Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLADIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Frá tónleikum Kammerkdrs Vesturlands í Reykholtskirkju. Aðventutónleikar í Reykholtskirkju Reykholt - Sú hefð sem komist hefur á hjá Tónlistarfélagi Borgarfjarðar, Borgarfjarðarprófastsdæmi og Reykholtskirkju, að standa fyrir ár- legum aðventutónleikum í héraðinu, hefur greinilega fengið hljómgrunn. Um helgina var mjög góð aðsókn að tónleikum Kammerkórs Vesturlands í Reykholtskirkju og sýndi sig að mikill metnaður er í starfi kórsins. Kórinn var stofnaður í fyrra, undir stjórn Dagrúnar Hjartardóttur, til að veita tónlistarmenntuðu fólki í héraðinu tækifæri til að flytja metn- aðarfull verkefni á sviði sönglistar. Einsöngvarar koma úr röðum kórs- ins og undirleikarar eru að hluta af Vesturlandi. Aukin umsvif Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands Hrúta- sæði út- flutn- ingsvara Fagradal - Yfir eitt þúsund skammt- ar af djúpfrystu hrútasæði verða fluttir út til Bandaríkjanna frá Sauð- fjársæðingastöð Suðurlands, þetta er meira en helmings aukning frá árinu áður en þá var fluttur út 491 skammtur. Guðmimdur Jóhannesson ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Suður- lands segir að einnig hafi komið fyr- irspurn frá Noregi um kaup á djúpfrystu hrútasæði. Guðmundur reiknar með að sæddar verði milli 9 og 10 þúsund ær með sæði frá Sauð- fjársæðingastöð Suðurlands þetta árið og verði það í heildina aukning frá því í fyrra en að samdráttur verði á sæðingum á Suðurlandi og aukning utan héraðs og í útflutning. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ólafur Þ. Gunnarsson sæðingamaður gerir strá með hrútasæði klárt til notkunar. Helmingsaukning er á sölu sæðis til Bandaríkjanna milli ára. Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Mynd tekin í félagsheimilinu á Flateyri þegar flyija þurfti uppákomu tengda tendrun jólatrésins inn í hús vegna veðurs. Leikskólabörn bjóða foreldrum sínum í jólakaffi Flateyri - Þegar gluggagægir átti leið fram hjá leikskólanum Grænagarði á Flateyri sá hann að inni fyrir var óvenju margt fullorðið fólk saman kom- ið. Nánari eftirgrenslan leiddi í ljós að bömin á leikskólanum höfðu boðið foreldrum sínum í jólakaffi inn á deild til að bragða á smákökum sem bak- aðar voru í skólanum fyrr um daginn. Allir nemendur skólans frá eins árs aldri höfðu tekið þátt í að skera út piparkökur og skreyta þær með marg- litum glassúr. Ekki þarf að spyrja að því að mikil eftirvænting fylgdi því svo að bjóða foreldrunum upp á gómsætan afrakstur dagsins. Tálkna- fjarðar- hreppur með heimasíðu Tálknafirði - Að loknum hreppsnefndarfundi 6. des- ember sl. opnaði Björgvin Sig- urjónsson, oddviti Tálkna- fjarðarhrepps, heimasíðu sveitarfélagsins formlega, en hún hefur verið í vinnslu und- anfarnar vikur. Það er net- þjónustufyrirtækið Snerpa á Isafirði, sem vann síðuna fyrir sveitarfélagið, en Ólafur M. Birgisson sveitarstjóri hafði frumkvæði að uppsetningu síðunnar og vann frumgerð hennar. Á síðunni eru bæði myndir úr Tálknafirði og upplýsingar um stjómsýslu sveitarfélags- ins, fundargerðir sveitar- stjórnar og nefnda ásamt upp- lýsingum um fyrirtæki og stofnanir. Einnig eru upplýsingar um fyrirtæki og þjónustu í sveit- arfélaginu. Þá eru birtar stutt- ar fréttir úr bæjarlífinu ásamt myndum. Slóðin á síðuna er http://www.talknafjordur.is Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Þrír efstu menn mótsins, frá vinstri: Gísli Bogason, Rögnvaldur Om Jónsson, sigurvegari mótsins, og Sigurður Scheving. Rögnvaldur skákmeistari Ólafsvík - Taflfélag Ólafsvíkur á sér langa sögu og hafa margir liðtækir skákmenn komið við sögu þess. Nú nær starfsemin yfir Snæfellsbæ all- an og aukið líf er í félaginu. Á dög- unum var haldið skákmeistaramót Snæfellsbæjar. Tóku 15 manns þátt í mótinu. Skákmeistari Snæfells- bæjar varð Rögnvaldur Örn Jóns- son. Hlaut hann llVe vinning og þurfti að tefla sex skáka bráðabana við Sigurð S. Scheving sem einnig hlaut III/2 vinning í mótinu. í þriðja sæti varð Gísli Bogason með 10‘á vinning. Teflt er við bestu aðstæður 1' nýj- um veitingasal Hótel Höfða í Ólafs- vík. Vitað er um skákmenn sem enn eru í felum. Eru þeir hvattir til að gefa sig fram við félagið. Jólasveinar kveiktu á bæjartrénu á Selfossi Selfossi - Kveikt var á bæjar- jólatrénu við Tryggvatorg á Sel- fossi á laugardag. Þegar jóla- sveinarnir úr Ingólfsfjalli komu akandi yfir Ölfusárbrú beið mikill fjöldi barna og fullorðinna við brúarsporðinn og fagnaði komu þeirra. Þeir heilsuðu upp á börnin, kveiktu á trénu, sungu og tröll- uðu með börnunum og þau og aðrir viðstaddir áttu þarna hressilega stund með jólasvein- unum. Barnafjölskyldur frá Selfossi og nágrenni passa vel upp á að koma á Tryggvatorg til að fylgj- ast með þessari árlegu komu jóla- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jólasveinamir komu akandi yfir Ölfusárbrú inn á Tryggvatorg. sveinanna en sérlegur umboðs- Selfoss sem um árabil hefur ann- aðili þeirra er Ungmennafélag ast umstang sem þeim fylgir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.