Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ r LISTIR Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Frá sýningu Gunnars Arnar - Sálir - í Hafnarborg í Hafnarfirði. Sálnaflakk Bach í Kammer- músíkklúbbnum TÓIVLIST MYNDLIST Hafnarborg, Hafnarfirfli MÁLVERK & GRAFÍK - GUNNARÖRN GUNNARSSON Til 27. nóvember. Opið miðviku- daga til sunnudaga frá kl. 11-18. GUNNAR Óm á liðlega þrjátíu ára ferii að baki og yfír fjörutíu einkasýn- ingar, hér heima og erlendis. Á þess- ari löngu vegferð hefur hann einkum tekist á við lýsingu þeirrar tilveru sem jafnan er hulin sjónum okkar og kallst hinn innri maður. Að því leytinu hefur Gunnar Óm alitaf verið óhlut- lægur málari þótt myndir hans séu vissulega hlutbundnar að forminu til. Eins og listamaðurinn rekur í leið- arvísi með sýningu sinni fór hann að stunda jóga fyrir einum fimm árum. Sú iðkun breytti sýn hans, án þess að myndimar geti með nokkm móti tal- ist jóga-verk. Það sem öllu heldur virðist hafa gerst er að þau tóku að hreinsast af öllum expressjónískum tjáningarmáta sem einkenndi fyrri stílbrigði hans. Um leið og bakgrunn- ur fór að leysast upp í einlita og föl- leita heild tóku hinir fígúratífu hlutar að gufa upp. Sú sterka tilfinninga- hyggja sem ávallt setti mark sitt á list Gunnars Amar virðist smám saman hafa vikið fyrir sérkennilega rólyndis- legu látleysi í orðsins fyllstu merk- ingu. Þannig hefur hið sterka litaspil, svörtu útlínur og þykka áferð lotið í lægra haldi fyrir vatnskenndum - og hvítum, hlutlausum - gmnni og þunnt máluðum, dökkleitum, egglaga form- um sem svífa um flötinn eins og ryþmískar áherslur. Breytingunum er best lýst með því að segja að hafi listamaðurinn öðm fremur haldið sig við jörðina og eldinn í eldri verkum, hafí vatn og loft tekið við af því skeiði. Gunnar Óm talar um sálir í þessu sambandi, án þess að ástæða sé til að ætla að hann sé horfinn á vit ein- hverrar handanhyggju eftir storma- saman og ástríðþranginn expressjón- isma. Miklu frekar er um að ræða mótíf sem taka mætti sem ógreinileg og þokukennd andlit án sérkenna. Listamaðurinn gerir ekki minnstu til- raun til að skilgreina þessi fyrirbæri heldur ítrekar að þau hafi einungis þróast með þessum hætti. Þannig ábyrgist hann ekki túlkun áhorfand- ans á formmótuninni heldur telur sig hafa komist að þessari niðurstöðu fyr- ir tilstuðlan sjálfkrafa þróunar og íhugunar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stökkbreyting verður í list Gunnars Amar og væntanlega em þetta held- ur ekki síðustu umskiptin, til þess er listamaðurinn enn of ungur og óbang- inn við breytingar. Og óhætt er að segja að list hans hafi öðlast nýja vídd me_ð sýningunni í Hafnarborg. Áður óþekktar hliðar koma í ljós, svo sem léttleiki og gagnsæi auk hrynjandi sem er í ætt við Bach eða Glass - tónræn, fullt eins vel og myndræn - en spunakenndur leikur með eggformið dregur fi-am sérkenni jaðranna. Stundum er sem bakgrunn- urinn opnist og eggformin hljómi sem tómar holur, en annars staðar er sem sömu formin hvelfist móti áhorfand- anum. Eitt er víst að Gunnar Öm leyfir sér sjálfsprottnari vinnubrögð en nokkra sinni fyrr, eða réttara sagt átakalausari, líkt og hann hafi fundið beinni og sjálfsagðari tengsl við miðil- inn. Afrakstur jógaiðkunarinnar og íhugunarinnar em trúlega meiri á tæknina sjálfa en inntakið. Blæbrigði era alltént mun sterkari þáttur í þess- um nýju verkum Gunnars Amar en þeim fyrri um leið og litameðferðin verður snarpari, fínlegri og snöggtum næmari. Þetta er merkileg sýning, einkum fyrir þá sem þekkja þróunar- sögu listamannsins. Hún sannar að málaralistin er þess eðlis að hún verð- m- ekki fyllilega metin fyrr en hægt er að sjá hana afturvirkt, eða retrospek- tíft eins og það kallst alþjóðlega. ERLENDAR BÆKUR Spennusaga „PAST DYING“ Eftir Malcolm Shuman. Avon Mistery 2000.213 sfður. MALCOLM Shuman heitir banda- rískur spennusagnahöfundur sem sent hefur frá sér einar fjórar bækur um þekkilegan fomleifafræðing að nafni Alan Graham, sem tekur stund- um að sér morðrannsóknir eins og óvart. Oftast flækist hann í þær gegn sínum vilja enda enginn spæjari nema þegar kemur að aldagömlum og steindauðum hlutum gröfnum í jörð- ina. í nýjustu bók Shumans, „Past Dy- ing“, sem kom út í vasabroti hjá Avon - útgáfunni fyrir skemmstu, er Alan Graham kallaður til aðstoðar í grennd við dæmigerðan amerískan smábæ í suðrinu þegar roskin kona, bóka- safhsfræðingur reyndar, telur sig Hiístaöaki rkja KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Jóhann Sebastian Bach. Gunnar Kvaran lék Sellósvítu nr. 5 í c-moll BWV 1011, Sigrún Eðvalds- dóttir lék Partítu fyrir fiðlu nr. 2 í d-moll, BWV 1004, Martial Nardeau lék Partítu fyrir flautu í a-moll BWV 1013 og sama léku þau með Elfnu Guðmundsdóttur semballeik- ara Tríósónötu fyrir fiðlu, flautu og fylgirödd íc-moll BWV 1079 úr Tónafóminni. Sunnudag kl. 20. í ÁR er 250 ára ártíðar Jóhanns Sebastians Bachs minnst með ýmsu móti. Kammermúsíkklúbburinn heiðraði minningu skádjöfursins með tónleikum á sunnudagskvöldið þar sem flutt vora þijú einleiksverk, og tríósónata úr Tónafóminni. Einleiks- verk Bachs era einstakar tónsmíðar; - eitthvað sem allir hljóðfæraleikarar viðkomandi hljóðfæra þurfa fyrr eða síðar að spreyta sig á. Það segir sig sjálft að aðferðimar era margar og ólíkar, og á sunnudagskvöldið gat einmitt að heyra ólíka nálgun okkar bestu listamanna við túlkun á Bach. Sérhannaðir sýningar- gripir Sauðárkróki. Morgunbiaðið. ÞESSA dagana stendur yfir í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðár- króki, sýningin Nytjalist úr náttúr- unni, en um er að ræða farandsýn- ingu, sem var framlag Handverks og hönnunar til dagskrár Reykja- víkur menningarborgar 2000. Sýningin var fyrst sett upp í Ráðhúsi Reykjavikurborgar, en fór þaðan að Gunnarssetri á Skriðuklaustri, og verður að lok- um sett upp í Stykkishólmi. Á sýningunni eru verk tuttugu og fimm handverks- og listiðnað- armanna, sem öll eru unnin út frá þemanu „vatn“. Við opnunina ávarpaði Ómar Bragi Stefánsson formaður menn- ingarnefndar Skagafjarðar gesti, en si'ðan gerði Sunneva Hafsteins- dóttir grein fyrir sýningunni og þeirri ákvörðun að sýna það besta hafa séð fljúgandi furðuhlut falla í ána sem rennur þar í gegn. Fomleifafræði Shuman er sjálfur fomleifafræð- ingur og á heima í Baton Rouge í Louisiana. Hann ferðaðist áður um heiminn og tók þátt í fomleifaupp- greftri víða um lönd, t.d. Frakklandi og Mexíkó, en hefur snúið sér að spennusagnaskrifum hin síðari ár. Hann notfærir sér þekkingu sina á fomleifafræði og sagnfræði til þess að búa til áhugaverðan bakgrann fyrir aðalpersónu sína auk þess sem hann vitnar mjög í sögu þess héraðs sem hann fjallar um. í þetta sinn fæst hann við eina af frægustu landnema- hetjum Bandaríkjanna, Jim Bowie, sem hnífurinn góði er nefndur eftir og lést í hinum hetjulega bardaga við Al- amo. Sagnfræði er eitt af helstu áhuga- málum fomleifafræðingsins Grahams sem er að öðra leyti nokkuð dæmig- erð reyfarahetja. Hann er skýr og greinargóður sögumaður, býr einn en á kærastu sem hann kallar Pepper og þau eiga í nokkuð húmorísku sam- Gunnar Kvaran hefur oft heillað gagnrýnanda með leik sínum á svít- um Bachs. Nálgun hans er mjög inn- ræn, íhugul og nánast tilbeiðslu- kennd. Gunnar er spar á tóninn óg boginn er léttur. Fyrir vikið er hver einasti tónn sem tær perla og hver hending sem sindrandi perluband. Næm túlkun Gunnars getur líka ver- ið brothætt og stöku óhreinir tónar flutu með perlunum. En túlkun hans er fyrst og fremst gegnmúsíkölsk og fullkomlega yfirveguð og hittir mann beint í hjartastað. Það var mikil upp- lifun að hlusta á Gunnar leika fimmtu svítuna. Meðan lausnarorð í túlkun Gunn- ars eru íhygli og einlægni má segja að lausnarorð Sigrúnar Eðvaldsdótt- ur sé ástríðan, en túlkun hennar er talsvert öðra vísi en Gunnars. Sigrún beitir þéttum tón og frekar þungum boga og leyfir sér að nota víbrato eins og henni hentar þótt það sé ekki öll- um að skapi í Bach-túlkun í dag. En Sigrún er ekki síður músíkölsk en Gunnar og hún komst á mikið flug og lék dæmalaust vel. Sjakkonnan í lok verksins er ein- stakt meistaraverk, - meira að burð- um en fjórir fyrri þættir partítunnar samanlagt. Flutningur Sigrúnar á þessu verki hlýtur að verða lengi í sem gerðist meðal þeirra sem störfuðu að listhönnun, og veita sem flestum tækifæri til að kynn- ast störfum þeirra og list. bandi auk þess sem hann á vin og lærifóður að nafni Sam, sem liggur fyrir dauðanum. Það kemur í Ijós að Graham er miklu meiri spæjari en fomleifafræðingur og flækist æ dýpra í flókið morðmál í smábæ þar sem allir þekkja alla, ráðandi öfl eiga hagsmuna að gæta í rannsókn máls- ins og enginn virðist eins og hann sýnist. Að þessu leytinu sver sagan sig í ætt við aðrar spillingarsögur sem gerast í amerísku smábæjunum og segja frá gömlum ættarveldum og undirmálsmönnum í bland. Bæjarvillingxir deyr Þannig er að það sem féll í ána var ekki beint fljúgandi furðuhlutur held- ur bifreið bæjarvillingsins Jacko Reilly. Hans hafði ekki verið sárt saknað enda nær eina ástæða þess að lögreglustjórinn í bænum hafði eitt- hvað að iðja. Jacko hefur verið stung- inn mörgum stungum en það furðu- lega er að hann hefur á sér foma spænska silfurmynt sem fornleifa- og sagnfræðingurinn Gramham tengir strax flökkusögnum um mikla silfur- minnum hafður sem einstök músík- upplifun. Eftir hlé lék Martial Nardeau Partítu í a-moll fyrir flautu. Einhvem tíma var talið að partítan hefði verið samin fyrir hljómborð, - en í dag er talið að flautan sé það hljóðfæri sem Bach hafði í huga þeg- ar hann samdi verkið. Verkið er erfitt í flutningi og lítið svigrúm fyrir flautuleikarann til að anda, og það gæti hafa ýtt undir hug- myndir um að verkið hefði verið ætl- að öðra hljóðfæri. En Martial Narde- au var ekki í nokkram vandræðum með sína túlkun á Bach. Hún var ein- staklega falleg og hendingar flaut- unnar liðu mjög músíkalskt og alls- endis vandræðalaust út í víðáttu kirkjuskipsins. Sarabandan var sér- staklega fallega spiluð; - fágað og yf- irvegað. Lokaverkið á tónleikunum var Tríósónata í c-moll fyrir fiðlu, flautu og fylgirödd; þar sem sellóið og sem- ballinn era í hlutverki fylgiraddar hinna hljóðfæranna tveggja. í því felst að sembalhnn leggur til hljóma- ganginn og sellóið bassalínuna og kannski svolítið meir, en er ekki virk- ur þátttakandi í mótun stefja eins og seinna átti eftir að verða. Elín Guðmundsdóttir lék á sem- balinn með Sigrúnu, Martial og Gunnari. Fylgiröddin, Elín og Gunn- ar, var drifið í tónhstinni, meðan fiðl- an og flautan spunnu sinn þokkafulla stefjavef. Þetta yndislega verk var sérdeilis fallega leikið, og gott niðm’- lag á aldeilis frábæram tónleikum. Fjöldi fólks var við opnun sýn- ingarinnar og luku allir lofsorði á glæsileik þeirra gripa sem þar voru sýndir. fjársjóði í hæðunum í kringum bæinn. Skömmu síðar hverfur eina vitnið, gamli bókasafnsfræðingurinn, með dularfullum hætti og eftir því sem Graham grefur dýpra í sögu bæjarins og ekki síst sögu hetjunnar Jim Bowies, því meiri hættu teliu- hann sig vera í og það hður ekki á löngu áð- ur en honum hefur verið stungið í steininn sakaður um hrottalega nauðgun. Malcolm Shuman blandar ágæt- lega saman sögulegum staðreyndum við nútímaglæpasögu svo úr verður athyghsverð flétta en aðeins hæfilega spennandi. Hann er áhugasamur um að taka gljáann af goðsögninni miklu um Bowie, sem virðist ekki hafa verið jafnmerkilegur pappír og þjóðsagan segir og lýst er í óteljandi bókum og kvikmyndum. Shuman hefur kynnt sér til hh'tar sögu hans og kveikir áhuga lesandans á gömlum sögnum um leið og hann kryfur morðmál. „Past Dying“ er þannig hin sæmileg- asta krimmalesning, ekkert of spennuþrangin en alltaf forvitnileg. Arnaldur Indriðason Halldór Björn Runólfsson Fornleifafræðingur gerist spæjari Bergþóra Jónsdóttir Handverk og hönnun með sýningu í Safnahúsi Skagfírðinga Frá sýningunni Nytjalist úr náttúrunni í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.