Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 21 VIÐSKIPTI BROSTU, ÞAÐ ERU AÐ KOMA JÓL JAKKI 6600 kr. PEYSA 3300 kr. SKÓR 3900 kr. SASHA KRINGLUNNI SÍMI: 568 1440 SKÓR 4500 kr. Samherja sem félagið keypti á markaði. Heildarveiðiheimildir hins sam- einaða félags innan íslenski-ar lög- sögu nema 28.630 þorskígildistonn- um og íslenskar veiðiheimildir utan lögsögu nema tæpum 5.200 þorsk- ígildistonnum. I fréttatilkynningu kemur fram að í öllum tilfellum eru veiðiheimildirnar langt undir til- skildu hámarki, eða svonefndu „kvótaþaki". Stærsti einstaki hluthafinn í Sam- herja er KEA með 18,07% hlut; þá Kristján Vilhelmsson með 16,72%; Þorsteinn Már Baldvinsson með 16,34%; Kaupþing hf. með 11,53%; Fjárfestingafélagið Skel ehf. með 5,41%; Fjárfestingafélagið Fjörður ehf. með 4,91%; Fjárfestingafélagið Gaumur ehf. með 2,84%; F-15 sf. með 2,56%; Lífeyrissjóðurinn Framsýn með 1,56%; Sundagarðar ehf. með 1,50%; Lífeyrissjóður verslunarmanna með 1,34% og Tryggingamiðstöðin hf. með 1,21%. Alls eiga þessir 12 stærstu hluthaf- ar 83,99% í félaginu. Á hluthafafundinum var kosin ný stjóm fyrir Samherja. Aðalmenn í stjórn félagsins eru Finnbogi Jóns- son, Hjörleifur Jakobsson, Jóhann- es Geir Sigurgeirsson, Óskar Magn; ússon og Þorsteinn M. Jónsson. I varastjórn eru þeir Eiríkur S. Jó- hannsson og Kristján Jóhannsson. Ný stjórn kosin á hluthafafundi Samherja Hlutafé aukið um 285 milljónir króna Morgunblaðið/Garðar Páll Stærstu hluthafar Samherja hf. eru KEA með 18,07% hlut, Krislján Vil- helmsson með 16,72%, Þorsteinn Már Baldvinsson með 16,34% og Kaupþing hf. með 11,53%. Aðrir eiga um 5% eða minna. HLUTHAFAFUNDUR Samherja hf., sem haldinn var í gær, sam- þykkti að auka hlutafé félagsins um 285.315.012 krónur, eða úr 1.374.684.988 krónum í 1.660 millj- ónir króna. Jafnframt samþykkti fundurinn að núverandi hluthafar féllu frá forkaupsrétti á hinu nýja hlutafé og verður það notað til að kaupa hlut KEA í BGB-Snæfelli hf. en stefnt er að sameiningu þessara tveggja félaga undir nafni Samherja og að sameiningin taki gildi eigi síð- ar en um næstu áramót. Skiptahlutfall í hinu sameinaða félagi er þannig að núverandi hlut- hafar BGB-Snæfells eignast 26% í því og núverandi hluthafar Sam- herja hf. 74%. Samherji mun bjóða öðrum hluthöfum BGB-Snæfells sömu kjör og KEA við skipti á hlutabréfum í BGB-Snæfelli og Samherja en félagið mun mæta þeim kaupum með því að kaupa hlutabréf í Samherja á markaði. Sömu sögu er að segja af kaupum Samherja á hlut KEA í Fiskeldi Eyjafjarðar. Sá hlutur hefur þegar verið greiddur með hlutabréfum í Níu mánaða milliuppgjör Opinna kerfa hf. Hagnað- ur vex um 86% ÁRSHLUTAREIKNINGUR Opinna kerfa hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins liggur nú fyrir og hefur verið kannaður af löggiltum endurskoðendum félagsins, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá fé- laginu. Hagnaður félagsins vex um 86% frá fyrra ári, var 100 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs en er nú 186 milljónir. Hagnaður fyrir tekjuskatt rúmlega tvöfaldað- ist' og fór úr 204 milljónum króna í 410 milljónir. Heildarvelta samstæðunn- ar jókst um 46% miðað við sama tímabil í fyrra og er nú 3.770 milljónir króna. Aukn- ingin skýrist samkvæmt frétt félagsins af góðum vexti í rekstri móðurfélags- ins (43%) og vexti hjá dóttur- félögunum Skýrr og Tölvu- dreifingu sem varð hluti af samstæðu Opinna kerfa 1. apríl 1999. Veltufé frá rekstri var á tímabilinu 270 milljónir króna en var árið áður 208 milljónir króna og hefur því aukist um 30% milli tímabila. Hagnaður af hefðbundinni starfsemi móðurfélagsins án skatta eða fjármagnsliða er nú 161 milljón króna sem er um 60% aukning frá sama tíma í fyrra. Velta móðurfé- lagsins jókst um 43%, og er nú 2.158 milljónir króna. Kaupa eigin bréf vegna valréttarsamninga Auknum umsvifum móður- félagsins hefur meðal annars verið mætt með fjölgun starfa, en laun og launatengd gjöld hafa hækkað um 34% milli tímabila. Opin kerfi hyggjast kaupa eigin bréf til nota í tengslum við valréttar- samninga eða aðra umbun starfsmanna. Birgðastýring hefur verið virk og magn sölubirgða vax- ið hægar en velta. Áhrif dóttur- og hlutdeild- arfélaga voru jákvæð um 29 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins en voru nei- kvæð um 19 milljónir kr. á sama tímabili 1999. Opin kerfi hf. eru með beina eignaraðild að um 17 félögum þar sem bókfært verð þeirrar eignar er 1.000 milljónir, en áætlað markaðsverðmæti um 4.000 milljónir króna, að sögn fé- lagsins. Ekki talin ástæða til að breyta áætlun um hagnað í 9 mánaða uppgjörinu er enn fylgt hinni nýju fram- setningu rekstrarreiknings í samræmi við nýjar reglur Reikningsskilaráðs. Vegna þessa er söluhagnaður rekstrarfjármuna nú færður með rekstrartekjum og sölu- hagnaður af eignarhlutum í öðrum fyrirtækjum færður með fjármunatekjum. Þá eru áhrif dóttur- og hlutdeildar- félaga (eftir skatta) færð næst á eftir hreinum fjármunatekjum. Forráðamenn félagsins telja ekki ástæðu nú að breyta fyrri áætlun um að hagnaður félagsins fyrir árið 2000 í heild verði yfir 280 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.