Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 58
58 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000
T-------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
við nutum oft og líkulega. Hún hafði
hjartað á réttum stað og kannski
skiptir það mestu máli.
I þessum máttlitlu orðum við mik-
inn missi, viljum við systkinin og allt
okkar fólk biðja góðan guð að blessa
bömin hennar og bamabömin og alla
þá sem nú kveðja vininn sinn látna.
Þorgeir bróðir okkar hefur misst heil-
steyptan lífsförunaut, það var engin
feyra í steypunni og efnið var gull. En
hann á auðlegð í sínu fólki og ástrík-
um minningum. Hann er ekki einn.
Undarleg er sú tilfinning, þegar
sorgin sker og söknuðurinn nagar, að
finna til þakklætis til forsjónarinnar,
sem nú tók hana frá okkur, fyrir það
sem hún hafði áður gefið. Fyrir
nokkmm áram barðist Una við
krabbamein og það varð ströng og ill-
víg barátta. En hún hafði sigur og
þannig var okkur gefið átta ára ríkt líf
með henni. En nú kom að því að
greiða þurfti reikninginn. Kannski
var það afleiðing þeirrar hörðu lækn-
ismeðferðar sem hafði gefið okkur ár-
in góðu er nú tók sinn toll. Hjarta
hennar gaf sig og nú hefur hún kvatt
þennan heim, en enginn fer allur.
Gengin spor gæfukonu eins og henn-
ar halda áfram að bera arð í niðjum
hennar og lífsstarfi öllu. Þeir verða að
missa sem eiga, það hafa þau reynt
sem áttu Unu Halldórsdóttur að, sem
eiginkonu og móður, tengdamóður og
ömmu. Það er huggun harmi gegn að
eftir lifir minningin um góða konu og
að mannkostir hennar hafa gengið í
áif til afkomenda hennar. Þannig
reynist lífið jafnvel dauðanum yfir-
sterkara þrátt fyrir allt og alit.
Steindór Hjörleifsson.
Mig langar til að minnast með
nokkram orðum frænku minnar og
vinkonu Unu Halldórsdóttur. Það
fyrsta sem kemur upp í hugann era
margir góðir eiginleikar hennar svo
sem tryggð, umhyggja, greiðvikni,
trúrækni, glettni og jafnvel smá-
sþríðni.
Við ólumst upp á ísafirði og byrjuð-
um að vinna á sjúkrahúsinu 16 og 17
ára gamlar og bjuggum þá saman í
herbergi á sjúkrahúsinu. Við áttum
frí um miðjan daginn og fóram þá nið-
ur í rækjuverksmiðjuna í Suðurtanga
og pilluðum rækjur í akkorði.
Markmiðið var að safna peningum
fyrir skólavist.
Á þessum tíma tókum við mikinn
þátt í skátastarfi á ísafirði. Sérstak-
lega er mér eftirminnileg ferð okkar á
landsmót skáta sem haldið var á
Þingvöllum 1948. Það var mikið ævin-
týri því mörg okkar höfðu ekki komið
suður áður. Handboltinn átti stóran
þátt í lífi okkar á þessum tíma svo og
skíðaferðir og fleiri íþróttir.
Leið okkar lá svo suður í sæluna til
að víkka sjóndeildarhringinn.Við fór-
um að vinna á vöggustofu. Við æfðum
handbolta með Val í Hálogalandi og
kynntumst þar mörgum góðum völs-
uram og stelpumar komu svo í vin-
áttuleik til Isafjarðar sumarið eftir,
en slíkar heimsóknir vora ekki al-
gengar um miðj a öldina.
Aftur héldum við heim til ísafjarð-
ar og í vinnu á sjúkrahúsinu. Við höfð-
um nefnilega fengið bréf upp á það að
við gætum hafið nám í Hjúkranar-
kvennaskóla íslands og við ætluðum
að vera vel undir það búnar. Þegar til
kom var Unu ætlaður annar skóli í líf-
inu, en ég hygg að sú reynsla og þjálf-
un sem hún fékk í margra ára starfi á
sjúkrahúsinu hafi komið sér vel
seinna á lífsleiðinni. Hún hitti Geira
sinn og fór síðan í húsmæðraskólann
á Isafirði. I framhaldi af því stofnuðu
þau síðan heimili og eignuðust tvö
yndisleg böm.
Una og Geiri vora miklar félags-
verur og lögðu víða hönd á plóginn í
félagsstarfi á Isafirði og einnig hér
syðra eftir að leið þein-a lá hingað.
Þau áttu marga félaga og vini.
Tengslin milli okkar rofnuðu aldrei
þótt minn starfsvettvangur væri hér
syðra en hennar lengst af fyrir vest-
an.
Kæra vinkona og frænka. Eg
þakka þér margra áratuga tryggð og
vináttu sem aldrei bar skugga á.
Geiri minn og íjölskylda og aðrir
ættingjar og vinir. Við Húnbogi biðj-
um góðan guð að gefa ykkur styrk í
sorginni.
Erla Ingadóttir.
Góð vinkona er fallin frá. Una Hall-
dórsdóttir kvaddi þetta líf sunnudag-
inn 5. nóvember sl. Það var erfitt að
trúa því Ávallt viðbúin vora orðin og
takmarkið hennar Unu okkar elsku-
legu vinkonu, en við voram ekki „við-
búin“ því að kveðjustund væri svo
nærri og að hún Una verði ekki á
lengur á meðal okkar.
Una bar það með sér að hún var af
dugmiklu og góðu fólki komin, fædd í
faðmi vestfirskra fjalla stórbrotnu
umhverfi þar sem fjöllin gnæfa með
stóram og stundum dimmum klettum
sem gefa mikla fegurð er sólin gyllir,
spegilsléttur Pollurinn töfrar staðinn
umkringdum fjallahringnum. í þessu
umhverfi sem hún unni svo mjög
fæddist hún og ólst upp, hér stofnaði
hún heimili sitt með elskulegum eig-
inmanni sínum, hér á Isafirði fæddust
börnin þeirra Elisabet og Halldór.
Síðar fluttust þau til Reykjavíkur
vegna lasleika Unu þar sem auðveld-
ara var að ná til sérfræðinga. Una var
Ijúf og góð kona, hún var hress og
vildi hafa gleðina í fyrirrúmi en ákaf-
lega viðkvæm ef hún vissi af erfiðleik-
um vina og vandamanna. Heimili
hennai- og Geira var fallegt þar var
allt svo akkúrat eins og Una, þau vora
samhent hjón, það var gott að sækja
þau heim, vinátta og tryggð frá Isa-
fjarðaráranum var ekki rofin hún var
alltaf til staðar þar var traust og
tryggð. Við vinimir sem enn eram
hér á Isafirði og minnumst nú elsku-
legrar vinkonu eigum öll svo góðar og
hlýjar minningar sem leita á hugann
eftir margra ára vináttu og samvera-
stunda. Þær minningar era dýrmæt-
ur fjársjóður sem gott er að ylja sér
við, við arineldinn.
Við giftum okkur öll um svipað
leyti stofnuðum heimili - börnin
fæddust, nóg var að gera, - vinafund-
ir vora margir, þeir gáfu gleði, - en
margai’ stundir vora til að hjálpa og
rétta hendi ef eitthvað stóð til.
Saumaklúbburinn okkar var sér-
stakur hann var ekki síður fyrir eigin-
menn okkar sem alltaf mættu. Þefr
spurðu hvar er klúbburinn í kvöld,
hvar eigum við að mæta, - þar vora
miklar gleðistundir, við vinkonumar
pijónuðum eða saumuðum þar til
strákarnir mættu í klúbbinn en þá
vora að sjálfsögðu snæddar góðar
veitingar eins og vera ber við slík
tækifæri, en það var ósjaldan sem
bragðið var á leik s.s. leika bókaheiti
sem gert var af mikilli snilld og
gleymist seint eða þá margir aðrir
leikir s.s. aumingja kisi, - það var
reyndar aðeins einn úr hópnum sem
fékk það hlutverk, - allar þessar
stundir era okkur kærar það var svo
margt sem við fundum upp til að
skemmta okkur við, en einnig var
hugsað og framkvæmt eitt og annað
sem þroskaði hugann og efldi okkur í
því hlutverki sem beið okkar í lífinu.
Una var stór hlekkur í að efla vináttu
og samverastundir. Hún var ekki
heilsuhraust síðustu árin, en hún lét
það ekki aftra sér frá að vinna að góð-
um málum. Hún var traustur og góð-
ur félagi þar sem hún kom að félags-
málum og trú þeirri ábyrgð sem hún
tók að sér hveiju sinni, en atorka
hennar og vilji var ekki síður minni
við að rækta vináttu við ættingja og
vini sem átti hug hennar allan, og við
vitum að margir búa að því með þakk-
læti í huga.
Andlát Unu bar brátt að einkunn-
arorð hennar „Ávallt viðbúin", - segja
okkur að það eram við ekki alltaf, við
voram því ekki viðbúin nú; að kallið
væri komið, veram því ,Ávallt við-
búin“ að rækta vináttuna eins og hún
Una gerði svo ríkulega.
Nú þegar við kveðjum Unu er að-
ventan að ganga í garð, með sitt mikla
kærleiksljós, við biðjum að Ijós kær-
leikans verði með og hjá henni Unu
okkar og gefi henni frið og lýsi henni
leiðina sem hún nú fer.
Elsku Geiri, Guð veri með þér,
bömum þínum og fjölskyldum þeiira
á þessari stundu. Minning Unu er
björt og fögur, látið hana létta ykkur
sporin.
Jónína Einarsdóttir, Guimar
Jónsson, Amalía Kr. Einarsd.,
Hreinn Jónsson.Lára Gísladóttir,
Gunnlaugur Jónasson, Geirþrúð-
ur Charlesd., Jón B. Guðjónsson.
Sá einn sem reynir skynjar best og skilur,
hve skin frá vinarhug er gott að finna.
I hjarta þér bjó fegurð, ást og ylur,
sem innstu lífsins rætur saman tvinna
en kærleikurinn er það Ijós á leið
sem lýsir skærast mannsins æviskeið
(Ág. Böðvarsson.)
Kær vinkona mín og skólasystir,
Una Halldórsdóttir, er farin í ferðina
sem við föram öll að lokum. Hún fór
svo alltof snemma, að okkur finnst
sem þótti svo afar vænt um hana.
Við kynntumst í Húsmæðraskóla
Isafjarðar árið 1952 er við hófum báð-
ar nám þar. Við fundum fljótt að við
áttum margt sameiginlegt og hefur
vinátta haldist með okkur alla tíð síð-
an og aldrei borið þar skugga á.
Una var mikill Isfirðingur og var
hún fús að fræða pkkur skólasystur
sínar um staðinn. Eg á margar góðar
minningar frá foreldrahúsum hennar
þar. Brátt kynntumst við svo ástinni
hennar, honum Geira.
Er skóla lauk fórum við allar hver í
sína áttina en við Una skrifuðumst á
og fylgdumst vel hvor með annarri.
Það er margs að minnast.
Mörg sumur komu Una og Geiri í
heimsókn tU okkar í sveitina mína í
Dölunum. Fyrst þau tvö og síðan með
bömin sín Elsu og Dúdda. Oft stóð
heyskapur þá sem hæst og mikið að
gera í sveitinni. Una, Geiri og krakk-
amir vora ávallt tUbúin að taka þátt í
verkunum með heimilisfólkinu. Það
var gaman að fá þau og þau vora svo
sannarlega aufúsugestir á Erpsstöð-
um. Eg og fjölskylda mín fóram
nokkram sinnum til ísafjarðar og
nutum gestrisni Unu og Gefra þar.
Þau tóku vel á móti okkur og vildu allt
fyrir okkur gera. Eigum við margar
góðar minningar úr þessum ferðum.
Meðal annars fóram við í útilegu í
Hattardal og áttum þar góðar stundfr
sem aldrei gleymast.
Eftfr að þau fluttu suður var hæg-
ara um vik að hittast. Við vorum svo
lánsöm að þau bjuggu í nágrenni við
okkur. Oft var farið á milli í heim-
sóknir. Ævinlega var gott að leita til
Unu ef á þurfti að halda. Þau vora ófá
skiptin sem ég leitaði til hennar um
ráð. Una var mjög handlagin og kom
ótrúlega miklu í verk. Oft áttum við
samleið í slíkum vangaveltum og var
hún ávallt boðin og búin að rétta
hjálparhönd.
Hyggðu að því helga og háa
það hjartanu veitir þér frið.
En h'ttu á það lága og smáa
og láttu það koma þér við.
(MargrétPálmad.)
Svo sannarlega lét hún Una vini
sína koma sér við.
Eg sakna svo margs að sakna þess
að geta ekki spjallað við hana í síma.
Eg sakna heimsókna, ferðanna í
saumaklúbbinn, tilkynningaskyld-
unnar sem við höfðum þegar við fór-
um eitthvað í burtu. Ég sakna velvilja
hennar og vináttu því Una var svo
sannarlega vinur vina sinna og gott
að eiga hana fyrir vinkonu. Ég hefði
svo innilega viljað að við hefðum feng-
ið lengri tíma með henni.
Ég og fjölskylda mín sendum
Geira, Elsu, Dúdda og öllum ástvin-
um Unu okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Elsku Unu minni þakka ég
alla hennar vináttu og tryggð.
Farþúífriði,
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt
(V. Briem.)
Anna M. Albertsdóttir.
• Fleiri minningargreinar um Unu
Halldórsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
TIL SÖLU
Sézstakt tilboð!
Alveg nýtt!
Frystikistur fyrir heimilið
102 lítra
Kostnaðarverð 26.000 kr.
(eða 3 þús. kr. á mán.).
La Baguette,
Glæsibæ, sfmi 588 2759.
Lokkur/fjölklippur
Til sölu nýr Kingsland-lokkur
(fjölklippur), gerð 55xsd (55 tonn).
Ertil sýnis hjá Fossberg.
Góð greiðslukjör í boði.
Vaki DMG hf.,
sími 461 1122
(Helgi eða Steinar).
Styrkir úr Málræktarsjóði
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Mál-
ræktarsjóði. Sjóðurinn var stofnaður árið 1991.
Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur hans:
a) að styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorða-
starf í landinu,
b) að styrkja fjárhagslega starf orðanefnda sem
vinna að þýðingum á tæknimáli eða sér-
hæfðu máli,
c) að styrkja fjárhagslega útgáfu handbóka og
leiðbeininga um málnotkun,
d) að styrkja fjárhagslega útgáfu kennsluefnis
í íslensku,
e) að styrkja fjárhagslega útgáfu orðabóka,
f) að veita einstaklingum, samtökum og stofn-
unum viðurkenningu fyrir málvöndun og
málrækt,
g) að styrkja með fjárframlögum hvers konar
framtak, sem verða má til þess að markmið-
um Málræktarsjóðs verði náð.
Umsóknareyðublöð fást hjá framkvæmdastjóra
Málræktarsjóðs, Neshaga 16,107 Reykjavík
(sími 552 8530), og skal umsóknum skilað
þangað fyrir 1. febrúar 2001.
MÁLRÆKTARSJÓÐUR
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
1, Isafirði, þriðjudaginn 5. desember 2000 kl. 14.00 á eftirfar-
andi eignum:
Aðalgata 47, Suðureyri, þingl. eig. Þröstur V. Þorsteinsson og Lífeyr-
issjóður Vestfirðinga, gerðarbeiðandi Oddgeir Gylfason.
Fjarðarstræti 4, 0201, (safirði, þingl. eicj. Ása Kristveig Þórðardóttir
og Jens Magnússon, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður.
Góuholt 8, ísafirði, þingl. eig. Arnar Kristjánsson, gerðarbeiðendur
íbúðalánasjóður, ísafjarðarbær og Vátryggingafélag islands hf.
Hafnarstræti 15-19, Flateyri, þingl. eig. Lára Thorarensen og Þórður
Sævar Jónsson, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Skeljungur
hf.
Hlíðarvegur 35, 0101, Isafirði, þingl. eig. Magnús Guðmundur Samú-
elsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Vestfirðinga.
Iðnaðarhús á Flateyrarodda, Flateyri, þingl. eig. S.l. Pétursson ehf.,
gerðarbeiðendur Byggðastofnun og ísafjarðarbær.
Ólafstún 14, Flateyri, þingl. eig. Hjálmur ehf., gerðarbeiðandi íbúða-
lánasjóður.
Sætún 12, 0202, íb. 7, Suðureyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarð-
arbæjar, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður.
Sætún 8, Suðureyri, þingl. eig. Margrét Hildur Eiðsdóttir og Jón
Arnar Gestsson, gerðarbeiðendur (búðalánasjóður og (safjarðarbær.
Tangagata 20, ytri endi, 0102, ísafirði, þingl. eig. Hrönn Benónýsdóttir,
gerðarbeiðandi Vátryggingafélag íslands hf.
Urðarvegur 24, ísafirði, þingl. eig. Halldóra Jónsdóttir og Eiríkur
Brynjólfur Böðvarsson, gerðarbeiðendur (búðalánasjóður og (safjarð-
arbær.
Sýslumaðurinn á ísafirði,
30. nóvember 2000.