Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 56
>6 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dyraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 FOLKIÐ ÞARNA A EY&IEYJUNNI 7/jj ER Aí> BORÐA ROTTUR! IUT 111' f'l l 00 Grettir Hundalíf Smáfólk Á ég að koma til tannlæknisins, aftur? Nú, eru liðnir sex mánuðir? Tannlæknar hljóta að vera Ég trúi því ekki. með öðruvísi dagatöl. Heilbrigt metnaðarmál Frá Jóni Vali Jenssyni: FRÆÐSLA um kynlíf og barneign- ir er nauðsynlegur þáttur í uppeldi ungmenna. Halda mætti af fullyrðingum fá- kunnandi manna, að konur séu sí og æ frjóar og eigi nánast alltaf von á þungun við hver kynmök. En gáum að því, að kona er ekki frjó nema u.þ.b. 2% til 3,6% af hverjum fjórum vikum (eggið lifir 12-24 klst.); reyndar þarf að gæta þess líka, að sæðið getur lifað 1-3 og allt upp í 5 daga fram að egglosi, þannig að óbeint má tala um allt að 22% frjó- semistímabil sem konan eða öllu heldur parið þarf að „vara sig á“, vilji þau ekki eignast barn. Þegar þess er gætt, að egglos er nokkuð sem er fyrirsjáanlegt hjá flestum konum, nánast alveg reglulegt og m.a.s. með mælanlegum einkennum, er það eitthvert mesta undrunarefn- ið i allri umræðu um takmörkun bameigna, að það skuli ekki vera kappsmál hverrar konu, sem vill ekki þá stundina eignast barn, að stýra einfaldlega fram hjá öllum sín- um stuttu fijósemistímabilum. Þetta er einfaldlega partur af því að kom- ast vel af í tilverunni. Það ætti að vera metnaðarmál allra unglinga, ekki sízt stúlkna, og þáttur í fræðslu þeirra í skólum, að þeim séu kynnt þessi mál eftir megni, að þau læri á þennan gang náttúrunnar, ef á þarf að halda, hvort heldur til að forðast getnað eða (og ekkert síður) til að stefna að getnaði þegar að því kemur að hans er óskað, með því að notfæra sér þessa þekkingu sína á náttúrlegum frjósemistímabilum. Er það ekki eitthvert sorglegasta dæmi um hugsanaleti og skipulags- leysi fólks þegar það álpast á að gera sig þungað og vill svo leysa málið með örþrifaúrræði, jafnvel sama fólkið og síðar meir ætlar sér að eignast bam en er einmitt með „lausn vandans“ að taka ekki svo litla áhættu á því að gera sig ófrjótt eða lenda í fósturlátum og fyrir- burafæðingum? Er það ekki þetta sem læknar, hjúkrunarfólk og fé- lagsráðgjafar ættu að vinna hvað öt- ulast að, sem sé að stuðla að þekk- ingu almennings á náttúrulögmálum kynlífsins og hvernig beizla má nátt- úruna í þágu okkar sjálfra? JÓN VALUR JENSSON, cand.theol. og félagi í Lífsvon. Ljótur leikur land- búnaðarráðherra Frá Gunnari Sigurðssyni: EFTIR DÁGÓÐAN tíma ákvað háttvirtur landbúnaðarráðherra að skríða undan sínum rómaða feldi og tilkynna niðurstöðu sína varðandi það hvort heimila ætti innflutning á fósturvísum úr norskum kúastofni. Niðurstaða ráðherrans var síðan tilkynnt hinn 31.10 sl. og var hún á þá leið að heimila ætti innflutning- inn. Ekki get ég sagt að ég sé manna fróðastur um bústörf eða ræktun ferfætlinga, en niðurstaða ráðherrans í þessu máli gerði mig aldeilis hlessa samt sem áður. Ekki fæ ég skilið tilganginn með að flytja inn fósturvísa úr kúm frá Noregi eða öðrum löndum. Þetta á að vera tilraunaverkefni en hvaða tilgangi á þessi tilraun að gegna? Tilraunin hlýtur að vera til þess fallin að betr- umbæta íslensku mjólkina eða auka framleiðslu á henni. Ég hef ekki enn fyllst viðbjóði á að drekka ís- lenska mjólk og hef enn ekki fundið betri mjólk í þeim löndum sem ég hef komið til, en ég hef ekki komið til Noregs. Ekki hef ég heldur fund- ið fyrir að ég komist ekki yfir þá mjólk sem ég þarfnast, síður en svo, oftast hafa allir kælar verið fullir í þeim búðum sem ég versla í. Einu sinni hef ég þó lent í vandræðum, en það var þegar mjólkurverkfallið skall á. Ekki get ég heldur ímyndað mér að norskt nautakjöt sé eitthvað betra en það íslenska. Hver er þá meiningin með þessari vitleysu hjá háttvirtum ráðherra? Á bara að leyfa tilraunir til að sjá hvernig út- koman verður? Hvað er að íslenska kyninu? Það hefur dugað okkur ís- lendingum vel gegnum aldirnar og mun vafalaust gera það áfram. Þar sem þessi þróun er orðin að staðreynd sé ég einnig marga aðra möguleika sem íslenskir bændur geta tekið upp. íslenski hesturinn hefur marga kosti fram yfir aðrar hestategundir í heiminum. Mér finnst samt sem áður að hægt væri að betrumbæta íslenska hestastofn- inn, mér finnst hann t.a.m. oft vera stuttur í annan endann. Væri þá ekki ráð að leita til annarra landa til þess að leika sér aðeins með hesta- stofninn okkar og reyna að gera ís- lenska hestinn að alvöru tryllitæki? Það er eflaust góð útflutningsvara. Islenska kindin er einnig gædd miklum kostum fram yfir aðrar kindategundir. Það hefur sú nýsjá- lenska einnig. Væri ekki ráð að leika sér aðeins með þær einnig og blanda þessum tveimur tegundum saman? Utkoman væri án efa frá- bær útflutningsvara. Að leyfa innflutning á fósturvís- um úr norskri kúategund finnst mér vera skrípaleikur og ég trúi ekki að bændur leyfi þessari vit- leysu fram að ganga. Eitthvað segir mér að ráðherra hafi ekki legið einn undir feldi í þessu máli en eitt er samt víst að hann kom öfugum megin undan blessuðum feldi sín- um. GUNNAR SIGURÐSSON, smali, Stigahlíð 18, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.