Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fundur greiningardeildar Kaupþings um fjármála- og trygfflngageirann Islensk fjár- málafyrir- tæki of dýr Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nokkrir fundarmanna á fundi greiningardeildar Kaupþings í gær. Á fundinum greindi iðnaðar- og viðskipta- ráðherra meðal annars frá því að þátttöku ríkisins í rekstri viðskiptabanka færi senn að ljúka. ÞRÓUN og horfur í fjármála- og tryggingageiranum var yfirskrift fundar greiningardeildar Kaup- þings sem haldinn var í gær. Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra ræddi um laga- umhverfí og hlutverk ríkisins í þessum geira, Sigurður Einars- son, forstjóri Kaupþings, velti fyr- ir sér spurningunni hvort útrás ís- lenskra fyrirtækja sé raunhæf, Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, fjallaði um fjármálafyrirtæki framtíðar- innar og loks svaraði Margeir Pét- ursson þeirri spurningu hvort fjármálafyrirtæki séu vænlegur fjárfestingarkostur. Valgerður sagði að þó ríkið hafi dregið úr hlut sínum á fjármála- markaði þá séu ítök þess þar enn sterk enda eigi það enn meirihluta í tveimur þriggja viðskiptabank- anna. Stefna ríkisstjórnarinnar sé að selja þessa hluti en sambæri- lega stefnu sé ekki að fínna í ýms- um löndum þar sem hið opinbera sé stór þátttakandi, svo sem í Þýskalandi, Frakklandi og Noregi. Hlutverki ríkisins sem eiganda viðskiptabanka senn lokið Valgerður sagði þó að ríkis- bönkum hefði fækkað mikið í Evrópu síðustu árin. Arið 1990 hefðu 43 af 100 stærstu bönkunum verið hlutafélagabankar í einka- eigu og skráðir í kauphöll, 20 ver- ið sparisjóðir eða sjálfseignar- stofnanir og 37 í eigu hins opinbera. Árið 1999 hafi hins veg- ar 63 af 100 stærstu bönkunum verið hlutafélagabankar, 14 spari- sjóðir eða sjálfseignarstofnanir og 23 í eigu hins opinbera. Valgerður sagði að mörgum þætti hægt ganga að selja ríkis- bankana, en það geti hún ekki tek- ii www.microtouch.com SNERTISKJÁIR IBNA8ARTÆKNI ehl. Þverholti 1SA, sími 562 7127 ið undir. Bankarnir séu verðmæt- ar þjóðareignir og sala þeirra fari ekki fram eins og hendi sé veifað, en þó sagði hún hlutverki ríkisins sem eiganda viðskiptabanka senn fara að ljúka. Hún sagðist telja að nái samruni Landsbanka og Búnaðarbanka fram að ganga verði hann heilla- drjúgur fyrir fjármagns- markaðinn, en þó ekki sársauka- laus, því bankarnir starfí á svipuðu sviði. Hún sagðist álíta að sameinaður banki verði áhuga- verður kostur fyrir erlenda fjár- festa og sagðist sjá fyrir sér að hér yrðu í framtíðinni tveir stórir viðskiptabankar auk spari- sjóðanna og að innlendar fjár- málastofnanir mundu eiga í miklu samstarfi við erlendar. Sjálfsagt að skoða breytingar á takmörkunum fjárfestinga Ymsar lagabreytingar eru á döf- inni að sögn Valgerðar og nefndi hún meðal annars að nú sé í gildi sú regla að sérhvert verðbréf skuli skráð á eiganda sinn og geri þetta útlendingum erfitt um vik að fjár- festa hér. Þeir vilji helst fjárfesta í gegnum fjármálafyrirtæki, en vegna þessarar reglu verði bréfin að vera skráð á þá og þeir verði í raun að skila skattframtali hér og hafa íslenska kennitölu til að geta fjárfest í íslensku fyrirtæki. Valgerðu vék einnig nokkrum orðum að erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi og sagði spurningu hvort takmörkun á henni gangi upp til lengdar. „Ég hef látið þess getið,“ sagði hún, „að ég telji sjálf- sagt að skoða breytingar á þessu fyrirkomulagi, en að nauðsynlegt sé að mikil umræða fari fram inn- an sjávarútvegsins áður en lengra sé haldið. Ég hef hins vegar séð í fjölmiðlum undanfarna daga að bankaráðsformaður Islandsbanka- FBA má ekki heyra á þetta minnst.“ Fjárhagslegur styrkleiki veikur hlekkur í útrásinni Sigurður Einarsson sagði að hafa þyrfti fimm lykilatriði í huga þegar rætt væri um útrás fyrir- tækja. Fyrsta atriðið væri fjár- hagslegur styrkleiki, en þetta sagði hann hafa verið veikasta hlekk Kaupþings við útrás þess, en hlutafjárútboðið á dögunum hefði bætt nokkuð úr. Hann sagði ódýrara að vaxa erlendis en hér á landi vegna þess að erlendis þyrfti aðeins að ná í lítið prósentubrot af markaðnum en hér á landi væri erfitt og dýrt að bæta við sig um- talsverðum hlut. Fólk og hugmyndaauðgi var annað atriðið sem Sigurður nefndi og sagði hann starfsfólk Kaup- þings hafa sótt menntun víða um heim og að þetta væri einn helsti styrkleiki félagsins þegar sótt væri út. Þriðja atriðið sagði hann vera fjármálaumhverfið og að við nyt- um góðs af Evrópska efnahags- svæðinu. Hér væri þó ýmislegt sem þyrfti að athuga og sagði hann stjórnvöld þurfa að hlúa meira að starfsskilyrðum greinar- innar og nefndi Lúxemborg sem dæmi um hagstætt fjármálaum- hverfi. Fjórða atriðið, sem Sigurður nefndi að hafa þyrfti í huga varð- andi útrás, var framsýni í tækni- nýtingu. Kaupþing hafi varið mikl- um fjármunum í að byggja upp upplýsinga- og samskiptakerfi og starfsfólk fyrirtækisins hafi náð mikilli færni í beitingu kerfanna. Fimmta og síðasta atriðið á lista Sigurðar var fjárfestingarvilji, en hann lagði áherslu á að þessi vilji yrði að vera óbugaður. Sigurður sagði meðalarðsemi útrásarverk- efna íslenskra fyrirtækja hafa ver- ið lága og farið lækkandi og sagði ónógan undirbúning og reynslu- leysi vera hluta skýringarinnar. Hann nefndi þó sérstaklega að BYKO, Marel og Pharmaco hafi náð góðum árangri á þessu sviði og væru dæmi um hið gagnstæða. Tilraunastarfsemi meö samein- ingu banka og vátryggingafélaga Einar Sveinsson sagði að síð- asta áratuginn hafi farið fram til- raunastarfsemi í Evrópu með sameiningu banka og vátrygginga- félaga. Hann sagði ókosti slíkrar sameiningar vera nokkra. Fyrir- tækjamenningin og þekking starfsfólksins væri ólík, tölvu- kerfin væru gerólík og upplýs- ingamiðlun óheimil, meðal annars vegna bankaleyndar. Kostina við sameiningu sagði hann vera þá að með þessu byðist einstaklingum heildarlausn í fjár- málaþjónustu og hann sagðist telja að líftryggingafélög og bank- ar gætu átt samleið. Einar rakti þróunina á Norður- löndum og sagðist telja samlegð- aráhrif bankastarfsemi og skaða- trygginga, þ.e. vátrygginga eigna, hagsmuna og verðmæta, vera lítil. Öðru máli gegndi um bankastarf- semi og persónutryggingar, þar gætu náðst fram samlegðaráhrif. Einar sagðist álíta að hlutur tryggingaviðskipta í gegnum Net- ið færi vaxandi og benti til dæmis á að Allianz leggi um þessar mundir 7000 milljarða íslenskra króna í þróun á netþjónustu sinni. Hann sagði notkun á heimasíðu Sjóvár-Almennra orðna töluverða á einstökum sviðum. Sér í lagi ætti þetta við um sölu á tjónabíl- um, en nú færu um 75% tilboða í tjónabíla í gegnum heimasíðu fyr- irtækisins. V/H-hlutfall hátt miðað við áhættulausa vexti Margeir Pétursson sagðist telja að verð fjármálafyrirtækja hér á landi væri óhagstætt miðað við er- lend fyrirtæki. Hann sagði V/H- hlutfall, þ.e. hlutfall markaðsvirðis og hagnaðar, íslenskra banka of hátt hér á landi miðað við hvernig árar í efnahagslífinu. V/H-hlutfall- ið sé 18-22 hér og fyrir því þurfi góð rök miðað við áhættulausa vexti sem bjóðist. Margeir sagðist álíta að hluta skýringarinnar á háu verði bankanna hér á landi sé að leita í því að ríkið hafi selt lítið af hlut sínum í Landsbanka og Búnaðarbanka og því sé framboð hlutafjár lítið. Sömuleiðis hafi lítið verið til sölu í útboði Kaupþings á dögunum. Margeir var spurður að því hvert hann teldi eðlilegt V/H-hlut- fall bankanna vera, og svaraði hann því til að það færi eftir fram- tíðarhorfum og að hluthafar álíti greinilega að þeim sé vel stjórnað og að útlánastefnan hafi verið traust. Hann benti á að áhættulausir vextir upp á 12% gefi tilefni til V/H-hlutfallsins 8, en sagðist þó með þessu ekki vera að hvetja til svartsýni og að bankamenn væru vel í stakk búnir til að takast á við hægari vöxt efnahagslífsins. MINOLTA i • TffiKNIBUNAÐUR KJARAN EHF • SÍÐUMÚU 12 • 108 REYKJAVÍK SÍMAR 510 5520 • 510 5500 WWW.KJARAN.IS DíALTA • Meiri myndgæði og lægri rekstrarkostnaður en í eidri gerðum IjðsrUunarvéla ■ Stafræn vinnsla gefur nýja möguleika f meðhöndlun skjata og eykur framleiðni ■ tegilegt og samræmt notendaviðmöt 0-CO) ■ Tðlvutenging og mikið úrva! netkorta gefa aukið notagildi ■ Minolta DiALTA stafrænar Ijósritunar- vélar eru mun umhveifisvænni Stjórnendur á námskeið í við- skiptasiðferði Ósló. Morgunblaðið. EFTIR að Áge Korsvold forstjóri og Jon R. Gundersen, stjómarformaður norska tryggingafélagsins Store- brand, þurftu að segja af sér vegna vafasamra viðskiptahátta fyrr í haust, hefur fyrirtækið glímt við að halda trausti viðskiptavina sinna. Nú verða stjómendur fyrirtækisins sendir á námskeið í viðskiptasiðferði, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum. Storebrand kynnti afkomu sína eft- ir fyrstu þrjá fjórðunga ársins í vik- unni og er hún betri en á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrstu 9 mánaða árs- ins nam sem samsvarar 54 milljörðum íslenskra króna, sem er um 18 millj- örðum meira en á sama tíma í fyrra. Dagens Næringsliv bendir á að hagn- aður af sölu hlutabréfa sé megin- ástæða betri afkomu og sala líftrygg- inga geti minnkað vegna Korsvold- málsins svokallaða. í fréttatilkynningu um afkomuna segir Idar Kreutzer, starfandi for- stjóri Storebrand, að yfirstjóm fyrir- tækisins harmi að sú staða þyrfti að koma upp að forstjóri og stjómarfor- maður segðu af sér og að yfirmenn íyrirtækisins geri sér ljóst að traust viðskiptavinanna sé í húfi. Einnig er tilkynnt að stjómendur fyrirtækisins verði sendir á námskeið þar sem aðal- áhersla verður lögð á viðskiptasiðferði og siðareglur Storebrand. Að sögn Kreutzer er siðferðisnámskeiðið ekki í beinu samhengi við Korsvold-málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.