Morgunblaðið - 01.12.2000, Side 69

Morgunblaðið - 01.12.2000, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 69 FRÉTTIR Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jón Viðar Jdnmundsson búQárræktarráðunautur að störfum. Kúaskoðun í Þingeyjarsýslu Laxamýri - Nær þrjú hundruð kýr í Þingeyjarsýslu voru skoðaðar í vikunni af Jðni Viðari Jónmunds- syni búfjárræktarráðunauti, en kúaskoðun þessi er liður í ræktun- arstarfinu og er vaxandi áhugi fyr- ir að skoða ungar og efnilegar kýr. Markmiðið með því að dæma kýr strax á fyrsta og öðru mjaltaskeiði er að hafa þann möguleika að nota þær til kynbóta og auðvelda bænd- um að þekkja sína bestu gripi. Á ferðalagi Jóns Viðars voru einkum skoðaðar kýr undan naut- um frá 1994-1996, en svo virðist sem nautin frá ’94-árganginum standi virkilega undir væntingum því þar eru margir öflugir kyn- bótagripir. Athyglisvert hvað þau hafa þegar skilað í ræktuninni hvað snertir efnahlutföll í mjólk, en þessi árgangur var fyrsti hóp- urinn sem valinn var vegna prót- eins. í athugasemdum um dætur þess- ara nauta má sjá að margar þeirra eru mjög mjólkurlagnar, með góð efnahlutföll og sterklegir gripir. Niðurstöður úr kúaskoðuninni fara í vinnslu hjá Bændasamtökum íslands og verða sendar bændum í byrjun nýja ársins. Tónleikagestir hlusta með athygli á snæfellska listamenn framtíðarinnar. í i IKiUÆ 1 ■ < M SMHnmw! m ; I íBfíw * '% Góð þátt- taka í tón- listarnámi Eyja- og Miklaholtshreppi - Tónl- istardagur var haldinn í Laugagerð- isskóla á Snæfellsnesi 22. nóvember sl. Þá var foreldrum og öðrum úr sveitinni boðið í skólann til að hlusta á þá sem stunda tónlistarnám. Allir koma fram, en 28 nemendur af 44 nemendum skólans eru í tónlistar- námi. Steinunn Pálsdóttir kennir og í vetur er kennt á píanó, blokk- flautu, gítar og harmoniku auk þess sem einn nemandi er að læra söng. Tónlistardagur er haldinn tvisvar á ári og er liður í því að þjálfa krakkana í að koma fram. Tónlistar- deginum lauk með því að kennarar skólans sungu við undirleik allra gítarleikaranna. Morgunblaððið/Daniel Hansen Gítarleikaramir Þórður Gíslason, Amar Ásbjörnsson og Sigurður Páll Guttormsson eru að undirbúa sig fyrir að verða hljómlistarmenn. ALLT FYRIR BÖRNiN Kinpparstíg 27, sími 552 2522 1*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.