Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 1 5 stefnu ESB ekki hættulega íslandi og taldi í lokin að spumingin um val- kosti íslands í Evrópumálum yrði stærsta pólitíska spumingin hér- lendis næsta áratuginn. ísland ekki einangrað Arni M. Mathiesen sagði engin tímamörk á EES-samningnum og því ætti hann að geta dugað lengi enn svo fremi að markmið íslend- inga breyttust ekki eða framkvæmd samningsins. Hann sagði stundum heyrast þann málflutning að hætt væri við að íslendingar lentu í út- jaðri vegna breytinga í Evrópu. Ráð- herrann benti á að ísland væri í Norðurlandaráði, aðili að EFTA, EES-samningnum, Schengen-sam- starfinu, Evrópuráðinu, ÖSE, Atl- antshafsbandalaginu og Heimsvið- skiptastofnuninni. Það væri því langt frá því að ísland væri einangrað eða að verið væri að ýta landinu út úr al- þjóðasamstarfi. Ámi taldi nauðsynlegt að horfa til allra átta varðandi framtíðina. Hann sagði menn telja líklegt að í framtíð- inni myndu myndast pólitískar, hernaðarlegar og viðskiptalegar ein- ingar sem gætu unnið á móti þróun viðskiptafrelsis. Einingarnar gætu orðið Bandaríkin, Kína, Rússland og hugsanlega ESB. Hann sagði slíka þróun geta haft neikvæð áhrif á stöðu íslands. Hann sagði Atlants- hafsbandalagið tengja saman Evrópu og Bandaríkin bæði hernað- arlega og pólitískt og þar væri ísland í miðju. Ef áðurnefndar einingar þróuðust væri Atlantshafið ekki lengur tenging þessara heimsálfa heldur myndi Kyrrahafið tengja Ameríku og Asíu. Þess vegna sagði hann afar mikilvægt Islendingum að samstarfið við Bandaríkin minnki ekki þótt Evrópusamstarfið aukist. Atlantshafsbandalagið verði áfram mikilvægt með því að tengja saman Evrópu og Ameríku og koma yrði í veg fyrir að heimurinn skiptist í áð- urgreindar einingar. Fiskveiðistefna ESB óviðun- andi fyrir Islendinga Ráðherrann sagði stækkun ESB varla gerast fyrr en 2005. Hann sagði að sjávarútvegsstefna ESB væri óviðunandi fyrir íslendinga og því ekki unnt að ganga í ESB. Að vísu væri fiskveiðistefna sambands- ins til endurskoðunar en það væri ekki í neinum grundvallaratriðum og hann myndi vilja sjá verulega breytta stefnu þar. Taldi hann þjóðir innan ESB vilja ásælast veiðirétt úr stofnum við Island ekki síst ef þeir efldust eins og hér væri stefnt að og eins ef illa áraði hjá þeim myndu þær sækjast eftir veiðiheimildum annars staðar. Sjávarútvegsráðherra tók undir það með Agústi Einarssyni að spumingin um aðild íslands að ESB yrði eitt stærsta pólitíska umfjöllun- arefni næstu ára. „Þar sem ég sé engar stórar breytingar í þessum efnum fyrr en í fyrsta lagi fyrr en um miðjan næsta áratug tel ég ástæð- ulaust fyrir okkur að taka einhverjar ákvarðanir í dag um það að breyta þeirri stefnu sem við höfum haft og ég tel að EES-samningurinn muni nýtast okkur áfram í þó nokkuð lang- an tíma,“ sagði Árni að lokum. Óvíst um áhrif íslands Baldur Þórhallsson sagði að meðal markmiða EES-samningsins hefði verið að undirbúa EFTA-ríkin fyrir aðild að ESB. Markmið EFTA-ríkj- anna, að Islandi og Sviss undanskild- um, hefðu verið að sækja um aðild og því hefði EES-samningurinn aðeins verið skammtímasamningur fyrir þau ríki. Hann sagði ísland meðal annars geta haft áhrif á mál hjá framkvæmdastjóm ESB vegna EES-samningsins. Fulltrúar íslands gætu komið sjónarmiðum landsins að þar en allsendis óvíst um hvort framkvæmdastjórnin tæki nokkurt tillit til þerra eða hlustaði á rödd ís- lands. Hann sagði Evrópuþingið gegna mikilvægu lagalegu hlutverki innan ESB og bent hefði verið á að 82% af breytingatillögum þingsins við lagahugmyndum framkvæmda- stjórnarinnar næðu fram að ganga. Hefði Island enga möguleika til áhrifa þar. Baldur sagði Alþingi hafa neitunarvald á EES-gerðum sem krefðust lagabreytinga en slíkt gæti haft pólitískai' afleiðingar fyrir land- ið og kvaðst hann því hafa efasemdir um raunverulegt neitunarvald. Hann sagði uppbyggingu stofnana Evrópska efnahagssvæðisins á þann veg að ríki ESB hefðu þar allt frum- kvæði. EFTA-ríkin sem ættu aðild að EES-samningnum væru að bregðast við því sem ESB og fram- kvæmdastjórn þess væri að gera. Hann sagði að færa mætti rök fyrir því að fullveldi landa innan ESB væri í raun meira en fullveldi landa sem aðeins væru innan Evrópska efnahagssvæðisins. „Ég varpa þeirri spurningu fram hvort EES-samn- ingurinn sé ásættanlegur fyrir full- valda lýðræðisríki sem vill móta eig- in lög og hafa áhrif á ytra umhverfi sitt,“ sagði Baldur og kvað stjórn- málamenn hafa flutt umtalsvert vald til ESB, oft án þess að vilja viður- kenna það, ísland væri aukaaðili að ESB. Hann sagði að lokum að EES- samningurinn myndu duga íslend- ingum svo lengi sem Noregur gengi ekki í ESB. „Hann dugar svo lengi sem við Islendingar sættum okkur við það að hafa mjög takmörkuð áhrif á stóran hluta þeirra laga sem sett eru hér á landi og svo lengi sem íslensk stjómvöld sætta sig við að hafa ekki áhrif á ytra umhverfi sitt,“ voru lokaorð Baldurs. Milljarða vaxtamunur í umræðum að loknum fundinum var m.a. fjallað um hugsanlega aðild Islands að ESB og hvernig færi með sjávarútvegsmálin. Sagði Ágúst Ein- arsson að íslendingar fengju allan kvóta við strendur landsins því engin önnur þjóð hefði hér veiðireynslu. Eina breytingin væri að ákvörðunin um heildarkvóta yrði tekin í Brussel og benti hann á að slík ákvörðun yrði byggð á ráðgjöf fískifræðinga eins og gert væri hér. Samningsmarkmið Islendinga í þessu máli yrði að binda yrði fastmælum að ráðherraráðið færi skilyrðislaust að ráðum vísinda- manna. Aðild hefði því litla breyt- ingu í för með sér fyrir íslenskan sjávarútveg. Ámi M. Mathiesen benti á að innan ESB landa hefði mun meira verið veitt en ráðgjöf vís- indamanna og hefði það leitt til bág- borins ástands fiskistofna, aldrei væri farið að ráðum vísindamanna. Sagði hann íslendinga því ekkert hafa að sækja í fiskveiðistjórnun til ráðherraráðs ESB. Ágúst Einarsson var spurður hvort hægt væri að reikna kostnað af skuldum íslenskra fyrirtækja og heimila vegna hærri vaxta hérlendis en í löndum ESB. Ágúst sagði hér um háar íjárhæðir að ræða. Islensk fyrirtæki skulduðu i bankakerfinu um 700 milljarða króna og væm vextir hérlendis 10% næmu greiðsl- urnar um 70 millörðum en kannski 35 milljörðum miðað við hálfu lægri vexti innan ESB-landa. Sagði hann þetta nokkuð háa fjárhæð og taldi raunhæfara að reikna með um 20 milljarða króna hærri vaxtagreiðsl- um. Eins og staðan í efnahagsmálum væri nú þýddi þetta háan skatt á ís- lensk heimili og atvinnuvegi. Ágúst sagði hins vegar að ekki mætti líta á þetta til of skamms tíma, þetta gæti snúist við og vaxtamunur væri því ekki einn og sér rök fyrir aðild. „En til lengdar held ég samt að hægt sé að fullyrða að aukinn vaxtamunur ís- lenskra fyrii'tækja og heimila nemi tugum milljarða á ári í framtíðinni.“ Síminn styrkir Háskóla fslands vegna Þýðingarseturs Morgunblaðið/Kristinn Þórarinn V. Þórarinsson (t.v.), forstjóri Símans, afhenti Páli Skúla- syni, rektor Háskóla íslands, styrk upp á eina milljón. Vefsíma- skrá þýdd á ein tíu tungumál SÍMINN afhenti á miðvikudag Þýðingasetri Hugvísindastofnun- ar Háskóla íslands styrk upp á eina milljón króna, sem varið verður í þýðingu, rannsóknir og þjálfun á notendaviðmóti vef- símaskrá simaskra.is. Verkefnið hefur verið nefnt Al- þjóðavæðing í verki og er m.a. gert ráð fyrir því að þýða not- endaviðmót simaskra.is yfir á a.m.k. 10 tungumál, þ.e. ensku, dönsku, finnsku, frönsku, ítölsku, japönsku, portúgölsku, pólsku og rússnesku. I fréttatilkynningu frá Síman- um segir: „Lausnin að þýða ein- ungis yfir á ensku er einföld og ódýr, en það hefur sýnt sig í margföldun vefsíðna á öðrum tungumálum að hinn almenni notandi kýs að vinna í vefum- hverfi á móðurmálinu frekar en öðrum.“ „Vonast er til að verkefnið marki upphaf að frekara sam- starfi Símans og Háskólans en það rennir m.a. stoðum undir að hægt verði að rannsaka alþjóða- væðingu á Netinu og skapa með því sérfræðiþekkingu á því sviði á íslandi. Hér er hugsanlega um mikla framtíðargrein í tölvu- og hugvísindum að ræða og mikið liggur við að vera í fremstu röð í þeirri hröðu, alþjóðlegu þróun sem nú á sér stað. Óhætt er að fullyrða að við- bragðsflýtir allra sem hlut eiga að máli, atvinnufyrirtækja og menntastofnana, mun skilja milli feigs og ófeigs í alþjóðavæðing- unni, þar sem stjórnun og miðlun upplýsinga er lykillinn að vel- gengni.“ Þögul kvöldstund í Húsi handanna Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Himneskir tónar úr keltneskri hörpu Muff Warden. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sjöfn Eggertsdóttir mundar pensilinn. Bannað að tala og versla Egilsstöðum. Morgunblaðið. HIÍS handanna boðaði til veislu skynfæranna á laugardaginn var. Þá voru posinn og síminn teknir úr sambandi í verslun og vinnustofum handverkshússins, slökkt á hvers kyns rafurljósum og gestum boðið að koma og njóta friðsældar og andagiftar. Kveikt var á tugum kerta, ilm- gufur ýmsar svifu um loftið og mál- verk, hreindýrsleðurkjólar og pappamassaenglar endur- sköpuðust í flöktandi birtunni. Ljúfir tónar liðu fram úr keltneskri hörpu, sungin voru Ijóð og grannur maður með skegg gerði jógaæfing- ar uppi á borði við kertaljós. Þegar gestir gengn í garð var þeim gert að undirrita þagnareið, sem halda skyldi meðan á dvöl stæði. Var þar einnig skjalfest að viðkomandi hefði tekið þátt í veislu sálarinnar, fundið fyrir þögninni og leyft skynfærunum að virka óá- reitt. Mun það einmitt hafa verið tilgangur gjörningsins, ásamt því að hvelja fólk til að skynja boð nýrrar aldar. Vitnað var af því til- efni í ljóð Steingríms Thorsteins- sonar og þess getið að það væri skemmtileg tilviijun, að einmitt þessi 100 ára gamli boðskapur væri í takt við það sem tiskuspekúlantar boða í byrjun nýrrar aldar: Nem þú hið nýja,/níð ei það gamla,/virð það sem vort er,/veit því ei grand./ Nútíð við fortíð,/nornirnar tengja,/ heilögum síma,/högg ei það band. Lára Vilbergsdóttir, fram- kvæmdastjóri Randalínar ehf., sem er eitt þriggja fyrirtækja í Húsi handanna, sagði þetta vera í annað skiptið sem slík veisla væri haldin. Væri þetta ekki síst gert fyrir þær sem í húsinu starfa, sem þyrftu nauðsynlega að hlaða sig orku og slaka ofurlitið á eftir annasamt tímabil við hönnunarvinnu og framleiðslu. Lára sagði það að skynja boð nýrrar aldar bæði spennandi og ögrandi verkefni. Fólk væri minnt á að taka gömul gildi og nýja tækni í sátt, að hræðast ekki „fall landa- mæra svo á jörðu sem á himni“ og að meta þjóðararf og menningu okkar um leið og við meðtækjum menningu annarra þjóða. Einnig væri sjálfbær þróun og endur- nýting og krafan um að ná jafn- vægi innra með sér og í umhverfi sínu hluti af boðskap nýrrar aldar. I húsi handanna er sem fyrr sagði rekið fyrirtækið Randalín ehf., en þar starfar auk Láru, Anna Guðný Helgadóttir. Signý Ormars- dóttir fatahönnuður og Sjöfn Egg- ertsdóttir listmálari eru með vinnu- stofur sínar í húsinu og saman starfrækja þessir aðilar verslun, sem selur meðal annars með hand- verk þeirra, auk annarra listmuna. Nefnd gerir úttekt á rútum DÓMS- og kirkjumálaráðherra hef- dóttir, deildarstjóri markaðsgæslu- ur skipað nefnd til að gera úttekt á öllum langferðabílum í notkun. Er nefndinni m.a. ætlað að huga sér- staklega að öryggisbeltum með það í huga hvort ekki sé unnt að koma fyr- ir slíkum búnaði í öllum langferðabíl- um. Nefndin skal einnig huga að öðr- um öryggisþáttum svo sem sætafestingum og móta tillögur um hvaða lágmarksöryggiskröfur sé rétt aðgera í þeim efnum. Nefndina skipa: Birna Hreiðars- deildar Löggildingarstofu og er hún jafnframt formaður nefndarinnar, Benedikt Guðmundsson, formaður félags hópferðaleyfishafa, Lárus Sveinsson, starfsmaður Skráningar- stofunnar, Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs og Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstof- ustjóri í samgönguráðuneytinu. Auk þess Þorleifur Þór Jónsson hagfræð- ingur, Samtökum ferðaþjónustunn- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.