Morgunblaðið - 15.11.2000, Side 59

Morgunblaðið - 15.11.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 59 DAGBÓK I BRIDS Bmsjóii (luðmundnr Páll Arnarson Langflest NS-pörin enduðu í fjórum hjörtum í eftirfar- andi spili úr Islandsmótinu í tvímenningi, sem fór fram um helgina. Tíu slagir eru léttir viðfangs og sá ellefti ekki langt undan. En þó þarf fyrir honum að hafa. Austur gefur; allir á hættu. Áttum snúið. Norður * 86 v AD3 ♦ AD872 + KG4 Vestur Austur A K942 * ÁG7 *G ¥ 1064 ♦ 103 ♦ KG9654 * D98652 * 3 Suður 4. D1053 ¥ K98752 ♦ - *Á107 Islandsmeistaramir Stef- án Jóhannsson og Steinar Jónsson voru með spil NS gegn Hrólfi Hjaltasyni og Oddi Hjaltasyni. Oddur hóf sagnir í austur með tveggja laufa „fjöldjöfli". Vestur Norður Austur Suður Hrólfur Stefán Oddur Steinar 2 lauf* Pass 2 tíglar* Dobl Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Opnun Odds gat innihaldið ýmsar veikar skiptingar- hendur, þar á meðal sex- spila tígullit og því svarar Hrólfur á tveimur tíglum, leitandi. Stefán opnunar- doblar og Steinar fer rak- leiðis í fjögur hjörtu. Hrólfur kom út með tígul- tíu. Það er augljóst að vömin fer tvo slagi á spaða, en það er ekki þar með sagt að sagn- hafi eigi hina ellefu. Lauf- drottningin er úti og svo þarf sennilega að trompa spaða, sem gæti byggt upp tromps- lag fyrir vömina. Steinar ákvað að taka á tígulás og henda spaða heima. Síðan spilaði hann spaða á tí'una og kóng vesturs. Hrólfur hélt áfram með fa'gulinn og Stein- ar trompaði. Hann fór inn í borð á hjartaás og tók eftir því að Hrólfur fylgdi lit með gosa. SpUaði síðan spaða. Oddur stakk upp ásnum og stóðst nú þá freistingu að spUa einspiUnu í laufi í þeirri von að makker ætti ásinn. Þess i stað gerði hann Stein- ari erfitt fyrir með því að sPÍla smáum b'gU. Nú var til í dæminu að vestur hefði byij- að með G10 tvíspU í hjarta, en þá er nauðsynlegt að stinga frá með kóng. Sem myndi tr.Vggja Oddi slag á tromp- tíuna í þessari legu. En Stein- ar las stöðuna rétt og henti laufi, og þegar Hrólfur átti ekki tromp til, fékk Steinar slag á tíguldrottningu og eU- efu í aUt Sem gaf 28 stig af 38 mögulegum. morgunblaðið birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Pólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Arnað heilla Q A ÁRA afmæli. í dag, OU 15. nóvember, er átt- ræður Herbert Guðbrands- son, Jökulgrunni 4, Reykja- vík. Hann og eiginkona hans, Málfríður Einars- dóttir, taka á móti ættingj- um og vinum kl. 16 og 19 í dag í HelgafelU, 4. hæð, Hrafnistu í Reykjavík. I7A ÁRA afmæli. í dag, • U miðvikudaginn 15. nóvember, verður sjötugur Gunnar Guðbjörnsson, bifreiðastjóri, Skúlagötu 40b. Eiginkona hans er Þór- dís Haraldsdóttir. Þau taka á móti gestum í kvöld kl. 20 í veitingahúsinu Catalína í Hamraborg 11, Kópavogi. 7 A ÁRA afmæli. í dag, 0 V/ miðvikudaginn 15. nóvember, verður fimmtug- ur Hjálmar Árnason, al- þingismaður. í tilefni af því verða Hjálmar og eiginkona hans, Valgerður Guð- mundsdóttir, með opið hús í Kjarna á Flughóteli í Reykj- anesbæ, laugardaginn 18. nóvember kl. 17-20. NKAk llnisjón Heigi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STAÐAN kom upp á nýloknu Ólympíuskákmóti sem haldið var í Istanbúl. Hollenski stórmeistarinn Loek Van Wely (2.643) hafði hvítt gegn kollega sínum frá Póllandi, Mikha- il Krasenkov (2.702). 19. Hd7+! Bxd7 20. Hxd7+ Ke6 21. Hd6+ Kf7 22. Hd7+ Ke6 23. Bg4+! Eftir að hafa endurtekið leiki heldur hvítur sókn sinni áfram. 23. ...f5 24. Hd6+ Kf7 25. Hd7+ Ke6 26. Rf4+! Opnar svörtu kóngs- stöðuna upp á gátt. 26. ...exf4 27. Hd6+ Kf7 28. Hd7+ Ke6 29. Hd6+ Kf7 30. Dd7+! Aftur eftir að hafa endurtekið leiki kemst hvítur á sporið. 30. ...Re7 31. Hf6+ Kg7 32. Dxc7+ Kh6 33. Hxg6+! og svartur gafst upp enda verður hann mát bæði eftir 33. ...hxg6 34. Dh4# og 33. ...Kxg6 34. Dg7#. Loka- staða efstu liða í opnum flokki varð þessi: 1. Rúss- land 38 vinningar af 56 mögulegum. 2. Þýskaland 37 v. 3.- 4. Úkraína og Ungverjaland 35'/2 v. 5. ísrael 34‘/2 v. 6. Georgía 34 v. Alþjóðlegt stærðfræðiár Heimasíða Alþjóða stærðfræðiársins http://wmy.khi.is/ Að tilstuðlan íslensku nefndarinnar um Alþjóðlega stærðfræði- árið 2000 byrjar Ríkissjónvarpið að sýna þættina Life by the Numbers þann 4. desember n.k. og verða þeir sýndir á mánu- dagskvöldum milli kl. 21 og 22. Þættirnir sem eru 7 talsins eru breskir. Þeir fjalla um stærðfræði á margvíslegan hátt og eru ætlaðir almenningi. Nöfn þáttana á ensku eru 1. Seeing is Believing, 2. Pattems of Nature, 3. The Number Game, 4. TheShapeoftheWorld, 5. Chances ofa Lifetime, 6. A New Age, og 7. It's an M Worid. Missiö ekki af þessum frábæru þáttum. Þraut 25 Ef líkurnar á að það rigni á laugardegi eru 40% og 20% aö það rigni á sunnudegi. Hverjar eru þá líkurnar á að það rigni að minnsta kosti annan daginn? Svar við þraut 24. Ein lausn er: fjórða talan = 256 (44 ) og fimmta talan 3125 (56). Þarna er reglan nn. LiOÐABROT ÓDYSSEIFUR HINN NYI Svikult er seiðblátt hafið og siglingin afar löng. Einn hlustar Ódysseifur á óminnisgyðjunnar söng. Marmarahöllin heima. - Ég húmdökku gluggana sá mæna eins og andvaka augu út á hinn dimmmjúka sjá. Jóhann Sigurjónsson. STJÖRNUSPÁ cftir Franves Drake * SPORÐDREKI Þú ert sóknardjarfur og vilt standa fremst á öllum svið- um en þarft að kunna þér hóf. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú ert tilfinningalega hrærður og því ekki fær um að taka skynsamlegar ákvarðanir. Fáðu einhvern sem þú treystir til að koma þér í samband við raunveruleikann. Naut (20. apríl - 20. maí) Menn iða í skinninu að heyra álit þitt í ákveðnu máli svo líttu á jiað sem gullið tækifæri til að hvetja þá til dáða um leið og þú opinberar skoðanir þínar. Tvíburar (21.maí-20.júní) Það er kominn tími til að setj- ast niður og ræða málin við sína nánustu og komast að samkomulagi um hlutverk hvers og eins í þvi máli sem varðar alla. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Ef þú ert nógu ákveðinn og bjartsýnn ætti það að reynast þér leikur einn að láta draum- inn rætast. Einblíndu á aðal- atriðin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) ** Láttu ekki hugfallast heldur gerðu það sem þarf til að koma skipulagi á líf þittí Byrjaðu smátt og þá vex þér styrkur til að takast á við stærri mál. Meyja ** (23. ágúst - 22. sept.) (DnL Öryggi þitt gagnvart ókunn- ugum fer nú vaxandi svo þér ætti ekkert að vera að vanbún- aði að stíga á stokk og ræða þau málefni sem eru þitt hjart- ans mál. Vog rrr (23.sept.-22.okt.) Ef þú segir meiningu þína máttu eiga von á að einhver valdabarátta komi upp á vinnustað. Gerðu það því upp við þig hvort það er þess virði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Láttu útlit manna ekki blekkja þig í viðskiptum né fagrar yfir- lýsingar og haltu fast í forms- atriðin og lestu smáa letrið vandlega áður en þú skrifar undir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) StSr Fylgdu engum að málum fyrr en þú ert viss um að þínum hag sé borgið. Best er er að hafa allan fyrirvara á hlutun- um og leyfa þeim að sanna sig. Steingeit (22. des. -19. janúar) áSÍ Þú ert forvitinn og hefur gam- an af að spjalla við aðra og skiptast á skoðunum. Spjall við ókunnugan aðila gæti al- deilis víkkað út sjóndeildar- hringþinn. Vatnsberi (20.jan.-18.febr.) Þeir eru margir sem eru hjálp- arþurfi og þú finnur sterka þörf til þess að láta gott af þér leiða svo komdu sjálfum þér á framfæri við rétta aðila. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu þér ekki bregða þótt einhver missi stjóm á skapi sínu því það er ekkert pers- ónulegt. Það er líka á þína ábyrgð að bregðast skynsa- mlega við. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Jólafötin komin á stráka og stelpur Pelsar, kápur og drengjafrakkar Barnakot Kringlunn\4-6sími 588 134o Verölaunakaffi í nœstjj búö EXPRESSO Á heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna í Mónakó, í síöasta mónuöi, var Expressókaffið fró Kafftóri valiö nœst besta Expressókaffiö. Silfurverðlaunahafinn ó mótinu; Erla Kristinsdóttir notaöi eingöngu kaffi fró Kaffitóri í alla sína drykki. Fœst í 250g pökkum í nœstu búð. Sólin er ekkert notaleg... ...á skrifstofunni! S FILMA A GLUGGANN LETTIR ÞÉR LÍFIÐ • 3M "Scotchtint" sólarfilma endurkastar allt að 80% af geislum sólarinnar. • "Scotchtint" filman endurkastar allt að 99% af UV geislum sólar. Munir í sýningargluggum verslana upplitast ekki fyrir vikið. • "Scotchtint" er einnig fáanleg sem öryggisfilma. Ef rúðan brotnar, heldur filman glerinu saman. • Þeir sem hafa sett "Scotchtint" filmuna á gluggann hugsa hlýtt til hennar á meðan öðrum er alltof hlýtt. • Ásetning filmunnar er innifalin í verði. Hafðu samband og fáðu verðtilboð. Arvík ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295 Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.