Morgunblaðið - 13.12.2000, Page 29

Morgunblaðið - 13.12.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 29 LISTIR Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Silfurþeysir Errós séður frá tengigangi við aðalæð Kringlunnar. Listin að segja sögu MY]\DLIST Kringlan KERAMIKFLÍSAR ERRÓ SILFURÞEYSIR heitir verk eftir Erró sem var afhjúpað í síðustu viku. Það er sett saman úr 2.475 keramik- flísum sem framleiddar voru hjá þekktri keramikverksmiðju í Port- úgal. Það var Listasjóður atvinnu- lífsins sem studdi framtakið og satt best að segja hefur það lukkast með ágætum. Silfurþeysir er íslenskun á nafni ofurhetjunnar Silver Surfer, en hasarblaðahetjur hafa löngum verið eftirlæti Errós. Eins og fram kom í viðtali við lista- manninn í Lesbók Morgunblaðsins getur Erró heimfært aðferðafræði sína til teikninga frá unglingsárun- um. Þá bárust daglega skelfilegar fréttir af átökunum utan úr hinum stóra heimi þar sem heimsstyrjöldin síðari var á lokastigi. Til er mergjuð mynd eftir Erró frá 1946 af beina- grindum umhverfis stóra sprengju sem varpað er úr flugvél. Áhorfand- anum verður óhjákvæmilega hugsað til fyrstu atómsprengjunnar og óhugnanlegra afleiðinga hennar, en hvað listamanninn varðar var stíll hans þegar kominn ljóslifandi. Mergðin þar sem hver lófastór blettur er gjörnýttur stóð þarna mótuð með líkum hætti og nú má sjá í risamyndinni í Kringlunni. Vissu- lega hefur tækni listamannsins fleygt fram, einkum hæfileika hans til að lýsa fjarvídd. Það er ekki svo galið hjá Arthur C. Danto að líkja teiknimyndastíl Errós við barokk því það fyrsta sem áhorfanda dettur í hug frammi fyrir Silfurþeysi er Kvadratúra föður Andrea Pozzo í Ignasarkirkjunni í Róm, eða annar ámóta hvirfilbylur úr hvelfmgum barokkaldarinnar. Annað sem gerir samanburðinn við barokklistina nærtæka er alþýð- leg höfðunin. Það er ekki einasta að í Silfurþeysi séu saman komnar ýms- ar hetjur hasarmyndasögunnar heldur eru svipbrigðin á þessum margbreytilega herskara tjáningar- ríkur með afbrigðum. Ýkt geðbrigði eru meðal áberandi sérkenna bar- okkstílsins ásamt þöndum formum og krepptum líkamsstellingum, en af nægu er að taka í þeim efnum í Silf- urþeysi Errós. Varla var hægt að ramba á betri skreytilausn í Kringlunni en þessa margslungnu mynd. I jólahringið- unni umhverfis Silfurþeysi birtast einmitt flest þau einkenni sem sjá má í þessari risaflísamynd. Hraðinn, þrengslin, hamagangurinn og eftir- væntingin þegar almenningur fyllir ganga ofurmarkaðarins í Mýrinni endurspeglast í ímyndaðri veröld Silfurþeysis þar sem hann stendur keikur eins og michelangelísk Krist- mynd á efsta degi með silfurbrim- bretti sitt, eða óttalaus Mikjáll úr þrykkmynd Dúrers þar sem hann rekur drekann á hol. Þannig byggir Erró vissulega risamynd sína í Kringlunni á alda- langii hefð alþýðuvænnar myndlist- ar um leið og áhorfendum finnst sem þeir heyri lúðrablástur með symfón- ísku þemanu úr Stjörnustríði Lucas meðan riddari hins góða sveiflar geislasverðinu sínu og afhausar gunnsprengi andskotans. Öðruvísi mynd í Kringlunni, þessu musteri viðskiptanna, hefði verið helgispjöll. Með Silfurþeysi höfum við fengið altaristöfluna sem hæfir musterinu og mun vonandi standa eins lengi og almenningur fyllir Kringluna. Halldór Björn Runólfsson Casco HARÐVIÐARVAL EHF. Krókhálsi4 llOReykjavík Sími: 567 1010 Vetfang: http://www.parket.is E-matl: parket@parket.is I rl YT'T'lGr rJ f. i FLj DT'X T'Lj DT'T Flotgólf undir öll gólfefni tilbúið eftir 24 tíma I ! i Ferða- lag gegn- um tíðina .. Morgunblaðið/Ásdís Hilmar Orn Agnarsson og Sverrir Guðjónsson. „ÞETTA er ferðalag gegnum tfðina. Pilagrimsför hins trúaða manns," segir Hilmar Örn Agn- arsson, stjórnandi Kammerkórs Suðurlands, sem sent hefur frá sér í samvinnu við Smekkleysu geislaplötuna Eg byrja reisu mín. Undirtitill plötunnar er fs- lensk kirkjutónlist í þúsund ár. Tilefnið, eins og getur nærri, kristnitökuafmælj íslensku þjóð- arinnar. Hilmar Örn segir kór- inn hins vegar hafa þrætt framhjá frægustu og mest fluttu verkunum - einblínt á það sem sjaldan er flutt, hvað þá hljóð- ritað. „Við unnum þessa plötu út frá ákveðinni stemmningu," segir Sverrir Guðjónsson, upptöku- stjóri og listrænn umsjónar- maður Ég byrja reisu mín. „Þetta er enginn kokkteill. Manni er ekki skutlað fram og til baka i stíl, eins og stundum gerist þegar unnið er með tónlist frá svona löngu tímaskeiði. Við leituðum að lit sem tengir tón- verkin saman og fundum hann.“ Platan er, eins og Hilmar Örn gat um, samfellt ferðalag. Lögin eru fjórtán, líkt og vörðurnar helgu. Ferðin hefst á þjóðlaginu Ó, Guð ég aumur leita sem leiðir inn í annað þjóðlag, Ég byrja reisu mín. I miðjunni mætir Verónika Kristi í enn einu þjóð- laginu áður en hringnum er lok- að, Ó, guð ég aumur leita í út- setningu Hróðmars Inga Sigur- björnssonar. Að lokum er efnt til messu að tuttugustu aldar sið, Missa Piccola, þar sem Gunnar Reynir Sveinsson leggur til tón- ana. Textar eru úr Passíusálm- um Hallgríms Péturssonar. Mikið trúartónskáld Hilmar Örn og Sverrir bera lof á Gunnar Reyni. Hann sé mikið trúartónskáld. „Gunnar hefur samið mörg frábær verk og hefur ákaflega sérstakan stfl. Hann hefur alls ekki verið áber- andi hin síðari ár en ég er sann- færður um að verk hans eiga eftir að verða mikið flutt á næstu misserum og árum,“ segir Sverrir. Hilmar Örn segir eldri verkin á plötunni eiga það sameiginlegt að þjóðin hafi kunnað þau á sín- um tfma, þótt ekki hafi þau verið mikið flutt á siðari öldum. Lögin eru sótt í gömul sönghandrit sem Collegium Musicum hefur dustað rykið af. Kórinn fékk Báru Gríms- dóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur, sem er félagi í kórnum, Jakob Hallgrímsson og Smára Ólason til að útsetja fyrir sig sum af þessum lögum. Auk útsctninga annaðist Smári grúsk, er meðal annars fjölfróður um Hallgrím Pétursson, og söng með kórnum. „Við fórum líka í grasrótina. Þarna er til dæmis yndislegt lag eftir Ingibjörgu Bergþórsdóttur, systur Páls Bergþórssonar veð- urfræðings. Sýn mér sólar faðir heitir það og er dæmi um það hvernig tónlist trúuð kona upp til sveita getur samið,“ segir Hilmar Örn. Ég byrja reisu mín hefur verið lengi í vinnslu. „Við gáfum okk- ur tvö ár til að vinna plötuna," segir Sverrir. „Hún er að lang- mestu leyti tekin upp f Skálholts- kirkju, sem þýddi ferðalag fyrir hverja upptöku. Platan er því ferðalag í þeim skilningi lika.“ Upptökumaður var ðlafur Elí- asson. „Það var mjög ljúft að vinna með honum,“ segir Hilmar Örn. Gamla Skálholtsstiftið Kammerkór Suðurlands er skipaður starfandi tónlistarfólki á Suðurlandi, úr Reykjavík, frá Akranesi og Höfn í Hornafirði. Menn koma því víða að. „Við göntumst alltaf með það að þetta sé gamla Skálholtsstiftið,“ segir Hilmar Örn. Sverrir segir Skálholtskirkju upplagða fyrir verkefni af þessu tagi. Þar sé mjög sérstakt andrúmsloft. „Ég hef á til- finningunni að Skálholt sé verndað svæði," segir hann og Hilmar Örn staðfestir að á stundum sé sem Þorlákur helgi taki undir sönginn. Stemmningin við hljóðritanirnar var siðan mögnuð upp með kertaljósi. Menn gáfu sér góðan tíma í eftirvinnslu plötunnar. „Það er ekki nóg að taka bara upp. Tónlistin þarf að skila sér inn í stofu til fólks. Við lögðum mikla vinnu í hljóðvinnslu og -blöndun. Fengum meðal annars Kjartan Kjartansson kvikmyndahljóð- mann til liðs við okkúr. Við erum mjög ánægð með árangurinn - hljóðið er alveg sérstaklega gott,“ segir Sverrir sem lýsir upptökustjórn sem spennandi og skapandi starfi. Einnig hefur verið vandað til umgjarðar plötunnar en umslagið prýða altaristaflan í Skálholt skirkju og myndir úr gömlum tónlistarhandritum sem gat að líta á sýningu Collegium Musicum í Skálholti síðasta sumar. „Þessar myndir kölluðu á okkur. Vinnan við plötuumslagið tók langan tíma en var sérstaklega ánægjuleg og gjöful," segir Sverrir. Hönnun umslags var í höndum Halldórs Ásgrí ms Elvarssonar. Ég byrja reisu mín er framlag Skálholtsstaðar til kristnihátiðar og kann Hilmar Örn Sigurði Sigurðarsyni vígslubiskup bestu þakkir fyrir áhuga hans og stuðning við verkefnið. Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við mikilvægt forvarnastarf ^Peittu stiufni^a - oertume^S f/e&emáer ICrabbaLeinsfélagsins Upplysíngdi un. » <,ín.un»S40 1918 (sirpsV'iri). S40 1900 otj á betmasiðd K.iabbamei;L téiaqsu.v http;//www. krabþ.Wbapp.1 1 Volkswagen Bjalla Verðmæti 1.800.000 kr. 1 Bifreið eða greiðsla upp í Ibúð Verðmæti 1.000.000 Wr. 158 Úttekt hjá (erðaskrifstofu oða verslun Verðmæti 100.000 kr. fjðtdi útgdlitn* mid*:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.