Vngum og dauða saklausra dýra Þá kemur Sigmar að „klerki í klípu“ og telur klerkinn afar óhepp- inn í tilvitnunum um árásir á skot- veiðimenn. Ég man ekki nákvæm- lega hvað ég skrifaði þá, en minnti á orð Alberts Schweitzers um lotningu fyrir lífinu eins og Sigmar segir. Síð- an koma afar ósmekkleg og niðrandi orð um Albert Schweitzer. Sigmar segir: „Ég hefi frekar takmarkað álit á Albert Schweitzer. Hann leit á skjólstæðinga sína af ýmsum kyn- þáttum þjóða Afríku sem hálfgerð börn og einfeldninga. Ýmsir guð- fræðingar nútímans og afrískir menntamenn hafa tekið svo djúpt í árinni að kalla Schweitzer málsvara -uíýlendukúgara, sem taldi svarta kynstofninn þeim hvíta óæðri“. Fyr- ir þessi orð má Sigmar blygðast sín. Albert Schweitzer var einn merk- asti, fórnfúsasti og gáfaðasti hæfi- leikamaður þessarar aldar, sem bar ótakmarkaða lotningu fyrir sköpun- arverki Guðs og hlynnti að hijáðum bræðrum og systrum og málleys- ingjum inni í myrkvið- um Afríku og flutti þeim boðskapinn um Frelsarann. Þar dvald- ist hann í fjölmörg ár við erfitt en frábært starf, þó honum byðist frami í Evrópulöndum. Þá kemur að næstu millifyrirsögn Sigmars: „slæm guðfræði". Ég nefiidi grein mína: „Lítið til fugla himins- ins“ og vitna þar í orð Krists. Um þetta segir Sigmar: „að það komi sér verulega á óvart, hvað hinar guð- fræðilegu útskýringar sr. Ragnars á Biblíunni séu gloppóttar og einfeldn- ingslegar". Hvað er maðurinn að fara? I þessari örstuttu grein er ég Rjúpan Sá veiðiskapur eða slátrun sem ég er að mótmæla, segir Ragnar Fjalar Lárusson, er óþörf, ójafn og ódrengi- legur leikur að lífí. ekki að ræða guðfræði eða biblíu- skýringar, það á hver sæmilega greindur maður að sjá, en það virðist fara fram hjá Sigmari. í greininni er ég einungis að „skjóta á“ skotveiði- menn og ijúpnaskyttur föstum skot- um, slík fyrirbæri, sem þeir eru, eru hvergi nefnd í Biblíunni svo það þarf engar biblíuskýringar að hafa um þá. En svo fer Sigmar allt í einu að tala um dæmisögu, hann segir: „í dæmi- sögunni er Kristur ekki að tala um rétt manna til veiða". Um hvaða dæmisögu er Sigmar hér að tala? Veit hann ekki að þau orð sem hann vitnar til um fugla himinsins og þau orð sem á eftir fara eru úr Fjallræðu Jesú, og hún hefur aldrei fyrr í mín eyru verið nefnd dæmisaga. Þetta er döpur þekking á Biblíunni. Sigmar segir: „Sr. Ragnar virðist tapa sjón- ar á því að við lifum ekki án þess að svipta plöntur og dýr lífi“. Vissulega er mér þetta fullkomlega ljóst. Þetta er sú nauðung sem við lifum við með- an við gistum þessa jörð og þann kross verðum við að bera. En það sem ég er að mótmæla er sá veiði- skapur eða slátrun sem er óþörf, ójafn og ódrengilegur leikur að lífi. Sigmar virðist halda að hann sé að þjóna Guði og náttúruskoðun sinni með því að skjóta, kvelja, drepa á leið sinni um fagra og heillandi nátt- úru. „Skotveiðar eru útivist með til- gangi“ segir hann. Er Sigmar virki- lega að halda því fram að þeir sem hafa yndi af því að fara um víðerni landsins í friði og sátt við náttúruna gerijiað í tilgangsleysi? „Eg fer aldrei svo á veiðar að ég finni ekki návist skaparans," segir hann. Er það ekki furðuleg opinber- un á sálarlífi eða undarleg réttlæting að finna til návistar skaparans og væntanlega vilja hans, þegar hann fer út í náttúruna með alvæpni til að gera sér leik að því að drepa smá- fugla? Þar leggst lítið fyrir kappann. Þetta er dapurleg játning og slæm guðfræði. Til þess að afsaka gerðir sínar hafa skotveiðimenn sett sér siðaregl- ur sem ógerlegt er að halda. Kjarni þeirra er á þessa leið, skv. orðum Sigmars: „Þá er veiðidagur góður, þegar hóflega er veitt með talsverðri líkamlegri áreynslu og sært dýr ligg- ur ekki að kvöldi“. Þó að ég viti lítið um skotveiðar, þá segir heilbrigð skynsemi mér að það er útilokað að ætla sér að staðhæfa að aldrei liggi sært dýr að kvöldi. Slík staðhæfing fær ekki staðist. Auðvitað liggja margar helsærðar og deyjandi rjúp- ur að kveldi eftir slíkan atgang sem rjúpnaveiðar eru á íslandi, Ég ætla að Ijúka þessum orðum mínum með því að vitna til viðtals við Bubba Morthens, sem var skotveiði- maður og rjúpnaskytta um langt skeið. Viðtalið er í „Séð og heyrt“ sem út kom um daginn. Þar segir Bubbi: „Ég fékk bara nóg og seldi byssurnar. Ég var að veiða fyrir vestan og særði rjúpu og þurfti að elta hana inn í kjarr. Hún komst í burtu frá mér og ég heyrði hræðslu- hljóðin í henni. Þá skaut ég hana þar sem hún var að hlaupa en hún var ekki ennþá dauð, þegar ég tók hana upp. Rjúpan náði augnsambandi við mig og þá var mér hugsað til þess hvað ég væri eiginlega að gera. Ég var að ganga um í stórbrotnu lands- lagi og drepa eina lífið sem ég sá. Ég var búinn að skjóta rjúpu í svo mörg ár og þarf ekki að gera það lengur og ég er mjög sáttur við það ... og er það ekki eitt af gullunum í lífi manns, þegar maður uppgötvar að það er ekkert gaman að drepa líf með heitu blóði?“ Þetta er vel sagt og mætti fara sem víðast og flestir heyra. Gott væri að formaðurinn og fé- lagar hans færu að dæmi Bubba. Ég ætla að bæta því við kvöldbænir mín- ar að svo megi verða. Ég þakka Sigmari fyrir þá uppástungu að skot- veiðimenn biðji fyrir mér, því að bænin er vissulega máttugt afl. Höfundur er prestur. Ragnar Fjalar Lárusson Bágindi blaða- mennskunnar BLAÐAMANNASTÉTTIN ís- lenska er ein starfsstétta hérlendis án reglubundins aðhalds og eftir- lits sem miðar að því að skila al- menningi betri þjónustu. Og þeir sem höfuðábyrgðina bera, blaðamenn sjálf- ir og ritstjórar, virð- ast hæstánægðir með stöðu mála. Starfsleg úrkynjun blasir við þeirri stétt sem hefur það hlutverk að standa vörð um mál- frelsi og upplýsta þjóðfélagsumræðu. í leiðara Morgun- blaðsins frá 7. nóv- ember er fjallað um orð forsætisráðherra á fundi með sagn- fræðingum í vikunni áður um griðabanda- lag fjölmiðla. „En er til griðabandalag á milli fjölmiðla? Frá sjónarhóli Morgun- blaðsins er skýringin á því, að fjöl- miðlar gera lítið af því að gagn- rýna fagleg vinnubrögð hver annars þessi: veruleikinn er sá, að hver fjölmiðill um sig og þar á meðal Morgunblaðið á fullt í fangi með að halda uppi viðunandi fag- legum vinnubrögðum á eigin vett- vangi. Það er því hætt við að þeir, sem taka upp á því að gagnrýna aðra á þeim forsendum, séu að kasta grjóti úr glerhúsi. Þetta er áreiðanlega meginskýringin á því að svo lítið er um innbyrðis gagn- rýni á milli fjölmiðla." Ef sama röksemdafærsla væri notuð á stjórnmál ætti stjórnar- andstaðan ekki að gagnrýna ríkis- stjórnina. Ríkisstjórnir hvers tíma eiga jú fullt í fangi með að halda uppi réttu og góðu stjórnarfari og stjórnarandstaðan kastaði grjóti úr glerhúsi ef hún leyfði sér að gagnrýna stjórnina í dag því hún var ríkisstjórnin í gær og gæti far- ið á ný í stjórn á morgun. Vísindi og fræði yrðu ekki stunduð ef rök Morgunblaðsins væru tekin gild. Framþróun vís- inda byggist á að fyrri aðferða- fræði og niðurstöður eru gagn- rýndar. Þar með er ekki sagt að gagnrýnin sé ávallt réttmæt, frem- ur en gagnrýni stjórnarandstöðu á stjórn. Gagnrýni er tilraun til að bæta það sem fyrir er. Og oftast þarf margar tilraunir til að bæta úr ríkjandi ástandi, hvort heldur það er í stjórnmálum, vísindum eða - hjálpi okkur - blaða- mennsku. Þegar háborg íslenskrar blaða- mennsku gefur það út að íslensk blaðamennska geti ekki haldið úti gagnrýni á sjálfa sig vegna þess að hún er svo léleg þá eru höfð enda- skipti á sannleikanum. íslensk blaðamennska er í kreppu vegna þess að stéttin sjálf og forráðamenn fjöl- miðla eru í þegjandi samkomulagi um að grið skuli haldin og fjölmiðlagagnrýni höfð í lágmarki. í gagnrýnislausu andrúmslofti íslenskr- ar blaðamennsku verða atvik sem minna á þjóðfélags- gerð austantjaldsríkj- anna fyrrum. Föstudaginn 3. nóv- ember sl. er frétt í Morgunblaðinu frá Noregi um ærumeiðingarmál sem blaðamaður Kapital höfðaði á hendur Dagens Útgáfa * I gagnrýnislausu and- rúmslofti íslenskrar blaðamennsku, segir Páll Vilhjálmsson, verða atvik sem minna á þjóðfélagsgerð austan- tjaldsríkjanna fyrrum. Næringsliv. í fréttaskýringu Dag- ens Næringsliv hafði blaðamaður Kapital verið sakaður um að hafa „skrifað upp“ hlutabréfaverð nokkurra fyrirtækja og mögulega hagnast á iðjunni. Hversu oft hefur Morgunblaðið fjallað um stöðu íslenskra blaða- manna gagnvart hlutabréfamark- aðinum? Nú er viðurkennt að Fjármálaeftirlitið hefur haft fjöl- miðla til athugunar vegna gruns um innherjasvik. Morgunblaðið telur óhætt að fjalla um blaðamannasiðfræði í Noregi en heykist á því að segja lesendum sínum frá því sem hlýtur að vera þeim hugstæðara, þ.e. blaðamannasiðum á íslandi. Morgunblað, hvar er kjarni málsins? Höfundur er fjölmiðlafræðingur. Páll Vilhjálmsson Góð ráð dýr FRAMBJÓÐANDI demókrata sigrar andstæðing sinn úr flokki repúblikana í -/Ursetakjöri með 250.000 atkvæða mun, en demókratann vant- ar þó herzlumuninn í kjörráðinu. Atkvæða- talningin í Flórída er í uppnámi (og óvíst um úrslit í Óregon, þótt það skipti ekki sköp- um). Demókratinn hefur einnig fengið fleiri atkvæði í Flór- ída að beztu manna Þorvaldur yfirsýn, en repúblik- Gylfason anar gera eigi að síð- ''ítr tilkall til sigurs þar, enda myndi sigur í Flórída duga fram- bjóðanda repúblikana til sigurs í kjörráðinu og tryggja honum for- setaembættið. Vandinn er sá, að framkvæmd kosningarinnar í Flór- ída var meingölluð og grunsemdir eru uppi um kosningasvindl á báða bóga. Báðir flokkar senda lögfræð- rísgasveitir sínar á vettvang til að gæta hagsmuna sinna. Urslit ráðast þó ekki og spennan og óvildin magnast dag frá degi, því að hvorugur flokk- urinn vill vægja fyrir hinum, enda var kosn- ingabaráttan óvenju- lega hörð og hatröm. Dagarnir líða og á til- skildum degi í desem- ber, þegar kjörmenn eiga að kjósa nýjan forseta samkvæmt stjórnarskrá, eru úr- slitin enn óráðin. Nú eru góð ráð dýr. Þetta gerðist í Bandaríkjunum árið 1876. Hvað gerðist næst? Flokk- arnir tveir komu sér í lok janúar 1877 saman um, að Bandaríkjaþing setti á laggirnar sérstaka kjör- nefnd til að gera út um málið, þótt úrskurðarvald þingsins í málinu orkaði tvímælis að dómi þingsins sjálfs. Urskurður nefndarinnar skyldi vera endanlegur, nema hon- um væri hafnað í báðum deildum þingsins. Þessi lausn varð ofan á gegn vilja frambjóðanda repúblik- ana, Rutherford B. Hayes, en frambjóðandi demókrata féllst á hana með semingi. Samkomulagið fól í sér, að í nefndina voru skipað- ir 15 menn, átta úr flokki repúblik- ana og sjö úr flokki demókrata. Nefndin afgreiddi málið eftir flokkslínum og felldi þann úr- skurð, að Hayes, sem tapaði kosn- ingunum og Flórída, skyldu dæmd öll kjörmannaatkvæðin, sem ágreiningur var um, og þá um leið forsetaembættið með eins atkvæð- is mun í kjörráðinu. (Styrrinn stóð raunar ekki aðeins um Flórída og Óregon, heldur einnig Lousiana og Suður-Karólínu.) Þingið staðfesti þennan úrskurð 2. marz 1877 og Hayes sór embættiseiðinn daginn eftir án viðhafnar. Það var heitt í kolunum þessar vikur: landið rambaði á barmi nýrrar borgara- styrjaldar, en frambjóðandi demó- krata, sigurvegarinn í kosningun- um, lagði sig fram um að stilla til friðar. Það tókst. Hvers vegna sættu demókratar sig við þessa lausn? Nú þykknar þráðurinn. Fulltrúar beggja fram- bjóðenda héldu fund á Wormley- hótelinu í Washington, D.C. 26. febrúar og gerðu með sér svofellt Forsetakosningar Meingallaðar kosning- ar. Þorvaldur Gylfason rifjar upp atburði, sem gerðust 1876. samkomulag: Demókratar afsöluðu sér forsetaembættinu til repúblik- ana gegn loforði repúblikana um það, að forseti þeirra drægi her- sveitir ríkisins til baka frá suður- ríkjunum, en þar höfðu þær verið hafðar til að halda friðinn og vernda blökkumenn gegn þelhvít- um þrælahöldurum frá lokum borgarastyrjaldarinnar 1865. Auk þess lofuðu repúblikanar að hætta afskiptum ríkisstjórnarinnar af „innanríkismálum" suðurríkjanna og taka tilboði demókrata um að deila heldur ávöxtunum af stjórn- arháttum þar suður frá milli flokk- anna. Þar að auki átti forsetinn nýi að skipa einn ráðherra úr hópi suðurríkjademókrata í ríkisstjórn sína og veita fúlgum fjár til járn- brautarlagningar um suðurríkin, en þau voru enn í sárum eftir borgarastyrjöldina 1861-1865. Demókratar í norðurríkjunum tóku þessu samkomulagi ekki vel. Margir repúblikanar voru einnig ósáttir. Samkomulagið var haldið. Ýmsum fannst Hayes forseti ekki bera sitt barr eftir þessi málalok. Andstæðingar hans brigzluðu honum um að hafa stolið forsetaembættinu. Það var þung raun fyrir mann, sem hafði sett baráttu gegn spillingu á oddinn í kosningabaráttu sinni, enda hafði spilling einkennt forsetatíð forvera hans og flokksbróður, Ulysses Grant. Hayes hélt baráttu sinni gegn spillingu áfram í Hvíta hús- inu og beitti sér fyrir því, í óþökk margra flokksbræðra sinna, að embætti á vegum rikisins væru veitt fyrir verðleika frekar en flokkshollustu. Hann var virtur lögfræðingur, frá Ohio, og hafði tekið að sér að verja þræla, sem höfðu flúið húsbændur sína í suð- urríkjunum. Hayes bauð sig ekki fram að nýju eftir fjögur ár í emb- ætti. Þá var James Garfield, flokksbróðir Hayes, kjörinn forseti með mestu naumindum, en hann var skotinn til ólífis nokkrum mán- uðum eftir embættistökuna 1881. Morðinginn var vonsvikinn flokks- maður, sem taldi sig hafa átt rétt á skipun í embætti. Skömmu síðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.