Morgunblaðið - 01.12.2000, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 01.12.2000, Qupperneq 92
Ji&ihiM -setur brag á sérhvem dag! MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Áreksturinn varð á beinum vegarkafla á Strandarheiði. Óljóst er um tildrög slyssins. Þrír létust í bflslysi á Reykjanesbraut ÞRÍR létu lífið í hörðum árekstri tveggja biíreiða á Reykjanesbraut síðdegis í gær. Óljóst er um til- drög slyssins, en þó er ljóst að bílamir, fólksbíll og jeppi, komu hvor úr sinni áttinni. Slysið átti sér stað á beinum vegarkafla. Að sögn lögreglunnar í Keflavík, sem annast rannsókn á slysinu, var ekki hálka á veginum. í fólksbflnum voru hjón, fædd 1955 og 1951, og létust þau bæði. í jeppanum voru feðgin. Ökumað- urinn, sem fæddur var 1970, lést en dóttir hans, fædd 1996, var flutt á sjúkrahús. Að sögn læknis á gjörgæsludeild er líðan stúlkunnar stöðug. Hún er með minniháttar höfúðmeiðsl en er ekki í lífshættu. Slysið átti sér stað um kl. 16:45 á Strandarheiði, um tvo kflómetra vestan við Kúagerði. Loka varð Reykjanesbraut í rúmar þrjár klukkustundir með- an lögregla og hjúkrunarfólk voru að störfum. Um- ferð var beint um Vatnsleysuveg á meðan. Lög- reglulið frá Keflavík, Hafnarfírði og Reykjavík, auk sjúkrabifreiða og tækjabfls slökkviliðsins, voru kölluð til vegna slyssins. Lögreglan í Keflavík óskar eftir að þeir sem urðu vitni að slysinu gefi sig fram ef það mætti verða til að varpa Ijósi á orsök þess. Flestir treysta RÚV o g Morgun- blaðinu MORGUNBLAÐIÐ fékk 4,3 í ein- kunn fyrir að treysta megi frétta- flutningi þess í nýrri fjölmiðlakönn- un Gallups þar sem spurt var um gæði. Ríkissjónvarpið fékk sömu einkunn og Rás 1 og Rás 2 fengu 4,4. I könnuninni var að þessu sinni spurt um gæði og voru þátttakendur beðnir að gefa fjölmiðlum einkunn fyrir ákveðnar fullyrðingar. Ein full- yrðingin var: Það má treysta frétta- flutningi þess og fékk Morgunblaðið 4.3 í einkunn. Rás 1 og Rás 2 fengu 4.4 í einkunn fyrir þá fullyrðingu. Ríkissjónvarið fékk einnig 4,3 í ein- kunn, Stöð 2 3,2 og DV 3,4. Þá fékk Morgunblaðið 4,1 í einkunn fyrir fullyrðinguna: Er miðill sem gefur mér mikilvægar upplýsingar um vöru og þjónustu. DV fékk þar 3,7 og Sjónvarpið 3,6. Vefsíðan mbl.is er oftast heimsótt íslenskra netmiðla eða tvisvar í viku að meðaltali, samkvæmt nýrri fjöl- miðlakönnun Gallups. Næstur net- miðla kemur visir.is sem heimsóttur er 1,7 sinnum og er marktækur munur á þessum miðlum. I þriðja sæti er leit.is en þátttakendur í könnuninni heimsóttu hann að með- altali 1,3 sinnum í viku. Að meðaltali lesa 61,5% þátttak- enda Morgunblaðið en 40,3% DV. Þá lásu 81,6% þátttakenda Morgun- blaðið eitthvað í vikunni, en 81% í könnun í mars sl., og 64,9% lásu DV. ■ Yfir 81% les/6 _ Gengi deCODE 10,56 Sendiherrar ESB-ríkja kallaðir á fund sljórnvalda í gær og öll sendiráð í Evrópu virkjuð vegna fyrirhugaðs banns við notkun fiskimjöls í skepnufóður Andstaða í nefnd, en málið fer til ráðherraráðs ESB GENGI hlutabréfa í deCODE, móð- urfélagi íslenskrar erfðagreiningar, hólt áfram að lækka á bandaríska Nasdaq-verðbréfamarkaðnum í gær. Lokagengi bréfa í deCODE í gær var 10,5625 bandaríkjadalir og lækk- aði gengið um 2,375 dali eða um 18,36%. Gengi bréfa deCODE hefur aldrei verið lægra skráð. Hinn 11. september var skráð ’Sfckagengi deCODE 28,75 og miðað við opinbert gengi Seðlabankans var markaðsverðmæti deCODE 106,6 milljarðar. í gær var markaðsverð- mætið komið í 40,1 milljarð króna. ÁFANGASIGUR náðist í gær í bar- áttu íslands fyrir því að fiskimjöl verði undanþegið frá banni á notkun dýramjöls í skepnufóður, að mati Halldórs Ásgrímssonar utanrfldsráð- herra og Gunnars Snorra Gunnars- sonar, sendiherra íslands í Brussel. Tillaga um að bannið nái til alls mjöls sem unnið er úr dýraafurðum, þar með talið fiskimjöls, var tekin fyrir í dýralæknanefnd ESB í gær, en ekki reyndist vera meirihlutastuðningur íyiir henni í nefndinni. Tillagan var lögð fram vegna vaxandi ótta í Evrópu við kúariðu og Creutzfeldt- Jakob-sjúkdóminn. Sams konar bann hefur verið samþykkt í Frakklandi og til stendur að samþykkja það á þýska þinginu í dag. Gunnar Snorri sat fundinn fyrir ís- lands hönd og fékk hann stuðning Norðmanna í málflutningi sínum. Til- laga um bannið kemur til kasta ráð- herraráðs ESB, sem fundar næst- komandi mánudag. Mikill þungi var settur í þá vinnu innan utanríkisþjónustunnar í gær að koma sjónarmiðum Islands á fram- færi. Sendiherrar þeirra ríkja ESB sem kaupa fiskimjöl af íslendingum voru kallaðir á fund þriggja ráðherra og sátu þann fund einnig fulltrúar fiskimjölsframleiðenda og nýr sendi- herra ESB gagnvart málefnum ís- lands. Þá voru öll sendiráð í Evrópu virkjuð til að tala máli íslands og beita þrýstingi um að undanskflja fískimjöl í banni á kjöt- og beinamjöli til skepnufóðurs. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenskan sjávarútveg verði bann samþykkt í Brussel á mánudag- inn. íslendingar fluttu út um 235 þús- und tonn af fiskimjöli í fyrra og þar af um 146 þúsund tonn til landa Evrópusambandsins. Útflutnings- verðmæti fiskimjöls til ríkja ESB nam í fyrra um 7 milljörðum króna og útflutningur fiskimjöls alls um 8,5 mifljörðum. Á síðustu árum hefur hlutur fískimjöls í öllu útflutnings- verðmæti þjóðarinnar verið á bflinu 5-15%. Alvarlegt fyrir fiskimjölsiðnaðinn Magnús Bjarnason, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, sem er stór útflytjandi á mjöli, sagði í samtali við Morgunblaðið að myndi Evrópusambandið ákveða að banna notkun á fiskimjöli dræpi það einfald- lega iðnaðinn. Markaðsstjóri SR- mjöls, Sólveig Samúelsdóttir, sagði að það yrði gríðarlegt áfall fyrir þjóð- ina yrði bannið samþykkt. Halldór Ásgrímsson utanrfldsráð- herra sagði við Morgunblaðið að nið- urstaða dýralæknanefndar ESB í gær hefði gefið aukið svigrúm til að koma sjónarmiðum íslands betur á framfæri við ríki Evrópusam- bandsins. ■ Áfangasigur/46 Hringdu í 907 2121 og þú gætir unnid milljón! u svarar spurníngunni kostar símtalið 199 kr. Keppendur verda að verá 16 ára eða eldri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.