Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ r Afþreying í Ameríku Allurþessi álitsgjafafiöldi hefurbreytt kosningum (og stjórnmálum yfirleitt) í eitthvað sem maðurhorfirá í sjónvarpinu. Stjórnmál eru orðin að afþreyingarefni. Það hafa verið uppgrip hjá álitsgjöfum í Bandaríkjunum (og reyndar víðar) und- anfarið. Þeir hafa líklega á undanförnum vikum og mánuðum haft upp sem svar- ar margra ára launum fyrir að koma fram í sjónvarpi. Allt út af nýafstöðnum forsetakosning- um. Starf álitsgjafans í banda- rískum fjölmiðlum er athyglis- vert. Þetta er fólk sem ýmist vinnur sem fréttaskýrendur hjá fjölmiðlun- um, eða er fengið utan VIÐHORF Eftir Kristján G. úr bæ til að Arngrímsson ... , utskýra nan- ar eitthvað sem er í fréttum. Til dæmis: Hvaða áhrif hefur nýi rakspírinn hans Gores á eldri kjósendur í Flórída, sem eru lykillinn að sigri hans - hann verður (og hér kemur yfir- veguð og brúnahnyklandi áhersla á ,,verður“) að vinna sér stuðning þessara kjósenda eigi hann að eiga nokkra möguleika í kosningunum. En eitt helsta einkennið á starfi þessara álitsgjafa - sem eru auðvitað aldrei kallaðir ann- að en „fréttaskýrendur" af því að það er svo miklu sennilegra - er að um leið og þeir hafa lok- ið máli sínu eru orð þeirra gleymd og „skýringar“ þeirra gufaðar upp og þeir geta án þess að depla auga haft aJlt aðra „skýringu" á takteinunum hálftíma síðar. Það eru einkum sjónvarps- stöðvar sem senda út fréttir all- an sólarhringinn, til dæmis CNN, sem þurfa á að halda starfskröftum þessarar nú vin- sælu starfsstéttar. Og þarna er reyndar komin í ljós ástæðan fyrir því hversu mikið er orðið að gera við álitsgjafir. Ástæðan er ekki sú, að það sé svo mikið í fréttum sem þurfi að útskýra, heldur er ástæðan sú, að það er svo mikið af fréttatímum sem þarf að fylla af tali. Og ástæðan fyrir því að það þarf að fylla svona mikið af fréttatímum er sú, að fréttir eru eitthvert ódýr- asta sjónvarpsefni sem til er - að framleiða tuttugu mínútur af fréttum kostar aðeins brotabrot af því sem það kostar að búa til einn þátt af Frasier. En hverjir eru það sem horfa á og hlusta á allt þetta tal? Það er sá hópur Bandaríkjamanna sem hefur áhuga á stjórnmál- um. (í þessum hópi eru senni- lega aðallega frétta- og stjórn- málamenn, því að kosninga- þátttaka í Bandaríkjunum beiidir til þess að almennir borgarar láti sig pólitík litlu varða). Þessi hópur er áreiðanlega mun minni en margir aðrir áhugahópar. Til dæmis er sá hópur Bandaríkjamanna, sem hefur áhuga á íþróttum, örugg- lega margfalt stærri. En hver var hinn meinti tilgangur með þessu óheyrilega magni af fréttaskýringum? (Annar en sá að fylla fréttatímana - það er allt of kaldranaleg útskýring til að maður geti leyft sér að hafa hana eina.) Væntanlega var til- gangurinn sá að upplýsa kjós- endur, gera þeim hægara um vik að vega og meta hvort þeir ættu að kjósa Bush eða Gore. Og jafnvel sá, að hvetja fólk til að taka þátt og greiða atkvæði - því að margir þessara álits- gjafa láta sem þeir hafi miklar áhyggjur af því hvað kosninga- þátttakan er lítil. En ef þetta er tilgangurinn þá hefur fréttaskýrendunum gáfulegu algerlega mistekist, því um leið og þeim hefur stöð- ugt fjölgað hefur kosningaþátt- taka stöðugt minnkað. Reyndar kann að vera að aukið framboð á umræðum um kosningar hafi breytt eðli kosningaþátttökunn- ar, og að nú taki sífellt fleiri þátt í kosningum með því einu að horfa á þær - það er að segja, með því að horfa á annað fólk tala um þær. Þannig getur verið að álitsgjafarnir séu sjálf- ir hluti af ástæðu þess sem þeir (segjast) hafa svo miklar áhyggjur af. Allur þessi álitsgjafafjöldi hefur þannig breytt kosningum (og stjórnmálum yfirleitt) í eitt- hvað sem maður horfir á í sjónvarpinu. Stjórnmál eru orð- in að afþreyingarefni. Þau eru ekki lengur eitthvað sem maður tekur virkan þátt í. Þessar endalausu fréttskýringar höfða til áhorfenda með sama hætti og sjónvarpsþættir á borð við Vesturálmuna og kvikmyndir á borð við The Contender. Eins og annað afþreyingar- efni, sem kemur frá Banda- ríkjunum, hafa forsetakosning- arnar notið vinsælda um allan heim. íslenskir fjölmiðlar hafa ekki látið sitt eftir liggja að sjá hérlendu áhugafólki um stjórn- mál (stjórnmálamönnum og fréttamönnum, sbr. að ofan) fyrir stórum skammti, enda er þetta auðteldð og ódýrt. Að vísu kannski óljóst hversu mikinn áhuga íslenskir fjölmiðlaneytendur höfðu raunverulega á málinu (fyrir utan áðurnefnda áhugahópa), en það má auðvitað alltaf skáka í því skjólinu að þarna hafi verið um að ræða kosningar til valdamesta embættis í heiminum og því varði alla um framgang mála. Og það má til sanns vegar færa að embættinu fylgi völd (það er að segja, því fylgja yfirráð yfir máttugasta herafla sem nokkurn tíma hefur verið til i mannkynssögunni). En hvort það var Gore eða Bush sem vann mun litlu sem engu breyta. Framvinda mála verður sú sama í öllum helstu atriðum. Þannig eru það ekki afleiðingar kosninganna sem stjórnmála- og fréttamönnum finnst svo mikið um vert, heldur er það sagan sjálf sem heillar, persónurnar og leikmyndin; og þeir lifa sig inn í þetta, upptendraðir líkt og lítill drengur sem gleymir stund og stað þegar hann horfir í tuttugasta sinn á Bósa ljósár eiga í höggi við Surg. Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson Eitt af verkum Guðrúnar í Listasafni Kópavogs. Til móts við liðna tíð MYJVDLIST Listasafn Kópavogs LEIRLIST GUÐRÚN HALLDÓRS- DÓTTIR Til 26. nóvember. Oþið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11 -17. ÞAÐ er margt fallegt hægt að segja um verk Guðrúnar Halldórs- dóttur sem nú sýnir í Listasafni Kópavogs. Hún er leirlistarmaður sem hefur starfað í New Jersey síðastliðin tíu ár. Á sýningunni í Kópavogi eru nokkur mótíf sem hún endurtekur um alla sýninguna með eilitlum breytingum og ólíkum nöfnum, gjarnan úr norrænni goða- fræði. Flest verkin mótar hún, slíp- ar og sagbrennir, og gefur það þeim sérstæðan, þungan, svip með skellóttu, grábrúnu yfirborði sem glansar eins og gamall, áfallinn málmur. Mótífin sem eru mest áberandi eru torsi - búkar - kvenna, norræn skip og skip með farþegum, einum eða þrem. Búkarnir eru bosma- miklir og ávalir, handa- og haus- lausir, og skornir ofan við hné. Þeir minna því óneitanlega á Venusar- myndir fornaldar og forsögulegra tíma. Reyndar eru stytturnar eins og sambræðingur af Venusi frá Dittersdorf og Venusi frá Míló en gætu þó um leið verið úr fórum einhvers af módernistum milli- stríðsáranna. Hugmyndin er að ganga á vit hins frumstæða og laða fram hið dularfulla sem býr í forsögulegri formmótun. Og Guðrún sér í sam- spili mótífa sinna tengsl við hinn goðsagnalega hluta Eddukvæð- anna. Ef til vill er það fjarlægð hennar frá íslandi sem gerir henni kleift að nýta sér þessi fornu kvæði. Yfirleitt vefst það fyrir listamönnum hér að sækja sér efni í fornbókmenntirnar, hvort sem það er af ofurvirðingu þeirra fyrir þeim eða ótta við samanburðinn. Þessi vandi virðist ekki ásækja Guðrúnu. Hins vegar gengur hún trúlega alltof skammt í frumstæðri höfðun sinni. Verk hennar reynast helsti fáguð til að ná þeim áhrifum sem hún virðist sækjast eftir. Hér er auð- vitað við módernismann að sakast því að ásókn listamanna fyrr á öld- inni í forsögulega og frumstæða list varð smám saman til þess að fága yfirbragð hennar og ræna hana þeim broddi sem virkaði svo óræður og upprunalegur. Með fjöl- földun slíkra frumstæðra verka fyrir gallerimarkað stórborganna er orðið vonlaust að laða fram óvæntan kraft úr hinum frumstæða módernisma. Við erum fyrir löngu búin að sjúga allan safann úr slíkri mannfræðilegri formhyggju á sama hátt og við erum búin að siðvæða pálmastrendur fjarlægra eyjaklasa og gjörspilla þeim þannig með gegndarlausri túristamengun. Guðrún Halldórsdóttir þarf því að sækja mun lengra inn í frumið en hún gerir í verkum sínum í Kópavogi. Til að geta með raun- hæfu móti fengist við minni úr nor- rænu fornkvæðunum þarf hún að auka list sína að kynngikrafti svo hún virki eins heiðin og hún ætlar henni að vera. Reyndar var það frumkraftur þessarar forneskju sem Jón Leifs leitaðist við að ná í ómstríðum tón- verkum sínum. Ekkert minna dug- ar myndlistinni, enda er ekki ann- að að sjá en Guðrún búi yfir allri þeirri tækni sem til þarf til að ná slíkri fyrnsku. Halldór Björn Runólfsson Nýjar hljóðbækur • ÚT eru komnar fimm nýjar hljóðbækur undir heitinu „Hljóðbækur Hörpuútgáfunimr". Flytjendur og sögumenn: Heiðdis Norðfjörð og Bessi Bjarnason. Fyrir síðustu jól sendi Hörpuútgáfan frá sér þrjár hljóðbækur í þessum flokki: Sögur fyrir svefninn, Þjóðsögur og ævintýri og Jólasögur. í hverri öskju eru tvær snældur (lestur 3 klst). Lögð er áhersla á vandaðar þýðingar og flutning. Nýju hljóðbækurnar eru: Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren í þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur. Lesari er Bessi Bjarnason. Efni: Þegar Emil tróð höfðinu ofan í súpuskálina. Þegar Emil gerði þrjár hetjulegar tilraunir til að draga jaxlinn úr Línu. Þegar Emil setti allt svoleiðis á annan endann að maður getur varla sagt frá því. Tvær snældur með bráðskemmtilegu efni um prakkarann Emil í Kattholti. Ævintýri HC Andersen 1-2. Sögumaður er Heiðdís Norðfjörð. Efni: Ljóti andarunginn, Flibbinn, Kertaljósin, Murusóleyin, Svínahirðirinn, Penninn og blekbyttan, Silfurskildingurinn, Þumallína. Tvær snældur með völdum þekktum ævintýrum. Ævintýri HC Andersen 3-4. Sögumaður er Heiðdís Norðfjörð. Efni: Hans Klaufi, Tindátinn staðfasti, Nýju fötin keisarans, Grenitréð, Litla stúlkan með eldspýturnar, Koffortið fljúgandi, Prinsessan á bauninni, Eldfærin, Engillinn. Ævintýrin okkar I-2eftir Heiðdísi Norðfjörð. Lesari er Heiðdís Norðljörð. Efni: Ævintýri úr Dagdraumalandi, Er kötturinn með stél?, Má ég fara í sveit, Afmælisgjöfin, Sparigrísinn, Kalli huldustrákur, Tiiina, og fleiri sögur. Ævintýri frá annarri stjörnu l-2eftir Heiðdísi Norðfjörð. Lesari er Hciðdís Norðfjörð. Efni: Ævintýrastjömur, Astró og vinir hans, Skógarferðin, Vinur í neyð, Pabbi verður hræddur, Krummi króknefur, Allt verður gott á ný, og fleiri sögur. Útgefandi er Hörpuútgáfan, Akranesi. Hljóðritun og frágangur: Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Kápuhönnun: Halldór Þorsteinsson/Oddi hf. Teikningar: Brian Pilkington. margfaldaður Eddie KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin ilfabakka, Borgarbfó Akurejri og IVjja bfó K e f I a v í k Klikkaði prtífessorinn II: Klumpfjölskyldan „The Nutty Professor II: The Klumps“ ★ ★ Leikstjórn: Peter Segal. Handrit: Barry W. Blaustein og David Shef- field, ásamt Peter Segal. Aðal- hlutverk: Eddie Murphy, Eddie Murphy, Janet Jackson, Jamal Mix- on, Larry Miller. BANDARÍSKI grínleikarinn Eddie Murphy hefur einstaklega gaman af því að setja á sig þykk og mikil gervi í bíómyndum sínum. I Coming to America fór hann með nokkur ger- ólík hlutverk og var óþekkjanlegur í þeim og það sama er upp á teningun- um í framhaldsmyndinni Klikkaða prófessomum II: Klumpfjölskyld- unni. Hún er beint framhald geysi- vinsællar endurgerðar á gamalli grínmynd með Jerry Lewis og Eddie Murphy er í öllum helstu hlutverk- um og fer ágætlega með þau. Hann leikur klikkaða prófessorinn á ný, sem í þetta sinn hefur fundið upp formúlu fyrir yngingarlyf. Hann leikur Buddy Love, sem er sköpun- arverk prófessorsins, stórkostlegur villingur og sá eini í myndinni sem líkist Eddie Murphy. Hann er faðir prófessorsins, sem á við talsvert of- fituvandamál að stríða eins og aðrir í Klumpfjölskyldunni, einnig móðir hans og bróðir og meira að segja amma hans, bundin við hjólastól þegar hún er ekki að reyna við karl- menn. Handritið er einstaklega ómerki- legt og er að því leyti ólíkt handriti fyrri myndarinnar, sem byggðist á raunveralegum húmor. Þetta nýja byggist langmest á groddalegri gamansemi um pramp og greddu og fólk vaðandi í spiki. I því er líka sæt- væmin ástarsaga feita prófessorsins og kennara við skólann, sem Janet Jackson leikur, og hraðsoðin saga um yngingarlyf sem gefur kost á tæknibrellum þar sem graður hamstur kemur við sögu. Myndin byggist á sömu tækni og gamanmyndin Multiplicity með Michael Keaton þar sem Keaton var klónaður nokkrum sinnum og lék öll hlutverkin sjálfur. Það hefur tekist sérstaklega vel að splæsa Eddie Murphy saman við sjálfan sig í hin- um ólíku hlutverkum en í sumum at- riðum er hann allt að fimmfaldaður. Það eitt dugar þó ekki til þess að búa til góða bíómynd. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.