Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Frá afhendingu viðurkenninganna í Gullsmára í Kópavogi, f.v. Hannes Alfonsson, Guðmundur Hallgrímsson, Aðalsteinn Sigfússon, Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttir og Guðrún Sveinsdóttir. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri Meira aðhald með ríkis- fjármálum verið æskilegra 6 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás HÉRÐASDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás. Hann var fundinn sekur um að hafa hrint brotaþola, karl- manni á sextugsaldri, niður stiga í húsi í miðborginni með þeim afleið- ingum að hann hlaut opið beinbrot á neðri kjálka og fingurbrotnaði. Ákærða var enn fremur gefið að sök að hafa veitt brotaþoia mörg hnefa- högg í andlitið. Ákærði neitaði sakar- giftum. Héraðsdómur fann manninn sekan um að hafa hrint brotaþola niður stig- ann en taldi ósannað að hann hafi veist að honum með barsmíðum. At- vikið átti sér stað fyrir réttu ári. Ragnheiður Bragadóttir héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Auk þess að vera dæmdur í sex mánaða fangelsi var ákærða gert að borga allan sakarkostnað, þ.m.t. málsvamarlaun skipaðs verjanda síns, Sigurðar Georgssonar hæsta- réttarlögmanns, 100.000 krónur. Einnig þóknun skipaðs réttargæslu- manns brotaþola, Lúðvíks Emils Kaaber, 60.000 krónur. Ákærði á langan og samfelldan sakaferil að baki og nær hann allt aft- ur til ársins 1973 er hann var 17 ára. Hefur ákærði sætt viðurlögum m.a. fyrir áfengislagabrot, umferðarlaga- brot, þjófnað, fjársvik, skjalafals, lík- amsárás, eignaspjöll, nytjastuld og ólögmæta meðferð fundins fjár. Var hann dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyr- ir fjársvik 1992, árið 1995 í 10 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot og var jafnframt sviptur ökurétti ævilangt frá sama degi. I júní í fyrra var ákærði dæmd- ur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í tvö ár fyrir ólögmæta meðferð fund- ins fjár. Síðast var ákærði dæmdur í 4 mánaða fangelsi í apríl sl. fyrir ölvun við akstur og akstur án ökuréttar. Jafnframt var ákærði sviptur ökurétti æviiangt frá sama tíma. EIRÍKUR Guðnason seðlabanka- stjóri tekur undir þau orð Yngva Arnar Kristinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra peningamála- sviðs Seðlabanka Islands og núver- anda bankastjóra Búnaðarbankans í Lúxemborg, sem hann lét falla á ráðstefnu Félags löggiltra endur- skoðenda sl. fóstudag, að stefnu- blandan milli ríkisfjármálanna og peningamálastefnunnar hafi verið röng. „Við hefðum gjaman viljað sjá meira aðhald veitt með ríkisfjármál- um í gegnum þá hagsveiflu sem við höfum upplifað upp á síðkastið. Við teljum samt, að gefnu því aðhaldi sem var, að við höfum orðið að beita svo harðri peningamálastefnu. Æskilegra hefði samt verið að veita enn meira aðhald með ríkisfjármál- um og minna með peningamála- stefnunni. Pá hefði ekki verið þörf fyrir svo háa vexti,“ sagði Eiríkur. Eiríkur segir að alltaf sé álitamál hvað hægt sé að gera í stöðunni hverju sinni. Einnig sé hægt að halda því fram að náðst hafi drjúgur árangur með ríkisfjármálunum því þrátt fyrir allt sé mikill afgangur núna á reikningi ríkissjóðs og mun meiri en víða í nágrannalöndunum. Vill afnema stimpilgjald Yngvi Örn sagði jafnframt á ráð- stefnunni að hann teldi að afgangur- inn á ríkissjóði væri ofmetinn. Eirík- ur segir að Yngvi Örn eigi líklega við að ríkissjóður hafi notið góðs af því hve vel hafi gengið yfirleitt í efna- hagsmálum og hér hafi verið óvana- lega mikill hagvöxtur. Eiríkur segir að einnig megi benda á að sveitar- félögin hafi a.m.k. um tíma ekki haft góða afkomu þannig að afkoma hins opinbera í heild hafi ekki verið jafn- góð og hjá ríkinu. Hann segir að Seðlabankinn sé sammála því að stimpilgjöld séu tekjuliður sem best væri að losna við og það héfðu aðrar þjóðir gert. „Okkar fjármálageiri býr þarna við gjald sem keppinautar í útlöndum búa ekki við eða a.m.k. ekki í sama mæli,“ sagði Eiríkur. Ahuga- mannastarf viðurkennt FÉLAGSMÁLASTJÓRI Kópavogs, Aðalsteinn Sigfússon, heiðraði um helgina fjóra einstaklinga, „seni sýnt hafa félagsstarfinu í félags- heimilunum Gjábakka og Gull- smára framúrskarandi áhuga“. Það voru þau Guðmundur Hall- grímsson, Guðrún Sveinsdóttir, Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttir og Hannes Alfonsson sem hlutu viður- kenningu á árlegum Fjölskyldudög- um félagsheimilanna tveggja. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkar viður- kenningar eru veittar í Kópavogi en fram kom í ræðu félags- málastjóra að hann hygðist gera slfka veitingu að árlegum viðburði. Fjórmenningarnir eiga það sameig- inlegt að hafa leitt s.k. áhuga- mannahópa lengi en áhugamanna- starfið er að sögn Sigurbjargar Björgvinsdóttur, forstöðumanns fé- lagsheimilanna, ein meginástæða þess hversu fjölbreytl starfsemin er í félagsstarfi eldra fólks í Kópavogi. * Otímabært að tjá sig um kaup á Islendingi INGIBJÖRG Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri telur ekki tíma- bært að bregðast við tillögu Sjálfstæðismanna um að borgin kaupi víkingaskipið íslending. Tillaga um þetta hefur verið lögð fram en afgreiðslu hennar verið frestað. Reykjavíkurborg hefur þegar lagt fjármuni til þessa skips en það var eitt af síðustu verkum borgarstjórn- armeirihluta Sjálfstæðismanna á vordögum 1994 að styrkja smíði skipsins. Einar Oddur Kristjánsson og Ögmundur Jónasson um frásögn ævisögn Steingríms Hermannssonar Rangt að VSÍ hafí krafíst laga í nafni verkalýðshreyfíngar EINAR Oddur Kristjánsson, alþing- ismaður og fyrrverandi formaður VSI, og Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, mótmæla því sem fram kemur í væntanlegu þriðja bindi ævi- sögu Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, að Einar Oddur hafi talað í nafni for- ystumanna launþegasamtaka þegar hann krafðist þess að samningar BHMR yrðu numdir úr gildi með bráðabirgðalögum sumarið 1989. I þriðja bindi ævisögu Steingríms Hermannssonar, sem kemur út síðar í vikunni, segir að bráðabirgðalögin hafi verið sett að kröfu Einars Odds og að í viðtali vegna vinnslu bókarinn- ar hafi Einar Oddur skýrt frá því að hann hafi gengið á fund Steingríms vegna málsins að beiðni forystu- manna þeirra launþegasamtaka sem að þjóðarsáttinni stóðu. Einar Oddur Kristjánsson sagði í samtali við Morgunblaðið að VSI hefði strax sumarið 1989 gert mjög alvarlegar athugasemdir við samn- inga ríkisins við BHMR, þar sem kveðið var á um að þeir skyldu fá sín- ar hækkanir, plús allar aðrar hækk- anir sem aðrir gengju. „Þetta gæti aldrei gengið, yrði fleinn í holdi og stæðist ekki. Allan þann tíma sem samningar stóðu yfir við verkalýðsfé- lögin héldum við þessu fram. Við gerðum það opinberlega, það var engin launung á afstöðu okkar. Þegar við gerðum þessa kröfu þá vorum við sannfærðir um það, samninganefnd VSI, að ef við ættum að koma þessum svokölluðu þjóðarsáttaramningum, sem átti eftir að senda til samþykktar í öllum verkalýðsfélögum landsins, þá gæti það aldrei gerst öðruvísi en búið væri að afnema þennan samning við BHMR. Við trúðum því að menn væru almennt mjög sammála okkur um þetta mat.“ Einar Oddur sagðist hins vegar ekki hafa farið á fund forsætisráð- herra sem neinn umboðsmaður verkalýðsforystunnar. „Ég þurfti aldrei neitt shkt umboð og fór aldrei fram á það,“ sagði hann. Vísar í framburð sinn og Steingríms fyrir dómi Um hvort hann hefði átt viðræður við Ásmund Stefánsson, þáverandi forseta ASÍ, og Ögmund Jónasson, formann BSRB, um málið áður en hann gekk á fund forsætisráðherra sagði Einar Oddur: „Eflaust, við átt- um maraþonfundi þessa mánuði og það er ógjömingur að fara að vísa til þeirra en þetta var sameiginlegt mat allra okkar í samninganefnd VSÍ að við yrðum að fá þessa samninga úr gildi ef við ættum að eiga nokkra möguleika á því að samningar við verkalýðshreyfinguna yrðu sam- þykktir." Einar Oddur sagðist viss um að engin andstaða hefði verið meðal við- semjenda sinna við þetta og kvaðst aðspurður byggja þá vissu á því að hafa áður verið búinn að vinna með verkalýðsforystunni mánuðum sam- an. „Við höfðum verið að fjalla um þessa samninga og möguleikana á því að verkalýðsfélögin úti um allt land samþykktu þá. Þess vegna var það sannfæring okkar og ég minnist þess að í fyrsta skipti sem ég talaði um þetta opinberlega var á aðalfundi Samtaka fiskvinnslunnar í Vest- mannaeyjum þá um sumarið 1989. Þá kvað ég upp úr um að það væri alveg Ijóst að þetta væri ekki hægt; við gætum aldrei náð þessu saman öðru vísi en að þessir samningar yrðu teknir úr gildi.“ En voru foringjar helstu launþega- samtakanna þess vitandi að Einar Oddur gekk á fund forsætisráðherra til að tala fyrir setningu bráðabirgða- laga á samning BHMR eða kváðu þeir sig samþykka því í persónuleg- um samtölum? „Það er erfitt að fullyrða um hluti sem gerðust fyrir ellefu árum,“ sagði Einar Oddur. „Ég er alveg viss um að ég hef ekki farið á bak við þá um hvað ég var að ræða við Steingrím, það er alveg útilokað. En í mínum huga vor- um við allir sannfærðir um þessa þörf þannig að við þurftum ekíd að leita eftir stuðningi við það sjónarmið frá forystumönnum verkalýðsfélaganna. Við vorum handvissir um að það þýddi ekkert að leggja samningana fyrir alþýðu manna í verkalýðsfélög- um öðruvísi en þetta væri farið,“ sagði Einar Oddur og sagði að þessi skilningur hefði staðið upp úr eftir viðræður við samningsaðila sína mánuðina á undan. Þá benti hann á að ef menn vildu rannsaka frekari gögn hefði hann ásamt Steingrími Her- mannssyni borið vitni í dómsmáli BHMR gegn ríkinu um það hvað á milli þeirra hefði farið. „Þá var þetta mjög ferskt í huga mér þannig að ég er sannfærður um að það er best að vísa til þess hvað ég bar fyrir réttin- um fyrir 10 árum. Menn geta þá líka skoðað hvað Steingrímur sagði.“ Hvorki formlega né óformlega, beint eða óbeint beðið um lög Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir afrangt að Éinar Oddur hafi, í nafni BSRB eða sínu sem for- manns þeirrar hreyfingar, getað ósk- að eftir setningu bráðabirgðalaga á samning BHMR. „BSRB óskaði aldrei eftir bráða- birgðalögum á kjarasamninga BHMR, hvorki formlega né óform- lega. Hitt er annað mál að við gagn- rýndum þessa samninga mjög ein- dregið, sérstaklega það ákvæði þeirra að háskólamönnum bæru þær launahækkanir sem við semdum um næstu fimm árin, auk þess sem þeir kynnu að ná fram á þeim tíma. Þetta þótti okkur ámælisvert og óásættan- legt enda ávísun á aukið launamis- rétti innan launakerfis ríkisins og við lýstum því yfir þegar eftir að gengið var frá samningunum við BHMR að þetta værLnokkuð sem .við.myndum aldrei sætta okkur við. Þannig að sú afstaða okkar lá ljós fyrii- allt frá því BHMR gerði sína samninga. Við lýst- um því þá jafnframt yfir að við mund- um ekki sætta okkur við breytingar á launakerfinu okkar félagsmönnum beinlínis í óhag og töldum að það væri óeðlilegt að stéttarfélög settu inn í sína samninga ákvæði um að þeim bæri allar hækkanir sem aðrir kynnu að semja um. En við fórum þess aldrei á leit hvorki formlega né óformlega hvorki beint né í gegnum nokkurn annan mann að bráða- birgðalög yrðu sett á samningana. Þetta var sjálfskaparvíti sem ríkis- valdið hafði komið sjálfu sér í og það var þess að greiða úr því, ekki ann- arra, það voru hreinar línur af okkar hálfu. Það er mjög ómaklegt á þessari stundu að reyna að koma ábyrgðinni yfir á herðar þar sem hún á alls ekki heirna," sagði Ögmundur og kvaðst þar vísa til þeirra sem voru í forsvari fyrir ríkisvaldið á þessum tíma. Hvað segir Ögmundur þá um það sem stendur í bók Steingríms að Éin- ar Oddur hafi farið á fund forsætis- ráðherra og sagt að krafa hans um setningu bráðabirgðalaga styddist við vilja forystumanna launþegasam- takanna sem ynnu að þjóðarsáttinni? „BSRB stóð að þjóðarsáttinni og studdi hana í hvívetna þannig að það má ætla að þar sé vísað til okkar og ef svo er þá er þetta hrein og klár ósannindi og ég á eftir að heyra Einar Odd segja þetta sjálfan. Hann hefur ekki sagt þetta í mín eyru þótt þetta hafi verið haft eftir honum. Ég hef ekki reynt hann að öðru en miklum drengskap þannig að ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Mín sam- sídpti við Einar Odd voru öll á hinn besta veg og það var ekkert í mínum ummælum nokkru sinni sem gaf minnsta tilefni til að tala á þennan veg,“ sagði Ögmundur Jónasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.