Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hver á hvað í „félags- lega íbúðakerfinuu? Á undanfornum vik- um hefur mátt lesa greinar um gamla fé- lagslega kerfíð hér í Morgunblaðinu. Þeim sem þar tjá sig má skipta í tvo hópa, annar ver kerfið kerfis- ins vegna og hamrar stöðugt á því að hinn •sjhópurinn eigi ekki það sem hann keypti, hann hafi bara fengið það að láni. Málflutningurinn er í föðurlegum um- vöndunartón og þegar það dugar ekki breytist Halldór tónninn þannig að Hauksson manni dettur helst í hug hending úr þekktri vögguvísu, ...haltu kjafti, hlýddu og vertu góð- ur.“ í grein formanns Leigjendasam- takanna sl. laugardag er hnýtt í „vögguvísutón“ í tvo einstaklinga sem áður höfðu tjáð sig um málið en þar segir: „Þau hafa því aldrei greitt markaðsverð íyrir íbúðina og eiga engan rétt á því þegar þau fara“. Ekki veit ég hvað þau greiddu fyr- ir sínar íbúðir og er til efs að for- maðurinn viti það, ég get upplýst for- manninn um að ég greiddi ekki markaðsverð fyrir mína íbúð, ég greiddi verð sem var yfir markaðs- verði. Mér var uppálagt að greiða líka niður kostnað við íbúðir í öðrum áfanga sem fóru svo langt fram úr markaðsverði að húsnæðisnefnd Reykjavíkur var ekki stætt á að láta þá íbúðakaupendur greiða kostnað- inn og skelltu honum á áfangann sem "T-g keypti í. Þetta er að vísu lögbrot sem ég hef kvartað yfir við húsnæðis- nefnd, Húsnæðisstofnun (íbúðalána- sjóð), borgarstjóra og félagsmálaráðuneytið en svörin sem ég hef fengið eru í „vögguvís- ustílnum.“ Ég greiði líka fulla vexti af láninu sem ég fékk með íbúðinni, kerfið er nefnilega svo frábært að þar sem við hjónin „slysuðumst" til að fara yfir rúmar þrjár milljónir í heildartekj- ur á ári fyrir fimm manna fjölskyldu hækkuðu vextimir í vexti á almennum markaði og það án þess að ég þyrfti að fara í greiðslumat. íbúðalánasjóði er nefni- lega alveg sama hvort ég stenst greiðslumat þegar kemur að því að hækka vextina. Það frábæra við kerf- ið er svo, að þó að tekjur mínar lækki niður fyrir tekjumörkin lækka vext- irnir ekki, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af „niðurgreiddu" láni til íbúðarkaupanna. Jafnvel þótt ég verði öryrki lækka vextirnir ekki enda vita allir að öryrkjar hafa það svo gott. Og bömin mín, hver er þeirra staða? Ef við hjónin féllum skyndi- lega frá er kerfið svo frábært að þeim yrði einfaldlega hent út úr íbúðinni, borgaryfirvöld eiga forkaupsrétt að íbúðinni en börnin mín engan rétt, við þau yrði einfaldlega sagt „...heiðra skaltu föður þinn og móð- ur.“ Eitthvað fer það í taugamar á for- svarsmönnum Ibúðalánasjóðs að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði leystu vanda sinna umbjóðenda á mannleg- um nótum og viðurkenndu eignarrétt Ibúðalánakerfi Tillagan verður tekin fyrir á fundi borgar- stjórnar nk. fímmtudag, segir Halldór Hauks- son, og ættu allir íbúð- areigendur að fylgjast vel með því sem þar verður ákveðið. þeirra á íbúðunum. Hafnfirðingar geta hins vegar róað íbúðalánasjóð með einföldum hætti með því að kaupa íbúðir sem enn hvílir á kaup- skylda og selja þær svo aftur til sömu aðila á sama verði. Þannig myndast enginn mismunur á kaup- og sölu- verði og því enginn hagnaður. Selj- endur hagnast ekki heldur þar sem þeir kaupa til baka það sem þeir áttu fyrir á sama verði. Reykjavíkurborg leysir til sín íbúðir í félagslega kerfinú á niður- settu verði og breytir þeim í leiguí- búðir í stað þess að kaupa eða byggja íbúðir á almennum markaði og myndast þar miHjónahagnaður. íbúðalánsjóður sendir áreiðanlega reikning fyrir þessum mismuni á sama tíma og hann sendir Hafnar- fjarðarbæ reikning íyrir mismuni sem aldrei varð til. Hvert er markmiðið með kaup- skyldu sveitarfélaga, hvernig stend- ur á því að kaupskyldan er tíu ár við sölu en fimmtán ár þegar um nauð- ungarsölu er að ræða? Svarið er ein- falt og hafi einhver haldið að það sé til að gæta hagsmuna íbúa félagslega kerfisms skjátlast hinum sama hrapalega. Upphaflega var meining- in að hafa eingöngu kaupskyldu við nauðungarsölu en svo áttuðu hinir sömu sig á því að þá myndu þeir sem ættu íbúðir í félagslega kerfinu á landsbyggðinni snarlega skila inn íbúðunum (og trúlega flytja á höfuð- borgarsvæðið) til að sitja ekki uppi með illseljanlegar eignir við gildis- töku laganna. Fimmtán ára markið er til að tryggja hagsmuni Ibúða- lánasjóðs þar sem þá ætti að vera tryggt að eignarhluti íbúðaeigenda er orðinn nægur til að óhætt sé að selja ofan af honum án þess að sjóð- urinn skaðist, skítt með íbúðareig- andann. Til að létta undir með sveitarfélög- um í vanda var sett í lögin ákvæði um að ef þau breyttu þeim íbúðum sem þau neyddust til að leysa til sín með þessum hætti í leiguíbúðir gætu þau skuldbreytt áhvílandi lánum í lengri lán með niðurgreiddum 1% vöxtum. Borgaryfirvöld í Reykjavík sáu sér hins vegar leik á borði og settu fram kröfu um að forkaupsréttur sveitar- félaga yrði áfram tÚ staðar, auðsjá- anlega í þeim tilgangi að ná til sín ódýrum íbúðum og fá í leiðinni niður- greidd lán til að fjármagna leiguíbúð- ir í Reykjavík. Þetta eru sömu aðilar og halda því fram að íbúðareigendur í gamla félagslega kerfinu eigi engan rétt til að teljast eigendur þar sem þeir hafi fengið „niðurgreidda“ vexti sem er í raun rangt þai’ sem stór hluti íbúðaeigenda borgar sömu vexti og á almennum markaði. Þetta eru líka sömu aðilar og halda því fram að það sé brot á jafnræðisreglu að íbúar í Reykjavík fái að selja íbúð- ir sínar á frjálsum markaði en íbúar á landsbyggðinni ekki þegar þeir vita að sveitarfélög á landsbyggðinni hafa fyrir löngu fallið frá forkaupsrétti sínum og heimilað íbúðaeigendum að selja íbúðir sínar ef þeir geti og ekki borgar varasjóður tap þessara ein- staklinga þrátt íyrir að þeir hafi greitt í varasjóðinn og eigi hann í raunogveru. Varasjóður var upphaflega trygg- ingasjóður ætlaður tii að bæta galla sem kæmu fram á íbúðum í félags- lega kerfinu. Gjald í sjóðinn var 1% álag á íbúðaverð allra íbúða í félags- lega kerfinu sem framlag íbúðakaup- enda í sjóðinn. Þarna söfnuðust upp nokkui’ hundruð milljónir vegna þess að stöðugt var greitt í sjóðinn en sáralítið fór úr sjóðnum. Þeir, sem eiga íbúðir í þessu kerfi, vita af feng- inni reynslu að lítið þýðir að kvarta yfir göllum á íbúðum þar sem svör húsnæðisnefndar eru yfirleitt í „vögguvísustílnum.“ Einhver snillingurinn fékk þá bráðsnjöllu hugmynd að hirða sjóð- inn og nota hann til að greiða niður tap sveitarfélaga sem sátu uppi með illseljanlegar eignir. Mér hugnast sú hugmynd raunar ágætlega að greiða niður tap landsbyggðarfólksins með þessum sjóði enda greiddi það í sjóð- inn en það lýsir hins vegar fullkom- lega viðhorfi kerfispostulanna til ein- staklinganna í kerfinu að reglumar gera eingöngu ráð fyrir að greiða niður tap sveitarfélaga sem sitja uppi með dýrar eignir en þeir einstakling- ar sem sitja uppi með eignir í sama kerfi verða að bera tapið sjálfir. Ekki selja! Fyrir borgarstjórn liggur nú löngu tímabær tillaga um að Reykjavíkur- borg falli frá forkaupsrétti sínum að félagslegum eignaríbúðum. Tillagan verður tekin fyrir á fundi borgar- stjórnar nk. fimmtudag og ættu allir íbúðareigendur að fylgjast vel með því sem þar verður ákveðið. Hverjir verða með og hverjir á móti tillögunni? Verði tillagan felld er næsta skref í málinu að nota tækifærið í næstu borgarstjórnarkosningum og syngja vögguvísu Káins yfir öllum þeim sem greiða atkvæði gegn tillögunni. Þangað til skaltu ekki selja íbúðina þína! Höfundur er fbúðareigandi í félags- lega kerfinu. Hálfsannleikur umhverfisráðherra Umhverfis- vænn Háskóli MEÐFERÐ umhverf- isráðherra á álitsgerð- um sem hann óskaði eftir vegna stjómsýslu- -ólteera á úrskurð skipu- lagsstjóra um kísil- gúmám í Mývatni er best lýst í kvæði eftir Klettafj allaskáldið Stephan G. Stephans- son: Örðug verður úrlausn hér illa stend að vígi. — Hálf-sannleikur oftast er óhrekjandi lygt í úrskurði skipulags- stjóra frá 7. júlí sl. kemur fram það mat hans að kísil- gúrvinnsla í Syðriflóa hafi ekki skað- leg áhrif á lífríki Mývatns og því -&ggst hann ekki gegn námagreftri að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Tíu stjómsýslukærur bámst um- hverfisráðherra vegna niðurstöðu skipulagsstjórans. í kjölfarið óskaði umhverfisráðherra eftir umsögnum um kærumar frá sérfræðingum í vistfræði á nokkmm rannsókna- stofnunum. Stofnanir sem hafa vist- fræði sem sérsvið og veittu sérfræði- álit um efni kæranna vom Náttúmfræðistofnun íslands, Líf- fræðistofnun Háskólans, Veiðimála- stofnun og Náttúraverndarráð. Meginniðurstaða allra þessara aðila á sama veg. I stjórnsýslukæmn- um væri „að finna veigamikil atriði studd gildum líffræðilegum rökum sem mæla sterklega á móti því að leyfa kísilgúrvinnslu í Syðriflóa Mývatns. Telja verður að þessi atriði nægi til að hnekkja úrskurði skipu- lagsstjóra“ (Líffræðistofnun Háskól- ans), að „úrskurður skipulagsstjóra •“■k'ðist byggður á veikum gmnni og full ástæða til að end- urskoða hann“ (Veiði- málastofnun), að ,;Náttúrafræðistofnun Islands [mælir] með því við umhverfisráð- herra að felldur verði úr gildi úrskurður skipulagsstjóra“ og „N áttúraverndarráð [tekur] undir fram komnar kærar þar sem lagt er til að úrskurður skipulagsstjóra frá 7. júlí sl. þar sem veitt er heimild til kísilgúr- vinnslu úr Syðriflóa Mývatns verði felldur úr gildi.“ í úrskurði sínum minnist um- hverfisráðherra ekki á þessar meg- inniðurstöður. í staðinn rífur hann einstaka setningar úr ítarlegum greinargerðum úr samhengi og af- bakar með því að búa til hálfsann- leika sem gengur þvert á álit sérf- ræðinga hjá framangreindum stofnunum. Þannig kemst ráðherr- ann m.a. að þeirri niðurstöðu „að ekki hafi verið sýnt fram á að kísil- gúrnám í Mývatni raski lífríki vatns- ins“ (bls. 48). Ekki síður er alvarleg afbökun ráðherrans á umsögn frá Náttúrurannsóknastöðinni við Mýv- atn en rannsóknastöðin er ráðherra til ráðgjafar um vernd og fram- kvæmdir við Mývatn. í áliti frá Nátt; úrarannsóknastöðinni stendur: „I úrskurðinum er ekki tekið tillit til ákvæða rammasamningsins um að nýting vatna eigi að vera skynsa- mleg og í honum er ekki tekið tillit til þeirrar áhættu sem tekin yrði með námagreftri í Syðriflóa vegna þess að röskun á lífríki Mývatns af hans völdum er líklegast óafturkræf.“R- áðherra leggur út af þessari setn- Náttúruvernd Úrskurður umhverfís- ráðherra um námagröft í Mývatni er ómálefna- legur, segir Hilmar J. Malmquist, og byggist á afbökun málsatriða. ingu og niðurstaðan verður: „Ráðu- neytið telur ekki ástæðu til að taka undir þá málsástæðu kærenda að röskun á lífríki Mývatns sé ekki sjálfbær, líklega óafturkræf og að ekki sé hægt að snúa við neikvæðu ferli sem leitt gæti af námavinnsl- unni“ (bls. 56). Sem sagt, umhverfis- ráðherra telur að röskunin sé sjálf- bær og afturkræf. Hér er algerlega ný hugmyndafræði á ferð sem þekk- ist hvorki í alþjóðasamþykktum né umhverfisfræði. Ómálefnaleg meðferð umhverfis- ráðherra í þessu máli staðfestir enn einu sinni að alvarlegt sambands- leysi ríkir milli hans og fagaðila sem sýsla með náttúrufræði og umhverf- ismál í landinu. Hér verður að eiga sér stað breyting ella brennir um- hverfisráðherra allar brýr að baki sér og náttúra landsins svíður fyrir. í mikilvægum álitamálum er sú krafa sjálfsögð að umhverfisráð- herra byggi niðurstöður sínar á áliti og ráðgjöf þeirra fagaðila sem hann leitar til, í stað þess að afbaka mál viðkomandi og hundsa. Höfundur er doktor ( vatnalíffræði og stjómarmaður ( Náttúruverndar- samtökum íslands. DAGANA 16. og 17. nóvember fer háskóla- fundur Háskóla ís- lands fram í þriðja sinn. Þar verður um- hverfisstefna Háskóla íslands lögð fram til samþykktar auk tillögu um að komið verði á fót starfshópi sem hafi framkvæmd stefnunn- ar með höndum. Þetta er skref sem tími er kominn til að taka og gæti orðið háskólasam- félaginu til mikils fram- dráttar. Frumkvæði stúdenta Röskva hefur lagt mikla áherslu á umhverfismálin á þessu starfsári og það var fyrir tillögu stúdenta á síð- asta háskólafundi að settur var á fót starfshópur til að fullklára umhverf- isstefnu Háskólans úr þeim drögum sem fyrir lágu frá 1998. Hópinn skip- uðu tveir stúdentar og tveir fulltrúar Háskólans. Starfshópurinn hefur undanfama mánuði unnið að mótun stefnunnar og samstarfið hefur verið mjög gott, enda liggur nú fyrir ein- róma tillaga starfshópsins. Áhersla umhverfisstefnunnar Áhersla umhverfisstefnunnar er tvíþætt. Hún leggur annars vegar áherslu á daglegt starf og rekstur Háskólans og hins vegar leggur hún áherslu á rannsóknir og kennslu á öllum sviðum umhverfismála. í stefnunni er lögð áhersla á að í daglegu starfi skólans sé leitast við að valda sem minnstri mengun og álagi á auðlindir og umhverfi. Einnig að haft sé í huga að allar fram- kvæmdir sem og við- hald mannvirkja og lóða valdi sem minnst- um umhverfisspjöllum. Þetta felst meðal ann- ars í því að velja viður- kenndar umhverfis- vænar vörar, endur- vinna úrgang eftir því sem kostur er og tryggja að vinnuum- hverfi starfsfólks og nemenda sé ávallt heilsusamlegt. I stefnunni er mikil áhersla lögð á rann- sóknir og fræðslu á öll- um sviðum umhverfis- mála, þó sérstaklega þeim er varða ísland. Auk þess er lögð áhersla á það hlut- verk Háskólans að miðla visku sinni til samfélagsins. Þetta felst til dæmis Umhverfisstefna Röskva hefur sýnt mikið frumkvæði í umhverfis- málum, segir Margrét Vilborg Bjarnadóttir, 7 og Háskóli Islands get- ur nú stigið stórt skref fram á við. í því að bjóða upp á þverfaglegt nám til meistaraprófs í umhverfisfræð- um. Einnig skuli Háskólinn stuðla að fræðilegri umræðu, miðlun upplýs- inga og útgáfu um umhverfismál sem ofarlega era á baugi hverju sinni. Auk áherslu á umhverfismál Hilmar J Malmquist Margrét Vilborg Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.