Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 35

Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 35 LISTIR Morgunblaðið/Guðrún Vala Listíðahópurinn, f.v. Ólöf Sigr. Davíðsdóttir, Rita Freyja, Páll Jensson, Snjólaug Guðmundsdóttir, Gróa Ragnvaldsdóttir, Þórir Ormsson, Ástríður Sigurðardóttir og Guðmundur Sigurðarson. Á myndina vantar Sverri Vilhelmsson. Tónleikar í Fella- og Hólakirkju BREIÐFIRÐINGAKÓRINN í Reykjavík verður með tónleika í Fella- og Hólakirkju nk. laugardag, 2. desember, kl. 17. Tónleikar þessir eru tileinkaðir minningu Fríðar Sigurðardóttur, en hún var ein af stofnendum kórs- ins. Þeir sem fram koma eru Breið- firðingakórinn, Svarfdælingakór- inn, Veirurnar, kvartett, dúett og einsöngvararnir Halla Soffía Jónas- dóttir, Ásgeir Eiríksson, Margrét Stefánsdóttir, Guörún Lóa Jóns- dóttir og Sigurður Örn Sigurgeirs- son. Undirleikari er Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Trompetleikur Örn Sigurðarson. Stjórnandi kór- anna er Kári Gestsson. Kynnir er Ingibjörg Guðmunds- dóttir, formaður Breiðfirðingafé- lagsins. Ágóði af tónleikunum rennur til líknar- og vinarfélagsins Bergmáls. ---------------- Aðventutón- leikar í Heima- landi AÐVENTUTÓNLEIKAR verða haldnir í Heimalandi undir Eyjafjöll- um annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 21. Það eru Samkór Rangæinga, Kvennakórinn Ljósbrá og Karlakór Rangæinga sem halda þar sameigin- lega söngskemmtun. Efnisskráin er fjölbreytt jólalög frá ýmsum löndum o.fl. Stjórnandi Samkórsins og Karla- kórsins er Guðjón Halldór Óskars- son og á píanóið leikur Hédi Maróti, hornleikari er László Czenek. Stjórnandi Kvennakórsins er Nína María Morávek. Þetta eru fyrstu sameiginlegu aðventutónleik- ar þessara kóra. Áðgangseyrir er 1.500 krónur. ---------------- Tónleikar Tónskóla Sig- ursveins ,Á JÓLUNUM er gleði’ og gamarí1 er yfirskrift tónleika forskólabarna sem verða í Langholtskirkju á morg- un, laugardag, kl. 14. Tónleikarnir eru á vegum Tón- skóla Sigursveins og koma um 100 nemendur fram. Flutt verða jólalög frá ýmsum löndum af kór, blokkflautukór og slagverkssveit forskólanema ásamt strengjasveit. JL-húsið verður Þekkingar- hús ALLIANCE Frangaise flytur í JL-húsið við Hringbraut 121 í Reykjavík í dag, fostudag, en fyrir eru í „Þekkingarhúsinu" ReykjavíkurAkademían og Myndlistaskólinn í Reykjavík. Alliance Frangaise er íslenskt félag sem hefur að markmiði að kynna franska tungu og menn- ingu hér á landi. Félagið var stofnað árið 1911, sama ár og Háskóli íslands var stofnsettur. Alliance Frangaise rekur frönskuskóla þar, franskt bóka- safn og menningarmiðstöð. All- iance Frangaise heldur uppi menningardagskrá, m.a. kvik- myndaklúbbi, listsýningum, fyr- irlestrum, vínsmökkun o.fl. Listíðahóp- urinní Borgarnesi Borgarnesi. Morgunblaðið. LISTÍÐ, sýning í Safnahúsi Borg- arfjarðar, var opnuð 25. nóvem- ber. Lístíðahópurinn samanstend- ur af níu listamönnum sem li'fga upp á tilveruna í svartasta skammdeginu með því að sýna listrænt handverk. Það eru borg- firskir skraut- og nytjamunir úr horni, beini, tró, ull, gleri og fleiru. Flestir eru hlutirnir til sölu. Fjöldi fólks var viðstaddur opnunina, þar sem boðið var upp á gos og konfekt auk þess sem átta manna sönghópur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur lét í sér heyra. Sýningin stendur til 22. desem- ber og er opin virka daga kf. 13- 18 og á fimmtudagskvöldum kf. 20-22. Sérstök helgaropnun verð- ur 16. og 17. des. Síðustu sýningar SÍÐASTA sýning leikfélagsins Fljúgandi fiska á nýrri leikgerð á gríska harmleiknum Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hilmars Odds- sonar í Iðnó verður næst komandi sunnudag, kl. 20. Sýningin tekur um 1 klst. og 30 mín. í flutningi. NÚ er sýningum Þjóðleikhússins að ljúka á gamanleiknum Draumur á Jónsmessunótt eftir breska leikritaskáldið William Shake- speare, og verður síðasta sýningin næst komandi laugardag, 2. des- ember. Starf í þágu þjóðar. Rúmt ár er nú liðið síðan Slysavarnafélag íslands og Landsbjörg, landssamband björgunarsveita, sameinuðust í ein öflug björgunar- og slysavarnasamtök. Víðtækt starf Slysavarna- félagsins Landsbjargar miðar að því að bjarga mannslífum og verðmætum og koma í veg fyrir slys. Þar byggir hið nýja félag á áralangri reynslu þeirra 250 félagseininga og þúsunda einstaklinga sem inna af hendi fórnfúst starf um allt land. Þetta er sjálfboðastarf sem unnið er í þágu þjóðarinnar og byggist á öflugum stuðningi hennar. Því leitum við nú til þín. 1+) SLYSAVARNAFEIAGIÐ LflNDSBJÖRG mm .■■'- ■'í f , . ÞU VINNUR! - hvernig sem á það er litið! 23 C.":i! (32ZZ3 Qtnó4Cl<u. :.íasknM B"SM15 dcsember : *&***&*<&$&*- icr.ssaaæ=3æsBSEi| 3«o vinnlngar að verðm*tl kr. 35.700.0 HAUSmAPPBHAm ' tANOSÖÍOftG 1 • **•«<%** i ■y •*» vÁV NJíxyÞ ki, Hiitsio0 A <*>***■ ***** að v*,»»«»é Mi, 1 i ) ****** ** ***•>» b*lml**l*r. ***-’ YwfcNKik. iCAftyi 200 Jíjö OaiV 316 vinningar að rðmæli kr. 35.700.000 Dregið 15. desember HA USTHAPPDRÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.