Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 92

Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 92
Ji&ihiM -setur brag á sérhvem dag! MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Áreksturinn varð á beinum vegarkafla á Strandarheiði. Óljóst er um tildrög slyssins. Þrír létust í bflslysi á Reykjanesbraut ÞRÍR létu lífið í hörðum árekstri tveggja biíreiða á Reykjanesbraut síðdegis í gær. Óljóst er um til- drög slyssins, en þó er ljóst að bílamir, fólksbíll og jeppi, komu hvor úr sinni áttinni. Slysið átti sér stað á beinum vegarkafla. Að sögn lögreglunnar í Keflavík, sem annast rannsókn á slysinu, var ekki hálka á veginum. í fólksbflnum voru hjón, fædd 1955 og 1951, og létust þau bæði. í jeppanum voru feðgin. Ökumað- urinn, sem fæddur var 1970, lést en dóttir hans, fædd 1996, var flutt á sjúkrahús. Að sögn læknis á gjörgæsludeild er líðan stúlkunnar stöðug. Hún er með minniháttar höfúðmeiðsl en er ekki í lífshættu. Slysið átti sér stað um kl. 16:45 á Strandarheiði, um tvo kflómetra vestan við Kúagerði. Loka varð Reykjanesbraut í rúmar þrjár klukkustundir með- an lögregla og hjúkrunarfólk voru að störfum. Um- ferð var beint um Vatnsleysuveg á meðan. Lög- reglulið frá Keflavík, Hafnarfírði og Reykjavík, auk sjúkrabifreiða og tækjabfls slökkviliðsins, voru kölluð til vegna slyssins. Lögreglan í Keflavík óskar eftir að þeir sem urðu vitni að slysinu gefi sig fram ef það mætti verða til að varpa Ijósi á orsök þess. Flestir treysta RÚV o g Morgun- blaðinu MORGUNBLAÐIÐ fékk 4,3 í ein- kunn fyrir að treysta megi frétta- flutningi þess í nýrri fjölmiðlakönn- un Gallups þar sem spurt var um gæði. Ríkissjónvarpið fékk sömu einkunn og Rás 1 og Rás 2 fengu 4,4. I könnuninni var að þessu sinni spurt um gæði og voru þátttakendur beðnir að gefa fjölmiðlum einkunn fyrir ákveðnar fullyrðingar. Ein full- yrðingin var: Það má treysta frétta- flutningi þess og fékk Morgunblaðið 4.3 í einkunn. Rás 1 og Rás 2 fengu 4.4 í einkunn fyrir þá fullyrðingu. Ríkissjónvarið fékk einnig 4,3 í ein- kunn, Stöð 2 3,2 og DV 3,4. Þá fékk Morgunblaðið 4,1 í einkunn fyrir fullyrðinguna: Er miðill sem gefur mér mikilvægar upplýsingar um vöru og þjónustu. DV fékk þar 3,7 og Sjónvarpið 3,6. Vefsíðan mbl.is er oftast heimsótt íslenskra netmiðla eða tvisvar í viku að meðaltali, samkvæmt nýrri fjöl- miðlakönnun Gallups. Næstur net- miðla kemur visir.is sem heimsóttur er 1,7 sinnum og er marktækur munur á þessum miðlum. I þriðja sæti er leit.is en þátttakendur í könnuninni heimsóttu hann að með- altali 1,3 sinnum í viku. Að meðaltali lesa 61,5% þátttak- enda Morgunblaðið en 40,3% DV. Þá lásu 81,6% þátttakenda Morgun- blaðið eitthvað í vikunni, en 81% í könnun í mars sl., og 64,9% lásu DV. ■ Yfir 81% les/6 _ Gengi deCODE 10,56 Sendiherrar ESB-ríkja kallaðir á fund sljórnvalda í gær og öll sendiráð í Evrópu virkjuð vegna fyrirhugaðs banns við notkun fiskimjöls í skepnufóður Andstaða í nefnd, en málið fer til ráðherraráðs ESB GENGI hlutabréfa í deCODE, móð- urfélagi íslenskrar erfðagreiningar, hólt áfram að lækka á bandaríska Nasdaq-verðbréfamarkaðnum í gær. Lokagengi bréfa í deCODE í gær var 10,5625 bandaríkjadalir og lækk- aði gengið um 2,375 dali eða um 18,36%. Gengi bréfa deCODE hefur aldrei verið lægra skráð. Hinn 11. september var skráð ’Sfckagengi deCODE 28,75 og miðað við opinbert gengi Seðlabankans var markaðsverðmæti deCODE 106,6 milljarðar. í gær var markaðsverð- mætið komið í 40,1 milljarð króna. ÁFANGASIGUR náðist í gær í bar- áttu íslands fyrir því að fiskimjöl verði undanþegið frá banni á notkun dýramjöls í skepnufóður, að mati Halldórs Ásgrímssonar utanrfldsráð- herra og Gunnars Snorra Gunnars- sonar, sendiherra íslands í Brussel. Tillaga um að bannið nái til alls mjöls sem unnið er úr dýraafurðum, þar með talið fiskimjöls, var tekin fyrir í dýralæknanefnd ESB í gær, en ekki reyndist vera meirihlutastuðningur íyiir henni í nefndinni. Tillagan var lögð fram vegna vaxandi ótta í Evrópu við kúariðu og Creutzfeldt- Jakob-sjúkdóminn. Sams konar bann hefur verið samþykkt í Frakklandi og til stendur að samþykkja það á þýska þinginu í dag. Gunnar Snorri sat fundinn fyrir ís- lands hönd og fékk hann stuðning Norðmanna í málflutningi sínum. Til- laga um bannið kemur til kasta ráð- herraráðs ESB, sem fundar næst- komandi mánudag. Mikill þungi var settur í þá vinnu innan utanríkisþjónustunnar í gær að koma sjónarmiðum Islands á fram- færi. Sendiherrar þeirra ríkja ESB sem kaupa fiskimjöl af íslendingum voru kallaðir á fund þriggja ráðherra og sátu þann fund einnig fulltrúar fiskimjölsframleiðenda og nýr sendi- herra ESB gagnvart málefnum ís- lands. Þá voru öll sendiráð í Evrópu virkjuð til að tala máli íslands og beita þrýstingi um að undanskflja fískimjöl í banni á kjöt- og beinamjöli til skepnufóðurs. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenskan sjávarútveg verði bann samþykkt í Brussel á mánudag- inn. íslendingar fluttu út um 235 þús- und tonn af fiskimjöli í fyrra og þar af um 146 þúsund tonn til landa Evrópusambandsins. Útflutnings- verðmæti fiskimjöls til ríkja ESB nam í fyrra um 7 milljörðum króna og útflutningur fiskimjöls alls um 8,5 mifljörðum. Á síðustu árum hefur hlutur fískimjöls í öllu útflutnings- verðmæti þjóðarinnar verið á bflinu 5-15%. Alvarlegt fyrir fiskimjölsiðnaðinn Magnús Bjarnason, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, sem er stór útflytjandi á mjöli, sagði í samtali við Morgunblaðið að myndi Evrópusambandið ákveða að banna notkun á fiskimjöli dræpi það einfald- lega iðnaðinn. Markaðsstjóri SR- mjöls, Sólveig Samúelsdóttir, sagði að það yrði gríðarlegt áfall fyrir þjóð- ina yrði bannið samþykkt. Halldór Ásgrímsson utanrfldsráð- herra sagði við Morgunblaðið að nið- urstaða dýralæknanefndar ESB í gær hefði gefið aukið svigrúm til að koma sjónarmiðum íslands betur á framfæri við ríki Evrópusam- bandsins. ■ Áfangasigur/46 Hringdu í 907 2121 og þú gætir unnid milljón! u svarar spurníngunni kostar símtalið 199 kr. Keppendur verda að verá 16 ára eða eldri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.