Morgunblaðið - 01.12.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 01.12.2000, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ RTJV og Morgunblaðið með hæstu einkunnir fyrir traustan fréttaflutning í fjölmiðlakönnun Gallups NléAiviMifillar Hversu oft á viku heimsækir þú eftirtaldar vefsíður á Netinu 0,7 0,4 JUla leit strik torg ruv .is .is .is .is Yfir 81% les Morg- unblaðið í viku hverri Er miðill að mínu skapi Einkunn 1-5 Er miðill sem ég get lært af 4,2 Nota þegar ég vil slappa af Er miðill sem gefur mér mikilvægar upplýsingar um vöru og þjónustu 4,1 í NÝRRI íjölmiðlakönnun Gallups fyrir Samband íslenskra auglýsing- astofa og helstu fjölmiðla landsins, sem fram fór 26. október til 1. nóvem- ber, kemur fram að Morgunblaðið var lesið eitthvað í vikunni af 81,6% landsmanna og að meðaltali af 61,5% landsmanna. Þá fékk Morgunblaðið 4,3 í einkunn fyrir það að treysta má fréttaflutningi þess, Ríkissjónvarpið fékk einnig 4,3 en Rás 1 og Rás 2 fengu 4,4. Þá var spurt hversu oft þátttak- endur heimsæktu netmiðla í viku og kom í Ijós að mbl.is heimsóttu þátt- takendur að meðaltali tvisvar og vis- ir.is var heimsóttur 1,7 sinnum. Er munurinn milli þessara miðla mark- tækur. Þá var leit.is. heimsóttur 1,3 sinnum, strikás 0,7 sinnum, 0,4 var farið á torg.is og 0,2 á ruv.is. DV lesa 40,3% að meðaltali og 64,9% lásu blaðið eitthvað í umræddri viku, 17,9% lásu Dag eitthvað í vik- unni og 12,8% Viðskiptablaðið. Með- allestur Dags var 8,9%. í síðustu könnun, sem fram fór í mars, var Morgunblaðið eitthvað lesið af 81% og meðallestur var 61,7%. Spurt um áreiðanleika og skemmtigildi Þá voru þátttakendur beðnir að meta miðlana út frá fimm fullyrðinum og voru gefnir fimm svarmöguleikar: Mjög sammála sem gaf 5 í einkunn, frekar sammála sem gaf 4, hvorki né, frekar ósammála og mjög ósammála sem gaf einn í einkunn. Byggist ein- kunnin eingöngu á þeim sem tóku af- stöðu fyrir hvem miðil. Morgunblaðið fékk 4,3 í einkunn fyrir fúllyrðinguna um að treysta megi fréttaflutningi þess, og Sjón- varpið sömuleiðis, en hæstu einkunn við þeirri fullyrðingu fengu Rás 1 og Rás 2 4,4. Morgunblaðið fékk hæsta einkunn allra miðla við fullyrðingunni um miðil sem gæfi mikilvægar upp- lýsingar um vöru og þjónustu, 4,1, blaðið fékk 3,6 við fullyrðingu um skemmtigildi og var þar í flokki með Skjá 1 og Sjónvarpinu en Stöð 2 var hæst með 3,7. Sé litið til sjónvarpsstöðvanna var mest horft á Ríkissjónvarpið, að með- altali 63%, en 52% horfðu á Stöð 2. Þá horfðu 26% á Skjá 1 og 12% á Sýn. Meðtaltal helgidaga var 67% fyrir Sjónvarpið, 50% á Stöð 2,24% á Skjá 1 og 10% á Sýn. Könnunin fór fram dagana 26. október, sem var fimmtudagur, til miðvikudagsins 1. nóvember. Urtakið var 1.500 manns og raunúrtak 1.364. Fjöldi svara var 704 eða alls 52%. Könnunin fór þannig fram að öllum í úrtakinu voru send gögn í pósti sem voru kynningarblað, dagbók, happ- drættismiði og svarumslag. Hringt var í mikinn hluta fólks í úrtakinu á fyrsta eða öðrum könnunardegi til að hvetja menn til að svara. Hringt var þrívegis í þá sem lofað höfðu þátttöku en ekki skilað gögnum. Lakasta svarhlutfall til þessa Svarhlutfallið er hið lakasta í fjöl- miðlakönnun til þessa. Hafsteinn Már Einarsson hjá Gallup varpaði því fram er hann kynnti könnunina fyrir fulltrúum fjölmiðla og auglýsinga- stofa að spuming væri hvort timi stórra fjölmiðlakannana væri liðinn. Kröfur væru sífellt að aukast um ítar- legri upplýsingar úr slíkum könnun- um og miðlum í könnuninni hefði fjölgað. Þetta hafi þýtt að umfang könnunardagbókarinnar hafi aukist og kalli á aukinn tíma þátttakenda. Hann sagði svarhlutfallið hafa farið lækkandi um leið og könnunin hafi stækkað að umfangi. Gallup hefði merkt að sífellt væri erfiðara að fá f s- lendinga til að gefa sér tíma til að fylla út kannanir, einkum íbúa höfuð- borgarsvæðisins. Þá sagði Hafsteinn Már að hefð- bundin aðferð til umbunar, eins og happdrætti, dugi verr en áður til að ná athygli fólks og væri víða erlendis far- ið að greiða fólki fyrir þátttöku. Nefndi hann að yrði farið að greiða þátttak- endum hér þijú þúsund krónur myndi slfloir hvatningarkostnaður vera á bil- inu 2,1 til 2,4 milljónir króna. Sagði hann biýnt að þeir sem að könnuninni standa fyndu leiðir til að bregðast við minnkandi svörun á einhvem hátt. Fasteignamat hækk- ar um 14% á höfuð- borgarsvæðinu TEKJUR Reykjavíkurborgar af fasteignagjöldum hækka á næsta ári um 952 milljónir króna og þar af um 700 milljónir kr. vegna 14% hækkunar á fasteignaskött- um sem tekur gildi um næstu áramót. Fasteignagjöld í Reykja- vík, þ.e. fasteignaskattur, lóðar- leiga, holræsagjald, vatnsgjald og sorphirðugjald, hækka um tæp 12%. Fasteignamatsverð íbúðar- húsa, íbúðarlóða, atvinnuhúsa og atvinnulóða í Reykjavík, Kópa- vogi, Seltjamarnesi, Garðabæ, Hafnarfirði og þéttbýli í Mos- fellsbæ, Bessastaðahreppi, Vatnsleysustrandarhreppi, Ar- borg, Hveragerði og Ölfusi, hækkar samkvæmt ákvörðun yfírfasteignamatsnefndar um 14% í dag. Sumarhús og sumar- húsalóðir á landinu öllu hækka einnig um 14% en fasteignir á Akranesi, Borgarnesi, Grandar- firði, Akureyri, Hvolsvelli og Hellu um 10%. Matsverð allra annarra fasteigna í landinu hækkar um 4%. Hækkunin kemur ekkiá dvart Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að gert hafi verið ráð fyrir 14% hækkun fast- eignamats í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og hækkunin komi því ekki á óvart. Fasteigna- gjöld skiluðu Reykjavíkurborg á þessu ári 5.398.000 kr. en sam- kvæmt áætlun fyrir næsta ár verða gjöldin 6.350.000 kr. 1,5% af tekjuhækkuninni er vegna nýrra fasteigna. Ingibjörg Sólrún segir að þar með sé óhætt að tala um að vem- legar skattahækkanir hafi orðið nú þegar meðtalin er útsvars- hækkun sveitarfélaganna án samsvarandi tekjuskattslækkun- ar frá ríkinu. Fasteignamat hækkaði fyrir réttu ári um 18% á höfuðborgar- svæðinu í kjölfar mikillar hækk- unar á verði íbúðarhúsnæðis síð- ustu misserin. í framhaldi af því hækkuðu fasteignagjöld vegna ársins 2000 um 12-13% á milli ára. Hækkun fasteignagjalds nú felur í sér að álagning fyrir tveggja herbergja íbúð í Breið- holti, 75 fermetra, hækkar úr 46.679 kr. í 52.110 kr., eða um 5.431 kr. Álagning fyrir fjögurra herbergja íbúð í Grafarvogi, 140 fermetra, hækkar úr 86.237 kr. í 96.523 kr., eða um 10.286 kr. Álagning fyrir einbýlishús í Ár- bæjarhverfi, 280 fermetra, hækkar úr 124.354 kr. í 138.797 kr., eða um 14.442 kr. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands vega fasteigna- gjöld um 2% í vísitölunni. 10% hækkun á gjöldunum veldur því 0,2% hækkun á vísitölunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.