Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ > t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTMUNDUR HAUKUR JÓNSSON, Berjarima 4, Reykjavík, er lést laugardaginn 4. nóvember, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 16. nóvember kl. 13.30. Margrét Árný Helgadóttir, Sigríður Kristmundsdóttir, Birgir Jensson, Guðbjörn Kristmundsson, Amanda Jóhannesdóttir, Helga Kristmundsdóttir, Lárus Hauksson, Jón Halldór Kristmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, GUNNAR SIGURÐSSON, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 6. nóvember, verður jarðsunginn frá Garða- kirkju, Garðaholti, föstudaginn 17. nóvember kl. 13.30. María Gunnarsdóttir, Sævar Jónsson, Jón Gunnar Sævarsson, Ásmundur Sævarsson, Atli Sævarsson, Jóhanna Sævarsdóttir. + Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu, sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR BÁRU HJALTADÓTTUR, Seljalandsvegi 78, ísafirði. Fjölskyldan. + Alúðarþakkir til þeirra, sem sýndu hlýhug við andlát og jarðarför frænda okkar, JÓNS JÓNSSONAR frá Innri Kóngsbakka. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra og starfsfólks St. Fransiskusspítalans í Stykkishólmi fyrir góða umönnun. Systkinabörn. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Utfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. V, Sverrir Eitiarsson útfararstjóri, sími 896 8242 HFrederiksen útfararstjóri. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is J Lokað verður á morqun fimmtudag frá kl.13.00 vegna Jarðarfarar Helga Amar Frederiksen Tengi.ehf Smiðjuvegi 11 • 20D Kópavogur STEFANÍA ÞÓRA ÁRNADÓTTIR + Stefanía Þóra Árnadóttir, hús- mæðrakennari og húsfreyja, Reykja- vík, fæddist á Hjalt- eyri við Eyjafjörð 2. mars 1925. Hún lést á Landspitalanum að Landakoti 7. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Árni Jónsson, f. 20. júlí 1882 í Arnarnesi, Arnarneshreppi, Eyjafirði, d. 1. októ- ber 1950 á Akur- eyri, símstöðvarstjóri og útvegs- bóndi á Hjalteyri og Þóra Stefánsdóttir, f. 11. mars 1891 í Fagraskógi, Arnarneshreppi, Eyjafirði, d. 3. júní 1981. Hús- freyja á Hjalteyri, systir Davíðs Stefánssonar skálds. Stefanía átti fjórar systur sem hafa alltaf ver- ið mjög samheldnar; Áslaug, f. 1917; Ragnheiður, f. 1920; Val- gerður, f. 1922, og Jónína, f. 1927, og eru þær allar á lífi. Hinn 17. júlí 1954 giftist Stef- anía Bjarna Viðari Magnússyni, f. 8. september 1924 á Akureyri, hagfræðingi og framkvæmda- stjóra, d. 17. júní 2000. Foreldrar hans voru Magnús Pótursson, kennari á Akureyri, f. 26. febr- úar 1890 í Geirshlíð í Flókadal, Borgar- firði, d. 17. október 1976, og Guðrún Bjarnadóttir, hús- freyja, f. 5. maí 1888 á Illugastöðum, Engi- hlíðarhreppi, A- Húnavatnssýslu, d. 4. nóvember 1952. Börn Stefaníu og Bjarna eru: 1) Guðrún Inga, f. 1.2. 1956, við- skiptafræðingur og framkvæmdastjóri. Hennar börn eru Stefanía Hrönn og Magnús Friðrik. 2) Árni Þór, f. 10.6. 1957, sölustjóri og stjórnarfor- maður Islensku umboðssölunnar, kvæntur Ásdísi Þorsteinsdóttir leikskólakennara og eru börn þeirra: Bjarni Þór, Helga Björk, Linda Ósk og Tömas Viðar. 3) Gunnar Viðar, f. 4.3. 1961, við- skiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri, kvæntur Maríu El- íasdóttir tannlækni og eru börn þeirra Kristrún Tinna, Jökull Viðar og Elisabet Sunna. 4) Birg- ir Sveinn, f. 2.7. 1962, viðskipta- fræðingur og framkvæmdastjóri, kvæntur Kristínu Porter. Fyrir átti Birgir soninn Hilmar Þór með fyrrverandi sambýliskonu, Sigrúnu Bjartmarz. 5) Stefán Bragi, f. 13.10. 1964, lögfræðing- ur og fjármálastjóri, sambýlis- kona Iðunn Bragadóttir við- skiptafræðingur. Þeirra dóttir er Þóra Dagný. Fyrir átti Stefán soninn Davíð Má með fyrrver- andi eiginkonu, Guðrúnu Hálf- dánardóttir. Stefanía tók gagnfræðapróf frá MA 1943 og fór síðan í nám í Húsmæðraskólanum á Akureyri ’45-’46. Þaðan lá leiðin í Hús- mæðrakennaraskólann f Reykja- vík sem hún lauk ’48. Hún kenndi síðan að loknu námi við Hús- mæðraskólann á ísafirði 1948-50 og síðan við Húsmæðrakennara- skólann í Reykjavík og á Laugar- vatni 1950-54. Hún fór í fram- haldsnám til Noregs árið 1952. Haustiðl954 fluttu Stefanía og Bjarni til Bandarfkjanna þar sem hann var við nám. Þau komu heim að loknu námi sumarið 1955 en fluttu aftur út 1956 og var það þá vegna vinnu Bjarna. Þar bjuggu þau sfðan 1956 til 1963 og fæddust þrfr synir þeirra þar. Þá fluttu þau til íslands en þau áttu samt eftir að dvelja nærri eitt ár í Englandi 1968-69 og eitt ár í Bandarfkjunum aftur 1969-1970 vegna vinnu Bjarna. Útför Stefaníu Þóru fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku tengdamamma, nú kveð ég þig. Ég var ásamt fjölskyldu minni stödd erlendis á leið heim þegar okk- ur var tilkynnt um andlát þitt, þá vissum ég að þú værir komin til Bjarna tengdapabba og liðir vel með honum eftir þessi erfiðu veikindi sem þú áttdr við að stríða. Þú tókst mjög vel á móti mér ífjöl- skylduna þegar kynni okkar Árna hófust fyrir um 18 árum og ég var alltaf velkomin til þín á fallega heim- ilið þitt, fyrst á Grenimelinn og síðar á Ægisíðuna. Þú gafst mér mörg góð ráð við bamauppeldið þegar bömin vora h'til og ófáir vom vettlingamir og sokkamir sem þú prjónaðir á þau. Einnig varstu mjög hjálpleg við að gæta barnanna þegar ég þurfti á því að halda. Best fannst þér samt að vera með Bjarna eiginmanni þínum og þú varst óþreytandi við að ferðast með honum innanlands sem utan. Ykkur leið samt best uppi í sumarbústöðunum ykkar á Þingvöllum og á Englandi þar sem þið höfðuð hvort annað að hugsa um. Oft fómm við í sunnudags- bfltúr til ykkar og fengum kaffi og Minmngarkort Hjartaverndar 535 1835 Gíró- og greiðslukortaþjónusta OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÖLARHRINGINN i:n iii • ioi viýi.w n; m 1 /w i Dni’td Inger Ölttfur l 'tj/tr<tr<tj. I 'tfitnirstj. I tfir/trstj. LÍKKISrUVINNUSlOI’A EYVINDAR ÁRNASONAR 1899 kökur og þú og Bjarni genguð með okkur um landið og sýnduð okkur trén sem þið vomð búin að gróður- setja. Nú er ég ásamt fjölskyldu minni flutt í fallega húsið þitt á Ægisíðunni og þar munum við minnast þín þegar við horfum á fallegu munina þína sem við emm með á heimilinu. Ég mun alltaf muna þig, elsku tengda- mamma, og ég mun segja Tómasi Viðari yngsta syni mínum, sem ekki fær að kynnast þér, frá þér og Bjarna afa sínum. Hvfl í friði. Þín tengdadóttir, Ásdi's Alda. Það er skammt stórra högga á milli hjá ættingjum og vinum Bjama Viðars Magnússonar og Stefaníu Þóm Ámadóttur. Bjami lést þann 17. júní sl. og Stefama þann 7. nóvem- ber sl. En það kemur engum á óvart sem til þekkir. Bæði þau veikindi sem þau gengu bæði í gegnum og sú stað- reynd að þau hjónin vildu helst ekki vera lengi aðskilin þó svo að starf Bjarna hafi valdið því að hann þurfti oft að dvelja langdvölum í útlöndum. Einhvem vegin er ekki hægt að ímynda sér þau öðravísi en saman. Ég var þeirrar gæfu njótandi að vera tengdadóttir Stefaníu um 14 ára skeið. Þar af bjó ég í sama húsi og hún í 10 ár. Ég var fremur ung þegar ég flutti inn á heimili þeirra Bjarna með Stefáni Braga yngsta syni þeirra. Urðum við mjög fljótt miklar vinkonur og reyndist hún mér líkt og önnur móðir. Það er ekki hægt annað en að elska Stefaníu þar sem ég hef aldrei kynnst betri mannesku en henni. I raun átti ég oft erfitt með að skilja hvað hún var viljug að veita öðmm stuðning og hvernig hún gat verið svona góð við alla sem hún um- gengst. Nutu margir góðs af þessu og þá ekki síst þær Margrét og Pálína á Reynimelnum sem hún hugsaði um í mörg ár. Stefanía var menntaður hús- mæðrakennari og starfaði sem slíkur þangað til þau Bjami giftu sig. Naut ég góðs af þeim hæfileikum Stefaníu þar sem henni tókst að HREFNA SIG URÐARDÓTTIR + Hrefna Sigurðar- dóttir fæddist á Ósi í Breiðdal 27. mars 1915. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 4. nóvember síðast- liðinn og fór útfór hennar fram frá Hey dalakir kj u 11. nóvember. Það var hluti af bar- næsku minni að fara austur í sveitina til afa og ömmu í Krossgerði. Lagt var af stað í upp- hafi hvers sumars í hið langa ferðalag frá Reykjavík til Berufjarðar, fyrir barnshugann var það óralöng leið og erfið á mis- jöfnum malarvegum, en það gleymdist um leið og við krakkarn- ir sáum loks Ijósin í bænum. Við opnuðum hliðið fyrir bílinn og www.mbl.is hlupum svo sjálf nið- ur grundina til að verða fyrst til að fagna afa og ömmu. Fyrstu árin mín í sveitinni handmjólk- aði amma enn kýrnar í gamla Ijósinu, en mjaltavélarnar komu eitthvað síðar. Fyrir litla barnsfingur var afrek að geta tosað einhverja dropa úr einum spena, hvað þá að geta mjólkað svona margar kýr í einu eins og hún amma. Þær hendur sem mjólkuðu svona sterklega og tóku um fullar skjólurnar voru merktar af mikilli vinnu en þótt sterk væri fannst mér þetta alltaf vera henni þung byrði og fannst hún alltaf hálfbrot- hætt við svona erfiði. í fjósinu með okkur voru allir þeir sem eygðu von um ylvolga mjólk og fannst okkur krökkunum skemmtilegast þegar kötturinn opnaði ginið og beið eftir að amma sprautaði upp í hann, það var fljót- legra en að lepja af diski. Þegar við vorum þar tvær einar fannst mér gaman að geta nælt mér í 1 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.