Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 35
34 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 35, fMtogmiHfifeifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. OVISSA UM SJUKRAFLUG SÍÐASTLIÐINN föstudag slösuðust tveir sjómenn um borð í togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255. Þegar Neyðarlínan leitaði til flugfélagsins Jórvíkur kl. rúmlega 2.00 aðfaranótt laugardags kvaðst talsmaður flugfé- lagsins ekki hafa hentuga flugvél til flugsins, þar sem viðkomandi vél gæti aðeins tekið einar neyðarbörur. Skömmu síðar kom í ljós, að eng- inn annar gat tekið þetta flug að sér, og lenti umrædd flugvél á flugvellin- um á Egilsstöðum um kl. 5.00 um morguninn. Um þremur klukku- stundum síðar var komið með sjó- mennina að vélinni. Aðstæður í henni voru þannig, að koma varð öðrum þeirra fyrir í einu sæti vélar- innar. Þegar ræsa átti hreyfla vélarinnar tókst ekki að koma öðrum hreyfli hennar í gang. Sjómennirnir voru þá fluttir frá borði og ekið á sjúkrahús- ið á Egilsstöðum. Þar biðu þeir þar til önnur vél kom frá Reykjavík, þegar hún hafði lokið öðru sjúkra- flugi. Sú vél kom með sjómennina tvo til Reykjavíkur upp úr hádegi á laugardag. Þá voru liðnir um 13 klukkutímar fráþví að sjómennirnir slösuðust. Astæðan fyrir því, að þessi langi tími leið frá slysi og þar til hinir slös- uðu voru komnir á sjúkrahús í Reykjavík, er sú, að ekki hefur verið gengið frá samningum um sjúkra- flug. Tilboð í sjúkraflug voru opnuð í október en enn hefur ekki verið gengið til samninga við flugfélög á grundvelli þeirra. Fyrir utan Vest- firði eru engir samningar í gildi um sjúkraflug. Þetta er einfaldlega ekki hægt. Það er ekki hægt að una við það, að dráttur á að ganga frá samningum um sjúkraflug hafi afleiðingar á borð við þessar. Þess vegna verður að gera kröfu til þess, að þegar í stað verði gengið frá slíkum samningum, þannig að sjúklingar fái viðunandi þjónustu. Nóg er um vandamál í heilbrigðiskerfínu svo að þetta bæt- ist ekki við. NY FLUGBRAUT? HÓPUR sérfræðinga, sem skip- aður var af borgaryfírvöldum í apríl sl., hefur undanfarna mánuði skoðað ýmsar tillögur um framtíð Reykjavíkurflugvallar og nýtingu Vatnsmýrarinnar. Hlutverk þessa hóps er að undirbúa kynningu og al- menna atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins og er stefnt að því að hún fari fram í febrúar á næsta ári. Ein þessara tillagna byggist á því, að norður-suður-flugbraut verði lögð á uppfyllingu býsna langt út í Skerja- fjörðinn. Ljóst er af korti, sem birtist hér í blaðinu með frétt um þetta efni sl. laugardag, að flugbrautin mundi ná langleiðina út að Kársnesi. Þótt Fossvogur mundi ekki lokast þyrfti þó ekki mikla viðbót til að svo yrði. A þessum tímapunkti er ekki til- efni til að taka afstöðu til þeirra hug- mynda, sem sérfræðingahópur borg- arinnar er að fjalla um. Hitt er alveg ljóst, að til þess að borgarbúar geti tekið afstöðu til hugmynda eins og þeirrar, sem hér hefur sérstaklega verið nefnd, þurfa að liggja fyrir víð- tækar upplýsingar um þá röskun á umhverfí, sem óhjákvæmilega mundi leiða af svo mikilli uppbyggingu út í Skerjafjörðinn. Spurningin er þessi: Liggja fyrir nægilegar upplýsingar um umhverf- isáhrif af þessari tillögu til þess að hægt sé að gera kröfu til að almenn- ingur taki afstöðu til hennar? GÆÐI ÞJÓNUSTU Á ELLIHEIMILUM DANSKI félagsmálaráðherrann hefur lagt til að komið verði á samkeppni á milli sveitarfélaga í Danmörku um það hvert þeirra bjóði upp á beztu þjónustuna fyrir eldra fólk. Vill ráðherrann koma á gæðastimplum fyrir elli- og hjúkr- unarheimili. Þetta er athyglisverð hugmynd. Eftir því, sem öldruðum fjölgar og þar með dvalar- og hjúkrunar- heimilum fyrir aldraða, verður þörfin á eftirliti með þessari starf- semi brýnni. Rekstur slíkra heim- ila er nú ekki lengur eingöngu á vegum opinberra aðila, heldur hafa félagasamtök verið mynduð til þess að sjá um slíkan rekstur og það færist í vöxt að einkaaðilar lýsi áhuga á að reka slíka starf- semi. Umönnun aldraðra er gífurlega krefjandi starf. Raunar svo mjög, að þeir sem hafa fylgzt með því spyrja sjálfa sig, hvernig yfirleitt sé hægt að fá starfsfólk til þess að taka að sér þessi störf fyrir ekki hærri laun en þau sem í boði eru. Álagið á starfsfólk er mikið og til- hneigingin til að halda kostnaði niðri eins og hægt er áreiðanlega umtalsverð í þessum rekstri sem öðrum. Eftir því sem heimilunum fjölg- ar verður meiri hætta á því, að sitthvað fari úrskeiðis. Þess vegna er hugmynd danska félagsmála- ráðherrans ein af þeim leiðum, sem hægt er að fara í þessu skyni. En fleiri leiðir eru til. Það er hins vegar tímabært að taka á dagskrá þá spurningu, hvernig bezt verði staðið að því að stuðla að sem beztri þjónustu við aldraða og koma í veg fyrir, að sú þjónusta lendi í ógöngum eins og sums staðar hefur gerzt í öðrum lönd- um. S Utgjöld Reykjavíkurborgar hækka um 7,7% en skatttekjur aukast um 13,7% Fjárfesting Orkuveit- unnar verð- ur 5,4 millj- arðar króna Heildarskuldir Reykjavíkurborgar munu hækka úr 30,3 milljörðum í 32,3 milljarða en skuldir borgarsjóðs verða greiddar nið- ur um 2,8 milljarða á næsta ári. Jóhannes Tómasson sat blaðamannafund borgar- stjóra um fiárhagsáætlunina 2001. Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2001 Skipting skattkrónunnar Götur og holræsi ^ 10% Fræðslumál 29% Félagsþjónusta 11% / Afborganir og niðurgreiðsla lána Fjármunatekjur - fjármagnsgjöld UmhverfÍ Og hroinlaoti \ / . löfminqrginAir Samaönauiv^^TM2°/<EZ 4%/^\Menningarmál Önnur útgjöld Slökkvilið 1% f 3% j Skipulags-og byggingamál Stjórn borgarinnar Morgunblaðið/Golli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynnti frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í gær. Fyrri umræða um frumvarpið verður á fundi borgarstjómar á morgun. ÆTLAÐ er að hækkun rekstrarútgjalda Reykjavíkurborgar verði rúmar 1.200 millj- ónir króna á næsta ári og að þau fari úr rúmum 17 milljörðum í 18,3 milljarða, samkvæmt fjárhags- áætlun borgarinnar fyrir árið 2001. Áætlað er að skatttekjur aukist um 13,7%, úr 21,1 milljarði í 24 milljarða, aðallega vegna hækkun- ar útsvarstekna úr 11,99% í 12,7%. Greiða á niður skuldir borgarsjóðs um 2,8 milljarða en heildarskuldir borgarinnar munu aukast úr 30,3 milljörðum í 32,3 milljarða, aðal- lega vegna fjárfestinga Orkuveitu Reykjavíkur sem verða alls uppá 5,4 milljarða króna. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að borgarsjóður hafí 26,1 milljarð króna til ráðstöfunar. Skatttekjur eru 24 milljarðar, 1,8 milljarðar eru vegna sölu skuldabréfs, 200 milljónir vegna eignasölu og 100 milljónir vegna afborgana af skuldabréfaeign. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynnti frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar á blaðamannafundi í gær ásamt nokkrum samstarfsmönnum sínum og sagði hún að skólabyggingar og knattspymuhús í Grafarvogi væru meðal stærstu verkefna á næsta ári ásamt mikilli uppbyggingu í umhverfis- og orkumálum. Fjár- hagsáætlunin verður tekin til fyrri umræðu í borgarstjórn á morgun en síðari umræða og afgreiðsla er á dagskrá borgarstjórnarfundar 7. desember. Heildarskuldir á hvern íbúa lækka um 21 þúsund krónur í samantekt borgarstjóra um frumvarpið segir m.a. að það stað- festi að fjárhagur borgarinnar sé mjög traustur, heildarskuldir á hvem borgarbúa muni lækka um ríflega 21.000 milli þessa árs og hins næsta, keppt verði að auknum lífsgæðum í Reykjavík, þjónusta við íbúa verði bætt og að áfram verði fjárfest í arðbæmm verkefn- um. Borgarstjóri sagði áætl- unina snemma á ferð sem stafaði m.a. af því að ðll áætlanagerð væri auðveld- ari í stöðugu árferði og því að öll vinna við gerð áætl- unarinnar hefði verið end- urbætt. Þá sagði hún áætl- unina marka þau tímamót að séð væri nú fyrir end- ann á tveimur átaks- verkefnum, einsetningu grannskóla og hreinsun strandlengjunnar. Borgarstjóri segir út- svar verða hækkað í 12,7% eins og mörg önnur sveit- arfélög muni gera í kjölfar samninga við ríkið sem hún segir viðurkenningu á að kostnaðarauki sveitarfé- laga vegna verkefna sem þau hafí tekið frá ríkinu án þess að þeim hafí fylgt samsvarandi fjármagn. Á næsta ári er ráðgert að 76,5% af skatttekjum fari til reksturs málaflokka en hlutfallið var 80,96% á þessu ári. Frá árinu 1995 hefur hlutfallið verið á bil- inu 79% til 85,2% en árið 1994 var það 96,4%. Skuldir borgarsjóðs lækka en heildarskuldir aukast Áætlað er að greiða niður skuld- ir borgarsjóðs um 2,8 milljarða, þar af langtímaskuldir um 2,3 milljarða, og að þær komist niður í 11,1 milljarð á næsta ári. Er það 48,46% af skatttekjum sem er hið lægsta allt frá árinu 1991 þegar það var svipað eða 49,8%. Sé litið á heildarskuldir borgarinnar verða þær 32,3 milljarðar á næsta ári og versnar peningaleg staða Reykja- víkurborgar um 3,5 milljarða að raungildi en peningaleg staða borgarsjóðs batnar um 213 millj- ónir. Heildarskuldaaukningin skýrist einkum af miklum fjárfest- ingum Orkuveitu Reykjavíkur. Áætlað er að hún verji 5,4 milljörð- um til fjárfestinga og vegur þar þyngst stækkun Nesjavallavirkj- unar sem kosta á yfir 1,6 milljarða króna og verja á 440 milljónum til rannsóknaborana á Nesjavöllum. Framkvæmdir við nýjar höfuð- stöðvar fyrirtækisins munu kosta 1,5 milljarða og gerir OR ráð fyrir að taka 4,5 milljarða króna lán á næsta ári vegna þessara fram- kvæmda en gert er ráð fyrir að hún skili 1,1 milljarði í hagnað á næsta ári. Nærri 1.300 milljónir í skólabyggingar Gert er ráð fyrir að verja 1.283 milljónum króna í skólabyggingar og fer mest fjármagn í Borga- og Víkurskóla en einnig verða fram- kvæmdir við Selásskóla, Hóla- brekkuskóla, Árbæjarskóla og Álf- tamýrarskóla. Fram kom á fundinum að grunnskólabörnum hefur fjölgað um 650 í borginni á síðustu þremur áram og sagði borgarstjóri að mannfjöldaspár gerðu ráð fyrir 250 barna fjölgun á ári næstu árin. Það þýddi að reisa yrði nýjan grunnskóla annað hvert ár en frá árinu 1995 hafa fimm nýir grunnskól- ar verið byggðir í borg- inni. Framlög vegna einsetn- ingar grunnskóla verða alls rúmir 7,7 milljarðar á sjö árum og verða allir 34 grunnskólar borgarinnar einsetnir haustið 2002. Alls verður nærri 9 millj- örðum varið til grunn- skólamála í borginni á næsta ári og aukast fram- lögin um tæpan mOljarð. Ástæðu þess segir borgar- stjóri vera tU dæmis þær að fjölgað er námsráðgjöf- um, skólastjórar hafí ósk- að eftir fleiri stöðugildum við stjóm skólanna og aukinn tölvukostur kalli á aukið fjármagn ásamt auknu skólahúsnæði. Þá er gert ráð fýrir 3% hækk- un vegna launa- og verð- lagsbreytinga sem þýðir 426 milljónir í þessum málafloldd. Milljarður í Grafarvogshverfin Fjárfestingar í íþrótta- og æsku- lýðsmálum aukast úr 240 milljón- um króna í ár í 486 milljónir. Verð- ur 200 milljónum varið í byggingu knattspyrnuhúss við Víkurveg í Grafarvogi, lokið verður við hönn- un 50 metra yfirbyggðrar laugar í Laugardal, 15 milljónir fara í gerð nýrra sparkvalla og lögð verður áhersla á uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga í Grafarvogi. Fram kemur að alls verður rúmum millj- arði varið til framkvæmda og fjár- festinga í Grafarvogshverfum á næsta ári. Borgarstjóri sagði að lokum að eigi borgin að standa undir þeirri þjónustu sem lög og reglur geri ráð fyrir svo og undir kröfum íbúa sé ekki svigrúm til lækkunar skatta. Skora á Alþingi að lækka tekjuskatt „BORGARRÁÐ fagnar því að loksins skuli hafa fengist viður- kenning ríkisins á þeirri stað- reynd að verulega hefur hailað á sveitarfélögin í fjármálalegum samskiptum þeirra við ríkið á undanförnum árum og að tekju- stofnar þeirra hafa ekki verið í samræmi við lögskyld og aðkall- andi verkefni," segir m.a. í ályktun sem lögð var fram á fundi borgarráðs í gær. Borgarráð teiur að nefndin um tekjustofna sveitarfélaga hafí náð mikilvægum áfanga varðandi endurskoðun á tekju- stofnum sveitarfélaga þrátt fyrir að ekki hafi fengist sú 6-7 millj- arða króna leiðrétting, sem full- trúar sveitarfélaga í nefndinni töldu nauðsynlega, vegna auk- inna verkefna og ákvarðana rík- isins í skattamálum. Muni sá áfangi skila sveitarfélögunum 2,5 milljarða tekjuauka á næsta ári og um 3.750 milljónum árið 2002. „Engu síður hlýtur borg- arráð að gera alvarlegar at- hugasemdir við að samfara auknum hcimildum sveitarfélaga til að hækka útsvar um 0,99% á næstu tveimur árum skuli rfkið ekki hafa áform um að lækka tekjuskattinn nema um 0,33% á næsta ári eða sem nemur um 1.250 m.kr. Tillögurnar munu því hafa i för með sér almenna skattahækkun sem mun bitna harðast á íbúum höfuðborgar- svæðisins. Það er óviðunandi að leiðrétt- ingu á óréttlátri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga skuli með þesum hætti velt yfír á fbúa sveitarfélaganna - jafnvei undir því yfírskini að það sé við sveit- arfélögin að sakast. Borgarráð skorar á Alþingi að lækka tekju- skatt rfkisins á næstu tveimur árum til jafns við auknar heim- ildir sveitarfélaga til hækkunar útsvars eða um 0,99%.“ Athyg’lin beinist að göll- um í kosningakerfínu Reuters *V* Demókratinn Jesse Jackson á blaðamannafundi í Palm Beach-sýslu í Flórída. Margir demókratar eru hlynntir því að kosið verði á ný í sýslunni. Komið með kjörkassa vegna handtalningar í Palm Beach. Kjósendur í Banda- ríkjunum hafa nú ástæðu til að velta því fyrir sér hvort nokkuð sé að marka opinber úrslit kosninga í land- inu, Svar embættis- manna er ekki til þess fallið að vekja traust á kosningunum því það er „bæðijáog nei“. ÓTT landið sé yfirleitt mjög tæknivætt reiða Bandaríkjamenn sig enn á ýmsar gamaldags aðferðir við að kjósa forseta. Margar þeirra eru notaðar vegna þess að þær eru ódýrar, sumar eru úreltar, en engin þeirra er fullkomin. „Mér þykir það miður, en kosn- ingar eru ekki fullkomnar," sagði Emest Hawkins, sem stjómar fram- kvæmd kosninga í Sacramento í Kal- ifomíu, í viðtali við Miami Herald. Slíkar fullyrðingar virðast aldrei hafa verið sannari en nú þegar Bandaríkjamenn bíða lokaniður- stöðunnar í forsetakosningunum sem átti að Ijúka fyrir rúmri viku. Endurtalningin í Flórída hefur beint athygli manna að ýmsum smáatrið- um í fyrirkomulagi kosninganna og vakið spumingar um hvort þær end- urspegli vilja kjósendanna. ,Állt í einu hafa augu manna opn- ast fyrir vandamálum í þessu fyrir- komulagi út um öll Bandaríkin,“ sagði Larry Sabato, stjómmála- fræðingm- við Virginíu-háskóla. í Bandaríkjunum er ekkert sam- ræmt kerfi við valið á forsetanum. Þúsundir umdæma, aðallega sýslur, annast kosningamar og nota til þess eigið fé. Starfsfólkið er á lágum laun- um og kosningastjómum umdæm- anna er í sjálfsvald sett hvaða að- ferðum er beitt. ' Sums staðai' er notast við gata- spjöld en í öðrum umdæmum eru notaðar tölvur með snertiskjá. Papp- írskjörseðlar eru handtaldir í mörg- um sveitahéruðum en í New York er notast við fyrirferðarmiklar talning- arvélar sem voru fundnar upp árið 1892. Engin aðferðanna er gallalaus Um 8.000 kjörstjómir sýslna og borga annast kosningamar í Banda- ríkjunum og alríkisyfirvöldin taka ekki beinan þátt í framkvæmdinni. í 67 sýslum Flórída eru notuð ellefu ólík talningarkerfi, allt frá gata- spjöldum til rafeindatækja sem líkj- ast sjálfvirkum talningarvélum. Engin þessara aðferða er gallalaus því kjósendunum hættir alltaf til að klúðra þeim. Um 35% kjósenda í Bandaríkjun- um notuðu ýmis afbrigði gata- spjaldaaðferðarinnar, sem olli fjaðrafokinu í Palm Beach-sýslu í Flórída. Ray James, formaður kjör- stjómarinnar í Kansasborg, segir að 2-4% þessara kjósenda hafi orðið á einhvers konar mistök. Algengast er að kjósendumir kjósi tvo frambjóð- endur í sömu kosningunum og at- kvæði þeirra teljast því ógild. Embættismenn, sem eru hlynntir gataspjaldaaðferðinni, segja að hún sé tiltölulega ódýr, krefjist ekki mik- ils geymslurýmis og dugi vel þegar kjósendumir fari rétt að. Dæmin um ranga notkun em hins vegar fjöl- mörg. „Við höfum séð fólk taka kjör- seðla, fara inn í klefann og koma með þá aftur eftir að hafa sett göt við nöfii allra frambjóðendanna," sagði Bob Nichols, formaður kjörstjómar- innar í Jackson-sýslu. „Við höfum fengið kjörseðla með allt krossmerk- ið gatað út - af einhverjum ástæð- um. Við höfum séð málaralímband fest aftan á kjörseðil - ekki spyrja mig hvers vegna. Við höfum fundið matarleifar á þeim og gums sem enginn vill snerta." Varið ykkur á birninum Þetta er þó ekki það eina sem fer úrskeiðis því fjölmörg önnur vanda- mál koma upp í hverjum kosningum. Þegar kosningar em hnífjafnar eins og í vikunni sem leið getur sérhvert vandamál skipt miklu máli. Hér verður látið nægja að stikla á nokkrum vandamálum sem komu upp í kosningunum í vikunni sem leið: • Hundmð kjósenda kvörtuðu yfir biluðum kjörvélum í New York. Sjötíu viðgerðarmenn vora fengn- ir til að gera við vélamar. • Langar biðraðir og kvartanir St. Louis-búa, sem gátu ekki kosið, urðu til þess að dómari úrskurðaði að kjörfundi ætti að Ijúka klukkan tíu um kvöldið, þremur stundum síðar en ráðgert hafði verið. Afrýj- unardómstóll úrskurðaði hins vegar að loka bæri kjörstöðunum klukkan 7.40. Búist er við að lög- fræðingar bandarísku sljómar- innar rannsaki málið. • Kosningamar töfðust í Cross Vill- age í Michigan vegna þess að starfsmenn kjörstaðar bæjarins urðu innlyksa í ráðhúsinu. Ástæð- an er sú að 200 kílóa bjöm stóð við ráðhúsið og vildi ekki fara þaðan. Lögreglumenn urðu að skjóta dýrið tíl að bæjarbúamir gætu kosið forseta. • Nokkrir kjörstaðir í Michigan urðu uppiskroppa með blýanta, en þeir voru nauðsynlegir þar sem notast var við blýskanna við taln- inguna. I síðustu kosningum var skortur á kjörseðlum. Kusu tvisvar Hundruð stuðningsmanna Gore í Palm Beach-sýslu telja sig hafa kos- ið Pat Buchanan, forsetaefni Um- bótaflokksins, fyrir misskilning og kenna um villandi og raglingslegri hönnun kjörseðla. 19.000 kjósendur í sýslunni merktu við tvo frambjóð- endur og atkvæði þeirra vora því ógild. Þessi raglingur er rakinn til þess að í sýslunni vom notaðir kjörseðlar þar sem listanum yfir forsetaefnin var skipt í tvo dálka og á milli þeirra voru deplar sem kjósendumir áttu að gata. I Duval-sýslu, þar sem repúblik- anar eru með mikið fylgi, var fram- bjóðendalistínn hins vegar á tveimur síðum. Það varð tíl þess að 22.000 kjósendur kusu tvo frambjóðendur, einn á hvorri síðu. Gataspjaldaaðferðin hefur einnig þann annmarka að erfitt getur verið fyrir kjósandann að gata depilinn við nafn þess frambjóðanda sem hann ætlar að kjósa. Stundum verður eftir snifsi eða flipi í gatinu og það getur orðið til þess að talningarvélin greini ekki gatíð. Atkvæðið er þá ekki talið. Endurtalning hugsanleg í fjórum ríkjum Flórída er ekki eina ríkið þar sem mjótt var á munum í baráttu Als Gore og George W. Bush. Hugsan- legt er að telja þurfi aftur í fjórum ríkjum, Iowa, Nýju-Mexíkó, Oregon og Wisconsin. Þannig er nú staðan í þessum ríkjum: • Forysta Gore í Iowa er 4.285 at- kvæði af 1,3 milljónum. Dregið hefur saman með forsetaefnunum við talningu á utankjör- staðaratkvæðum og vafaatkvæð- um. Bráðabirgðaúrslit talningar- innar eiga að liggja fyrir í dag og frambjóðendumir fá þá þriggja daga frest tíl að óska eftír endur- talningu. Verði hún fyrirskipuð þurfa sýslumar að ljúka henni innan 18 daga. Endurtalningin getur náð til alls ríkisins eða nokk- urra sýslna. • Bush er nú með 126 atkvæða for- ystu í Nýju-Mexíkó, en alls vom atkvæðin þar 571.000. Embættís- menn rannsaka nú meint mistök,;5*' sem munu hafa orðið til þess að ‘ Gore varð af 500 atkvæðum. Mis- tökin eru sögðu hafa falist í því að talningarmenn hafi ruglast á tölu- stöfunum 1 og 6 þegar þeir lásu tölu þeirra utankjörstaðarat- kvæða sem varaforsetinn fékk. Mun Gore hafa fengið 600 at- kvæði, en ekki 100 eins og talning- armennimir héldu. Reynist þetta rétt nær Gore forystu í ríkinu. Ur- slitín eiga að liggja fyrir 28. nóv- ember og frambjóðendumir fá þá sex daga frest tíl að óska eftir end- urtalningu. • Forysta Gore í Oregon var 4.765 atkvæði af 1,4 milljónum þegar 99% atkvæðanna höfðu verið talin.’ > Búist er við að talningunni ljúki um helgina. Samkvæmt lögum ríkisins ber að telja atkvæðin aftí ur verði munurinn á fylgi fram- bjóðendanna 2.800 atkvæði eða minni. Hugsanlegt er að Bush óski eftír endurtalningu verði munurinn rnefri. Búist er við að endurtalningin fari fram í fyrstu vikunni í desember verði hún fyr- irskipuð. • Gore er með 6.099 atkvæða for- ystu í Wisconsin, en alls voru at- kvæðin 2,5 miHjónir. Repúblika- nar íhuga að óska eftír endurtalningu en geta ekki gert það fyrr en á föstudag þegar nið- urstaða talningarinnar í öllum ~ sýslum rfldsins á að liggja fyrir. Repúblikanaflokkurinn í ríkinu segist hafa fengið 800 kvartanir vegna meintra brota á kosningalög- gjöfinni, meðal annars 600 í Milwaukee-sýslu. Flokkurinn hefur beðið saksóknara rfldsins, E. Mich- ael McCann, um að rannsaka ásak- anfrnar, meðal annars um að nokkrir kjósendur hafi fengið tvo kjörseðla og að öðmm hafi verið sagt að þeir hafi þegar kosið. McCann sagði á mánudag að engar vísbendingar hefðu komið fram um kosningasvik. Einnig er mjótt á munum í Nevt^ Hampshire en fresturinn til að óska eftír endurtalningu rann út á mánu- daginn var. Bush er þar með 7.211 atkvæða forystu af 540.000 greidd- um atkvæðum. Forysta Bush minnkaði um 958 atkvæði við endur- skoðun á kjörtölunum þar sem í ljós komu villur í tölvuforritum og próf- arkalestri. A**
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.