Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 6

Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ RTJV og Morgunblaðið með hæstu einkunnir fyrir traustan fréttaflutning í fjölmiðlakönnun Gallups NléAiviMifillar Hversu oft á viku heimsækir þú eftirtaldar vefsíður á Netinu 0,7 0,4 JUla leit strik torg ruv .is .is .is .is Yfir 81% les Morg- unblaðið í viku hverri Er miðill að mínu skapi Einkunn 1-5 Er miðill sem ég get lært af 4,2 Nota þegar ég vil slappa af Er miðill sem gefur mér mikilvægar upplýsingar um vöru og þjónustu 4,1 í NÝRRI íjölmiðlakönnun Gallups fyrir Samband íslenskra auglýsing- astofa og helstu fjölmiðla landsins, sem fram fór 26. október til 1. nóvem- ber, kemur fram að Morgunblaðið var lesið eitthvað í vikunni af 81,6% landsmanna og að meðaltali af 61,5% landsmanna. Þá fékk Morgunblaðið 4,3 í einkunn fyrir það að treysta má fréttaflutningi þess, Ríkissjónvarpið fékk einnig 4,3 en Rás 1 og Rás 2 fengu 4,4. Þá var spurt hversu oft þátttak- endur heimsæktu netmiðla í viku og kom í Ijós að mbl.is heimsóttu þátt- takendur að meðaltali tvisvar og vis- ir.is var heimsóttur 1,7 sinnum. Er munurinn milli þessara miðla mark- tækur. Þá var leit.is. heimsóttur 1,3 sinnum, strikás 0,7 sinnum, 0,4 var farið á torg.is og 0,2 á ruv.is. DV lesa 40,3% að meðaltali og 64,9% lásu blaðið eitthvað í umræddri viku, 17,9% lásu Dag eitthvað í vik- unni og 12,8% Viðskiptablaðið. Með- allestur Dags var 8,9%. í síðustu könnun, sem fram fór í mars, var Morgunblaðið eitthvað lesið af 81% og meðallestur var 61,7%. Spurt um áreiðanleika og skemmtigildi Þá voru þátttakendur beðnir að meta miðlana út frá fimm fullyrðinum og voru gefnir fimm svarmöguleikar: Mjög sammála sem gaf 5 í einkunn, frekar sammála sem gaf 4, hvorki né, frekar ósammála og mjög ósammála sem gaf einn í einkunn. Byggist ein- kunnin eingöngu á þeim sem tóku af- stöðu fyrir hvem miðil. Morgunblaðið fékk 4,3 í einkunn fyrir fúllyrðinguna um að treysta megi fréttaflutningi þess, og Sjón- varpið sömuleiðis, en hæstu einkunn við þeirri fullyrðingu fengu Rás 1 og Rás 2 4,4. Morgunblaðið fékk hæsta einkunn allra miðla við fullyrðingunni um miðil sem gæfi mikilvægar upp- lýsingar um vöru og þjónustu, 4,1, blaðið fékk 3,6 við fullyrðingu um skemmtigildi og var þar í flokki með Skjá 1 og Sjónvarpinu en Stöð 2 var hæst með 3,7. Sé litið til sjónvarpsstöðvanna var mest horft á Ríkissjónvarpið, að með- altali 63%, en 52% horfðu á Stöð 2. Þá horfðu 26% á Skjá 1 og 12% á Sýn. Meðtaltal helgidaga var 67% fyrir Sjónvarpið, 50% á Stöð 2,24% á Skjá 1 og 10% á Sýn. Könnunin fór fram dagana 26. október, sem var fimmtudagur, til miðvikudagsins 1. nóvember. Urtakið var 1.500 manns og raunúrtak 1.364. Fjöldi svara var 704 eða alls 52%. Könnunin fór þannig fram að öllum í úrtakinu voru send gögn í pósti sem voru kynningarblað, dagbók, happ- drættismiði og svarumslag. Hringt var í mikinn hluta fólks í úrtakinu á fyrsta eða öðrum könnunardegi til að hvetja menn til að svara. Hringt var þrívegis í þá sem lofað höfðu þátttöku en ekki skilað gögnum. Lakasta svarhlutfall til þessa Svarhlutfallið er hið lakasta í fjöl- miðlakönnun til þessa. Hafsteinn Már Einarsson hjá Gallup varpaði því fram er hann kynnti könnunina fyrir fulltrúum fjölmiðla og auglýsinga- stofa að spuming væri hvort timi stórra fjölmiðlakannana væri liðinn. Kröfur væru sífellt að aukast um ítar- legri upplýsingar úr slíkum könnun- um og miðlum í könnuninni hefði fjölgað. Þetta hafi þýtt að umfang könnunardagbókarinnar hafi aukist og kalli á aukinn tíma þátttakenda. Hann sagði svarhlutfallið hafa farið lækkandi um leið og könnunin hafi stækkað að umfangi. Gallup hefði merkt að sífellt væri erfiðara að fá f s- lendinga til að gefa sér tíma til að fylla út kannanir, einkum íbúa höfuð- borgarsvæðisins. Þá sagði Hafsteinn Már að hefð- bundin aðferð til umbunar, eins og happdrætti, dugi verr en áður til að ná athygli fólks og væri víða erlendis far- ið að greiða fólki fyrir þátttöku. Nefndi hann að yrði farið að greiða þátttak- endum hér þijú þúsund krónur myndi slfloir hvatningarkostnaður vera á bil- inu 2,1 til 2,4 milljónir króna. Sagði hann biýnt að þeir sem að könnuninni standa fyndu leiðir til að bregðast við minnkandi svörun á einhvem hátt. Fasteignamat hækk- ar um 14% á höfuð- borgarsvæðinu TEKJUR Reykjavíkurborgar af fasteignagjöldum hækka á næsta ári um 952 milljónir króna og þar af um 700 milljónir kr. vegna 14% hækkunar á fasteignaskött- um sem tekur gildi um næstu áramót. Fasteignagjöld í Reykja- vík, þ.e. fasteignaskattur, lóðar- leiga, holræsagjald, vatnsgjald og sorphirðugjald, hækka um tæp 12%. Fasteignamatsverð íbúðar- húsa, íbúðarlóða, atvinnuhúsa og atvinnulóða í Reykjavík, Kópa- vogi, Seltjamarnesi, Garðabæ, Hafnarfirði og þéttbýli í Mos- fellsbæ, Bessastaðahreppi, Vatnsleysustrandarhreppi, Ar- borg, Hveragerði og Ölfusi, hækkar samkvæmt ákvörðun yfírfasteignamatsnefndar um 14% í dag. Sumarhús og sumar- húsalóðir á landinu öllu hækka einnig um 14% en fasteignir á Akranesi, Borgarnesi, Grandar- firði, Akureyri, Hvolsvelli og Hellu um 10%. Matsverð allra annarra fasteigna í landinu hækkar um 4%. Hækkunin kemur ekkiá dvart Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að gert hafi verið ráð fyrir 14% hækkun fast- eignamats í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og hækkunin komi því ekki á óvart. Fasteigna- gjöld skiluðu Reykjavíkurborg á þessu ári 5.398.000 kr. en sam- kvæmt áætlun fyrir næsta ár verða gjöldin 6.350.000 kr. 1,5% af tekjuhækkuninni er vegna nýrra fasteigna. Ingibjörg Sólrún segir að þar með sé óhætt að tala um að vem- legar skattahækkanir hafi orðið nú þegar meðtalin er útsvars- hækkun sveitarfélaganna án samsvarandi tekjuskattslækkun- ar frá ríkinu. Fasteignamat hækkaði fyrir réttu ári um 18% á höfuðborgar- svæðinu í kjölfar mikillar hækk- unar á verði íbúðarhúsnæðis síð- ustu misserin. í framhaldi af því hækkuðu fasteignagjöld vegna ársins 2000 um 12-13% á milli ára. Hækkun fasteignagjalds nú felur í sér að álagning fyrir tveggja herbergja íbúð í Breið- holti, 75 fermetra, hækkar úr 46.679 kr. í 52.110 kr., eða um 5.431 kr. Álagning fyrir fjögurra herbergja íbúð í Grafarvogi, 140 fermetra, hækkar úr 86.237 kr. í 96.523 kr., eða um 10.286 kr. Álagning fyrir einbýlishús í Ár- bæjarhverfi, 280 fermetra, hækkar úr 124.354 kr. í 138.797 kr., eða um 14.442 kr. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands vega fasteigna- gjöld um 2% í vísitölunni. 10% hækkun á gjöldunum veldur því 0,2% hækkun á vísitölunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.