Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ -y SOLVEIG SNÆLAND + Sólveig Snæland Guðbjartsdóttir fæddist á Akureyri 8. apríl 1940. Hún lést á heimili sínu laugardaginn 4. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Sigurð- ardóttir frá Torfu- felli, f. 2. desember 1911, d. 3. júní 1984, og Guðbjartur Mar- ías Snæbjörnsson, skipsfjóri, f. 4. júlí 1908, d. 18. nóvem- ber 1967. Bræður Sólveigar eru: 1) Sigurður Snæ- land Guðbjartsson, f. 26. janúar 1939, kvæntur Gyðu Þorgeirsdótt- ur og eiga þau fimm börn. 2) Snæbjörn Snæland Guðbjartsson, f. 24. apríl 1941. 3) Jósef Snæland Guðbjartsson, f. 8. nóvember 1949, var kvæntur Hjördísi Agnarsdótt- ur, þau slitu samvistum, þau eiga þrjú börn. Núverandi kona Jósefs er Wendy Snæland, eiga þau eina dóttur. Sólveig giftist 15. júní 1961 eftirlifandi eiginmanni sínum Jóni Ellerti Guðjóns- syni, f. 23. mars 1936. Foreldrar hans eru Sigurbjörg Malmquist Jóhannsdóttir, f. 17. nóvember 1915, og Guðjón Jónsson, járnsmiður, f. 1. maí 1904, d. 19. apríl 1940. Börn Sólveigar og Ell- erts eru: 1) Guðjón Axel Jónsson, f. 18. apríl 1962, búsettur í Reykja- vík, í sambúð með Bjarneyju Hrafnberg Hilmarsdóttur, f. 6. janúar 1963, sonur hennar er Hilmar Helgi Sigfússon, f. 4. maí 1981. 2) Guðbjartur Ellert Jóns- son, f. 15. júní 1963, búsettur í Reykjavík, var í sambúð með Önnu Laugardagurinn 4. nóvember markaði þáttaskil í lífi okkar er mamma kvaddi eftir að hafa barist hetjulega í veikindum sínum. Þó svo að baráttan hafi verið erfið og mikið dregið af henni þá var hún alltaf hún sjálf, gaf af sér ást og veitti okkur um- hyggju sína og alúð. Sorgin er mikil og erfið en það sem við þökkum fyrir er að hafa notið þeirra forréttinda að hafa fengið að vera henni samferða í h'finu og notið návistar hennar. Það er erfitt að lýsa þeim tilfinningum sem nú bærast í brjóstum okkar en allir þeir sem þekktu mömmu, vita og skilja hversu gæfusöm við vorum að hafa notið þess sem hún bjó yfir. Það sem einkenndi hana umfram annað var ást, um- hyggja og kærleikur sem hún gaf öll- um sem njóta vildu. I sorginni finnum við gleði, gleði sem aldrei verður afmáð eða eydd því þó mamma sé farin þá skilur hún svo mikið eftir af sjálfri sér innra með okkur. Við munum í sorginni gleðjast yfir þessari gjöf og þakka þann tíma sem við nutum með henni því gjafir hennar marka djúpt í hjarta okkar. Það verður erfitt að horfa fram veginn og hafa hana ekki hér á meðal okkar, en styrkur okkar er það sem hún gaf, við munum njóta þess um ókomna tíð. Elsku pabbi, það er svo mikið af henni í okkur, við skulum rækta það og gleðjast í bænum okkar. Vaknaþú,semsefur, ogveittuþjáðumlið, vemdaðublómið, semgrærviðþínahlið. Hlustaðuáregnið, og heyrðu dropann falla, himinninn er opinn, ogdrottinneraðkalla. Guðjón Axel, Guðbjartur EUert og Sigurbjörg Rún. Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir rúmu hálfu ári brosti lífið við Sólveigu (Dúddu), mágkonu okkar og svilkonu. Vegna breytts starfsvettvangs Ell- erts voru þau hjónin nýflutt aftur til Akm-eyi-ar, fæðingar- og heimabæjar hennar. Ibúð var í smíðum og skyldi flutt inn á komandi jólafostu, framundan var nálægð við börn og bamaböm eft- ir stopular samvemstundir undanfar- inna ára. Síðast en ekki síst hafði Dúdda unnið sigur á illvígum sjúkdómi eftir erfiða meðferð og æðralausa baráttu. Það vora svo sannarlega ánægjulegir t Okkar ástkæra, MAGNA SÆMUNDSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, áður Hríseyjargötu 2, Akureyri, lést að morgni mánudagsins 13. nóvember. Sæmundur Andersen, Liljan Andersen, Emil Andersen, Kolbrún Júlíusdóttir, Sæmundur H. Andersen, Hallgrímur Júlíusson, Valdimar L. Júlíusson, Birgitta Sæmundsdóttir, Dúi K. Andersen, Magna Ósk Júlíusdóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, ÓLÖF INGIMUNDARDÓTTIR, Brekkugötu 25, Ólafsfirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn 11. nóvember. Garðar Guðmundsson, Helga Torfadóttir, Halldór I. Guðmundsson, Olga Albertsdóttir, Ágúst K. Sigurlaugsson, Guðbrandur Þorvaldsson, Þuríður Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Láru Finnsdóttur, f. 14. ágúst 1963, þau slitu samvistum, börn þeirra eru: Tara Björt, f. 6. maí 1987, Elís Orri, f. 21. ágúst 1992, og Gauti Freyr, f. 18. júní 1996. 3) Sigurbjörg Rún Jónsdóttir, f. 29. maí 1968, búsett á Akureyri, gift Leonard Birgissyni, f. 24. janúar 1964, börn þeirra eru: Hildur, f. 6. júlí 1990, Hilmar, f. 30. október 1991, og Elvar, f. 30. október 1991. Sólveig ólst upp á Akureyri, þar gekk hún í barna- og gagnfræða- skóla. Strax eftir giftingu fluttu Sólveig og Ellert til Reykjavíkur og bjuggu þar í átta ár ásamt börn- um sínum og var Sólveig heima- vinnandi. Eftir það fluttu þau norður til Akureyrar og bjuggu þar síðan fyrir utan þrjú og hálft ár sem þau bjuggu á Isafirði. Sólveig stundaði ýmis störf á Akureyri, lengst vann hún á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri við símavörslu og síðar á barnadeild. Sólveig starfaði mikið með Sjálfstæðisflokknum á Akur- eyri og var í nokkur ár formaður Kvenfélagsins Varnar. Sólveig verður jarðsungin frá Akureyrarkirlqu í dag og hefst at- höfnin ldukkan 13.30. tímar í vændum, en enginn má sköp- um renna, ský dró fyrir sólu þegar annar sjúkdómur, ólæknandi, sótti að, gaf engin grið, dró allan mátt úr þessari góðu konu og leiddi hana til dauða. Stundum virðast örlögin grimm og ósanngjöm og leika þá grátt sem síst skyldi, í þeim efnum fá- um við engu ráðið, en huggun er það harmi gegn að nú er þjáningunni lok- ið og hvíldin ræður ríkjum. Eftir 40 ára vináttu og náin sam- skipti streyma minningar fram. Anægjuleg var stundin þegar Dúdda hélt Guðjóni Axel undir skírn á brúðkaupsdegi okkar í Dómkirkjunni fyrir margt löngu. Samband Dúddu og Ellerts var afar náið og nöfn beggja venjulega nefnd í sömu and- ránni. Hún var umhyggjusöm móðir og frábær amma, hlý og einlæg, hafði ákveðnar skoðanir, sem hún studdi gildum rökum, hávaðalaust, og tók málstað þeirra sem minna mega- sín og eiga undir högg að sækja. Heim- sóknimar norður vora ætíð tilhlökk- unarefni, en þær einkenndust af gestrisni, listilegri matseld húsmóð- urinnar og líflegum og skemmtilegum samræðum. Betri ferðafélaga en þau hjón var ekki hægt að hugsa sér og minnumst við t.d. ógleymanlegra ferða til Krítar, Suður-Karólínu og Florída. Innileg var umhyggja Ellerts fyrir eiginkonu sinni og skýrt kom hún fram í hinum erfiðu veikindum, þar sem hann vai’ ávallt til staðar, reiðu- búinn að rétta hjálparhönd af nær- gætni og væntumþykju. Við þökkum elsku Dúddu fyrir samfylgdina og trygglyndið í okkar garð og barna okkar, blessuð sé minning yndislegr- ar konu og kærs vinar. Ellerti, börnum, bamabörnum og öðram ættingjum sendum við einlæg- ar samúðarkveðjur. Guðrún og Viðar. Mæt kona og góður heimilisvinur hefur kvatt þennan heim, langt um aldur fi-am. Sólveig, eða Dúdda eins og hún var venjulega kölluð, var borin og bamfædd á Akureyri og hér hefur hún lengstum búið, utan nokkur ár í Reykjavík á áram áður, og seinna um skeið á Isafirði. Enda þótt hún léti sig hafa það að eiga heima utan Akureyr- ar var hún þó aldrei við það fyllilega sátt og óskaði þess ætíð að geta flutt hingað aftur. Og henni varð að ósk sinni, því síðastliðið vor fluttu þau, hún og Ellert eiginmaður hennar, aft- ur hingað til bæjarins. Var einstak- lega ánægjulegt að sjá þá gleði, sem í augum hennar skein yfir því að vera komin aftur og sjá fram á góða daga í því umhverfi, sem henni þótti vænst um. En stuttu eftir að þau vora flutt til Akureyrar sl. vor var ljóst, að hún gengi með þann sjúkdóm, sem leiddi til svo ótímabærs andláts, og olli því að dvölin hér varð styttri en allir hefðu kosið. Eg sá hana fyrst á menntaskólaár- unum í MA íyrir rúmum fjöratíu ár- um. Hún var ein af yngismeyjunum, sem prýddu bæinn, hvort heldur þær vísuðu til sætis í Borgarbíói eða af- greiddu í einhverjum af verslunum miðbæjarins. Það vora áhöld á því hvers vegna við fóram í bæjarferð strákamir og það orð fór á að við fær- um í bió, fremur til þess að láta vísa okkur til sætis en að horfa á myndina. Síðan liðu mörg ár. Ég kynntist Ell- ert fljótt eftir að ég fluttist til Akur- eyrar og tókst með okkur góður kunningsskapur, sem síðan leiddi til vináttu. Dúdda var þá farin að taka þátt í starfsemi Sjálfstæðisflokksins, en hún var í nokkur ár formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Vamar. Við áttum ágætt samstarf í sjóm full- trúaráðsins, en þar átti hún sæti, sem formaður Vamar, en ég sem formað- ur. Hún var traust og samviskusöm í öllu, sem hún tók að sér. Við áttum alltaf gott skap saman, sem síðar leiddi til þess, að hún varð ein af mín- t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN JÓHANNSDÓTTIR, Túni, Hraungerðishreppi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum að kvöldi mánudagsins 13. nóvember. Jóhann Stefánsson, Ragnheiður Stefánsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Hafsteinn Stefánsson, Vernharður Stefánsson, Jónína Þrúður Stefánsdóttir, Bjarni Stefánsson, Stefán Guðmundsson, Þórunn Sigurðardóttir, Guðjón Ágúst Lúther, Guðrún Hadda Jónsdóttir, Guðfinna Sigríður Kristjánsdóttir, Auður Atladóttir, Halldór Sigurðsson, Veronika Narfadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi langafi, FRIÐRIK P. DUNGAL, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 14. nóvember. og Hildigunnur Johnson, Rafn Johnson, Páll Dungal, Auður Jónsdóttir, Edda Dungal, Finnbogi Guðmundsson, Hjördís Björnsdóttir, Tryggvi Þorsteinsson, Brynhildur Björnsson, Helga Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. um traustustu stuðningsmönnum, þegar prófkjör og kosningar vora annars vegar. Við Ellert urðum einn- ig samstarfsmenn í Slippstöðinni hf. um árabil. Það er þess vegna margs að minnast og engin furða þótt góð og náin tengsl mynduðust á milli fjöl- skyldna okkar. Við áttum síðan kost á að heimsækja þau vestur á Isafjörð sumarið 1999, ein af þessum ferðum, sem maður aldrei gleymir. Veðrið var eins og best verður á kosið og gest- risni þeirra hjóna í samræmi við það. Er þetta eitt besta ferðalag sem við höfum farið í hér innanlands og áttu Dúdda og Ellert stærstan þátt í að svo varð. Margt var þar spjallað og kom þá vel fram hvað þeim var mikið í mun að flytjast til Akureyrar aftur, enda þótt þeim liði að mörgu leyti vel þar vestra og höfðu eignast þar góða vini. Eftirsjá eftir traustum vini er því mikil og erfitt að geta lítið gert, þegar svo góður vinur fellur frá og aðrir vin- ir sitja eftir með sorg í hjarta. En eins og áður mun tíminn lækna öll sár og minningin um góða konu verður það sem eftir situr. Á skilnaðarstund sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur til Ellerts og fjöl- skyldu um leið og við biðjum góðan guð að blessa Dúddu okkar og minn- ingu hennar. Gunnar Ragnars. Laugardaginn 4. nóvember sl. and- aðist Sólveig Snæland Guðbjarts- dóttir á heimili sínu í Víðilundi 21, Ak- ureyri. Viljum við minnast Sólveigai’ með nokkram orðum við andlát henn- ar. Það var í byrjun árs 1997 að Sól- veig fluttist til Isafjarðar með manni sínum Ellerti Guðjónssyni starfs- manni hjá Fiskistofu á Isafirði. Þau fengu íbúð í Múlalandi 12, í sama húsi og við bjuggum í, þá hófust okkar kynni við þau ágætu hjón Sólveigu og Ellert. Fljótt myndaðist góður vinskapur okkar á milli og áttum við saman fjölmargar góðar stundir sem Ijúft er að minnast er við nú kveðjum Sól- veigu vinkonu okkar með sáram trega. Það var ótrúlega mai’gt sem við áttum sameiginlegt með Sólveigu og Ellerti, öll höfðum við áhuga á útivera í náttúranni enda fórum við mikið saman í göngutúra stutta og langa. Við keyrðum stundum vestur í Ön- undarfjörð eða Dýrafjörð, lögðum bílnum og fóram í góðan göngutúr. Það bar við að grillið var tekið með og sest var á fallegan stað niður við sjó og grillað, horft á sólarlagið og fjöllin speglast í spegilsléttum sjónum, um- ræður vora þá oft mjög háfleygar um lífíð og tilverana. Á veturna fóram við oft saman á gönguskíði, það kom fyrir að við gát- um stigið á skíðin við útidyr og rennt pkkur inn í göngubrautir í Tungudal. I júní 1999 fóram við fjögur saman til Færeyja og ferðuðumst við víða um eyjarnar, þessi ferð var okkur öllum ógleymanleg. í þessari ferð kynntust Sólveig og Ellert nokkram vinum okkar Maju í Færeyjum sem nú í sumar heimsóttu þau á Akureyri. Já, það er margs að minnast á kveðjustund. Þó okkar kynni hafi staðið styttra en við áttum von á, þá myndaðist sönn vinátta okkar á milli sem aldrei bar skugga á. Fyrir það þökkum við. Við sendum þér, Ellert minn, og bömum þínum okkar innilegustu samúðarkveðjur, jafnframt báðu vinir okkar í Færeyjum fyrir samúðar- kveðjur. Far þú í friði, Sólveig, með þökk fyrir vináttu þína í okkar garð. Bjöm Helgason, María Gísladóttir. Dúdda frænka er nú horfin frá okk- ur. Fallega, fíngerða Dúdda, tilvera hennar er meðal minninga bemsku minnar og þær minningar skjóta nú upp kollinum. Holtagata 6 á Akureyri var æsku- heimili Sólveigar Snæland Guðbjarts- dóttur. Þar lifði hún bemskudaga sína, vafin umhyggju ástríkra foreldra, þeirra Guðbjai-ts Snæbjömssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur. Hún ólst upp í stórfjölskyldu, bræður hennar vora þrá’, Siggi og Kramini á líkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.