Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 59 DAGBÓK I BRIDS Bmsjóii (luðmundnr Páll Arnarson Langflest NS-pörin enduðu í fjórum hjörtum í eftirfar- andi spili úr Islandsmótinu í tvímenningi, sem fór fram um helgina. Tíu slagir eru léttir viðfangs og sá ellefti ekki langt undan. En þó þarf fyrir honum að hafa. Austur gefur; allir á hættu. Áttum snúið. Norður * 86 v AD3 ♦ AD872 + KG4 Vestur Austur A K942 * ÁG7 *G ¥ 1064 ♦ 103 ♦ KG9654 * D98652 * 3 Suður 4. D1053 ¥ K98752 ♦ - *Á107 Islandsmeistaramir Stef- án Jóhannsson og Steinar Jónsson voru með spil NS gegn Hrólfi Hjaltasyni og Oddi Hjaltasyni. Oddur hóf sagnir í austur með tveggja laufa „fjöldjöfli". Vestur Norður Austur Suður Hrólfur Stefán Oddur Steinar 2 lauf* Pass 2 tíglar* Dobl Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Opnun Odds gat innihaldið ýmsar veikar skiptingar- hendur, þar á meðal sex- spila tígullit og því svarar Hrólfur á tveimur tíglum, leitandi. Stefán opnunar- doblar og Steinar fer rak- leiðis í fjögur hjörtu. Hrólfur kom út með tígul- tíu. Það er augljóst að vömin fer tvo slagi á spaða, en það er ekki þar með sagt að sagn- hafi eigi hina ellefu. Lauf- drottningin er úti og svo þarf sennilega að trompa spaða, sem gæti byggt upp tromps- lag fyrir vömina. Steinar ákvað að taka á tígulás og henda spaða heima. Síðan spilaði hann spaða á tí'una og kóng vesturs. Hrólfur hélt áfram með fa'gulinn og Stein- ar trompaði. Hann fór inn í borð á hjartaás og tók eftir því að Hrólfur fylgdi lit með gosa. SpUaði síðan spaða. Oddur stakk upp ásnum og stóðst nú þá freistingu að spUa einspiUnu í laufi í þeirri von að makker ætti ásinn. Þess i stað gerði hann Stein- ari erfitt fyrir með því að sPÍla smáum b'gU. Nú var til í dæminu að vestur hefði byij- að með G10 tvíspU í hjarta, en þá er nauðsynlegt að stinga frá með kóng. Sem myndi tr.Vggja Oddi slag á tromp- tíuna í þessari legu. En Stein- ar las stöðuna rétt og henti laufi, og þegar Hrólfur átti ekki tromp til, fékk Steinar slag á tíguldrottningu og eU- efu í aUt Sem gaf 28 stig af 38 mögulegum. morgunblaðið birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Pólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Arnað heilla Q A ÁRA afmæli. í dag, OU 15. nóvember, er átt- ræður Herbert Guðbrands- son, Jökulgrunni 4, Reykja- vík. Hann og eiginkona hans, Málfríður Einars- dóttir, taka á móti ættingj- um og vinum kl. 16 og 19 í dag í HelgafelU, 4. hæð, Hrafnistu í Reykjavík. I7A ÁRA afmæli. í dag, • U miðvikudaginn 15. nóvember, verður sjötugur Gunnar Guðbjörnsson, bifreiðastjóri, Skúlagötu 40b. Eiginkona hans er Þór- dís Haraldsdóttir. Þau taka á móti gestum í kvöld kl. 20 í veitingahúsinu Catalína í Hamraborg 11, Kópavogi. 7 A ÁRA afmæli. í dag, 0 V/ miðvikudaginn 15. nóvember, verður fimmtug- ur Hjálmar Árnason, al- þingismaður. í tilefni af því verða Hjálmar og eiginkona hans, Valgerður Guð- mundsdóttir, með opið hús í Kjarna á Flughóteli í Reykj- anesbæ, laugardaginn 18. nóvember kl. 17-20. NKAk llnisjón Heigi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STAÐAN kom upp á nýloknu Ólympíuskákmóti sem haldið var í Istanbúl. Hollenski stórmeistarinn Loek Van Wely (2.643) hafði hvítt gegn kollega sínum frá Póllandi, Mikha- il Krasenkov (2.702). 19. Hd7+! Bxd7 20. Hxd7+ Ke6 21. Hd6+ Kf7 22. Hd7+ Ke6 23. Bg4+! Eftir að hafa endurtekið leiki heldur hvítur sókn sinni áfram. 23. ...f5 24. Hd6+ Kf7 25. Hd7+ Ke6 26. Rf4+! Opnar svörtu kóngs- stöðuna upp á gátt. 26. ...exf4 27. Hd6+ Kf7 28. Hd7+ Ke6 29. Hd6+ Kf7 30. Dd7+! Aftur eftir að hafa endurtekið leiki kemst hvítur á sporið. 30. ...Re7 31. Hf6+ Kg7 32. Dxc7+ Kh6 33. Hxg6+! og svartur gafst upp enda verður hann mát bæði eftir 33. ...hxg6 34. Dh4# og 33. ...Kxg6 34. Dg7#. Loka- staða efstu liða í opnum flokki varð þessi: 1. Rúss- land 38 vinningar af 56 mögulegum. 2. Þýskaland 37 v. 3.- 4. Úkraína og Ungverjaland 35'/2 v. 5. ísrael 34‘/2 v. 6. Georgía 34 v. Alþjóðlegt stærðfræðiár Heimasíða Alþjóða stærðfræðiársins http://wmy.khi.is/ Að tilstuðlan íslensku nefndarinnar um Alþjóðlega stærðfræði- árið 2000 byrjar Ríkissjónvarpið að sýna þættina Life by the Numbers þann 4. desember n.k. og verða þeir sýndir á mánu- dagskvöldum milli kl. 21 og 22. Þættirnir sem eru 7 talsins eru breskir. Þeir fjalla um stærðfræði á margvíslegan hátt og eru ætlaðir almenningi. Nöfn þáttana á ensku eru 1. Seeing is Believing, 2. Pattems of Nature, 3. The Number Game, 4. TheShapeoftheWorld, 5. Chances ofa Lifetime, 6. A New Age, og 7. It's an M Worid. Missiö ekki af þessum frábæru þáttum. Þraut 25 Ef líkurnar á að það rigni á laugardegi eru 40% og 20% aö það rigni á sunnudegi. Hverjar eru þá líkurnar á að það rigni að minnsta kosti annan daginn? Svar við þraut 24. Ein lausn er: fjórða talan = 256 (44 ) og fimmta talan 3125 (56). Þarna er reglan nn. LiOÐABROT ÓDYSSEIFUR HINN NYI Svikult er seiðblátt hafið og siglingin afar löng. Einn hlustar Ódysseifur á óminnisgyðjunnar söng. Marmarahöllin heima. - Ég húmdökku gluggana sá mæna eins og andvaka augu út á hinn dimmmjúka sjá. Jóhann Sigurjónsson. STJÖRNUSPÁ cftir Franves Drake * SPORÐDREKI Þú ert sóknardjarfur og vilt standa fremst á öllum svið- um en þarft að kunna þér hóf. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú ert tilfinningalega hrærður og því ekki fær um að taka skynsamlegar ákvarðanir. Fáðu einhvern sem þú treystir til að koma þér í samband við raunveruleikann. Naut (20. apríl - 20. maí) Menn iða í skinninu að heyra álit þitt í ákveðnu máli svo líttu á jiað sem gullið tækifæri til að hvetja þá til dáða um leið og þú opinberar skoðanir þínar. Tvíburar (21.maí-20.júní) Það er kominn tími til að setj- ast niður og ræða málin við sína nánustu og komast að samkomulagi um hlutverk hvers og eins í þvi máli sem varðar alla. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Ef þú ert nógu ákveðinn og bjartsýnn ætti það að reynast þér leikur einn að láta draum- inn rætast. Einblíndu á aðal- atriðin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) ** Láttu ekki hugfallast heldur gerðu það sem þarf til að koma skipulagi á líf þittí Byrjaðu smátt og þá vex þér styrkur til að takast á við stærri mál. Meyja ** (23. ágúst - 22. sept.) (DnL Öryggi þitt gagnvart ókunn- ugum fer nú vaxandi svo þér ætti ekkert að vera að vanbún- aði að stíga á stokk og ræða þau málefni sem eru þitt hjart- ans mál. Vog rrr (23.sept.-22.okt.) Ef þú segir meiningu þína máttu eiga von á að einhver valdabarátta komi upp á vinnustað. Gerðu það því upp við þig hvort það er þess virði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Láttu útlit manna ekki blekkja þig í viðskiptum né fagrar yfir- lýsingar og haltu fast í forms- atriðin og lestu smáa letrið vandlega áður en þú skrifar undir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) StSr Fylgdu engum að málum fyrr en þú ert viss um að þínum hag sé borgið. Best er er að hafa allan fyrirvara á hlutun- um og leyfa þeim að sanna sig. Steingeit (22. des. -19. janúar) áSÍ Þú ert forvitinn og hefur gam- an af að spjalla við aðra og skiptast á skoðunum. Spjall við ókunnugan aðila gæti al- deilis víkkað út sjóndeildar- hringþinn. Vatnsberi (20.jan.-18.febr.) Þeir eru margir sem eru hjálp- arþurfi og þú finnur sterka þörf til þess að láta gott af þér leiða svo komdu sjálfum þér á framfæri við rétta aðila. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu þér ekki bregða þótt einhver missi stjóm á skapi sínu því það er ekkert pers- ónulegt. Það er líka á þína ábyrgð að bregðast skynsa- mlega við. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Jólafötin komin á stráka og stelpur Pelsar, kápur og drengjafrakkar Barnakot Kringlunn\4-6sími 588 134o Verölaunakaffi í nœstjj búö EXPRESSO Á heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna í Mónakó, í síöasta mónuöi, var Expressókaffið fró Kafftóri valiö nœst besta Expressókaffiö. Silfurverðlaunahafinn ó mótinu; Erla Kristinsdóttir notaöi eingöngu kaffi fró Kaffitóri í alla sína drykki. Fœst í 250g pökkum í nœstu búð. Sólin er ekkert notaleg... ...á skrifstofunni! S FILMA A GLUGGANN LETTIR ÞÉR LÍFIÐ • 3M "Scotchtint" sólarfilma endurkastar allt að 80% af geislum sólarinnar. • "Scotchtint" filman endurkastar allt að 99% af UV geislum sólar. Munir í sýningargluggum verslana upplitast ekki fyrir vikið. • "Scotchtint" er einnig fáanleg sem öryggisfilma. Ef rúðan brotnar, heldur filman glerinu saman. • Þeir sem hafa sett "Scotchtint" filmuna á gluggann hugsa hlýtt til hennar á meðan öðrum er alltof hlýtt. • Ásetning filmunnar er innifalin í verði. Hafðu samband og fáðu verðtilboð. Arvík ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295 Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.