Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Umræður um framtíðarhlutverk verkalýðsfélaga í málstofu á þingi Alþýðusambandsins
SVANUR Kristjánsson, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskóla ís-
lands, gagnrýndi verkalýðsfélögin
og ASÍ fyrir að hafa setið hjá í ýms-
um þjóðmálum sem vörðuðu frelsi,
jafnrétti og samábyrgð, í erindi sem
hann flutti í málstofu um verkalýðs-
hreyfmgu framtíðarinnar á þingi
ASI í gær.
Svanur nefndi tvö dæmi máli sínu
til stuðnings, annars vegar launa-
misrétti sem konur í þessu landi
byggju við og hins vegar hjásetu
verkalýðshreyfingarinnar gagnvart
gjafakvótakerfinu.
Um hið síðarnefnda sagði Svanur:
„Hinu pólitíska valdi í landinu hefur
hér verið beitt í þágu sérhagsmuna
og forréttinda; lénsveldið hefur verið
endurreist og samfélögin í sjávar:
byggðum landsins tætt í sundur. í
stað samfélaga þar sem umtalsverð-
ur jöfnuður og samheldni réðu ríkj-
um eru komin samfélög sundrungar
og ójöfnuðar. Annars vegar stendur
hin fámenna stétt kvótaeigenda,
hins vegar hinir kvótalausu.
Landssamband íslenskra útvegs-
manna er ekkert feimið við að hafa
skoðanir á kvótakerfinu. Af hverju
hefur Alþýðusamband Islands þag-
að?“ sagði Svanur.
Hann sagði að einnig mætti finna
dæmi þess að fulltrúar ASÍ hafi tek-
ið virkan þátt í að auka styrk for-
réttindaaflanna í landinu með því að
flytja skattbyrðar frá hinum ríku yf-
ir á þá sem minna mega sín. „Ég vil
hér vísa til afstöðu fulltrúa ASÍ í
nefndinni sem lagði grunninn að
frumvörpum um skatt á fjármagns-
tekjur, sem samþykkt voru árið
1996. I skjóli þeirra laga hafa tugir
milljarða verið fluttir út úr landinu,
skattírjálst," sagði Svanur.
Setja ekki fram
neina draumsýn
Miklar umræður urðu um stöðu
og framtíð verkalýðshreyfingarinn-
ar í málstofunni en auk Svans voru
Gunnar Páll Pálsson, forstöðumaður
fjármála- og hagdeildar Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur, Guð-
mundur Gunnarsson, formaður Raf-
iðnaðarsambandsins, og Sigurður
Bessason, formaður Eflingai’, frum-
mælendur á fundinum.
Svanur hélt því fram að verkalýðs-
félög og Alþýðusambandið væru
sterk þegar þau störfuðu sem veru-
leikatengd umbótahreyfing og
byggðu á sterkum hugsjónum um
betra þjóðfélag. „Pegar verkalýðsfé-
lögin eru bara veruleikatengd en
starfa ekki að róttækum umbótum á
þjóðfélaginu, setja ekki fram neina
draumsýn um hvernig þjóðfélagið á
að vera, hvemig gott þjóðfélag lítur
út, þá verða verkalýðsfélögin tiltölu-
lega veik. Þá felst starfsemi þeirra í
sterkum stofnunum, faglegum
vinnubrögðum, þjóðarsáttarsamn-
ingum, fjármálasýslu lífeyrissjóð-
anna, persónulegri þjónustu við fé-
lagsmenn, fagmennsku við gerð
kjarasamninga, starfsþjálfun og
endurmenntun. í stuttu máli sagt þá
verða verkalýðsfélögin og ASÍ sam-
bland af Þjóðhagsstofnun, Trygg-
ingastofnun, fjármálastofnun og
skóla þegar hugsjónir um framtíðina
vantar. Að mínu mati er staða verka-
lýðsfélaga á íslandi og ASÍ svona í
dag,“ sagði hann.
VR þjónustutæki við félags-
menn fremur en baráttutæki
Gunnar Páll Pálsson sagði hlut-
verk stéttarfélaga hafa breyst vegna
þeirra hröðu breytingar sem orðið
hafa í þjóðfélaginu og í raun giltu
sömu lögmál um verkalýðsfélög og
um fyrirtæki. „Þeir sem ekki fylgja
eftir breytingum líða undir lok. Það
er í raun bara hagkvæmni og gæði
þeirrar þjónustu sem við veitum sem
skiptir máli. Við erum að verða þjón-
ustufyrirtæki, og meira niður við
grasrótina, fremur en baráttutæki
fyrir þessar stóru hugsjónir sem við
erum þegar búin að innbyrða og
koma í framkvæmd að stórum
hluta,“ sagði hann.
Gunnar Páll sagði alveg ljóst að
komin væri á samkeppni hjá verka-
lýðsfélögunum um félagsmenn og
einnig við fyrirtæki á markaðinum.
ASI gagnrýnt
fyrir þögn í
kvótamálinu
Alþýðusambandið var gagnrýnt fyrir afskiptaleysi af ýmsum þjóð-
málum við umræður í málstofu um framtíð verkalýðshreyfíngar-
innar á þingi ASÍ í gær. Frummælendur komu víða við og fjölluðu
m.a. um skylduaðild að stéttarfélögum, breytt hlutverk þeirra og
vaxandi samkeppni verkalýðsfélaga um félagsmenn og við fyrir-
tæki á markaði. Ómar Friðriksson fylgdist með umræðunni.
Sjóm.- og vélstjóraf.
'"rindavik
Morgunblaðið/Þorkell
Nokkuð á sjötta hundrað þingfulltrúar eru samankomnir á 39. þingi ASÍ. Meginviðfangsefni þingsins er um-
ræða og afgreiðsla tillagna um breytingar á skipulagi sambandsins.
„Það er t.d. Ijóst að BSRB hefur
breytt sínum lögum og geta aðilar á
almenna vinnumarkaðinum átt aðild
að BSRB. Þegar Skýrr var einka-
vætt þá breytti BSRB lögunum og
starfsmenn Skýrr, sem er hlutafé-
lag, eru nú í félagi opinberra starfs-
manna. Eins höfum við séð að
Bandalag háskólamanna ætlar að
herja á almenna markaðinn og ná í
félagsmenn þar,“ sagði Gunnar Páil.
Hann sagði einnig að dæmi væru
um að starfsmenn væru að koma frá
ríkinu yfir til VR. Þá væru stéttar-
félögin líka í samkeppni við trygg-
ingafélögin vegna iðgjalda til sjúkra-
sjóða. Félagsmenn vildu í auknum
mæli vita hvað þeir fengju fyrir það
hlutfall launa sem þeir greiddu í
sjúkrasjóði stéttarfélaga og hvort
þeir ættu ekki kost á meiri réttind-
um ef þeir gætu sjálfir ráðstafað
þessu iðgjaldi og keypt
sér tryggingu hjá tryggingafélagi.
Samanburður á hækkun launavísitölu og samnings-
bundnum hækkunum á þingi ASÍ
Verulegar launahækkanir
allra hópa umfram samninga
LAUNAHÆKKANIR allra starfs-
hópa landvinnufólks í Alþýðusam-
bandi íslands eru verulega um-
fram umsamdar launahækkanir á
undanförnum tveimur árum vegna
launaskriðs að því er fram kemur í
þingskjali um efnahags- og verð-
lagsmál sem dreift hefur verið á
þingi Alþýðusambands íslands,
sem nú stendur yfir í Kópavogi.
Rannveig Sigurðardóttir, hagfræð-
ingur ASÍ, kynnti skjalið á þinginu.
I þingskjalinu er meðal annars
borinn saman kaupmáttur umsam-
inna launahækkana á undan-
förnum árum annars vegar og
kaupmáttur launavísitölu á al-
menna markaðnum hins vegar.
Fram kemur að kaupmátturinn
vex hratt í báðum tilvikum fram til
annars ársfjórðungs í fyrra, en
lækkar síðan hratt það sem eftir er
ársins. Umsamin launahækkun á
Kaupmáttur 1997-2000
Kaupmáttur launavísitölu
þ.e. bæði umsamdar launa-
1997
1998
1999
2000
fyrra helmingi þessa árs nær ekki
að skila sama kaupmætti og árið á
undan hjá þeim sem einungis njóta
umsaminna launahækkana, en þcir
scm njóta launaskriðs ná þó þvi að
komast með tærnar þar sem þeir
höfðu hælana í fyrra.
Er síðan vísað til talna kjara-
rannsóknarnefndar um launaþró-
un frá öðrum ársfjórðungi ársins
1998 til jafnlengdar í ár, sem sýna
að launahækkanir allra starfshópa
eru verulega umfram umsamdar
launahækkanir á timabilinu, sem
voru 6,6-7,7%. Þannig er sam-
kvæmt tölum kjararannsókna-
nefndar hækkun launa almenns
verkafólks að meðaltali á tímabil-
inu 14,7%, véla- og vélgæslufólks
11,9%, sérhæfðs verkafólks 17,6%,
iðnaðarmanna 10,7%, þjónustu-,
sölu- og afgreiðslufólks 14,4% og
skrifstofufólks 12%. Er jafnframt
tekið fram að mismunandi gildist-
aka samninga í ár skekki saman-
burðinn milli starfsstétta og ein-
stakra starfsgreina.
„Við verðum að vera samkeppnis-
fær í því annars mun fólk leita ann-
að.
Ráðgjafarfyrirtæki eru farin að
bjóða fyrirtækjum út um allan bæ
ráðgjöf varðandi starfsmatskerfi og
ráðningarþjónustu. Hvað eru starfs-
matskerfi annað en nútímaleg út-
færsla á kjarasamningum? Þar höf-
um við ekki fylgt eftir þróuninni og
þar eru komin til fyrirtæki sem eru
hreinlega í samkeppni við okkur um
að skila betri árangri en við erum að
gera.
Við í VR lítum svo á að hlutverk
okkar sé breytt og að við eigum að
snúa okkur meira frá því að gera
kjarasamninga á tveggja til fjögurra
fresti yfir í það sem við köllum dag-
lega kjarabaráttu. Við eigum að
setja þjónustu við félaga okkar núm-
er eitt og teljum að hlutverk okkar
sé að aðstoða fólk við að semja um
persónulegar uppbætur á laun,“
sagði Gunnar Páll.
Skylduaðild heyrir
til liðinni tíð
Guðmundur Gunnarsson, formað-
ur Rafiðnaðarsambandsins, sagði
skylduaðild að verkalýðsfélögum
heyra til liðinni tíð. Ef hún væri ein-
hvers staðar við lýði myndu þeir
múrar hrynja innan skamms. „Enda
vinnur skylduaðild gegn okkur, ekki
með. Alltof margir verkalýðsforingj-
ar hafa komist upp með í skjóli
skylduaðildar að gera lítið fyrir fé-
lagsmenn sína,“ sagði hann.
Guðmundur hélt því m.a. fram að
félagsmenn stéttarfélaga í framtíð-
inni myndu gera kröfur um að sjóðir
sem þeir greiða í, skili góðum rétt-
indum. Stéttarfélög kæmust ekki
upp með að innheimta gjöld í sjúkra-
sjóði, sem veiti lakari réttindi en aðr-
ir sjóðir sem standi launafólki til
boða.
Guðmundur gagnrýndi einnig
harðlega þá lagskiptingu milli
starfsgreina sem viðhaldið hefði ver-
ið innan ASÍ og sagði hana vinna
gegn eðlilegri þróun í starfs- og sí-
menntamálum.
„Við erum æ meira að fara inn í þá
veröld að ef fólk ætlar að viðhalda
sínum starfsréttindum, þá getur það
ekki gert það nema fara reglulega á
námskeið eða bæta menntun sína
með öðrum hætti. Rafiðnaðarmenn
eru komnir í þá stöðu að ef þeir ætla
að viðhalda sínum réttindum og
halda stöðu sinni á vinnumarkaðin-
um þá verða þeir að endurnýja sína
menntun a.m.k. á fimm ára fresti,
enda er um það bil helmingur allra
rafiðnaðarmanna á a.m.k. vikunám-
skeiði á hverju ári. Það voru 9 þús-
und nemendur í þeim skólum sem
við rafiðnaðarmenn eigum á síðasta
ári, þ.e.a.s. þrisvar sinnum fleiri en
eru í Rafiðnaðarsambandinu," sagði
Guðmundur.
Hafa dottið úr tengslum við
framvindu þjóðmálanna
Sigurður Bessason sagði að
verkalýðshreyfingin hefði að nokkru
leyti dottið úr tengslum við fram-
vindu þjóðmálanna. „Dæmi um um-
ræðu sem við höfum látið nánast al-
veg fara fram hjá okkur er hin stóra
bankasameining á síðustu dögum og
samruni fyrirtælga á matvörumark-
aði.
I báðum tilvikum er um að ræða
umbreytingu á samfélaginu, sem
skipta félagsmenn okkar miklu máli-
Höfum við verið hluti af umræðunni?
Höfum við haft skoðun á málinu?
Svarið er því miður nei. Engu að síð-
ur kann niðurstaðan að verða sú í
báðum þessum dæmum að að aukin
fákeppni gæti haft í för með sér
versnandi kjör fyrir okkar fólk,“
sagði Sigurður.
Hann lagði áherslu á að forsenda
þess að verkalýðshreyfingin hefði
ítök í samfélagi komandi aldrar væri
aukin fræðsla og menntun launa-
fólks. Sagði hann að um 40 þúsund
launamenn í dag hefðu grunnskóla-
próf eða þaðan af minni menntun.
Sigurður sagði verkalýðshreyfing-
una þurfa að auka ítök sín víðar í
samfélaginu en verið hefur, innan
stjórnmálaflokka, ríkisvalds, sveit-
arfélaga, fyrirtækja og stofnana.