Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 1 5
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Tillaga um flutning Hringbrautar kynnt fyrir íbiium miðborgarinnar
Framkvæmdir eiga
að heíjast á næsta ári
Kostnaður áætlaður um
hálfur milljarður króna
Midborg
TILLAGA um flutning Hring-
brautar hefur verið lögð fyrir
borgarráð og samþykkti það
að unnið skyldi áfram að mál-
inu á grundvelli tillögunnar.
Skipulagsyfirvöld í borginni
eru þessa dagana að kynna til-
löguna fyrir íbúum miðborgar-
innar og forsvarsmönnum
Landspítalans, en samkvæmt
henni er gert ráð fyrir að
Hringbrautin verði færð suður
fyrir Umferðarmiðstöðina og
Tanngarð.
Að sögn Stefáns Hermanns-
sonar borgarverkfræðings er
áætlað að framkvæmdir hefj-
ist haustið 2001 og að þeim
ljúki árið 2002. Áætlaður
kostnaður vegna fram-
kvæmdanna er talinn vera um
hálfur milljarður króna, en þar
sem um þjóðveg er að ræða
verður verkið unnið í sam-
vinnu Reykjavíkurborgar og
V egagerðarinnar.
Unnið að deiliskipulagi
íyrir Landspitalalóðina
Stefán sagði að
deiliskipulagsvinnu fyrir
Landspítalalóðina væri ekki
lokið en að það myndi ekki
hafa áhrif á framkvæmdir við
færslu Hringbrautar. Pótt
Hringbrautin verði færð mun
gamla eða núverandi Hring-
brautin áfram þjóna Land-
spítalanum og nálægum hverf-
um, hún mun breytast úr
stofnbraut í hverfisgötu. Sam-
kvæmt tillögunni er gert ráð
fyrir þremur hringtorgum á
gömlu Hringbrautinni, en þó
getur verið að það muni eitt-
hvað breytast samfara deili-
skipulagsvinnu við Land-
spítalalóðina.
Stefán sagði að nýju Hring-
brautinni hefði ekki verið gefið
nafn og kannski yrði bara talað
um gömlu og nýju Hring-
brautina. Hann sagði að nýja
Hringbrautin myndi tengjast
Mikiubrautinni undir brúnni
við Bústaðaveg, þar sem
Vatnsmýrarvegur tengist
Bústaðavegi í dag, og að
Miklabrautin yrði færð sunnar
á þessum stað.
Að sögn Stefáns er gert ráð
fyrir tvennum ljósastýrðum
gatnamótum á nýju Hring-
brautinni, annars vegar þar
sem hún mun tengjast Lauf-
ásvegi og Hlíðarfæti og hins
vegar við Njarðargötu. Hann
sagði að þótt gert væri ráð fyr-
ir Hlíðarfætinum í þessari til-
lögu væri ekki ráðgert að hefja
framkvæmdir við hann fyrr en
framtíð flugvallarins lægi fyr-
ir, en í skýrslu um svæðis-
skipulag höfuðborgarsvæðis-
ins er gert ráð fyrir því að
Hh'ðarfóturinn verði í göngum
meðfram Öskjuhlíðinni.
Verslunarmiðstöð á lóð
Umferðarmiðstöðvar
Samfara framkvæmdunum
við flutning Hringbrautarinn-
ar verður norður-suðurflug-
brautin stytt um 90 metra.
A svæðinu á milli nýju
Hringbrautarinnar og gömlu
Hringbrautarinnar verður
Landspítalinn með starfsemi,
þar sem Tanngarður er, en
verið er að vinna að heildar-
skipulagi á lóð Landspítalans
um þessar mundir. Vestan-
megin við það svæði, á lóð Um-
ferðarmiðstöðvarinnar, hefur
verið gert ráð fyrir 12 til 15
þúsund fermetra verslunar-
miðstöð, en lóðin er í eigu
KEA.
Á svæðinu eru einnig þrjár
minni lóðir.
Tvö tilboð
bárust í fim-
leikahúsið
Hafnarfjörður
TILBOÐ í nýtt fimleikahús
Bjarkanna í Haukahrauni í
Hafnarfirði voru opnuð í
gær og hlaut Nýsir hf.
hæstu einkunn við fyrstu yf-
irferð. Útboðið gerði ráð
fyrir margháttaðri starfsemi
í íþrótta- og kennslumiðstöð
á Bjarkarreit við Hauka-
hraun.
Tveir aðilar sendu inn
gild tilboð, annars vegar
Nýsir hf. ásamt samstarfs-
aðilum og hins vegar FM-
hús ásamt samstarfsaðilum.
Þegar tilboðin voru opnuð
og útreikningi til bráða-
birgða lokið kom í ljós að
aðaltillaga Nýsis fékk ein-
kunnina 9,65 og aðaltillaga
FM-húsa 8,99. Eftir er að
taka tillit til frávikstilboða.
Undirbúning útboðsins
annaðist byggingarnefnd
sem bæjarráð Hafnarfjarðar
skipaði fyrr á árinu til að
annast undirbúning og
samningagerð um byggingu
fimleikahússins. 21. maí sl.
var auglýst eftir umsóknum
einkaaðila til að taka þátt í
lokuðu útboði vegna fjár-
mögnunar, hönnunar, bygg-
ingar og reksturs sérhæfðs
fimleikahúss. Kostnaðar-
áætlun gerði ráð fyrir að
kostnaður með hefðbundinni
framkvæmd næmi að jafnaði
70,8 milljónum króna á ári
en með einkaframkvæmdar-
aðferð yrði kostnaðurinn um
67,5 milljónir á ári. Eftir er
að gefa tilboðunum sem bár-
ust lokaeinkunn en þá verð-
ur einkum tekið tillit til
þriggja þátta: þjónustu, sem
hefur 15% vægi, aðstöðu
með 45% vægi og verðs, sem
hefur 40% vægi.
Knattspyrnuhús í Garðabæ
Skipulagsvinna
í fullum gangi
Garðabær
KNATTHÚS ehf., Skeljung-
ur og P. Samúelsson, umboðs-
aðili Toyota, vinna nú að til-
lögu að deiliskipulagi fyrir um
8 hektara lóð í Vetrarmýri í
Garðabæ, á norðausturhorni
Vífilsstaðavegar og Reykja-
nesbrautar. Á lóðinni er ráð-
gert að reisa knattspyrnuhús,
sýningarsal fyrir Toyota,
bensínsstöð og jafnvel Select-
verslun.
„Málið er á réttu róli,“ sagði
Þorbergur Karisson, for-
svarsmaður Knatthúsa.
„Menn mega ekki vera óþolin-
móðir þegar um svona stórt
verkefni er að ræða, heldur
verða að sýna ákveðið raun-
sæi.“
Þorbergur sagði að skipu-
lagsvinnan væri í fullum
gangi, en að erfitt væri að
segja til um hvenær henni
lyki. Hann sagðist þó vona að
hægt yrði að hefja fram-
kvæmdir á næsta ári og að ef
allt gengi að óskum ætti nýtt
knattspyrnuhús að verða til-
búið árið 2003 í fyrsta lagi.
Garðabær, Hafnarfjörður
og Bessastaðahreppur sam-
þykktu í vor að leggja til
hlutafé í Knatthús ehf., en
Kópavogsbær ákvað að taka
ekki þátt í uppbyggingunni
enda eru uppi hugmyndir þar
um að byggja yfir gervi-
grasvöllinn í Smáranum.
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Unnið var að byggingu þjónustuhússins í Nauthólsvík í haustrigningunni í gær.
Þjónustuhúsið að rísa
Nauthólsvík
FRAMKVÆMDIR standa
nú yfir við byggingu 525 fer-
metra þjónustuhúss við yl-
ströndina í Nauthólsvík, en
taka á það í notkun næsta
sumar. Byggingin mun snúa
að ströndinni og fyrir framan
hana verða verönd og heit
setlaug.
í þjónustuhúsinu verður
annars vegar áningar- og út-
sýnisstaður fyrh' fólk á leið
um víkina og hins vegar
verður þar búnings- og
sturtuaðstaða fyrir allt að
200 gesti ylstrandarinnar og
snyrtiaðstaða fyrir um 500
gesti.
Starfsmenn Völundarverks
ehf. vinna verkið samkvæmt
samningi við Reykjavíkur-
borg. Fyrirtækið átti lægsta
tilboð í útboði og bauð 109,1
milljón króna í verkið en
kostnaðaráætlun var tæpar
93 milljónir króna.
Hönnuðir þjónustuhússins
eru Heba Hertervig, Hólm-
fríður Jónsdóttir og Hrefna
B. Þorvaldsdóttir, arkitektar
hjá Arkibúllunni.
Margskonar umsóknareyðublöð á Netið
Skref í átt að raf-
rænni stjórnsýslu
Hafnarfjörður
HAFNARFJARÐARBÆR
hefur undanfarna daga gert
tvo samninga þar sem skref
eru stigin í átt að rafrænni
stjórnsýslu. Annars vegar
geta foreldrar frá áramót-
um að öllu leyti átt sam-
skipti við bæjarfélagið varð-
andi leikskólapláss fyrir
böm á Netinu. Hins vegar
verða á næstu vikum sett
upp á vefsvæði öll helstu
umsóknareyðublöð fyrir
stofnanir og fyrirtæki Hafn-
arfjarðarbæjar á rafrænan
hátt.
Hvað varðar samskipti
foreldra við bæinn vegna
umsókna um leikskólapláss
hafa Hafnarfjarðarbær og
fyrirtækið Vefja samið um
gerð hugbúnaðar sem miðar
að því að umsækjendur um
leikskólapláss geti gert það
með því að tengjast inn í
gagnagrunna sveitarfélags-
ins. Umsækjandi skráir þá
barnið sitt beint inn í tölvur
bæjarfélagsins og á síðan að
geta fylgst með þróun mála
á Netinu, meðferð umsókn-
arinnar og stöðu bamsins á
biðlista, án þess að þurfa að
gera sér ferð eða hringja á
skrifstofur bæjarins. Gert
er ráð fyrir að nýja kerfið
verði tekið í notkun um ára-
mót en hugbúnaður af þessu
tagi hefur ekki verið notað-
ur hér á landi fyrr, að því er
fram kemur á heimasíðu
bæjarins.
Rafræn svör við lóða- og
atvinnuumsóknum
Hins vegar hefur bærinn
samið við Form.is um að
fyrirtækið setji upp á vef-
svæði sínu öll helstu um-
sóknareyðublöð fyrir stofn-
anir og fyrirtæki Hafnar-
fjarðarbæjar á rafrænan
hátt og eyðublöðin verði
gerð aðgengileg í gegnum
heimasíðu Hafnarfjarðar-
bæjar á næstu fjómm til sex
vikum.
Þau umsóknareyðublöð
sem um ræðir tengjast t.d.
umsóknum um lóðir, heim-
taugar, atvinnu hjá bænum
og stofnunum hans og
margt fleira. Skrái notandi
þessarar þjónustu sig fyrir
heimasvæði á form.is geta
þeir einnig fengið svör við
umsóknum sínum rafrænt
inn á heimasvæðið, að því er
fram kemur á heimasíðunni
hafnarfjordur.is.