Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLADIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Frá tónleikum Kammerkdrs Vesturlands í Reykholtskirkju. Aðventutónleikar í Reykholtskirkju Reykholt - Sú hefð sem komist hefur á hjá Tónlistarfélagi Borgarfjarðar, Borgarfjarðarprófastsdæmi og Reykholtskirkju, að standa fyrir ár- legum aðventutónleikum í héraðinu, hefur greinilega fengið hljómgrunn. Um helgina var mjög góð aðsókn að tónleikum Kammerkórs Vesturlands í Reykholtskirkju og sýndi sig að mikill metnaður er í starfi kórsins. Kórinn var stofnaður í fyrra, undir stjórn Dagrúnar Hjartardóttur, til að veita tónlistarmenntuðu fólki í héraðinu tækifæri til að flytja metn- aðarfull verkefni á sviði sönglistar. Einsöngvarar koma úr röðum kórs- ins og undirleikarar eru að hluta af Vesturlandi. Aukin umsvif Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands Hrúta- sæði út- flutn- ingsvara Fagradal - Yfir eitt þúsund skammt- ar af djúpfrystu hrútasæði verða fluttir út til Bandaríkjanna frá Sauð- fjársæðingastöð Suðurlands, þetta er meira en helmings aukning frá árinu áður en þá var fluttur út 491 skammtur. Guðmimdur Jóhannesson ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Suður- lands segir að einnig hafi komið fyr- irspurn frá Noregi um kaup á djúpfrystu hrútasæði. Guðmundur reiknar með að sæddar verði milli 9 og 10 þúsund ær með sæði frá Sauð- fjársæðingastöð Suðurlands þetta árið og verði það í heildina aukning frá því í fyrra en að samdráttur verði á sæðingum á Suðurlandi og aukning utan héraðs og í útflutning. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ólafur Þ. Gunnarsson sæðingamaður gerir strá með hrútasæði klárt til notkunar. Helmingsaukning er á sölu sæðis til Bandaríkjanna milli ára. Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Mynd tekin í félagsheimilinu á Flateyri þegar flyija þurfti uppákomu tengda tendrun jólatrésins inn í hús vegna veðurs. Leikskólabörn bjóða foreldrum sínum í jólakaffi Flateyri - Þegar gluggagægir átti leið fram hjá leikskólanum Grænagarði á Flateyri sá hann að inni fyrir var óvenju margt fullorðið fólk saman kom- ið. Nánari eftirgrenslan leiddi í ljós að bömin á leikskólanum höfðu boðið foreldrum sínum í jólakaffi inn á deild til að bragða á smákökum sem bak- aðar voru í skólanum fyrr um daginn. Allir nemendur skólans frá eins árs aldri höfðu tekið þátt í að skera út piparkökur og skreyta þær með marg- litum glassúr. Ekki þarf að spyrja að því að mikil eftirvænting fylgdi því svo að bjóða foreldrunum upp á gómsætan afrakstur dagsins. Tálkna- fjarðar- hreppur með heimasíðu Tálknafirði - Að loknum hreppsnefndarfundi 6. des- ember sl. opnaði Björgvin Sig- urjónsson, oddviti Tálkna- fjarðarhrepps, heimasíðu sveitarfélagsins formlega, en hún hefur verið í vinnslu und- anfarnar vikur. Það er net- þjónustufyrirtækið Snerpa á Isafirði, sem vann síðuna fyrir sveitarfélagið, en Ólafur M. Birgisson sveitarstjóri hafði frumkvæði að uppsetningu síðunnar og vann frumgerð hennar. Á síðunni eru bæði myndir úr Tálknafirði og upplýsingar um stjómsýslu sveitarfélags- ins, fundargerðir sveitar- stjórnar og nefnda ásamt upp- lýsingum um fyrirtæki og stofnanir. Einnig eru upplýsingar um fyrirtæki og þjónustu í sveit- arfélaginu. Þá eru birtar stutt- ar fréttir úr bæjarlífinu ásamt myndum. Slóðin á síðuna er http://www.talknafjordur.is Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Þrír efstu menn mótsins, frá vinstri: Gísli Bogason, Rögnvaldur Om Jónsson, sigurvegari mótsins, og Sigurður Scheving. Rögnvaldur skákmeistari Ólafsvík - Taflfélag Ólafsvíkur á sér langa sögu og hafa margir liðtækir skákmenn komið við sögu þess. Nú nær starfsemin yfir Snæfellsbæ all- an og aukið líf er í félaginu. Á dög- unum var haldið skákmeistaramót Snæfellsbæjar. Tóku 15 manns þátt í mótinu. Skákmeistari Snæfells- bæjar varð Rögnvaldur Örn Jóns- son. Hlaut hann llVe vinning og þurfti að tefla sex skáka bráðabana við Sigurð S. Scheving sem einnig hlaut III/2 vinning í mótinu. í þriðja sæti varð Gísli Bogason með 10‘á vinning. Teflt er við bestu aðstæður 1' nýj- um veitingasal Hótel Höfða í Ólafs- vík. Vitað er um skákmenn sem enn eru í felum. Eru þeir hvattir til að gefa sig fram við félagið. Jólasveinar kveiktu á bæjartrénu á Selfossi Selfossi - Kveikt var á bæjar- jólatrénu við Tryggvatorg á Sel- fossi á laugardag. Þegar jóla- sveinarnir úr Ingólfsfjalli komu akandi yfir Ölfusárbrú beið mikill fjöldi barna og fullorðinna við brúarsporðinn og fagnaði komu þeirra. Þeir heilsuðu upp á börnin, kveiktu á trénu, sungu og tröll- uðu með börnunum og þau og aðrir viðstaddir áttu þarna hressilega stund með jólasvein- unum. Barnafjölskyldur frá Selfossi og nágrenni passa vel upp á að koma á Tryggvatorg til að fylgj- ast með þessari árlegu komu jóla- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jólasveinamir komu akandi yfir Ölfusárbrú inn á Tryggvatorg. sveinanna en sérlegur umboðs- Selfoss sem um árabil hefur ann- aðili þeirra er Ungmennafélag ast umstang sem þeim fylgir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.