Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Atburðir hinnar eftirminnilegu kosninganætur í Bandaríkíunum farnir að skýrast Mikill fögnuður braust út meðal stuðningsmanna Bush er sjðnvarpsstöðvar skýrðu frá því, að hann yrði næsti forseti Bandarfkjanna. Varði sú gleði í rúman hálftíma. \ Eftir kosningakvöld og nútt, sem einkenndist af miklum vonbrigðum, fengu stuðningsmenn Gores loks tækifæri til að brosa. Það var þegar tilkynnt var, að allt væri í úvissu í Flúrída. „Ertu að segja það sem mér heyrist þú vera að segja?“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa síðustu daga verið að birta nánari fráttir af því sem gerðist hina æsispenn- andi kosninganótt fyrir rúmri viku. Hvernig frambjóð- endurnir brugðust við „niðurstöðunuma og hvað þeim fór á milli áður en formlega var tilkynnt, að úrslitin í Flórída myndu dragast á langinn. FORSETA- og þingkosningarnar í Banda- ríkjunum eru þegar komnar á spjöld sögunn- ar sem einhverjar þær eftirminnilegustu frá upphafi. Kosningakvöldið og -nóttin ein- kenndust ýmist af ofsagleði eða örvæntingu, annar frambjóðandinn fagnaði sem forseti um stund og hinn viðurkenndi ósigur og dró síðan allt til baka. Þegar nýr dagur reis vissi enginn hvað við tæki og á stóru sjónvarps- stöðvunum voru menn heldur skömmustu- legir. Þeir höfðu flakkað með Flórída á milli frambjóðenda og báru það nú fyrir sig, að það hefðu þeir gert í góðri trú, upplýsingar hefðu bara reynst rangar. Bush-fjölskyldan, George W. Bush, for- setaframbjóðandi og ríkisstjóri í Texas; for- eldrar hans, George og Barbara; bræður hans, Jeb, ríkisstjóri í Flórída, og Marvin, og systir hans Dorothy, beið eftir kosninga- úrslitunum í ríkisstjórabústaðnum í Texas. Úrslit úr fyrstu ríkjunum komu ekkert á óvart en beðið var eftir Flórída með mikilli eftirvæntingu. Úrslitin þar gátu skorið úr um það hver yrði næsti forseti Bandaríkj- anna. Jeb Bush fór að gráta Þegar tilkynningin kom um að*Al Gore hefði unnið Flórída var það eins og yfirlýsing um, að þessu væri lokið. Jeb, ríkisstjóri í Flórída, stóð upp og gekk grátandi út. Bush- fólkinu fannst sem það heyrði í fjarska fagn- aðarlætin í stuðningsmönnum Gores. í nokkra stund sat fjölskyldan og horfði í gaupnir sér en þá kom ný tilkynning um að allt væri í óvissu með Flórída. „Jebby, þú getur komið inn aftur,“ kallaði Marvin bróðir hans og síðan kom að því, að lýst var yfir, að Bush hefði sigrað. Bush skipti á milli sjónvarpsstöðva til að vera viss um, að þær væru allar með sömu fréttina, og að því búnu rak hann upp fagn- aðaróp. Það átti fyrir honum að liggja að verða 43. forseti Bandaríkjanna og hann faðmaði að sér föður sinn, 41. forsetann. Loksins höfðu þeir náð sér niðri á Clinton og Gore, sem höfðu niðurlægt fjölskylduföður- inn í kosningunum fyrir átta árum. Bush hringdi nú í höfuðstöðvar Repúblik- anaflokksins og sá, sem svaraði, kallaði til Karls Rove, kosningastjóra Bush: „Það er ríkisstjórinn." „Nei,“ heyrðist þá einhver segja, „það er væntanlegur forseti." Gore, fjölskylda hans og nánustu sam- starfsmenn voru á hóteli í Nashville og þar voru engin fagnaðarhróp þegar hér var kom- ið. Gore sýndi þó lítil svipbrigði en sneri sér að fólkinu og sagði: „Ég þakka ykkur öllum. Þetta hefur verið hörð barátta.“ Að því búnu yfirgáfu þau hótelið, Gore ætlaði að þakka stuðningsmönnum sínum, sem biðu hans við stríðsminnismerkið í borginni. A leiðinni hringdi hann í Bush, viðurkenndi ósigur sinn og eftir vinsamleg orðaskipti þeirra í millum sagði Bush: „Þú ert merkismaður." Bílalestin með Gore, fjölskyldu hans og Bill Daley, kosningastjóra hans, hélt áfram og minnti nú einna mest á pólitíska útför varaforsetans. Daley fylgdist hins vegar áfram með framvindunni í Flórída og nú fékk hann nýjar fréttir. Forskot Bush, 50.000 atkvæði, var komið niður í 2.000. Hann sá, að ekki var öll nótt úti enn, og hringdi í ofboði í bíl Gores. „Hvað sem þú gerir,“ hrópaði hann í símann, „máttu alls ekki fara upp á sviðið." „Vertu ekki svona hvefsinn“ Gore hringdi nú aftur í Bush og sagðist taka það aftur, sem hann hefði sagt er hann viðurkenndi ósigur. „Kringumstæðurnar hafa gjörbreyst," sagði hann. „Það er allt í óvissu með Flór- ída.“ „Ertu að segja það sem mér heyrist þú vera að segja?" sagði Bush vantrúaður. „Ertu að segja, að þú afturkallir yfirlýsing- una um ósigur?" „Vertu ekki svona hvefsinn. Leyfðu mér að útskýra,“ sagði Gore og bætti við, að þeg- ar enginn vafi léki á um sigur Bush myndi hann lýsa yfir „fullum stuðningi" við hann. Bush vissi ekki hvaðan á sig veðrið stóð. I meira en hálftíma höfðu léttirinn og fögnuð- urinn ráðið ríkjum en nú var martröðin byrj- uð upp á nýtt. Þetta var nýtt áfall fyrir fjöl- skylduna en móðir hans, sem hafði verið eins og hengd upp á þráð allt kvöldið, virtist vera búin að fá sig fullsadda á allri geðshræring- unni. „Ég var forsetamóðir í hálftíma og naut þess fram í fingurgóma,“ sagði hún. Reiknilikönin röng hjá Voter News Service Það skiptust víðar á skin og skúrir en í herbúðum stóru flokkanna tveggja. Þessar kosningar munu seint líða starfsmönnum stóru sjónvarpsstöðvanna úr minni en hugs- anlegt er, að ónákvæmur og rangur frétta- flutningur þeirra eigi mesta sök á þeirri stöðu, sem nú er uppi. NBC-stöðin hefur á að skipa margreyndu og færu fólki og framan af gekk líka allt eins og í sögu. Ýmsir frammámenn stöðvarinnar höfðu efnt til veislu í einu myndverinu og Jaek Welch, forstjóri General Electric, móð- urfélags NBC, ákvað, að gaman væri að líta inn í „vélarrúmið" þar sem verið var að út- búa kosningatölur fyrir útsendingu. Þegar hópurinn kom þangað var þar allt á öðrum endanum og áhyggjusvipur á hverju andliti. Allnokkru áður hafði NBC lýst yfir, að Gore hefði unnið í Flórída, en nú var það ekki lengur víst. Tilkynnt var, að allt væri opið í ríkinu. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti stöðin, að Bush yrði næsti forseti Bandaríkjanna en síðan kom á daginn, að það var ekki heldur víst. Þetta var ein samfelld martröð og ekki bara fyrir NBC, heldur fyrir flestar frétta- stöðvarnar. Hún átti upptök sín hjá Voter News Service, fyrirtæki, sem stóru stöðv- arnar eiga saman, og segir fyrir um kosn- ingaúrslit í hverju ríki. Forsvarsmenn stöðv- anna segja, að allt verði gert til að þetta endurtaki sig ekki, en líklegt þykir, að reiknilíkönin hafi verið röng. Þau byggðust á afstöðu kjósenda í fyrri kosningum en tóku ekkert tillit til búsetubreytinga á síðustu ár- um. Auk þess geta líkönin aðeins tekið tillit til sveiflna, sem ná til þúsunda kjósenda en ekki hundraða. Heimildir: The Daily Telegraph, Newsweek, Herald Tribune. Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnir um aðgerðir til að sporna við kúariðu Notkun fóðurs úr dýraafurðum bönnuð FRAKKAR hafa stöðvað notkun fóðurs úr dýraafurðum fyrir allan búfénað auk þess að banna t-beins steikur. Forsætisráðherra Frakk- lands, Lionel Jospin, tilkynnti þess- ar aðgerðir í gær og eru þær liður í viðbrögðum Frakka til að sporna gegn hugsanlegri útbreiðslu kúa- riðu. I máli Jospin kom fram að hið „tímabundna og almenna" bann á fóðurnotkuninni taki gildi í dag. Akvörðun um algert bann verður tekin um leið og yfirvöld hafa metið hver hættan er við fóður úr dýraaf- urðum. Það mat gæti tekið þrjá til fjóra mánuði. T-beins steikur eru bannaðar vegna þess hve þær eru skornar ná- lægt hrygg skepnunnar. Jospin sagði einnig frá ýmsum öðrum ráð- stöfunum sem gerðar verða til að draga úr hættunni á heilarýrnunar- sjúkdómnum sem talið er að tengist kúariðu. Jospin, sem var upphaflega and- snúinn banninu, hefur verið undir auknum þrýstingi síðan Jacques Chirac Frakklandsforseti kallaði eftir banninu í síðustu viku. Frakkar bönnuðu notkun fóðurs úr dýraafurðum fyrir kýr árið 1990. Það bann var víkkað út til annarra jórturdýra sex árum síðar. Með að- ' .... Italskur slátrari sýmr viðskipta- vini nautalqöt. Þútt kúariða hafi ekki fundist á Italíu er mikill útti við hana þar. gerðum sínum er franska ríkis- stjórnin að reyna að koma í veg fyr- ir að fóður fyrir kjúklinga, svín og fiska blandist saman við kúafóður. Óttinn við kúariðu hefur blossað upp í Frakklandi undanfarið vegna fjölda tilfella sem hafa greinst víða um landið. Fjölmörg mötuneyti í skólum hafa hætt að bera naut- gripakjöt á borð. Jospin tilkynnti einnig um ýmsar aðgerðir sem fylgja í kjölfar banns- ins svo sem eins og aukinn innflutn- ing sojakjöts til að bæta upp þá próteinríku fæðu sem nú hefur verið bönnuð. Forsætisráðherrann sagði einnig frá því að fjárveiting til rann- sókna á kúriðu verður þrefölduð á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.