Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMIMU- AUGLÝSINGAR Atvinna Rafmagnsverkfræðingur- Rafmagnstæknifræðingur Staða tæknimanns á rafeindadeild RARIK í Reykjavík er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Starfssvið • Framkvæmdir og rekstur á fjargæslu- og fjarmælikerfi FIARIK • Vinna við gagnagrunna og gagnaúrvinnslu • Umsjón með hugbúnaðarkerfum rafeindadeildar Menntunar-og hæfniskröfur • Tæknifræði- eða verkfræðimenntun • Góðir samstarfshæfileikar og skipulögð vinnubrögð • Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt Nánari upplýsingar veita deildarstjóri rafeinda- deildar Valdimar Gunnarsson í síma 560 5660 og starfsmannastjóri i síma 560 5500. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir fyrir 20. nóvember nk. RARIK Rauóarárstig 10 • 105 Reykjavík HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Móttaka og afgreiðsla eftir hádegi Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið óskar eftir að ráða starfsmann til starfa í afgreiðslu ráðuneytisins. Starfið felst í móttöku viðskiptavina, upplýsingagjöf, afgreiðslu starfsleyfa, vottorða og fjölritun auk annarra tilfallandi starfa. Við leitum að þjónustulipurri manneskju, sem á auðvelt með mannleg samskipti, er vön að vinna með aðstoð tölvu og hefur kunnáttu íensku og í einu Norðurlandamáli. í boði er lifandi og fjölbreytt starf í faglegu vinnuumhverfi. Laun eru skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember n.k. Gengið verður frá ráðningu fljótlega. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ MRI. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggurfyrir. Jóna Vigdís Kristinsdóttir veitir nónari upplýsingar, viðtalstímar eru frá kl. 10-13. Umsóknareyðublöð eru fyrirligg jandi ó skrifstofunni, sem er opin frá kl. 10-16 alla virka daga. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöðá heimasíðu www.stra.is. STRÁ'fehf. MV‘ WORLDWIDE Mðridnni 3-108 Reykjav(l< - tfrni 588 3031 - bréfilmi 588 3044 Fagmennskan í fyrirrúmi KÓPAVOGSBÆR Frá Lindaskóla Starfsmann vantar í Dægradvöl. Laun samkv. kjarasamningum Starfsmanna- félags Kópavogs og Launanefndar sveitar- félaga. Upplýsingar gefur Gunnsteinn Sigurðsson skóla- stjóri (síma 554 3900 eða 861 7100 Trésmiður — 1000 þjala smiður Opinbera stofnun vantartrésmið eða annars konar iðnaðarmann úr byggingariðnaðinum til að annast ýmiss konar viðhald og endurbæt- ur á byggingum stofnunarinnar. Mötuneyti á staðnum. Þeir, sem áhuga hafa, sendi upplýsingar um sig, ásamt nafni og símanúmeri, til auglýsinga- deildar Mbl., merktar: „1000 þjala smiður." Öllum umsóknum verður svarað. Tannlæknastofa Aðstoðarmaður tannlæknis óskast í 40—60% starf eftir hádegi. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „T—10329" ATVINNA ÓSKAST Húsasmiður á besta aldri óskar eftir atvinnu á höfuðborgar- svæðinu, helst innivinnu. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „H - 10326". Húsasmíðameistari með fjóra smiði í vinnu óskar eftir undirverk- tökum hjá stærri verktökum eða verkefnum. Upplýsingar gefur Steinþór í síma 897 5347. ATVINNUHÚSNÆÐI Iðnaðarhús á Hvammstanga til sölu Undirrituðum lögmanni hefur verið falið að annast sölu á fasteigninni Hafnarbraut 7, Hvammstanga, sem er 342 fermetra steypt iðnaðarhúsnæði á Hvammstanga frá árinu 1980. Húsið hefur verið nýtt undir mjölvinnslu en ýmislegt annað kemur einnig til álita. Allar nánari upplýsingarfást hjá undirrituðum á Húnabrat 19, Blönduósi, eða í síma 452 4030. Stefán Ólafsson hdl. ÝMISLEGT Gamlir íþróttamunir KR-ingar og aðrir velunnarar, við leitum að reimuðum fótboltum, nál, fótbolta- skóm með negldum tökkum eða reimum undir skónum (og lesta). Gömlum skíð- um með bindingum, stöfum og öðrum íþróttabúnaði fyrri tíma. Þeir, sem eiga eitthvað af fyrrnefndum hlutum í sínum fórum og eru til í að láta þá af hendi, eru beðnir um að hafa samband við Örn Steinsen í síma 510 5305 eða Mörtu Sverrisdóttur í síma 510 5314. Hvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar verður haldinn i Valhöll, Háaleitisbraut 1, í kvöld, 15. nóvember árið 2000, kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. „Hvernig heilbrigðisþjónustu viljum við?" Gestur fundarins, Ásta Möller alþingis- maður. 3. Umræður. Stjórnin. FÉLAGSSTARF Aðalfundur Adalfundur Félags sjálfstæðismanna f vestur- og miðbæ verður haldinn í Valhöll miðvikudaginn 22. nóvember og hefst kl. 18.00. Stjórnin. TIL SÖLU - ............... \ Atvinnutækifæri — fasteignasala til sölu Af sérstökum ástæðum er til sölu fasteignasala sem er miðsvæðis í Reykjavík. Góður tækjabú- naður og góð vinnuaðstaða. Mikið af eignum á skrá. Fyrirtækið í góðu leiguhúsnæði með hag- stæðan leigusamning. Mjög hagstætt verð. Áhugasamir leggi nafn sitt og símanúmer inn á augl.deild Mbl. fyrir kl. 12 á föstudag 17.11, merkt „Atvinnutækifæri — 10330". .. Til sölu járnsmíða- og viðgerð- arverkstæði Fyrirtæki í járnsmíði og viðgerðum er til sölu. Um er að ræða áhöld og vélar. Fyrirtækið er í leiguhúsnæði. Upplýsing- ar gefur Fjárráð ehf., sími 565 5576. TILBOÐ/ÚTBOÐ s m á r a I i n d Smáralind — Debenhams innanhússfrágangur Verktakar, sem áhuga hafa á að taka þátt í for- vali fyrir lokað útboð Baugs hf. og Smáralindar ehf. á innanhússfrágangi Debenhams deildar- verslunar í versiunarmiðstöðinni Smáralind í Hagasmára 1 í Kópavogi, eru beðnir að senda helstu kennitölur rekstrar og upplýsingar um verk síðustu 3 ára til: Byggingarstjórn Smáralindar, Hæðasmára 6, 200 Kópavogi. Fax 554 6957. Allt að fimm bjóðendum verður gefinn kostur á að bjóða í verkið. Gögnin þurfa að berast Smáralind eigi síðar en 17. nóvember 2000. Verslunin er um 5.400 m2 á þremur hæðum, verkið felst í að klára allan innanhússfrágang, loftræsingar, vatns- og þrifalagnir, vatnsúða- kerfi og raflagnir. Verkið hefst 5. janúar 2001 og lýkur 3. ágúst 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.