Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Poppað í
Ólafs-
víkur-
kirkju
Ólafsvík - Söngur og gleði ríktu í
Ólafsvíkurkirkju þegar haldin var
svokölluð poppmessa sl.
sunnudagskvöld. Hátt á þriðja
hundrað manns mættu til messu
sem lætur nærri að vera um
þriðjungur sóknarbarna í Ólafs-
vik. Hefðbundnum messuliðum
var haldið og þeir klæddir nýju
formi. Söngur var einnig með
léttara sniði en var sem fyrr í
höndum Kirkjukórs Ólafsvíkur.
Nokkrir úr röðum kórsins stigu
fram og sungu cinsöng. Kirkju-
bandið annaðist undirleik við at-
höfnina og tóku kirkjugestir virk-
an þátt í messunni. Væntanleg
fermingarbörn lásu ritningarlest-
ur og léku guðspjall sunnudagsins
fyrir viðstadda. Sóknarpresturinn
séra Óskar Hafsteinn Óskarsson
prédikaði og þjónaði fyrir altari.
Að messu lokinni var kirkjugest-
um boðið að þiggja kaffi, djús og
popp í safnaðarheimilinu.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Lista-
verk
náttúr-
unnar
Fagradal - Listaverk
náttúrunnar eru viða.
Þegar fréttaritari
Morgunblaðsins var á
ferð um Mýrdalinn um
síðustu helgi sá hann
fallegar ísmyndir þar
sem vatn hafði fokið á
sinustrá og frosið á
þeim í miklu roki og
frosti sem var á sunnu-
dagsmorgun. Um há-
degi var sólin farin að
skína á klakastráin og
glampaði þá mjög fal-
lega á þau eins og sést
á myndinni.
Andstæðingar brúarstæðis afhenda
bæjarstjórn Austur-Héraðs áskorun
Deilur magnast um nýtt
brúarstæði á Eyvindará
Egilsstöðum - Deilur um nýtt
brúarstæði yfir Eyvindará hafa
nú staðið um 25 ára skeið, en
ákvörðun um staðsetningu liggur
fyrir og mun eiga að gefa út
byggingarleyfi vegna nýrrar
brúar í vikunni.
A hádegi á mánudag var bæjar-
stjóra Austur-Héraðs afhent eftir-
farandi áskorun 125 einstaklinga
vegna Seyðisfjarðarvegar og nýs
aðalskipulags: „Við undirritaðir
íbúar Austur-Héraðs krefjumst
þess að framkvæmdaleyfi vegna
byggingar nýrrar brúar á Seyðis-
fjarðarvegi yfir Eyvindará verði
ekki veitt fyrr en íbúar sveitarfé-
lagsins hafa fengið tækifæri til að
gera athugasemdir við nýtt aðal-
skipulag fyrir Egilsstaði sem er í
vinnslu hjá bæjarfélaginu.
í ljósi breyttra lífsgilda, þróun-
ar íbúðarbyggðar, aukinnar um-
ferðar og þungaflutninga og ekki
síst vegna yfirlýstrar umhverfis-
stefnu Austur-Héraðs, teljum við
brýnt að núverandi Seyðisfjarðar-
vegur verði ekki stofnbraut í
íbúðabyggð. Ekki verður heldur
séð að skipulag íbúðasvæðanna
meðfram Seyðisfjarðarvegi geri
ráð fyrir að hann sé stofnbraut,
m.a. vegna nálægðar íbúðarhúsa
við veginn.
Bæjaryfirvöld hafa ekki skýrt
með viðhlítandi hætti hvernig um-
hverfisþættir sem lúta að hljóð-
mengun, umferðarhraða og að-
komuleiðum bæjarbúa að
einhverju áhugaverðasta útivist-
arsvæði landsins í þéttbýli, Sel-
skógi, verða leystir, svo ekki sé
talað um hin sjónrænu áhrif sem
svo mikil brú, sem þarna er fyrir-
huguð, mun hafa á Eyvindarárg-
il.“
Telja skipulagi ábótavant
Að sögn Þorbjörns Rúnarsson-
ar, talsmanns hópsins sem afhenti
áskorunina, er samþykktu skipu-
lagi verulega ábótavant, þar sem
bæði nýbyggingar og hljóðmön
við Seyðisfjarðarveg eru ekki
nægjanlega fjarri stofnbraut, eða
ekki nema 17 metra. Byggingar-
eglugerð kveður á um að lágmark
30 metrar skuli vera frá miðlínu
stofnbrautar að mannvirkjum.
Sama muni verða uppi á tening-
num við byggingu nýs hverfis við
Þverkletta, þ.e. að gatan Litlu-
skógar muni ekki standast fyrr-
greinda reglu. Vegagerð ríkisins
hefur gert skriflega athugasemd
við hljóðmönina.
Hitt brúarstæðið sem talið hef-
ur verið koma til greina, er við
svokallað Melshorn, og myndi þá
umferð vera beint framhjá þétt-
býliskjamanum á Egilsstöðum, en
samkvæmt samþykktri tillögu fer
umferðin eftir Seyðisfjarðarvegi
og um Fagradalsbraut gegnum
miðbæ Egilsstaða, svo sem nú er.
Morgunblaðið/Eldsmiðurinn
í vikunni voru heimafólki kynntar teikningar að þessu 2400 fermetra
húsi sem mun hýsa, auk framhaldsskólans, bókasafn Hornfirðinga og
framhaldsskólans ásamt Nýheijabúðum.
Nýr framhalds-
skóli á Hornafírði
Höfn - Loksins sjá Hornfirðingar
fyrir endann á langþráðum draumi
um að nýr framhaldsskóli rísi á
Höfn. Hann verður í nýju húsi
Nýheima í miðbæ Hafnar.
I vikunni voru heimafólki kynnt-
ar teikningar að þessu 2400 fer-
metra húsi sem mun hýsa, auk
framhaldsskólans, bókasafn Horn-
firðinga og framhaldsskólans ásamt
Nýherjabúðum. Framhaldsskólinn
verður í um 1200 fermetra hús-
næði, aðallega á efri hæð hússins.
Gert er ráð fyrir að um 120 nem-
endur geti stundað nám við skól-
ann og verður öll aðstaða nemenda
og starfsfólks eins og best sverður
á kosið.
Á neðri hæðinn verður bókasafn
og upplýsingamiðstöð á um 400 fer-
metra svæði og Nýherjabúðir í um
400 fermetrum, þar verður meðal
annars til húsa Austurlandssetur
Háskóla íslands.
í húsinu verður salur sem tekur
um 100 manns í sæti og verður
hann nýttur fyrir skólann en einnig
er hann mjög hentugur fyrir ýmiss
konar ráðstefnur og fundi.
Kaffistofa verður á neðri hæðinni
og opið svæði sem gert er ráð fyrir
að hægt verði að nota fyrir ýmiss
konar sýningar og uppákomur.
Nýheimar
vekja athygli
Nýheimar hafa vakið mikla at-
hygli meðal ráðamanna landsins og
varð þessi hugmynd Hornfirðinga
til þess að ríkið féllst á að hefja
byggingu nýs framhaldsskóla en sú
umræða hefur staðið yfir í allmörg
ár. Hugmyndin að Nýheimum er
allnýstárleg en hefur verið í þróun
síðastliðin tvö ár. Þai- er komið
saman undir sama þaki unga fólk-
inu sem er að mennta sig, aðstöðu
fyrir fólk til að koma af stað ýms-
um nýsköpunarfyrirtækjum, öflugu
bókasafni og upplýsingamiðstöð.
Arkitektar að húsinu er arkitekt-
astofan Gláma-Kím og einnig kem-
ur Hönnun að ýmsum þáttum.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra tók skóflustungu að húsinu
síðastliðið vor og gert er ráð fyrir
að fyrstu útboð fari fram í byrjun
næsta árs. Byrjað verði að byggja
vorið 2001 og húsið verði fullbúið í
ágúst 2002.