Morgunblaðið - 15.11.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 15.11.2000, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI Tap deCODE á þriðja ársfjórðungi nam um 660 milljónum íslenskra króna TEKJUR deCODE Genetics, móður- félags íslenskrar erfðagreiningar ehf., á þriðja ársfjórðungi þessa árs, sem lauk 30. september síðastliðinn, voru 5,6 milljónir Bandaríkjadala, um 487 milljónir íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra námu tekjur fyrirtækis- ins 3,5 milljónum dala, um 305 milij- ónum íslenskra króna. Aukningin nemur 57,1%, aðallega vegna aukn- ingar á áfangatengdum tekjum frá aðalsamstarfsaðila fyrirtaskisins, svissneska lyfjaíyrirtækinu Roche. Utgjöld til rannsókna- og þróunar- starfsemi á umræddum ársfjórðungi voru 11,7 milljónir dala en 9,2 milljón- ir á sama tímabili í fyrra. I tilkynn- ingu frá fyrirtækinu segir að þessi aukning skýrist af vexti í rannsókna- starfsemi þess. Tap deCODE á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt rekstrarreikn- ingi, nam 7,6 milljónum dala, um 660 Um 57% tekju- aukning milli ára milljónum íslenskra króna, og tap á hvern almennan hlut eftir umbreyt- ingu forgangshluta í almenna hluti nam 0,18 dölum. Til samanburðar var tap fyrirtækisins 7,9 miHjónir dala á sama tímabili árið áður, um 687 millj- ónir íslenskra króna. Tapið hefur því minnkað um 4% frá sama tímabili í fyrra og tap á hvern almennan hlut eftir umbreytingu forgangshluta í al- menna hluti hefur minnkað um 37,9%. I tilkynningu fyrirtækisins segir að minnkun á tapi á hvem al- mennan hlut, eftir umbreytingu for- gangshluta í almenna hluti, orsakist meðal annars af auknum fjölda hluta vegna fyrsta almenna hlutafjárút- boðs félagsins. 30. september 2000 hafði deCODE um 210,4 milljónir dala til ráðstöfunar í handbæru fé, sem jafngildir um 18,3 milljörðuni íslenskra króna. I júlí síð- astliðnum lauk fyrsta almenna hluta- fjárútboði fyrirtækisins, sem aflaði Microsoft Office 2001 Stafabrengl heyrir fortíðinni til þegar tveir heimar mætast Nú er hann kominn Office 2001 pakkinn frá Microsoft. ** Eitthvaö sem allir Macintosh notendur verða að eignast Verðlaunaður pakki með nýju notandaviðmóti I sönnum Apple stíl. Inniheldun Excel, Word, Power Point og nýtt tölvupóst- og skipulagsforrit, Microsoft Entourage. * Mac sco hugsaðu I skapaðu I upplifðu Skaftahllð 24 ■ Slml S30 1800 ■ Fax 630 1801 ■ www.appla.ls/offlce félaginu viðbótarhlutafjár að fjárhæð 198,7 miHjónir dala alls, um 17,3 millj- arðar íslenskra króna. Ánægja með áherslu sam- starfsaðila á þróunarstarf Kári Stefánsson, stjómarformaður og forstjóri Islenskrar erfðagreining- ar, segir í tilkynningu fyrirtækisins að þriðji ársfjórðungur þessa árs hafi einkennst af stórum áföngum í rann- sóknasamstarfi fyrirtækisins við Roche og samsvarandi aukningu í áfangatengdum tekjum. Allt bendi til þess að þær tekjur sem áætlanir gerðu ráð fyrir á þessu ári muni nást. Hann segir að íyrirtækið hafi nú þeg- ar náð fleiri áföngum í rannsóknum á þeim sjúkdómum sem samstarfs- samningurinn við Roche nær yfir. Þá sé fyrirtækið ánægt með hversu mikla áherslu þessi aðalsamstarfsað- ili þess leggi á þróunarstarf sem byggist á niðurstöðum fyrirtækisins, eins og sjá megi í tveimur fréttatil- kynningum sem íslensk erfðagrein- ing sendi frá sér í gær. I annarri fréttatilkynningu ís- lenskrar erfðagreiningar segir að vís- indamenn fyrirtækisins hafi staðsett erfðavísi á litningi sem tengist bein- þynningu og sem talinn er eiga stóran þátt í myndun sjúkdómsins við ákveð- in skilyrði. í hinni tilkynningunni er greint frá því að vísindamönnum ís- lenskrar erfðagreiningar hafi tekist að staðsetja erfðavísi á litningi sem tengist útæðasjúkdómi. Kári segist vera fullviss um að nýir, mikilvægir samstarfsaðilar muni bætast í hóp þeirra sem fyrir séu á næstu mánuðum. Símafundur um afkomu deCODE á Netinu Símafúndur um afkomutölur deCODE Genetics var haldinn á Net- inu í gær. Hannes Smárason, aðstoð- arforstjóri ogfjármálastjóri Islenskr- ar erfðagreiningar, gerði þar grein fyrir helstu niðurstöðum afkomunnar á þriðja árstjórðungi ársins 2000. Kári Stefánsson sagði á símafund- inum frá helstu atburðum sem staðið hafa upp úr hjá íslenskri erfðagrein- ingu á þriðja ársfjórðungi ársins 2000. Hann nefndi að í júh' síðastliðn- um hefði Islensk erfðagreining og Affymetrix tilkynnt um aukið sam- starf fyrirtækjanna. Samningurinn tryggi íslenskri erfðagreiningu sér- stakan aðgang að svokölluðum gena- flögum frá Affymetrix og tækni sem notuð sé til að meta virkni erfðavísa. íslenskri erfðagreiningu sé með samningnum gert kleift að fylgja auknum afköstum í arfgerðargrein- ingu eftir með notkun nýjustu tækni til virknirannsókna. Þá sagði Kári að íslensk erfða- greining og Roche hafi á tímabilinu tilkynnt að áfanga hafi verið náð í rannsóknum á erfðafræði Alzheimer- sjúkdómsins. Hann sagði einnig að á tímabilinu hafi íslensk erfðagreining enn treyst stöðu sína sem ein af stærstu og tæknilega fullkomnustu miðstöðvum arfgerðargreininga í heiminum með kaupum á 50 ABI Prism 3700 tækjum. Þau megi nota bæði til arfgerðargreininga og rað- greininga. Með tilkomu þeirra sé búist við að afköst í arfgerðargrein- ingum fyrirtækisins fimmfaldist og verði u.þ.b. 12 milljónir arfgerða á mánuði. Kári sagði frá því að hafist hafi ver- ið handa við byggingu nýrra höfuð- stöðva íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirhuguð bygging verði alls um 14.000 fermetrar að stærð og verklok séu ráðgerð í nóvember 2001. Kári sagði á netfundinum frá því að dr. Mark Gumey hefði í september síðastliðnum verið ráðinn í nýja stöðu framkvæmdastjóra lyfjaþróunar hjá íslenskri erfðagreiningu. Dr. Gumey gegndi áður stöðu yfirmanns erfða- rannsóknardeildar hjá Pharmacia. Hann mun hafa umsjón með vöruþró- un og verðmætasköpun sem byggist á meingenaleit íslenskrar erfðagrein- ingar og að útvíkka þá starfsemi fyr- irtækisins sem beinist að þróun nýrra lyfja. Þá hafi dr. Einar Stefánsson verið ráðinn til íslenskrar erfðagrein- ingar sem framkvæmdastjóri gagna- grunnssviðs. Kári Stefánsson sagði aðspurður á símaíúndinum á Netinu í gær að hann gæti ekki greint á þessu stigi ná- kvæmlega frá niðurstöðum þeirra rannsókna sem Islensk erfðagreining hefði verið að ná að undanfornu. Hann sagðist hins vegar vona að það verði hægt innan tíðar. Hannes Smárason svaraði fyrir- spum um væntanlegar tekjur deCODE á fjórða ársfjórðungi þessa árs á þann veg að gert væri ráð fyrir töluverðri aukningu þeirra. -------------------- Einkavæðing með eða án skráningar • HLUTI flokksmanna Verkamanna- flokksins telur að mögulegt sé að hefja einkavæðingu Statoil án þess að hlutabréf félagsins verði skráð á markað. Stjórnendur norska ríkis- olíufélagsins Statoil taka ekki undir þau sjónarmið, að því erfram kemur í Aftenposten. Upplýsingastjóri Statoil segirí samtali við Aftenposten að miðað við að Stórþingið samþykki frumvarp um að hefja einkavæðingu verði hægt að skrá hlutabréf félagsins á markaö næsta haust og það sé æskilegt. Forsvarsmenn Statoil hafa átt í viöræöum við önnur olíufélög um samstarf eða eignatengsl ogtelja það myndu koma slíkum viðræöum til góða ef hlutabréf félagsins væru skráð og þar með Ijóst hvert verð- mæti fyrirtækisins væri. And- stæðingar skráningar segja nóg aö utanaökomandi fyrirtæki fái að kaupa hlut í Statoil, ónauðsynlegt sé aö skrá bréfin í Kauphöll. Fyrirtæki sem hafa verið nefnd sem hugsanlegirsamstarfsaðilar Statoil eru Gaz de France og þýska fýrirtækiö Ruhrgas. Raynor iðnaðar- og bílskúrshurðirnar hafa þegar sannað notagildi sitt við íslenskar aðstæður. Fleka- rúllu- og hliðaropnandi hurðir. Opnunarbúnaður fyrir bæði bílskúrs- og iðnaðarhurðir. Yfir 4000 hurðir þegar uppsettar hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.